Sama og á Vestfjörðum og víðar, bara miklu stærra.

Á ofanverðri síðustu öld var reist ný byggð víða á Vestfjörðum án þess að nokkur hugaði að því að um væri að ræða snjóflóðahættusvæði.

Í besta falli litu menn í annála og aðrar heimildir um liðna tíð og liðnar aldir og sögðu sem svo að í þeim væri ekki getið um tjón af snjóflóðum.

Það var út af fyrir sig rétt en hins var ekki gætt, að snjóflóð sem féllu utan þáverandi byggðar rötuðu ekki í heimildir. Raunar er magnað að jafn hrikalegar náttúruhamfarir og Eldgjárgosið og gos að Fjallabaki voru um 930 skyldu ekki verða tilefni til mikilla sagna og skrifa, en Eldgjárgosið er stærsta hraungos sem orðið hefur á sögulegum tíma á jörðinni, stærra en sjálfir Skaftáreldar.

Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er frá því greint í umsögn um bújörðina Súðavík, að þar sé sauðfé í fjörubeit hætt við að lenda í flóðum, en það hringdi engum viðvörunarbjöllum þegar ákveðið var að setja þar niður fjölmenna íbúðabyggð eins og víðar á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum.

Snjóflóðið mannskæða í Neskaupstað 1972 hefði átt að hringja bjöllum víða um land en menn sváfu áfram á verðinum og í mesta lagi drógu þeir mörk hættusvæða alveg við nýjar byggðir eða jafnvel eftir einstökum götum í þeim eins og í Ólafstúni á Flateyri.  

Þegar sérfræðingur frá snjóðastöðinni í Davos í Sviss kom til Vestfjarða 1994 eftir snjóflóð á Seljalandsdal sagði hann strax að óskaplegt væri að sjá hvernig menn hefðu byggt upp þorp og kaupstaði vestra.

Hann var beðinn um að skipta sér ekki af því heldur einungis því sem hann hefði verið ráðinn til að gera, að ráðleggja um snjóflóðavarnir á Seljalandsdal.

Nú virðist svipað uppi á teningnum í nágrenni Reykjavíkur þar sem miklu meiri mannvirki eru í húfi.

Þótt Krýsuvík sé "í gjörgæslu" jarðvísindamanna eins og þeir orða það sjálfir og engin leið að spá um það hvort þar muni hefjast óróa- og gosatímabil hvenær sem er, á að reisa þar stórfelldar virkjanir og umturna svæðinu með því að breyta því í iðnaðar- virkjanasvæði.

Á sléttlendinu sunnan Hvaleyrarholts í Hafnarfirði í Kapelluhrauni eru miklu meiri byggingarverðmæti þegar komin en á snjóflóðahættusvæðunum úti á landi.

Samt láta menn eins og ekkert sé.


mbl.is Byggð reist á hættusvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni

Þorsteinn Briem, 14.7.2012 kl. 14:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reykjaneskerfið (vestast) er um 35 km langt og 5-15 km breitt. Það nær frá Reykjanesi að Grindavíkursvæðinu og að svæði suðaustan við Voga á Vatnsleysuströnd í NA.

Síðasta eldgosahrina varð á fyrri hluta 13. aldar, þ.e. Reykjaneseldar, u.þ.b. 1211-1240.

Trölladyngjukerfið er 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Það teygir sig frá Krísuvík og norður í Mosfellsdal í NA-SV stefnu.

Síðustu gos eru talin hafa átt sér stað á 12. öld, í Krísuvíkureldum, u.þ.b. 1151-1180.

Brennisteinsfjallakerfið er skilgreint 45 km langt og og 5-10 km breitt og teygir sig frá Geitahlíð í suðri, yfir Bláfjöll og að Mosfellsheiði í NA-SV stefnu.

Síðustu gos eru talin hafa orðið á 9.-10. öld (Bláfjallaeldar). Óstaðfestar heimildir greina einnig frá gosum á 13. og 14. öld sunnarlega í kerfinu.

Hengilskerfið er um 100 km langt og 3-16 km á breidd. Síðustu eldgos eru talin vera frá fyrir 2000 árum, á gossprungu sem náði frá Sandey í Þingvallavatni og suður fyrir Skarðsmýrarfjall og er m.a. Gíghnúkur á þeirri sprungu."

Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga, sjá bls. 5-6 (pdf)

Þorsteinn Briem, 14.7.2012 kl. 15:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eldgos í Heimaey "hófst skyndilega aðfaranótt 23. janúar 1973, þegar jörðin rifnaði austur af Kirkjubæ og tæplega 2 km löng rifa opnaðist, þar sem áður voru tún, um 200 metra frá næstu húsum.

Það sem engan hafði órað fyrir var orðið! Eldgos á Heimaey eftir 5000 ára goshlé.

Uppaf sprungunni teygðu logandi eldstólpar sig til himins. Hraun vall upp úr sprungunni, sem náði frá flugvellinum á miðri háeynni og norður innsiglingunni við Ystaklett."

Þorsteinn Briem, 14.7.2012 kl. 15:38

5 identicon

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 17:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.12.2010:

"... reyna nú starfsmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma rafmagni aftur á álverið, því það getur orðið gríðarlegt tjón ef rafmagn er lengi af, því þá storknar álið í kerunum."

Þorsteinn Briem, 14.7.2012 kl. 18:58

7 identicon

Það virðist ekki skipta neinu máli hvort sem um er að ræða efnahag, eða nátturu menn láta alltaf viðvörunarbjöllur vind um eyru þjóta þanngað til skaðinn er skeður.

Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 12:09

8 identicon

Það var sorglegt að heyra það frá fólkinu á Svaðbæli undir Eyjafjöllum, að hneykslast hefði verið yfir því af sérfræðingi úr bænum, hvers vegna fólk væri eiginlega að standa í því að búa á "þessu" svæði. Þetta var 2010.

Punkturinn er sá að mestallt höfuðborgarsvæðið er á tungu sem tilheyrir eldvirkum skaga á sprungusvæði.

Smá hvellur þarna, og fjandinn er laus. Eins og í Amerískri stórslysamynd....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband