Nýtt einsdæmi: Óvissa um lengd setunnar.

Yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar um það að hann hafi loks ákveðið að bjóða sig fram ætti ekki að koma neinum á óvart. Allt frá ávarpi hans við þingsetninguna í fyrrasumar hefur þetta í raun legið fyrir og allt það sem hann hefur sagt og gert eða ekki gert hefur verið liður í að undirbúa það sem nú liggur loks fyrir, hvort sem það hefur verið meðvitað eða ómeðvitað hjá honum.

Ég hef áður bloggað um öll "einsdæmin" sem hægt hefur verið að draga fram í sambandi við þetta mál en nú bætist við eitt einsdæmið enn sem mig óraði raunar aldrei fyrir, og játa á mig skort á hugmyndaflugi hvað það varðar : Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins lýsir forsetaframbjóðandi því yfir að þjóðin samþykki það fyrirfram að hann getið stokkið úr embætti þegar það henti honum.

Talsmenn hans hafa gyllt það að þjóðin spari fé með því að þurfa ekki að borga honum eftirlaun meðan hann er í embætti. En stökkvi hann úr embætti á miðju kjörtímabili eða jafnvel fyrr mun kostnaðurinn við það að flýta forsetakosningum gera margfalt meira en að jafna það upp.

Ég gef forsetanum hins vegar prik fyrir það að koma hreint fram með þetta. Verður manni þá hugsað til þeirra borgarstjóra í Reykjavík, Gunnars Thoroddsens, Geir Hallgrímssonar, Davíðs Oddssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem öll stukku úr embætti þótt þau hefðu gefið það upp fyrirfram að fólk væri að kjósa þau til fjögurra ára.

Árum saman hefur það flogið fyrir að Ólafur Ragnar hafi haft það á bak við eyrað að taka að sér stórt embætti erlendis, og að það hafi truflað hann um síðustu áramót að ekki væri útséð með það eða frágengið.

Hvernig sem því er varið, hentar það ágætlega fyrir hann að halda því opnu að stökkva úr forsetaembættinu þegar og ef slíkt erlendt tækifæri kemur.

Rétt eins og hann fór létt með það við þingsetninguna að finna út gríðarlega óvissu um stóraukin völd forsetans vegna frumvarps stjórnlagaráðs, - nokkuð sem kom stjórnlagaráðsfólki verulega á óvart, - mun hann fara létt með að rökstyðja það til baka að þessi óvissa sé ekki fyrir hendi og minnkandi óstöðugleiki og umrót geri það að verkum að ekki sé lengur þörf hans gríðarlegu færni.

Hvað um það, - óvissunni, - sem aldrei var nein óvissa, heldur fóstruð mest af honum sjálfum, -  henni hefur nú verið eytt og upp komin ný óvissa í staðinn, sem mun væntanlega verða fóstruð eins lengi og þörf er á.

Það eru nefnilega meiri líkur en minni á því að eftir fjögur ár, átta ár eða tólf ár, verði jafnvel meiri háska- og umrótstímar en eru nú,  og að eins lengi og honum endist líf og heilsa verði hann að hlýða ákalli þjóðarinnar um að leiða hana í gegnum erfiðleika og óstöðugleika.  

    

 


mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara allt í lagi :D  Þegar um flott fólk ræðir segir maður bara; "er á meðan er".

Helga Guðmunds (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 15:06

2 identicon

Það mættu fleiri vinna ókeypis.

GB (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 15:08

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég hef nú ekki sterka skoðun á þessu, en er þetta ekki bara skársta niðurstaðan Ómar? Ég geri ráð fyrir því að hann vinni þetta enda hefur sitjandi forseti mjög sterka stöðu.

Guðmundur Pétursson, 4.3.2012 kl. 15:18

4 Smámynd: Sólbjörg

Með ákvörðunni er Ólafur búinn að girða fyrir að leiðin verði greið fyrir landsöluáform ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar hefur ígildi sem verndarvættur landsins, þú mættir hugleiða það Ómar.

Sólbjörg, 4.3.2012 kl. 15:19

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held, að fjárhags-útreikningar þínir, Ómar, standist ekki. Meðan hann situr, þarf ekki að borga nýjum forseta full laun og Ólafi sjálfum eftirlaun að auki.

Orð forsetans* bera það með sér, að farið verði að halla á seinni hluta kjörtímabilsins, þegar hann geti farið að huga að því að draga sig í hlé. Forsetakosningar myndu þá einungis flýtast sem því næmi (t.d. um eitt ár), og um þetta gildir þá 7. gr. stjórnarskrárinnar: "Nú deyr forseti eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu." – Þarna er átt við kosningu nýs forseta. Ef Ólafur segði t.d. af sér 1. marz 2015, þá yrði kosinn nýr forseti, sem sitja myndi til 31. júlí 2019. Ekki flóknara en þetta, vinur minn!

* „Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning [að] þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.“

Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 15:25

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég óska Ólafi til hamingju með þessa ákvörðun, og hann á mitt atkvæði með hinum 80% þjóðarinnar!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.3.2012 kl. 15:43

7 identicon

ómar. ólafur er fyrsti og eini alvöru forseti þessarar þjóðar. Og þú sem fréttamaður í áratugi ættir kannski að hugsa áður enn þú setur svona á blað. (skjá)

óli (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 16:04

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þessi ,,ókeypis" málflutningur hans er nú svo kjánalegur að það þarf umtalsverða einfeldni til að kokgleypa.

það sem er thygliverðast er þetta Turnheilkenni sem virðist hrjá hann. Sennilega er það þá PR taktík.

þ.e.a.s. að hann tala eins og hann sé nánast guðs útvalinn, Nánast. Slíkur maður talar auðvitað alltaf úr háum turni til venjulegra manna.

Sennilega er þetta þó PR taktík því hann veit vel að talsverður hluti þjóðarinnar er bókstaflega pólitískir fábjánar

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.3.2012 kl. 16:21

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og Pútín ómissandi,
Óli byggir hús á sandi,
hann er landsins forni fjandi,
fluttur verður brátt úr landi.

Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 17:13

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Landsins forni fjandi" ?!!

Af því að hann vísaði Icesave-gerviskuldarmálinu til úrskurðar þjóðarinnar?!

Eða ertu að reyna að slá Bjarna Borgfirðingaskáldi við í öfumælavísum?

Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 17:26

11 identicon

Er þá ekki komið hér kjörið tækifæri, Ómar, til að skapa annað einsdæmi? Að þú bjóðir þig fram til forseta? Það væri nefnilega saga til næsta bæjar ef sitjandi forseti tapaði í kosningum.

Þú bauðst fram í kosningum til stjórnlagaráðs og fékkst glæsilega kosningu. Nú vantar okkur mann til að fylgja eftir niðurstöðunum og þar ert þú fremstur meðal jafningja. Þú er rökfastur, málefnalegur, kurteis og orðvar maður hvers hjarta slær í takt við bæði þjóðina og tilfinningar hennar í garð sinnar stórkostlegu náttúru.

Ég skora á þig að íhuga þetta vandlega. Þú verður ekki í neinum vandræðum með að fá næga meðmælendur. Aldur þinn er heldur engin fyrirstaða enda hefurðu margsinnis sýnt það og sannað í ræðu, riti og framgöngu allri að þú ert ekki deginum eldri en þér sjálfum finnst.

Kostnaði vegna framboðs þíns getur þú haldið í algeru lágmarki, rétt eins og í kosningunum í fyrra, enda þjóðþekktur maður.

Við þurfum raunhæfan valkost, Ómar, og þú ert hann.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 17:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nokkrar staðreyndir:

Innistæðutryggingin vegna Icesave-reikninganna verður greidd.

Kosið verður um aðild Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ólafur Ragnar Grímsson er vinstrisinnaður forseti Íslands.

Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 17:51

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar er vænn maður.

En seint get ég séð það fyrir mér, að hann slái Ólafi Ragnari við í skörpu viðtalseinvígi við heimsfræga fréttaspyrla í hljóðstofu BBC.

Og myndi Ómar segja nei við enn einu Icesave-"samkomulagi"?

Og myndi hann hreyfa legg eða lið, þegar innlend 5. herdeild og evrópska stórveldið reynir að svipta okkur æðsta fullveldi okkar í löggjafarmálum og jafnframt að veita Evrópusambandinu alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu okkar milli 12 og 200 mílnanna?

Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 17:57

14 identicon

Ég vona að ég sé ekki einn um þá hugsun, að ÓRG hafi beðið átekta eftir því að vænlegur kostur hefði poppað um sem frambjóðandi.

Það hefur ekki gerst svo afgerandi sé sýnist mér, svo að kallinn tekur þann pól að standa vaktina þar til að ágjöfum linnir. Hann verður þá væntanlega yfir næstu kosningar, fram yfir evrópumálin, og vonandi bara út "túrinn".

Flottur er hann sem forseti og ekkert betra í boði. Aðdáunarvert hvernig hann stóð sig í erfiðum viðtölum við harðsoðna fjölmiðlamenn, - svolítið annað en "þau" sem eiga að heita stjónarforysta í okkar landi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 18:07

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hvet alla hægrimenn, sérstaklega Davíð Oddsson, til að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum í sumar.

Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 18:09

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld byrja spunameistarar Rúv nú á fullu gegn forsetanum ...

og kalla til aðra slíka eins og Gunnar Helga Kristinsson (er að tala núna!!!).

Björn Malmquist sá um aðalfréttina um þetta núna kl. 18 á Rúv, og hann fór þar beinlínis með rangt mál og þvert gegn stjórnarskránni, þar sem segir í 7. grein, eins og ég vísaði til ofar: "og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu." Hvaða kosningu? Jú, kosningu nýja forsetans, sem tæki t.d. við af Ólafi Ragnari.

Björn Malmquist hélt því RANGLEGA fram, að sá forseti sæti til 2016!!! Hann myndi ekki gera það, heldur til 2019, ef hann tekur við 2015, eða til 2018, ef hann tekur við 2014.

B.M. hefur sýnt hér vanhæfni sína – er a.m.k. ekki stjórnarskrárlæs!

Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 18:09

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson er á móti "fósturdeyðingum" og geymir því barnið í sér.

Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 18:17

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eruði að leita að icesaveskuldinni?

Hún er hérna:

..EFTA COURT

Action brought on 15 December 2011 by the EFTA Surveillance Authority against Iceland (Case E-16/11)

An action against Iceland was brought before the EFTA Court on 15 December 2011 by the EFTA Surveillance Authority, represented by Xavier Lewis and Gjermund Mathisen, acting as Agents, 35, Rue Belliard, B-1040 Brussels.

The EFTA Surveillance Authority requests the EFTA Court to:

1. Declare that by failing to ensure payment of the minimum amount of compensation to Icesave depositors in the Netherlands and in the United Kingdom provided for in Article 7(1) of the Act referred to at point 19a of Annex IX to the Agreement on the European Economic Area (Directive 94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30 May 1994 on deposit-guarantee schemes) within the time limits laid down in Article 10 of the Act, Iceland has failed to comply with the obligations resulting from that Act, in particular its Articles 3, 4, 7 and 10, and/or Article 4 of the Agreement on the European Economic Area;

and

2. Order Iceland to bear the costs.

http://www.eftacourt.int/images/uploads/16-11_Application_OJ_text.pdf

þetta sagði dæmalausi forsetinn að mundi ekki gerast! jafnvel þó þá lægi fyrir að það mundi gerst og hver maður með 1% grein eða meira sæi það. Nú er dæmalaisi forsetinn kominn á sakamannabekk útí heimi ásamt öfgasjöllum og einhverjum þjóðrembingskríl.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.3.2012 kl. 18:42

19 identicon

Bessastaðir eru orðnir hús fáránleikans. Stórmennskubrjálæði + fantasy. Íslensk útgáfa af Don Quixote. Ólafur Ragnar í aðalhlutverki, Jón Valur í hlutverki Sancho Panza’s und Dorrit sem Dulcinea del Toboso. Guðny í hlutverki Rocinante.

Vindmyllurnar; stjórnskipun, flokkakerfið, fullveldið og “global challenges”.

Góða skemmtun.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 19:19

20 identicon

Þvílík vanvirða við íslenska þjóð og forsetaembættið. Maður á hreinlega ekki til orð. Já Haukur þetta er orðið leikhús fáránleikans. Sorgin er hins vegar sú að það mun taka mörg ár ef ekki áratugi að endurheimta virðingu forsetaembættisins. Vonandi að ég fái að lifa það.

Þótkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 19:53

21 identicon

Uppklappsliðið hjá mörgæsinni og einkavini Hrunaðalsins, ORG, er einstaklega mannvænlegt:

Sólbjörg, 4.3.2012 kl. 15:19

Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 15:25

... ásamt nokkrum líttþekktum bloggbjálfum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 19:54

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef áður lýst því og skal endurtaka það hve frábærlega Ólafi Ragnari fórst iðulega úr hendi að vera fulltrúi okkar á erlendri grund. Einnig gott verk hans við að tala máli þjóðarinnar þegar við vorum í núverandi hlutverki Grikkja sem óreiðuþjóð og gjaldþrota land.

Ég kaus hann í öllum forsetakosningum, sem gáfu mér tækifæri til þess og hann er einn af helstu stjórnmálaskörungum okkar tíðar.

Ég var einn þeirra sem skoraði á hann að nota málskotsréttinn vegna fyrri Icesave-samningsins.

En í hinu fræga viðtali hans við breska sjónvarpsmanninn tók hann hættulega áhættu þegar hann fullyrti að Íslendingar hefðu verið í forystu í Evópu varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ef breski sjónarpsmaðurinn hefði spurt, hve margar þjóðaratkvæðagreiðslur hefðu verið haldnar á fullveldistímanum hefði orðið fátt um svör.

Hvað eftir annað hefur hann kastað fram slíkum fullyrðingum, svo sem við erlenda sjónvarpsstöð þar sem hann fullyrti að á Íslandi væri besta björgunarkerfi og bestu björgunarsveitir heims.

Þarna var komin svipuð setning og nokkrum árum fyrr þegar orðið, sem setningin snerist um, byrjaði líka á stafnum b, þá besta bankakerfi heims.

Fullyrðingar um yfirburði íslenskrar þjóðar á hinum ýmsu sviðum eru barnalegar, svo sem eitt af því síðasta þegar yfirburðirnr voru á facebook vegna þess hve þjóðin hefði verið betur læs en aðrar þjóðir.

Samt liggur fyrir að tæpur fjórðungur íslenskra drengja getur ekki lesið sér til gagns.

Ómar Ragnarsson, 4.3.2012 kl. 20:08

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum botna ég ekki alveg í þér Ómar minn, er hann ef til vill suður í Borgarfirði. Þá er ég að vitna í Silfur Egils í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 20:48

24 identicon

Allur stjórnmálaferill Ólafs Ragnars hefur einkennst af því að "marka tímamót" eða vilja gera eitthvað sem er "einsdæmi".

Auk þess hefur honum helst orðið á þegar hann kann sér ekki hófs, þegar hann fer fram úr sjálfum sér. Dæmin skipta hundruðum og þarf ekki að vitna til þeirra hér.

En að skyldi þó ekki verða svo að "einsdæmið" verði það, að hann verði fyrsti sitjandi forsetinn sem verði felldur í kosningum? - og þá er ástæðan líklega sú, að hann kunni sér ekki hófs, hann skynjaði ekki sinn vitjunartíma.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 21:11

25 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 20:48: Það þarf sannarlega blinda ættjarðarást, ÁCÞ, til að sjá ekki himinhrópandi gallana í fari ORG.

Maðurinn er sannarlega pólitískur refur sem hefur gert Bessastaði að greni sínu.

Þú þarft ekki annað en að lesa 8. bindi Rannsóknarnefndar Alþingis, um hlut forseta Íslands í Hruninu, til að sannfærast um þörfina á að svæla refinn út úr greninu:

"Eftir aldamótin 2000 tók hann iðulega þátt í fundum eða hélt fyrirlestra þar sem hann þróaði smátt og smátt kenningu sína um hlutverk og tækifæri smáríkja og sérstöðu íslenskra fyrirtækja byggða á séríslenskum eiginleikum ættuðum frá víkingum. Hann þáði margsinnis boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis, flutti erindi á viðskiptaþingum sem skipulögð voru af bönkunum og skrifaði fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna eða forystumanna þjóða. Þótt forsetinn greiði almennt fyrir íslensku viðskiptalífi, samrýmist það illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta.

Útrásarmenn urðu tíðir gestir í boðum á Bessastöðum og jafnvel voru skipulögð sérstök boð fyrir þá í þágu viðskipta þeirra. Forsetinn varð mjög áberandi sem boðberi útrásarinnar. Í bókinni Sögu af forseta eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing segir: „Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð sinni haldið fjölda fyrirlestra og talað um íslensku útrásina í viðtölum við fjölmarga fulltrúa erlendra fjölmiðla, blaða, sjónvarpsstöðva, útvarpsstöðva og viðskiptatímarita.“731 Þegar rauðu ljósin tóku að blikka árið 2006 og svo af auknum krafti 2007 og í upphafi árs 2008 var forsetinn einn þeirra sem taldi gagnrýni á íslenskt viðskiptalíf og hættumerkin sem bent var á orðum aukin, Íslendingar yrðu að kynna málstað sinn betur, endurtók hann margsinnis og lagði áfram sitt af mörkum í ferðum og ræðum í þágu útrásarinnar.732

Í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs hljóta að vakna margar spurningar um hlut forsetaembættisins í útrásarsögunni, ekki síst í ljósi endaloka sumra þeirra fyrirtækja sem fremst voru í flokki og þess sem fram hefur komið um starfsemi þeirra. Var embætti forseta Íslands misnotað í þágu útrásarinnar til að gera einstaka forkólfa og fyrirtæki trúverðug gagnvart erlendum fjárfestum? Var það hlutverk sem forsetinn tók að sér eðlilegt þar sem átti í hlut þjóðhöfðingi sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar? Hver var þáttur forsetans við að halda á lofti gagnrýnislausri lofgjörð um yfirburði íslenskra athafnamanna eða „athafnaskálda“, eins og hann kallaði þá margsinnis í ræðum og fyrirlestrum heima sem erlendis? Hverjum var forsetinn og embætti hans að þjóna og hvert á hlutverk forseta Íslands að vera"

(Rannsóknarnefnd Alþingis: II.4 Hlutur forseta Íslands)

Fyrr má nú gleyma en steingleyma ÁCÞ!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 21:36

26 identicon

Sammála Þorfinnur. Kunni sér ekki hóf, Dorrit ekki heldur. Ekki heldur bankarnir, útrásarvíkingarnir, fjárfestar, LÍÚ, Dabbi etc. Þessi skortur á "Bescheidenheit", gott þýskt orð yfir það sem ég hef í huga, er samt ekki einkennandi fyrir okkur Íslendinga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 21:39

27 Smámynd: Sólbjörg

Það er greinilega mjög erfið raun fyrir suma að Ólafur ætlar að gefa kost á sér áfram. En mikill meirihluti fólks hefur átt sérlega gleðiríkan og góðan dag vegna tilkynningar forsetans.

Sólbjörg, 4.3.2012 kl. 22:17

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að 36% fylgi væri um það bil einn þriðji en ekki meirihluti.

27.1.2012:

36% vilja Ólaf Ragnar áfram


Og ekki gæti þessi "frelsari" númer tvö á eftir Jesú Kristi komið í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 22:52

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar ég er ein af þeim sem lætur sér í léttu rúmi liggja hver sá er sem lætur verkin tala. Í upphafi þegar þessi maður var kjörin vissi ég ekki hvert ég ætlaði og viðhafði öll þau ljótu orð sem sumir láta nú eftir sér hér.  En eftir að hann sýndi að hann hafði kjark og þor til að hlusta á fólkið í landinu og bregðast við því, þá breyttist mitt álit.  Mér er nefnilega fjandans sama hvaðan gott kemur.  Ég fagna því og virði.  Og Batnandi mönnum er best að lifa.  Þannig er það nú bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 23:21

30 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 23:21: Það vill nú þannig til að ég kannast aðeins við "kjark og þor" útrásarklappstýrunnar.

Ég býst við að þú sért að vísa í hina meintu IceSave-björgun ORG. Sannleikurinn er hins vegar sá að heiðurinn að því að deilan um IceSave fór tvisvar í þjóðaratkvæði á íslenska þjóðin. 

Með því að safna hátt í 60.000 undirskriftum þrýstum við á ORG þannig að hann átti ekkert val - hann varð að fara að vilja landsmanna.

Það má vera að Vestfirðingum sé "fjandans sama hvaðan gott kemur", en ég get fullvissað þig um það að Sunnlendingar þola ekki klappstýruna ORG - jafnvel þótt hann komi vestan af fjörðum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 23:41

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mistery to may.

Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"You ain't seen nothing yet!""

Þorsteinn Briem, 4.3.2012 kl. 23:51

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson átti stóran þátt í íslensku útrásinni og innistæðutryggingin vegna Icesave-reikninganna verður greidd.

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mistery to many."

15.9.2009:


Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar

Þorsteinn Briem, 5.3.2012 kl. 00:31

33 Smámynd: Landfari

Steini Briem, þú segir "Innistæðutryggingin vegna Icesave-reikninganna verður greidd."

Veist þú hvaða munur er á greiðslum Íslendinga miðað við Icesave samninginn sem Jóhanna og Steingrímur ætluðu Íslendingum að greiða og þess sem líklega verður greitt úr þrotabúinu?

Á hvaða forsemdum tókst þú ákvörðun um hvernig þú ráðstafaðir atkvæði þínu í þjóðaratkvæðagreiðslunni?

Landfari, 5.3.2012 kl. 00:41

34 identicon

Áberandi veikleiki Alþingis,gerir ekkert annað en að styrkja Ólaf Ragnar.

Hárrétt ákvörðun hjá Ólafi Ragnari, að bjóða sig fram aftur,takk Ólafur.

Númi (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 01:09

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

EFNAHAGSÁRÁS Sjálfstæðisflokksins og Ólafs Ragnars Grímssonar kostaði þessa upphæð:

Örnólfur Árnason
"Ég hélt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."

Þorvaldur Gylfason
"Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.

Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet.
"

Þorsteinn Briem, 5.3.2012 kl. 01:37

36 identicon

Er búið að dæma í Ice-save-inu? Neeei....

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 07:10

37 identicon

Ómar:

nú fer fól að leita til þín.

í alvöru.

ekki bregðast okkur

kv

Hc

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 07:40

38 identicon

fólk .. átti þetta að vera, ekki búinn með fyrsta morgunkaffibollann :)

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 07:41

39 identicon

Er fólk búið að gleyma því hvernig Ólafur Ragnar hagaði sér hérna í kringum útrásina? ... hve margar dyr opnaði forseti landsins fyrir útrásarþjófunum sem annar hefðu verið lokaðar ... sem á endanum hefur kostað þjóðina gífurlega fjármuni?

Hvað stendur í þeim bréfum sem þurfti að fela fyrir almenningi áratugum saman. Sem forseti Íslands sendi út um allan heim til að lofsyngja þá sem hreinsuðu bankana sem og fjármálafyrirtæki að innan og létu peningana hverfa til money heaven (Tortola).

Er fólk svona fljótt að gleyma... eða er fólki bara sama?

Þessi maður hugsar ekki um þjóðina. Hann hugsar um sig og sitt egó.

Það yrði mikill skaði fyrir íslenska þjóð ef þessi egóisti yrði kosinn aftur og vona ég að fólk sjái að sér og hlusti ekki á þennan öfga áróður á Útvarpi Sögu og HUGSI!

Skoðiði gamlar fréttir frá útrásartímanum. Sjáið hvernig þessi maður misnotaði forsetaembættið ítrekað. Allar veislurnar með útrásarglæpamönnunum á bessastöðum. Allar fálkaorðurnar til manna sem nú eru kærðir fyrir alvarleg efnahagsbrot og aðra glæpi.

Sér fólk virkilega ekki í gegnum þennan mann?

VAKNIÐI Íslendingar!!!

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:24

40 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar fólk vaknar Einar þá sér það margt meira en galla Ólafs Ragnars.  Það sé á hvaða leið Ísland er með þessa og fyrri ríkisstjórnir beina leið út af brúninni.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2012 kl. 11:57

41 Smámynd: Landfari

Steini Briem ég tek þögn þína sem svo að þú vitir hver muurinn er á því sem Icesave saningurinn lagði á okkar herðar og því sem geitt verður úr þrotabúinu vegna Icesave reikinganna en skamist þín fyrir að hafa reynt að jafna þetta tvent.

Steini Briem vissulega  átti Ólafur val á sama hátt og Vigdís átti þegar hún hundsaði hlutfallsega fleiri undirskriftir sem heni voru færðar fyrir tíma tölvuundirkrifta.

Einar Einarsson Ef ég man rétt var það í tíð Vigdísar sem sá siður var upp tekinn að forsetinn gerði það semí hans valdi stóð til að greiða götu íslenskra fyrirtæka erlendis. Það var ekki nétt sem Ólafur fann uppá.

Landfari, 5.3.2012 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband