Hefndarhugurinn er varasamastur.

Hefndarhugur er einhver hættulegasti löstur mannanna og dæmin um hann eru mörg hver umhugsunarefni. Þannig voru hermdarverkin sem framin voru í stríðinu í Júgóslavíu á tíunda áratugnum mörg hver nærð af hefndarhug vegna atburða, sem urðu fyrir mörg hundruð árum. 

Nasistar hefndu fyrir Heydrich á einstaklega níðingslegan hátt og einn þátturinn í verkum þeirra fólst í því að skelfa og hræða almenning frá því að mörgla vegna hernámsins og fæla frá samneyti við andófsfólk.

Í vor voru 70 ár liðin síðan Þjóðverjar brutust út rúmlega þriggja mánaða herkví við bæinn Demyansk milli Moskva og St. Pétursborgar, en þeir höfðu afrekað það með stórkostlegri loftbrú að koma í veg fyrir að 100 þúsund manna herliðið þeirra gæfist upp.

Í viðtali sem ég átti við rússneska konu þegar ég kom til Demyansk veturinn 2006 sagði hún að þýska herliðið hefði hvorki verið verra né betra en búast mátti við. Innan um hefðu verið skepnur og hrottar eins og oft vill verða hjá hersveitum, en yfirleitt hefðu þetta verið ungir hermenn, sem voru komnir á ókunnar slóðir án þess að vita almennilega hvers vegna. 

Hins vegar hefðu heimamenn verið sjúklega hræddir við finnsku hermennina, því að þeir hefðu verið algerir villimenn.

Ástæðan fyrir því að þessir norrænu vinir okkar fengu þessa umsögn gömlu rússnesku konunnar getur verið sú að finnsku hermennirnir voru í hefndarhug eftir finnska vetrarstríðið tveimur árum fyrr.

Nú eru liðin 70 ár frá fjöldamorðunum í Tékklandi og enn verða Þjóðverjar að fást við skömmina vegna ógnarverka nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. 

En leitun mun að þjóð sem tekið hefur á slíku jafn afdráttarlaust.

Nú styttist í að enginn verði ofar moldu sem tók þátt í þessum voðaverkum og hlutfallslega eru örfáir Þjóðverjar sem enn lifa en voru ábyrgir fyrir 70 árum.

Þess vegna má spyrja hvort ekki sé kominn tími til að því linni, að núlifandi Þjóðverjum sé sífellt velt upp úr því sem látnir forfeður þeirra gerðu og Þjóðverjar nútímans áttu enga sök á. 

Líkast til er engin þjóð eins velviljuð Íslandi og Íslendingum og Þjóðverjar eins og Styrmir Gunnarsson hefur réttilega bent á.

Við eigum að meta núlifandi Þjóðverja eftir gerðum þeirra, og leggja mat á þær, óháð löngu liðinni forsögu látins fólks.

Það er ómálefnalegt að setja nasistastimpil á það sem okkkur kann að finnast aðfinnsluvert hjá þessari vinaþjóð okkar.  Í því finnst viss tegund hefndarhugar, sem er varasamt fyrirbæri.  


mbl.is Framferði nasista „til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er mikilvægasta mál samtímans Ómar.  Hefndarhugurinn innanlands á Íslandi er helsta vandamál eftir bankahrunið og var samt slæmt fyrir.

Pólitík er allt of lituð hefndarhug.  Hatast er t.d. út í útgerðarmenn - hatast er út í alls kyns stærri atvinnurekstur.

Í Suður Afríku fóru Desmmond Tutu og Nelson Mandela fyrir því að skipa SANNLEIKS OG SÁTTANEFNDIR í stað  einhvers "sérstaks saksóknara"...

Afrakstur "sérstaks saksóknara" er að  skapa meiri hörmungar í  enn fleiri fjölskyldum - til hvers?

Ég  vil frekar leið Nelson Mandela og Desmond Tutu.  Sannleiks og sáttanefndir er fólk sem ÆTLAR að ná sáttum og fyrirgefningu.

Fyrir sérstökum nefndum segja menn sannleikann og fá fyrirgefningu að launum.  Þannig læra menn af mistökunum og geta hafið nýjan kafla - allir og hatrið er þá "jarðað" formlega.

Hvernig eigum við að gera betra samfélag á Íslandi.  Ná sáttum Ómar.  Líka í virkjanamálum - mæstast á miðri leið brosa  og virða sjónamrið náungans.

Fólk sem ekkert veit um sjávarútveg - það er að hatast út í útgerðarmenn.  Mér gjörsamlega blöskrar.  Hatur er stórhættulegt eldsneyti. 

Við skulum - sem allra flest - vera í slökkviliðinu.

Kristinn Pétursson, 9.6.2012 kl. 01:58

2 identicon

Þetta er hárrétt hjá Ómari. Þessvegna er auga fyrir auga og tönn fyrir tönn sem Gamla testamentið boðar svo hættulegt. Ísrael er búið að keyra þetta boðorð upp í hæstu hæðir og er það orðið að mörgum augum og tönnum fyrir hverja eina. Bandaríkin fylgja fast á eftir og eru þessvegna einhver hættulegustu ríki nútímans. Al Kaida eru á svipuðum slóðum en hafa ekki eins mikil völd. Miklu fleiri ríki hafa svipaða takta en eru veikburða og þar af leiðandi ekki jafn hættuleg.

Þjóðverjar hafa dregið sína lærdóma af fortíðinni og eru lýðréttindi þar í landi og samskipti við aðrar þjóðir með miklum sóma.

Ástandið hér innanlands er ekki af þessum toga sprottið Kristinn Pétursson. Hér er valda- og forréttindastétt þjóðarinnar að verja hagsmuni sína af mikilli hörku af því að tök hennar á þjóðinni hafa linast í bili. Hér eru hvorki blóðsúthellingar og mannvíg í gangi sem betur fer og vonandi verður það aldrei.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 05:44

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er ótrúlegur banaskapur að telja að hefndarhugur sem eitthvað skárri - þó ekki fylgi morð með.

Hefnarhugur í stað umburðarlyndis og sáttfýsi - hlyur alltaf að vera jafn  skaðlegt - ef ekki djöffulegt veganesti - öllum til skaða.

Er þetta ekki bara stigsmunur  á hatri  - en ekki eðlismunur?

Kristinn Pétursson, 9.6.2012 kl. 10:21

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Mætast á miðri leið í virkjanamálum" er sagt. Ef hugur fylgdi máli myndi það verða gert svona:

1. Þeir sem vilja virkja hafa þegar fengið að velja sér 30 bestu virkjanakostina.

2. Þeir sem vilja verndarnýtingu myndu þá fá að velja sér 30 bestu kostina til þess.

3. Síðan er sest niður og rætt um jafna skiptingu þess sem eftir er.

En þetta mega menn ekki heyra nefnt. Eins og uglan í ævintýrinu sem þóttist ætla skipta ostbitanum jafnt, skal það, sem búið er að virkja, ekki talið með.  

Ómar Ragnarsson, 9.6.2012 kl. 11:03

5 identicon

Hagsmunabarátta kemur hatri ekkert við Kristinn Pétursson. Þeir sem hafa skammtað sér úr þjóðareigninni á grundvelli langvarandi valdaaðstöðu verða að sætta sig við að hún gangi til baka til þjóðarinnar með eðlilegum hætti.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 12:11

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er orðið slæmt þegar ágætur maður ein og Ómar Ragnarsson getur ekki rökrétt hlutina nema með útúrsnúningi. Mætast á miðri leið - er að setjast niður og finna sáttlausn á nýjum virkjunum.

Bláa lónið er aukaafurð virkjana í Svartsengi - eitt af mestu undrum veraldar í dag. Af hverju ekki ræða  í góðri sátt - hugsanlegar jarðvarmavirkjanir á hálendinu með Bláu lóni ofan á þakinu -  og stöðvarhús leiðslur  o.fl. neðanjarðar?  Ég er að setja þetta fram í einlægni.

Sverrir:

Hagsmunabarátta þar sem hatur kemur fram í annarri hverri setningu og óhróðri eins og "þeir sem hafa skammtað sér"...

þetta með "gangi til baka" er bara veruleikafirring.  Þjóðin á  t.d. fiskistofnana og nýtingarrétturinn er þeirra útgerða sem stunda útgerð - samkvæmt stjórnarskrá og gildandi lögum. Þetta fyrirkomulag getur ekkert "gengið til baka" - .að sem getur hins vegar gengið til baka er t.d. vitlaus veiðirágjöf í þorski - líffræðilega séð  er  unnt að tvöfalda þorskveiðar.  Þannig mál geta "gengið til baka" og þá er nóg handa öllum sem vilja fara á sjó og hægt að stórauka strandveiðar í sjávarbyggðum.

Kristinn Pétursson, 9.6.2012 kl. 18:51

7 identicon

Ómar!

Það var refurinn, - ekki uglan!

Húsari. (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 23:48

8 identicon

Nýja línan frá Sjálfstæðisflokknum felst sem sé í því að sé barist fyrir breytingum á því hvernig arði af sjávarauðlindinni sé skipt þá stafi það af hatri. Þetta er nú ljóta bullið að ekki sé fastar að orði kveðið.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband