Heildarstaðan hefur áhrif.

Það er þekkt fyrirbæri að hluti kjósenda kjósi meira "taktiskt" heldur en með því að velja sér þann frambjóðanda eða framboð sem honum hugnast best.

Þegar settur er "þröskuldur" í atkvæðatölu, lágmarkshlutfall sem framboð verður að fá til að koma manni á þing, er yfirlýstur tilgangur með slíku að gera minni framboðum erfiðara fyrir, meðal annars með því að fæla hugsanlegt stuðningsfólk frá, af því að því finnist atkvæði þess "dauð" ef þau skila ekki þingmanni.

Fróðlegt væri að vita hvaða áhrif það hafi núna, hvort munurinn á milli Þóru og Ólafs Ragnars er mikill eða lítill í skoðanakönnunum.

Að miklu leyti snúast kosningarnar um það hvort Ólafur verði áfram eða ekki og því má ætla að margir kjósendur sem ekki kjósa hann, hiki við að kjósa eitthvert af þeim, sem hafa minna fylgi en Þóra, af því að framboð þeirra séu "vonlaus" og þjóni því að styrkja stöðu Ólafs. Þóra ein geti skákað Ólafi.

Leiða má líkum að því að sé munurinn lítill í skoðanakönnun á milli Ólafs og Þóru muni margir, sem annars hefðu kosið Ara, Herdísi, Andreu eða Hannes, krossa við Þóru.

Sé munurinn hins vegar mjög mikill má ætla að þetta fólk muni veita sér það að kjósa eitthvern annan frambjóðanda en Ólaf eða Þóru, vegna þess að Ólafur muni hvort eð er ekki verða haggað.

Núverandi fyrirkomulag er afleitt og í tillögu stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir seinni umferð kosninga ef enginn fær hreinan meirihluta og sé þá kosið á milli þeirra tveggja sem mest fylgi hlutu.

STV-kerfið er enn betra til að fá sem best fram vilja kjósenda en fékk ekki brautargengi að þessu sinni.


mbl.is Að kjósa taktískt eða með hjartanu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=Lpaa4C_xWIw&feature=relmfu

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.6.2012 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband