Frábært hús, - illa fengnir peningar.

Harpa er frábært menningarhús, ekki vantar það. Þó ber þar einn skugga á. Þröstur Ólafsson hagfræðingur hefur bent á það 40% af fjármagninu, sem fékkst til byggingar þess, hafi verið fengnir frá auðtrúa ekkjum, lífeyrisþegum, líknarsjóðum, sveitarsjóðum og öðrum þeim Bretum og Hollendingum, sem lögðu fé í Icesave.

Athyglisvert var viðtal Gunnars Sigurðssonar í heimildamynd hans við gömlu bresku ekkjuna, sem trúði fullyrðingum Landsbankans um það mikla traust sem bankinn hefði haft allt frá stofnun hans fyrir 120 árum og lagði fé sitt í Icasave.

Þannig var um miklu fleiri.

Ólafshöllin í Þrándheimi er sönnun þess að hægt hefði verið að reisa jafn notadrjúgt menningarhús fyrir innan við helming þess sem Harpa kostaði. Og best hefði verið ef ekkert af því fé hefði komið í húsið á þann hátt sem 40% fjárins komu sem illa fengnir peningar.


mbl.is Kom til tals að rífa húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Icesave er skammarlegt fyrirbæri!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 16:01

2 identicon

Rétta Anna. Iceshame aumingja og lítilmenni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 16:44

3 identicon

Icesave bauð upp á hávaxta-gylliboð. Alveg nóg til að gera mann tortrygginn. Og þeir sem lögðu þar inn voru að taka séns, alveg eins og að spila í rúllettu, og það á eigin ábyrgð.

Ef menn veðja af sér brókina í Las Vegas, þá er það bara svo.

Skömmin er mest hjá Icesave upp á það orðspor sem klínt var upp á Íslendinga fyrir vikið. Það var ákveðin beiting á e-k þjóðarábyrgð, sem ekki var innistæða fyrir.

En, - mín vegna mætti gefa þeim 40% í Hörpunni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 17:34

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er nú meira svartagallsrausið

  • Það er töluvert langt komið með að greiða "Icesave kröfunar" og útlit fyrir að eignir dugi fyrir skuldum.
  • Forsætisráðherra Breta stóð fyrir "hryðjuverkaárás" á Ísland í upphafi bankahrunsins - sem verðfelldi allar eignir Íslands trúlega 50% extra
  • Hrun eignasafns bankanna varð því tvöfalt við þetta fólskuverk Gordons Brown
  • Þess vegna er ástandið á Íslandi mun verra - en ella.
  • Tilgangur GB var hreint fólskuverk. Ekkert. EKKERT hefur komið fram sem réttlætir fólskuverkið.

Perlan er fallegt hús sem skilar yfirleitt gleði og ánægju. Svona skrif eru úrelt nöldur út í loftið - ein hvers konar "hatursvæðing"  sem er einu skrefi níðrúr venjulegu geðvonnskurausi út í loftið.

Þar enn að vera að hatast út í mislukkaða bankastjórnun?  Er ekki nær þá að benda á Gordon Brown sem tvofaldaði tjónið af bankahruninu hérlendis - með tilefnislausu fólskuverki sínu. 

Kristinn Pétursson, 12.6.2012 kl. 01:15

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að gefa í skyn að fjármunir "vesalings ekkjunnar" og annara viðskiptavina Icesave hafi farið í Hörpuna er auðvitað með því áróðurskenndasta bulli sem sést hefur.

Í fyrsta lagi þá eru það Íslendingar sem koma til með að greiða á endanum allan bygginarkostnað, sem nemur nú tvöföldu fasteignamati og húsið er enn langt frá því að vera fullklárað. Ég var ekki spurður að því hvort ég vildi leggja fram fjármagn til þess sem ég á ekki, en ekkjan tók hinsvegar meðvitaða ákvörðun um að leggja fé sitt inn á bankareikning, vitandi að á móti því kæmi útlán til einhverra verkefna hvort sem um væri að ræða tónlistarhús, verðbréfabrask eða kaup á breskri verslanakeðju.

Í öðru lagi, þá eru 40% byggingarkostnaðarins á bilinu 11-13 milljarðar, en Icesave innstæðurnar voru hinsvegar samtals 1.319 milljarðar. Slóð þeirra má að mestu leyti rekja til útrásarfjárfestinga á Bretlandseyjum, þar á meðal á vegum alþjóðlegra fyrirtækja reknum af fólki sem virðist sama um hluti eins og orðspor og heilindi.

Í þriðja lagi, ef það væri eitthvað til í málflutningi á borð við þann að Harpan sé á kostnað bresku ekkjunnar. Hvað þá með lífeyrissjóðinn minn sem sama banka var falið að gæta og gerði það með því að fjárfesta hann mestmegnis í verðbréfum útgefnum af sjálfum sér sem reyndust verðlaus og jafnvel fölsuð.

Í fjórða lagi þá ber slíkur málflutningur vott um stórkostlega vanþekkingu á eðli peninga og hvernig þeir verða til og hvað er hlutverk banka í því samhengi. Peningar eru búnir til í bönkum með útlánum, og því hljóta peningar ekkjunnar að hafa upphaflega verið teknir að láni frá einhverjum banka áður en hún eignaðist þá hvort sem hún sjálf vann heiðarlega fyrir þeim eða ekki. Þannig hefði innstæðan í bankakerfinu sem ekkjan eignaðist og ákvað að lána Landsbankanum með því að leggja hana inn á Icesave reikning, aldrei getað orðið til nema vegna þess að upphaflega voru þeir peningaðir lánaðir út. Þar sem ekkjan hefur varla tekið sjálf lán fyrir innstæðunni skulum við gera ráð fyrir að hún hafi unnið fyrir þeim peningum heiðarlega eða átt rétt á þeim og fengið þá greidda frá einhverjum sem hugsanlega fékk þá lánaða til að byrja með. Í þessu samhengi er ekkjan aðeins óheppinn milliliður.

Í fimmta lagi, og það sem menn eru ennþá að hjakka í farinu með núna meira en þremur árum seinna, er að ekkjan er löngu búinn að fá peningana sína til baka, eða jafngildi þeirra. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu nefninlega að brjóta EES samninginn með því að grípa fram fyrir eðlilega slitameðferð og endurheimtur þegar þau keyptu upp forgangskröfur innstæðueigenda haustið 2008 og ónýttu svo eignir þrotabúsins með beitingu hryðjuverkalaga sem olli miklum töfum og erfiðleikum við úrlausn mála þegar síst skyldi. Í stað þess að hirða búið eins og þeir munu hvort eð er gera að mestu leyti, drógu þeir svo í land með það og hafa síðan þá reynt að klína allri sök á þá sem sitja uppi með að laga til eftir Bretana. Síðan hefur þetta verið deiluefni milli hlutaðeigandi þjóðríkja en hvort þetta var réttmæt aðgerð eða ekki, breytir engu um það að ekkjan fékk endurgreitt fyrir þremur árum síðan.

Það myndi hjálpa enduruppbygginarferlinu mikið ef sumir myndu nú hætta að væla fyrir hönd ekkjunnar góðu, og byrja að tala um hluti sem eru raunverulegir.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2012 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband