Ákvæðin stangast á.

Í lögum segir að kosningarh ér á landi skuli vera leynilegar, þ. e. að enginn annar en kjósandinn fái að vita hvað hann kaus.

En réttur kosningabærra manna til að fá að kjósa er lika grundvallaratriði. Þegar þetta stangast á hlýtur síðarnefnda atriðið að vega þyngra að mínum dómi. 

Hins vegar má spyrja hvort ekki sé hægt að útbúa sérstaka atkvæðaseðla fyrir blinda, þar sem hinn blindi geti þreifað á nöfnum frambjóðenda með fingri annarrar handar, fundið það og þrýst á það til merkis um val sitt, annað hvort með sama fingri eða með öðrum fingri, sem dýft hafi verið í blek. 

Nútíma tækni, t. d. með tölvunotkun, mætti líka nýta í þessum tilgangi. 


mbl.is Kröfu Blindrafélagsins hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta blasir við hverju barni að eigi að gera!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.6.2012 kl. 22:21

2 identicon

Sæll Ómar.

Ég hef undrast þá þvermóðsku sem blindum er sýnd
hvað varðar kosningar.

Þetta er spurning um vilja og virðingu; að allir skuli jafnir.

Ekkert er auðveldara en að útbúa kjörseðil þar sem blindir krossa
með blýanti við sinn frambjóðanda.

Mér finnst það dæmalaust smekkleysi og með öllu óskiljanlegt
að ekki skuli vera búið að koma þessum málum í lag; að menn skuli yfirleitt
komast upp með það áratugum saman að humma þetta fram af sér
og aðhafast ekkert. 

"Vilji er allt sem þarf!" (Gunnars Thoroddsen, fyrrum forsætisráðherra Íslands
mælti svo í lokaræðu sem hann flutti vegna forsetakosninga 1968)

Húsari. (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 01:43

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það eru fleiri en blindir sem þurfa aðstoð á kjörstað. Freyja Haralds, sem fært hefur heiminum sanninn um óendanleika sjálfbærninnar og eigin verðleika, fær EKKI að velja samferðamann/konu í kjörklefa!

NEI..: Ríkið velur samstarfsmann/konu.

Norræna "velferðarstjórnin, með elliæra Jóhönnu og Steingrím Vigfús Þistilfjarðarkúvending eiga sína fáa sýkla eða kyndilbera, sambærilega.

Þvílíikar landbleyður, bæði tvö, ásamt sínu klappliði.

Halldór Egill Guðnason, 27.6.2012 kl. 04:16

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Annars, að það þurfi að diskútera það hver fylgir hverjum í kjörklefa, er náttúrulega barasta absúrd. Sá/sú sem á kjörklefann, þá skömmu stund er við öll höldum að við höfum eitthvað að segja, viljum jú eiga hann algerlega út af fyrir okkur. Þeir sem þurfa stuðning við að koma skoðun sinni eða kosningu á framfæri, eiga að sjálfsögðu að eiga þá kröfu að, ef lög kveða svo á um, að einhver þurfi að fylgja þeim, skuli þau hin sömu mega ákveða hvaða hjálparlið það er!. Blindur maður getur aldrei verið viss um hvar merkt er við á kjörseðli, þega "Opinber" aðstoðarmaður merkir fyirir hann/hana á kjörseðli.

Hvusrsu flókið getur það verið að leysa úr svona málum?

Jú, Evrópusambandsreglugerðarskrifstofusamvinnnuverkefnisforkólfakúvendingsjonnuliðið vill engar lausnir. Einungis endalausar þrautir um einföldustu mál.

Halldór Egill Guðnason, 27.6.2012 kl. 04:32

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta þarf að laga, það er ljóst. En lausnin getur ekki falist í öðruvísi kjörseðli fyrir blinda en fyrir sjáandi. Blindir eru kannski örfáir eða jafnvel aðeins einn í kjördeild. Það væri þá tæplega um leynilega kosningu að ræða hvað blinda varðar, væri sér kjörseðill fyrir þá.

Halldór, núverandi stjórn ber ekki ábyrgð á allri lagasetningu landsins frá 1918, þó sumir virðist halda það. Það hefur auk þess ekki verið vel séð af stjórnarandstæðingum innan þings sem utan, hafi stjórnin verið með mál á dagskrá Alþingis, sem ekki voru hruninu (sem þessi stjórn ber auðvitað ein ábyrgð á) beint viðkomandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.6.2012 kl. 07:46

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halldór Egill Guðnason,

Lög um kosningar til Alþingis eru frá árinu 2000, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í ríkisstjórn.


Forsætisráðherra var þá Davíð Oddsson og heimska hans ríður greinilega ekki við einteyming að þínu mati.

Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000:


"63. gr. ... Ef kjósandi skýrir kjörstjóra svo frá að hann sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi, enda er hann bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli."

Og árið 2000 voru mestar líkur á að viðkomandi kjörstjóri kysi Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn.

Lög um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945


Stjórnarskrá Íslands:


"5. gr. Forseti [Íslands] skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis."

Þorsteinn Briem, 27.6.2012 kl. 11:35

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, góð tillaga.

Blindur maður eða svo fatlaður að hann þurfi aðstoð í kjörklefanum á aðeins um tvo kosti að velja; persónulegan aðstoðarmann eða hlutlausan(?) fulltrúa kjörstjórnar. Hvorugum getur viðkomandi svo treyst "eins og sjálfum sér".

Það hljóta einhverjir snillingar að geta fundið einhverja lausn fyrir fjölfatlaða, en ég held að Ómar hafi hitt á lausnina fyrir blinda.

Kolbrún Hilmars, 27.6.2012 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband