Bann á birtingu á niðurstöðum skoðanakannana?

Ég fæ ekki séð í fljótu bragði að sú fullyrðing Jóns Lárussonar sé rétt að "fjölmiðlar hafi ákveðið að framboðið væri ekki "alvöru.""

Að minnsta kosti greindu fjölmiðlar frá framboðinu alveg frá upphafi og stór viðtöl við hann birtust.

Jón kom einna fyrst fram með sitt framboð og hefði því átt að eiga auðveldast með að safna meðmælendum, því slíkt er erfiðara eftir aðrir hafa byrjað á undan, því hver kjósandi má aðeins mæla með einum frambjóðanda.

Það eina sem hægt er að sjá að hafi borið þess merki að framboðið væri ekki "alvöru" er birting fjölmiðla á niðurstöðum skoðanakannana.

Ef Jón vill rökstyðja ummæli sín með einhverju sem liggur fyrir um það að fjölmiðlar hafi birt eitthvað sem styddi það að framboð hans væri ekki "alvöru" er það birting þeirra á niðurstöðum skoðanakannana.

En bann við birtingu á slíkum niðurstöðum er einfaldlega ekki raunhæft og myndi aldrei virka í þjóðfélagi þar sem ríkir almennt frelsi til birtingar á skoðunum, sjónarmiðum og upplýsingum.

Ekki frekar hér en í öðrum löndum.

Jón þarf ekki að vera viðkvæmur fyrir því þótt framboð hans hafi ekki hlotið hljómgrunn. Í Frakklandi bauð sig fram fólk sem var fyrirfram sátt við það að fá 2% atkvæða og var þó þekkt víða um lönd fyrir mannkosti og góð verk.


mbl.is Jón dregur framboðið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver vill veðja að Ólafur Ragnar Grímsson verði næstur til að draga framboð sitt til baka?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 11:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver vill veðja að Þóra Arnórsdóttir muni sverja Samfylkinguna af sér þrisvar áður en að kosningum kemur? (Semsagt tvisvar í viðbót.)

Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2012 kl. 13:23

3 identicon

ÓRG verður ekki næstur til að draga sitt framboð til baka, hugsa að Hannes og Herdís fari fyrst en það kæmi mér alls ekki á óvart að hann geri það skömmu fyrir kosninguna ef allar kannanir sýna að hann nái ekki Þóru. Á því gæti svo hugsanlega Ari Trausti flogið inn í embættið...

Páll (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband