Ruslflokkur rammaáætlunar.

Þegar litið er á það sem ætlunin er að gera á Reykjanesskaganum í virkjanamálum blasir við að virkjanahugmyndirnar miða að því að gera skagann að samfelldu neti virkjanamannvirkja.

Njörva á skagann niður í borholur, stöðvarhús, skiljuhús, gufuleiðslur, háspennumöstur og virkjanavegi og gera hann að allsherjar Hellisheiðarvirkjun.

Röðin nær allt frá Reykjanestá til Þingvallavatns og gera á Reykjanesfólkvang að virkjanasvæði.

Virkjanirnar munu brjóta í bága við skuldbindingar okkar samkvæmt Ríó-sáttmálanum um sjálfbæra þróun og endurnýjanlega orku og hvorki hefur enn tekist að ráða við vandamál varðandi affallsvatn né eitrað loft mengað af brennisteinsvetni.

Miðað við það að þrjár milljónir manna koma árlega í ósnortinn eldfjallagarð á Hawai og hafa þá farið yfir meginlönd og hálft Kyrrahafið og í lokin flogið eða siglt á milli eyja, sést hve mikla yfirburði yfir hann eldfjallagarður á Reykjanesskaga í aðeins 10-20 mínútna ferðafjarlægð frá alþjóðaflugvelli.

Hvergi í heiminum nema þarna sést hvernig eldfjallahryggur á flekaskilum heimsálfanna gengur á land og hvergi í heiminum er að finna móbergshryggi og gígaraðir nema á Íslandi, en hvort tveggja er á skaganum, og er gígaröðin aðeins 10  kílómetra loftlínu frá flugvellinum.

Sú virkjun verður stærsti glæpurinn, því að með henni verður sameiginlegur jarðhitageymir hennar með Svartsengi kláraður tvöfalt hraðar en áður var ætlunin, hugsanlega á aðeins 20-30 árum, og auk þess eyðilögð verður eina gígaröðin, sem hægt er að sjá nema að fara alla leið austur að Lakagígum.

Valtað verður yfir hagsmuni ferðaþjónustunnar og komandi kynslóða.

Búið er að gera 4 stórar jarðvarmavirkjanir á svæðinu og stefnt að taka reisa líka þær 9 sem fara í biðflokk, en aðeins þrjár eru settar í verndarflokk.

Það gerir á endanum niðurstöðuna 13-3 sem er nokkuð nálægt 14-2.

Síðan er talað um þá sem öfgafólk sem andæfa þeim hugmyndum sem nú eru uppi að framleiða 10 sinnum meiri orku fyrir álver í eigu og til arðs fyrir útlendinga en við þurfum sjálf til okkar nota.


mbl.is Réttilega færð úr nýtingu í bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki alþjóðafluggvöllur á Hawai? Og heldur þú að hvítar sandstrendur og temprað hitabeltisloftslag höfði ekki frekar til ferðamannanna en eldfjöll?

Eldvirknin er aukaafurð í ferðamannabissnesinum á Hawai

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2012 kl. 20:41

2 identicon

Fer ekki að koma tími á nýja göngu Ómar?  Ég gekk með þér Laugaveginn og þramma með þér í þessari Keflavíkurgöngu gegn 'stærsta glæpnum'. Fyrr en seinna! 

Oddný Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 20:50

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dæmigert... allt stærst, mest, einstakt og ómetanlegt. Algjörlega ónýt hugtök í náttúruvernd

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2012 kl. 21:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú verður að fara á milli eyja frá eyjunni þar sem alþjóðaflugvöllurinn er og með minni flugvél eða sjóleiðis yfir á eyjuna þar sem eldfjallagarðurinn er.

Haltu bara áfram eins og þú getur, Gunnar, að rengja það að Reykjanes sé eini staðurinn í heiminum þar sem sjá má eldfjallahrygg á flekaskilum meginlanda ganga á land. 

Sömuleiðis að rengja það því að hvergi annars staðar sé að finna gígaraðir og móbergshrygg á við það sem er hér.

En væri til of mikils mælst að þú nefndir þá staði annars staðar í heiminum þar sem þetta ofangreint tvennt er að finna.

Þar

Ómar Ragnarsson, 28.4.2012 kl. 23:50

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillu þar sem orðinú því er ofaukið og auka orð í lokin.

Ómar Ragnarsson, 28.4.2012 kl. 23:51

6 identicon

Það er dálítið undarlegt að leggja svona mikla áherslu á að virkja jarðhitann á Reykjanesi en fresta endalaust virkjunum í Þjórsá Holta og Hvammsvirkjunum sem búið er að samþykkja afheimamönnum og allir / flestir á svæðinu bíða eftir. Það munaði hársbreidd að brúarsmíðin móts við Árnes var slegin af um hrunið. Þessi brú og vegir sem þarf að leggja verða til mikilla bóta á margan hátt fyrir íbúa svæðisins. Það er allt í lagi að fresta eitthvað Urriðafossvirkjun enda ekki allar virkjanirnar í smíðum í einu. Svo eru víst fullhannaðar Köldukvíslarvirkjanir sem nýta Hágöngulónið sem miðlun. Allir sem ferðast um nágrenni Þjórsárvirkjananna sjá að frágangurinn á svæðinu í kring er til mikillar fyrirmyndar og þær eru til sýnis fyrir ferðamenn yfir sumarið.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 00:25

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... eldfjallahryggur á flekaskilum ... örugglega ekki nákvæmlega eins og á Reykjanesinu... og já, já, við vitum það öll að eldfjallaeyjar á flekaskilum eru ekki á hverju strái, enda flekaskil ekki á hverju strái. Það er heldur ekkert land eins og Noregur, eins og Finnland, Færeyjar, Hawai o.s.f.v. Það er allt einstakt ef út í það er farið.

Ég er bara að segja að ofnotkun náttúrusérvitringanna á efsta stigi lýsingarorða, er brosleg á köflum og gerir það að verkum að þau verða marklaus. Engin nennir að hlusta á þetta til lengdar en svo þegar eitthvað er raunverulega einstakt og ómetanlegt, þá hljómar það bara eins og eitthvað venjulegt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2012 kl. 05:33

8 identicon

Þú gerir heldur lítið út úr þessu Gunnar. Flekaskilin eru allra sjáanlegust frá Reykjanesinu og svo austur um og norður, eða reyndar í NA-átt. Þetta er á heimsmælikvarða til að sjá.

Hawai er svo sem með hvítar strendur, og svartar líka, en eyjan er svoleiðis úti í rassi fyrir flesta ferðamenn. 

OK, styttra fyrir Asíubúa heldur en hingað, en samt næstum 4.000 km frá Kyrrahafsströnd USA, sem er lengri vegalengd en frá austurströndinni til Íslands. Þá er það Evrópa, hvar hvergi eru til 4.000 km vegalengdir til okkar. Þar eru okkar aðal ferðamannanýlendur, og NB. að í gömlu Evrópu búa fleiri en í USA.

Til Hawai koma samt 6 x fleiri túristar en til Íslands, og til að sjá þjóðgarð sem er bara brotabrot á stærð við okkar sker.

Sexfaldur túrismi á við í dag er mun stærri tekjumöguleiki heldur en ALVIRKJUN alls landsins, hvar landið yrði útprjónað í möstrum og orkan seld á niðursprengdu verði til korpórata sem hafa svo sína samninga áratugi fram í tímann.

ALVIRKJUN Reykjanesskagans væri þó kannski ekki alslæm ef að restin fengi að vera í friði, haha.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 08:36

9 identicon

Rusl hér og rusl þar það er rusl allstaðar. Fólk er farið að henda rusli á víðavangi vegna gjaldtöku á að henda rusli í sorpeyðingarstöðinni Kölku í Helguvík,Reykjanesbæ. Er ekki kominn tími að sameina bæjarfélögin á Suðurnesjum sem dæmi svo allt fari ekki í rusl vegna þess að það er byrjað á vitlausum enda til að hagræða sig út úr vandanum?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 09:05

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ferðamennirnir sem koma til Hawai, koma ekki sérstaklega til að skoða eldfjallaþjóðgarðinn, nema að litlum hluta. Það er því kjánalegt að að bera saman þessar eldfjallaeyjar að þessu leyti.

Ég er ekki viss um að allir verði ánægðir ef 3 miljónir ferðamanna koma hingað á ári til að skoða ósnortna náttúru. Það verður mikil fórn í því fólgin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2012 kl. 12:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þingvellir er ekki á mörkum Ameríku og Evrópuflekans, svo eitt dæmi sé tekið."

Gunnar Th. Gunnarsson
, 1.11.2010 kl. 12:19

Þorsteinn Briem, 29.4.2012 kl. 14:05

12 identicon

Linkur á grein eftir undirritaðann,,Á ferð um fagra Ísland''

http://vf.is/Adsent/15039/default.aspx

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 14:56

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu að halda því fram að þetta sé vitleysa, Steini?

Þetta er lífseig mýta, skilin liggja EKKI um Þingvelli.

„Þetta hefur legið fyrir í þrjátíu ár. Það tekur bara svo langan tíma að leiðrétta þennan misskilning, sérstaklega í ferðabókum fyrir útlendinga. Túristarnir halda enn þá að flekaskil Ameríku- og Evrópuflekans séu á Þingvöllum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um þá langlífu meinloku að á Þingvöllum standi menn á mörkum tveggja heimsálfa: Evrópu og Ameríku."

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2012 kl. 15:12

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Almannagjá is 7.7 km long. Its greatest width is 64 m, and its maximum throw is 30-40 m. It marks the eastern boundary of the North American plate.

Its equivalent across the graben, marking the western boundary of the Eurasian plate is Hrafnagjá. It is 11 km long, 68 m wide and has a maximum throw of 30 m."


Geology of Thingvellir

Þorsteinn Briem, 29.4.2012 kl. 15:48

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Gjárnar á Þingvöllum eru hluti af miklu sprungukerfi og sigdal sem löngum hefur verið talinn marka flekaskil milli Ameríku og Evrasíu.

Nýlegar mælingar sýna þó að þetta er ekki alls kostar rétt. Flekaskilin eru klofin í tvennt og liggur megingreinin austan Heklu. Á milli meginflekanna tveggja er lítill aukafleki, Hreppaflekinn, sem hreyfist sjálfstætt. Þingvallasprungurnar eru á vesturmörkum hans og sýna því aðeins hluta heildarlandreksins."

Páll Einarsson, sjá: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1157116/

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2012 kl. 16:13

16 identicon

Meira um Hawaii. Allt heila skrallið er nefnilega ekki nema ca 1/4 af stærð Íslands. Þjóðgarðurinn sem fær þessa 3.000.000 gesti er bara partur af því, þótt að ríflegur sé.

Ómar þekkir nú þessar tölur betur en ég, en vissulega er hægt að skoða og prófa hluti á Hawai sem ekki er hægt hér....og ÖFUGT.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 16:21

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ísland er auðvitað einstök eldfjallaeyja og ekki slæ ég hendinni á móti því ef hægt er að gera sér verðmæti úr þeirri staðreynd.

En það verður að horfa raunsætt á málin og varast að eigna jarðfræðiáhuga, fjölda ferðamanna til hitabeltiseyju og heimfæra það á sömu möguleika hérlendis.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2012 kl. 16:38

18 identicon

Svona til gamans linkur á Elvis Blu Hawaii lagið

http://www.youtube.com/watch?v=cyIJ2vMIuDg

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 16:43

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt hjá þér, Gunnar, að svonefndur Hreppafleki liggur á milli Ameríku og Evrópu.

Hins vegar eru skil á milli meginlandsfleka ekkert smáræðis fyrirbæri, heldur er skiptir lengd þeirra tugum þúsunda kílómetra, en þau eru hins vegar að mestu leyti neðansjávar.

Á tveimur stöðum á Íslandsi sjást þessi flekaskil best: Við "gjána á milli heimsálfanna" á Reykjanesi og enn betur sjást þau í Gjástykki og hvergi betur en þar. Á báðum stöðunum er ásókn í virkjanir og sem dæmi má nefna um áhugann að Ólafur H. Jónsson skrifaði þrjár Morgunblaðsgreinar um nauðsyn þess að virkja í Gjástykki.

Ómar Ragnarsson, 29.4.2012 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband