Vildi helst leika sér með dúkkur.

Viðhorf mitt til samkynhneigðra mótuðust strax í barnæsku. Einn drengjanna í götunni, sem ég ólst upp í, vildi frá því ég man eftir honum frekar leika sér með dúkkur en vera með okkur hinum strákunum í okkar strákaleikjum.

Hann hefur alla sína ævi liðið fyrir eiginleika sem honum voru áskapaðir og hann réði ekki við og þurft að sæta miklu skilningsleysi og útskúfun, einkum fyrr á árum.

Af þessu hafa viðhorf mín og samúð með samkynhneigðum mótast.

Athyglisverður hópur fólks kom á fund með stjórnlagaráðsfulltrúum í fyrra. Það var fólk sem hefur liðið fyrir það að hafa ekki "rétta" kynvitund, þ. e. karlmennirnir upplifðu sig sem konur, læstar í karlmannslíkama, og konurnar upplifðu sig karla í fangelsi konulíkama, ef ég man þetta rétt.

Þau vildu að í upptalningu mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár, sem á fyrirmynd í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, yrði nefnt orðið kynvitund.

Aðeins einu atkvæði munaði að þau fengju sitt fram. Líklega hefur þar valdið miklu að sá hluti þessa fólks, sem hefur komið út úr skápnum, er líklega mun minni hópur en samanlagður hópur samkynhneigðra, og þar af leiðandi ekki eins öflugur þrýstihópur, auk þess sem margir telja að orðið kynhneigð geti náð yfir fyrirbærið kynvitund.

Þau telja hins vegar svo ekki vera og ég hafði samúð með því sjónarmiði.

Ég var meðal þeirra sem varð undir í þessari atkvæðagreiðslu en greiddi síðan mannréttindagreininni í heild atkvæði mitt að lokum með tilliti til þeirrar hugsunar sem ég setti fram í grein í Fréttablaðinu í gær: "Ein þjóð - ein stjórnarskrá", og í þeirri von að orðið kynhneigð í greininni verði túlkað vítt en ekki þröngt, þótt það kunni að stangast á við þrönga skilgreiningu á orðinu "kynvitund."

Einnig í þeirri von að síðar fái hugtakið kynvitund frekari viðurkenningu og samúð en nú er.


mbl.is „Vildi ekki kyssa kærusturnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar þú varst að minna mig á eitt, ég var alltaf að leika mér með He-man karla þegar ég var polli. Svo var það bara þannig að þetta voru frekar dýrir karlar og maður þurfti að vinna fyrir þeim í sveitinni enda byrjaður á traktor mjög ungur. Svo ef maður átti ekki einhverja ákveðna He-man karla þá fékk maður bara Barbí dúkkur lánaðar hjá einni frænku minni og lét þær bara vera þessa karla. Ekki er ég hommi og kem aldrei til með að vera það

valli (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 18:09

2 identicon

Ég á kunningja sem kom út úr skápnum svona nálægt þrítugu, þá fjölskyldufaðir. Við þetta gerðist hann nokkuð mikið samkynhneigður, og sló stundum í brýnu milli okkar, hvar mér var misboðið hvað hann mærði sína hneigð og talaði niður til kvenna.

En alltaf höldum við nú einhverju sambandi, hann hringir stundum í mig, nú eða ég í hann.

Eitt kvöld hringdi kauði, og hljóp þá í mig illur púki, og ég ákvað að hrekkja hann aðeins.

Þá hafði verið í fréttum að DeCode hefði fundið eitthvert offitugen. Ég ákvað að breyta fréttinni aðeins og prófa á honum.

Ég spurði hvort hann hefði heyrt fréttir dagsins um DeCode, og hann sagði nei, bara heyrt eitthvað um að þeir væru í fyrirsögn. Gott, gott hugsaði ég, og sagði "hva, þetta er stórfrétt, þeir eru búnir að finna gen sem hægt væri að kalla hommagenið, - það stýrir sem sagt efnaskiptum sem stjórna kynhneigð"

Þetta gleypti gaurinn með sökku, öngli og ormi, og varð aldeilis undrandi. Ég bætti um betur og sagði "Þetta er víst frekar einfalt, og það verður hægt að balansera út hommaskap með sprautu eftir svona 2 ár eða svo". Og hann trúði mér þangað til ég gat ekki haldið í mér hlátrinum lengur.

Það sem angrar mig við þetta er einmitt það.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband