Ekki vanþörf á dýraverndunarákvæði í stjórnarskránni?

Þegar litið er á þær breytingar, sem ráðuneytismenn hafa gert á tillögum nefndar um dýravelferð, sýnist ekki vera vanþörf á því að hafa afdráttarlaus ákvæði um dýrarvernd í stjórnarskrá eins og lagt er til í frumvarpi stjórnlagaráðs.

Verði það samþykkt verður það nýmæli í stjórnarskrám.

Í þessari grein stjórnarskrárinnar, sem stjórnlagaráð leggur til, er á skýran hátt kveðið á um að í lögum um dýravernd skuli velferð dýranna höfð í hávegum eins og kostur sé.

Breytingar ráðuneytismanna á tillögum nefndarinnar um dýrameðferð myndu tvímælalaust brjóta í bága við slíka reglu og teljast stjórnarskrárbrot.

Athyglisvert er ef það þarf stjórnarskrárákvæði til þess að koma í veg fyrir alls kyns ónauðsynleg níðingsleg meðferð á dýrum sé leyfileg.


mbl.is Leyfilegt að drekkja dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Í fréttablaðinu í dag er smá grein þar sem dýralæknafélagið mótmælir harðlega breitingum sem gerðar voru í meðförum sjávarútvegs-og landbúnaðarráðaneytisins á tillögum nefndar til lagafrumvarps um dýravelferð.  Þar er tekið burt ákvæði um bann við við að drekkja dýrum,bann við að gelda smá grísi án deifingar og aflífa dýr með útblæstri véla,og tryggja grasbítum sumarbeit. Þetta finnst mér alveg með ólíkindum! Maður spyr sig hvað sé að fólki sem samþykkir svona viðbjóð. Ég hef til dæmis haft spurnir af bónda sem er með nýtísku fjós,þar er ekki ætlast til að kýrnar fari út,þetta er eitthvað svo verksmiðjulegt´og ómanneskjulegt að það nær eingri átt.

Þórarinn Baldursson, 12.6.2012 kl. 11:16

2 identicon

Drekkingin er mikið notuð minkagildra, sem virkar vel, - ekki er mér kunnugt um neitt annað slíkt.

Spyrji menn nú sig hvort að það sé mannúðlegra fyrir skepnulífið almennt að hafa meira af þeim skaðvaldi í umferð.

Smágrísagelding án deyfingar er tiltölulega lítil aðgerð ef að grísinn er nógu ungur. Svo best ég veit eru smágrísir yfirleitt geltir án deyfingar víðast um heim. Nú er reyndar bannað að gelda nautgripi án deyfingar, þótt að það sé gert með klemmu, en deyfingin gerir þá reyndar alveg endalaust slappari en geldingin sjálf, - ef þeir eru nógu ungir. Ég hef séð nautkálf gelt  án þess að honum væri einu sinni haldið föstum, - svo sleipur var geldingamaðurinn með töngina.

Hverju slátra menn með útblæstri? Það er ógeðslegt, og örugglega margt annað í boði.

Og svo útistaðan. Meðalkýrin verður bara ca. 5-6 ára gömul, og flestar eru mikið úti fyrir fyrsta burð, og þessi nýju fjós eru orðin ansi góð......en samt.....það er bara svo gaman að sjá þær sprella í haganum að það er engin spurning.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 15:04

3 identicon

Var það ekki annars úr Fjallkirkjunni sem stráksi las "hundraðasta og ellefta meðferð á dýrum er bönnuð"?

Og þarna var hann að lesa upp úr Biblíunni ef ég man rétt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband