Fjölmiðlar fjalli um stjórnmálin, - ekki keppendur.

Það á helst ekki að blanda stjórnmálum við listri og íþróttir annars vegar því að menn komast ævinlega í ógöngur við að draga línuna í þeim efnum. Í Kína er til dæmis alræði eins stjórnmálaflokks og mannréttindabrot framin ekkert síður en í Aserbadjsan en samt var því ekki blandað í Ólympíuleikana í Peking.

Gott dæmi um það þegar misráðið hefur verið að blanda samn heimspólitík og íþróttum var þegar Bandaríkin og fleiri vestræn ríki hálf eyðilögðu Ólympíuleikana í Moskvu 1980 með því að sniðganga leikana á þeim forsendum að Rússar hefðu ráðist inn í Afganistan. Rússar sögðust hafa gert það vegna þess að Talibanar hefðu velt löglega kjörinni kommúnistastjórn þar en vesturveldin sögðu stjórnina vera leppstjórn Rússa og ólýðræðislega.

Sjálf höfðu Bandaríkin skipt sér af svipuðu í ríkjum Mið- og Suður-Ameríku og 2001 réðust síðan sjálf inn í Afganistan til að velta þeim sömu Talibönum og Rússar höfðu velt tveimur áratugum fyrr en síðar orðið að lúffa fyrir.

Rússar og kommúnistaríkin hefndu sín síðan með því að sniðganga Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 og þar með höfðu tvennir Ólympíuleikar orðið fyrir skakkaföllum af pólitískum ástæðum.

Í stað þess að draga íþróttaviðburði inn í pólitískar deilur er mikilvægara að fjölmiðlar standi sig sem best við að varpa ljósi á það sem aflaga fer í viðkomandi ríki.

Þetta virðast þeir ætla að reyna í Bakú og ljóst er að stjórnvöld þar eystra muni ekki ríða feitum hesti frá þeirri umfjöllun.

Ef Evróvisionkeppnin hefði ekki verið haldin þarna hefði kastljósið ekki beinst að harðstjórninni þar.

Mjög mikilvægt er að fjölmiðlar sýni burði til vandaðrar umfjöllunar í svona tilfellum; - því miður hefur hið gagnstæða átt sér stað.

Nægir að nefna Ólympíuleikana í Berlín 1936 sem nasistum tókst að gera að nær samfelldum dýrðaróði um þriðja ríkið og gekk þetta svo langt að sumir íþróttaflokkar heilsuðu Hitler með nasistakveðju; - gott ef Íslendingarnir gerðu það ekki líka.

Keppendur sjálfir eiga að mínum dómi hins vegar ekki að blanda sér í stjórnmálin og á þessum sömu Ólympíuleikum 1936 var vinátta hins blakka Jesse Owens og hvíta Þjóðverja Lutz Long gott dæmi um það að íþróttaviðburðir geti stuðlað að friði og jafnrétti þótt þeir séu haldnir í landi harðstjórnar og kúgunar, svo framarlega sem fjölmiðlar standa sig við að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem er að gerast.


mbl.is Lögregla stöðvar mómæli í Bakú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Mannréttindabrot eru einfaldlega ekki hluti af þessari keppni. Við erum bara komin hingað til að gera okkar besta í keppninni."

Gréta þarf ekki að hafa áhyggjur af einhverju sem hún sjálf gengur að vísu!

Mannréttindi eru hrein pólitík og kemur tónlistarflutning ekkert við!

ROFLMAO

Skuggi (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 20:12

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Ómar, þetta þurfti að segja.  Listamenn eru ekki endilega atvinnumótmælendur.  Sé gerð krafa um að listamenn hafi opinbera pólitíska skoðun, þá erum við að tala um pólitík en ekki list. En eins og þú segir, listin leiðir.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.5.2012 kl. 22:45

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að segja að listin eigi ekki að vera upplýsandi og að listamenn megi ekki taka afstöðu í list sinni og gera með því gagn, heldur einungis það, að helst allar þjóðir eigi að fá að halda stóra viðburði og taka þátt í þeim.

Einstök verk listamanna mega vera ögrandi eða ýta við mönnum.

Dæmi:  

Málverk Picassos, "Guernica" árið 1937 hafði meiri pólitísk áhrif en flest annað sem kom fram á þeim tíma um ógnir loftárása sem þá voru að þróast í þau fjöldamorð og glæpi gegn mannkyni sem þær eru svo oft. 

Mannkynið hefði misst mikið ef þetta málverk hefði aldrei verið málað.  

Ómar Ragnarsson, 27.5.2012 kl. 03:29

4 identicon

Einn Atvinnumótmælandi!!   Fela Kuti.

 http://www.youtube.com/watch?v=b3WFnzmkvUU

 http://en.wikipedia.org/wiki/Fela_Kuti

Skuggi (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 04:05

5 identicon

Annar "atvinnumótmælandi"!!!

 Herman Brood   https://en.wikipedia.org/wiki/Herman_Brood

 http://www.youtube.com/watch?v=Jv3JQLkYlvQ

eller hur?

Skuggi (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband