Stóriðjan ofar öllu. Hver ber ábyrgðina?

Fyrir 20 árum undirrituðu Íslendingar Ríó-sáttmálann, sem markaði tímamót í allri hugsun um umhverfismál þótt lítið hafi orðið úr stóru orðunum um sjálfbæra þróun og það að þegar vafi leiki á um áhrif framkvæmda á náttúruverðmæti, fái náttúran að njóta vafans.

Hér á landi hefur hið gagnstæða verið regla, - að þegar um vafa hefur verið að ræða, nýtur stóriðjan vafans og virðist eiga að gera það áfram, til dæmis vegna 30 földunar Bjarnarflagsvirkjunar við Mývatn og áhrifa allfallsvatns, brennisteinsvetnismengunar og manngerðra skjálfta á viðkvæmt lífríki og byggð þar rétt hjá.

Nýjasta dæmið um þetta eru virkjanirnar á Hellisheiði. Fyrir liggur að útblástur brennisteinsvetnis frá þeim og fleiri virkjunum sem þar eiga að rísa samkvæmt rammaáætlun, séu ekki aðeins yfir heilsuverndarmörkum og miklu meiri en gert var ráð fyrir, heldur muni hún geta valdið heilsutjóni.

Verður þá gripið í taumana? Ó, nei. Látið verður nægja að halda áfram að leita að lausnum, sem ekki liggja fyrir og rannsaka hvort heilsutjónið komi fram.  Fengnir verða frestir og svo er að sjá að engar breytingar séu í sjónmáli út þennan áratug, ef nokkurn tíma.  

Í stað þess að láta heilsu þúsunda fólks njóta vafans á að vaða áfram í að auka mengunina á þeirri forsendu að standa verði við gerða samninga við stóriðjufyrirtæki og í þokkabót að nota lífeyrissjóðina til þess.

Enginn nefnir það að slíkir samningar vegna stóriðju séu einfaldlega siðlausir og forsendur þeirra brostnar.

Rétt er að rifja það upp, hverjir það voru sem báru ábyrgð á því að svona er komið.

Í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar tókst að setja hemil á þá hraðlest framkvæmda sem átti að bruna um virkjanasvæðin, fresta Bitruvirkjun og vinda ofan af samningum um kaup á túrbínum og orkusölu.

Um leið og Ólafur lét af völdum lét nýr meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í borgarstjórn setja allt af stað aftur á teinum sömu hraðlestar og fyrri meirihluti sömu flokka höfðu knúið áfram fyrr á kjörtímabilinu.

Sá meirihluti ber mesta ábyrgð á því hvernig þessum málum er nú komið.  


mbl.is Meiri mengun en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mengunin í Hveragerði er barnaleikur miðað við það sem vofir yfir Reykjahlíð við Mývatn.

Árlegur útblástur Bjarnarflagsvirkjunar af brennisteinsvetni er áætlaður 9.000 tonn. Þorpið er í 4 Km fjarlægð frá fyrirhugaðri virkjun og þar með verður þetta fyrsta stóra gufuvirkjunin í þéttbýli.

Mat á umhverfisáhrifum var unnið áður en mönnum varð ljós skaðsemi mengunar frá gufuvirkjunum. Athygli vekur að LV og Skútustaðahreppur hafa þá sýn að virkja og sjá til hvort mengun verður yfir mörkum! -Skjóta fyrst!

Í raun eru gufuvirkjanirnar eins og 19 aldar fabrikkur þar sem afrennsli rennur að mestu ómeðhöndlað í næstu lægð og engin hreinusn er á eiturefnum í útblæstri.

Barnaskólin er það hús sem stendur næst væntanlegri virkjun.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 15:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og nú var brennisteinsvetnisvandamálið afgreitt í sjónvarpsfréttum með orðunum "umhverfisvæn og ódýr"!

Þar er átt við þá lausn, sem lofað er að verði tilbúin eftir minnst átta ára undanþágu frá reglum.

Þannig er algerlega öfugt að málum staðið. Nær hefði verið að áður en vaðið var af stað í langstærstu háhitavirkjun landsins hefði verið sýnt fram á lausnirnar við virkjanirnar sem þá voru komnar, Nesjavalla-, Kröflu- eða Svartsengisvirkjana.

Ómar Ragnarsson, 15.6.2012 kl. 19:48

3 identicon

Ég var upp við Reykjanesvirkjun í gær. Þar er komið stórt blátt lón eins og við köllum þau. Aðrir tala um óhreinsað iðnaðarskólp. Þetta er svipað og mengunin við súrálverksmiðjur. Nú á að leysa málið með því að láta skólpið renna út í sjó. Leysa verður niðurdælingarmálin og brennisteinsvetnismenguninarmá

Im áður en nýjar virkjanir verða reystar.

ÞÞ (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband