Miklar rangfærslur í mati á umhverfisáhrifum.

Þegar mat á umhverfisáhrifum Búlandsvirkjunar er lesið kemur í ljós að fjölda fallegra fossa í Skaftá skammt ofan við Skaftárdall er ekki getið frekar en þeir væru ekki til.

Enda verða þeir ekki til þegar búið er að virkja.

Þessa fossa væri auðvelt að gera að ferðamannastöðum ef vilji væri til.

Því er slegið föstu í skýrslu um virkjunina að auðvelt verði að skola Skaftárhlaupum framhjá virkjuninni þegar þau dynja yfir.

Gróna landið sem fara myndi undir Hólmsárvirkjun er vísvitandi ranglega greint í skýrslu um hana.

Birkiskógur er skilgreindur sem kjarr, kjarr er skilgreint sem lyng og gras er skilgreint sem mosi.

Það vekur athygli mína að sama verkfræðistofan virðist vera fengin til að gera flestar af þessum matskýrslum.

Enda mesta peninga að hafa með því að sérhæfa sig í að þjóna virkjanaaðilum.

Skýrsla þessarar verkfræðistofu um virkjanir á Kröflu-Leirhnjúks-Gjástykkissvæðinu er yfirgengileg þar sem landslagsheildir eru skilgreindar nákvæmlega þannig að það hentar Landsvirkjun sem best.

Hægt er að sjá bullið með því að fara inn á umsögn sem ég sendi fyrir Framtíðarlandið inn á vef rammaáætlunar.  

Reynslan af Blönduvirkjun sýnir að það er aðeins á meðan virkjanframkvæmdirnar standa yfir sem atvinna eykst á svæðinu. Þegar framkvæmdum lýkur verða jafn margir atvinnulausir og fengu atvinnu við framkvæmdirnar.

Ég held að störf vegna Blönduvirkjunar séu eitt eða tvö á landssvæði þar sem fólki hefur fækkað jafnt og þétt síðan virkjunin var reist.

Á meðan ruðningsáhrifa virkjanaframkvæmdanna naut var einblínt á þær og  öðru vikið til hliðar.

Í Skaftárhreppi eru margfalt meiri möguleikar til ferðaþjónustuuppbyggingar en í Húnavatnssýslu og því yrðu neikvæð áhrif virkjana þar enn meiri en fyrir norðan.


mbl.is Óðs manns æði að virkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Í raun snúast virkjanir ekkert um hvað koma má mörgum ferðamönnum á svæðið sem færi undir virkjanir og lón. Ef ekki er brýnt að virkja ár og fljót ættum við ekki að standa í því einungis til að verkfræðingar og verktakar hafi vinnu. Mörg miklu áhugaverðari atvinnutækifæri eru fyrir þá við að nýta orkuna sem þegar hefur verið virkjuð.

Skaftá er spennandi fyrir allt göngufólk og þarna hafa verið miklar hamfarir með ákveðnu millibili. Skála fyrir göngufólk mætti staðsetja við brúna yfir í Skaftárdal og opna á gönguleið yfir að Klaustri, yfir Kanafjöll og ótal bergvatnsár. Þá væri komin 4 daga göngu leið frá Sveinstindi eða Strútslaug um Hólaskjól. Lambakjöts grillveisla kórónar svo slíka ferð og tengir göngufólk við sveitina. Þeir sem uppgötva slíka sveit og öræfi munu seint gleyma. Leyndarmál Íslands og undur sem sveitamenn einir hafa þekkt öldum saman. Að eftirláta afkomendum okkar sviðið sem mest óbreytt er bæði rétt og sanngjarnt. Tek undir með Ómari sem vekur okkur til umhugsunar.

Sigurður Antonsson, 5.5.2012 kl. 22:34

2 Smámynd: Páll Jónsson

Ég verð nú að viðurkenna að ég sé þetta svæði ekki sem mikla túristaparadís... vinalegt stöðuvatn væri skemmtilegt í sjálfu sér. En kannski er það bara vegna þess frábæra svæðis sem er þarna ofar, samanburðurinn er erfiður.

Páll Jónsson, 5.5.2012 kl. 22:54

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Neðri hluti svæðisins þar sem Skaftá rennur eftir Skaftáreldahrauni og fellur í fallegum fossum niður af því er jafn mikilvægur hluti af "the greatest show on earth" eins og hver kafli af leikriti er mikilvægur hluti af því eða að inngangurinn að stórri höll getur verið jafn merkilegu og órjúfanlegur hluti af höll og aðrir hlutar hennar.

Þarna mætast byggð og óbyggð og á þessu svæði er Tólfahringur, byggð bæja sem eyddist fyrr á öldum og gefur færi á mögnuðum lýsingum á því þegar "eldflóðið steyptist ofan hlíð" og Skaftárgljúfur fylltist af hrauni og hvarf undir það.  

Ómar Ragnarsson, 5.5.2012 kl. 23:17

4 identicon

Hárrétt hjá Ómari.

Eldflóðið steypist ofan hlíð,

undaðar moldir flaka;

logandi standa í langri röð

ljósin í gígastjaka;

hnjúkarnir sjálfir hrikta við

hornsteinar landsins braka,

þegar hin rámu regindjúp

ræskja sig upp um Laka.

J.H.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 10:01

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það eru því miður líka mikið um rangfærslur  og ýkjur á "umhverfisslysum"...

Hvernig væru nú að efna til verðlaunasamkeppni um virkjunarmöguleika þar sem um "biðflokk" er að ræða?

Það er alltaf hægt að "uppfæra" hugmyndir um virkjanamöguleika - en auðvitað verður þá eitthvað dýrara að virkja á móti og raforka hækkar þá í verði.

Ég sé t.d. þann möguleika áhugaverðann ( áhugaverðan til umræðu)  - að leggja rör frá Jökulsá á Fjöllum - ofan Upptyppinga  - í Hálslón´.  Út úr slíkri framkvæmd kæmi þetta:

  • Bara taka vatn að vetrarlagi til að  vatnshæðin í Hálslóni lækki sem minnst (helst ekkert) og þá verður ekkert fok ír Hálslóni Ómar
  • Mögulegt er að gera veg ofan á rörið - hanna þetta allt með lágmarks röskun á landinu og gera veginn mest eitt fet ofar landslagi og malbika svo þennan veg  bara penan hálendisveg.
  • Inntakið í  fyrir rörið verði jafnframt ný brú yfir Jökulsá á Fjöllum og tengja veginn Sprengisandsleið.
  • Malbika svo það sem eftir er af Sprengisandsleið þannig að malbikað verði ofan í Bárðardal.
  • Hugsanlega  myndi Landsvirkjun  geta borgað hluta kostanaðr við penan hálendisveg um Sprengisand ef þeir fá  smá rennsli þarna yfir í Hálslón til að halda vatsnhæðinni stöðugri þar til að koma í veg fyrir fok
  • Byggja svo í leiðinni góða ferðamannaðstöðu nálægt vegamótunum á hálendinu  

Ég sé fyrir mér a að svona umræða eigi að geta farið fram án upphrópana og skítkasts. 

Það er bóksaflega brjálæði að ætla að auka ferðaamennsku á hálendinu og láta alla keyra í drullu og/eða rykmekki.  Það er bara ekkert umhverfisvænt við svoleiðis.

Svo verður auðvitað að byggja upp snyrtingar - þarna færi þetta allt saman - það verðu að koma upp snyrtiaðstöðu á hálendinu svo ferðamenn séu ekki skítandi bak við steina út um allt hálendið.

Samstarf um svona verkefni - er málið - en ekki þessi hundleiðinlegi áróður þar sem sumir virðast ætla að koma bóksaaflega í veg fyrir að nokkuð verði gert í virkjunarmálum. 

Þannig afturhald setu þessa þjóð lóðbeint á haúsinn á nokkrum árum - ef svona heldur áfram.  Hvernig á að borga AGS gjaldeyrislánin til baka?  Þetta eru bara tikkandi "kúlulán frá AGS" í dag... tikk-takk, "tikk takk"....

Við borgum ekki gjaldeyrislán AGS með því að stöðva allar  virkjunaframkvæmdir.

Hvað má virkja að þínu mati Ómar?

Getur þú ekki hugsað þér umræðu um penan hálendisveg yfir Sprengisand malbikaðann svo  bílar verði ekki eyðliagðir og fólk þurfi að aka í drullu eða rykmekki?

Kristinn Pétursson, 6.5.2012 kl. 14:39

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við framleiðum þegar fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum til eigin nota. Af hverju þarf rafmagnsverð að hækka þótt við hægjum nú á okkur? 

Nú er kominn heilsársvegur að Dettifossi og því verið að taka í burtu stóran hluta aðdráttarafls þessa svæðis á veturna með því að taka Jökulsá á Fjöllum í burt nema rétt á há ferðamannatíma sumarsins.

Áin er margfalt vatnsminni á veturna en á sumrin og því ekki eftir miklu að slægjast.

Og auðvitað mun engum detta í hug að virkja Jökulsá á Fjöllum nema til þess að selja orkuna frekar en að fá ekkert fyrir hana bara til þess að minnka leirfok úr lónstæði Hálslóns.

Ómar Ragnarsson, 6.5.2012 kl. 19:10

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekkert á móti virkjun við Búðarháls og nú stefnir í að virkjað verði á þremur nýjum stöðum á Hellisheiðarsvæðinu, við Meitilinn, Gráuhnjúka og Hverahlíð, þótt þessar virkjanir muni hraða því að afkomendur okkar standi uppi með allt þetta svæði orkulaust eftir 50 ár.

Ómar Ragnarsson, 6.5.2012 kl. 19:18

8 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ég vil ræða málið svona á þessum nótum Ómar.  Ég er ekki með neinar tölur um magn rennslis að vetrarlagi í Jökulsá á Fjöllum - en þó tekið yrði t.d. 15% af því rennsli í rör yfir í Hálslón  þá sést varla munur á Dettifossi að vetrarlagi.  Það verður að finna málamiðlanir -  ég vil ræða þetta frekar  á þeim forsendum að þá stöðvast fok úr Hálslóni og arðsemi virkjunarinnar verður meiri (arðsemi þjóðarinnar).

Ómar. Þetta svæði verðir aldrei "orkulaust" það kemur ný tækni - djúpboranir þróast áfram þetta er alveg ótrúlegt hjá þér að halda því fram að svæðið verði "orkulaust".

Í dag er orkunýtingin ekki nema um 10-12% af hitaorkunni - sem kemur sem raforka.  Tækni á þarna eftir að þróast  og einnig tækni við boranir...

Sem dæmi þá er  framleiðni í lagningu neðansjávarlagna í gas- og olíuiðnaði talin verið um 20% á ári.  Það þýðir nánast nýja þekkingu á 5 ára fresti.

Tæknin kemur með framvindu verkefna - alltaf eitthvað nýtt að gerast - ef við höldum áfram. 

Kristinn Pétursson, 6.5.2012 kl. 21:35

9 identicon

Kristinn, hvernig auðveldar það okkur að greiða AGS lánin að taka lán fyrir virkjunum sem ekki gera mikið betur en að standa í járnum?

Forstjóri LV hefur margsagt að við núverandi ástandi fari auðlindarentan öll til kaupanda orkunnar!

Mér er ekki í nöp við raforkuframleiðslu, -ég hef bara ekki komið komið auga á arðsemi þess að standa í skuldsettri framleiðslu sem rétt skrimtir.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 23:57

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir tíu árum var sagt að aðeins fá ár myndu líða þar til hægt yrði fá 5-10 meiri orku úr háhitasvæðunum en fram að því. Þessu trúðu margir, þeirra á meðal ég.

Enn örlar ekki á þessari tækni.

Fyrir 35 árum var sagt að aðeins fá ár myndu líða þar til hægt yrði að ráða við sýruvandamálin í borholunum í Kröflu.

Enn örlar ekki á þeirri tækni.

Fyrir allmörgum árum var sagt að eftir örfá ár myndi finnast lausn á affallsvatnsvandamálum háhitavirkjana til frambúðar.

Enn örlar ekki á lausn á því vandamáli.  Við Húsmúla koma manngerðir jarðskjálftar vegna tilrauna við þetta og þegar eru að myndast þar affallstjarnir.

Venjulega er búið að ljúka hönnum og þaulprófa tækninýjungar áður en ný tæki eða tækni er stimpluð fullkláruð og tilbúin til notkunar.

Af hverju að gera þveröfugt varðand háhitavirkjanir?

Hvernig væri nú að hafa þessar lausnir í hendi þegar vaðið er áfram

Ómar Ragnarsson, 7.5.2012 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband