Verslun og þjónusta þrífast á aðgengi.

Eitt af skilyrðum fyrir góðri samkeppnisaðstöðu verslunar og þjónustu er að aðgengi viðskiptavinanna sé sem best. Þess vegna skapast verslun og þjónusta við krossgötur og umferðaræðar.

Línan Austurstræti-Bankastræti-Laugavegur hefur frá upphafi verið umferðaræð, fyrst gangandi og hjólandi og ríðandi fólks en síðar komu bílar inn í myndina í stað hesta.

Austurstræti er endapunktur á þessari línu og því breytti lokun þess fyrir bílaumferð ekki miklu um aðgengi að verslun og þjónustu við þá götu, þótt hið íslenska mannlíf við hana megi muna sinn fífil fegri, því að yfir ferðamannatímann eru það fyrst og fremst útlendingar sem þar eru.

Hitt mátti vera fyrirsjáanlegt að með því að klippa út stóra hluta miðju þessarar umferðaræðar varðandi bílaumferð myndi það alls ekki þjóna þeim tilgangi að efla verslun og þjónustu og þar með mannlíf við Laugaveg.

Von manna um að verslun og þjónusta myndu aukast með iðandi mannlífi gangandi fólks brást alveg.

Þvert á móti fækkaði fólkinu nógu mikið til þess að kaupmenn urðu þess mjög varir og gangandi fólkið varð það fátt, að án bílaumferðar varð gatan ekki iðandi af lífi, heldur líflaus.

Það, að hleypa bílaumferð aftur á hana, mun ekki skerða neitt möguleika götunnar til umferðar gangandi fólks heldur þvert á móti skapa þá blöndu akandi og gangandi sem umferð í anda "rúntsins" býður upp á.


mbl.is Opið fyrir umferð á Laugaveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef gengið Laugaveginn upp að Snorrabraut nær daglega í fjöldamörg ár og á Laugaveginum hafa verið þúsundir gangandi vegfarenda á hverjum virkum degi nú í sumar, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn.

Göngugatan hefur iðað af lífi og einnig aðrir hlutar Laugavegarins upp að Snorrabraut en þó einkum göngugatan.

Á Laugaveginum hefur verið sáralítið um laust verslunarhúsnæði undanfarin ár og þar er verslun Dressmanna ennþá opin.

Húsnæði skammt fyrir neðan Snorrabraut, þar sem tvær verslanir voru, hefur verið autt síðastliðin ár en það er langt fyrir ofan göngugötuna.

Það er tóm della að aka þurfi frá Snorrabraut niður allan Laugaveginn til að geta farið þar í verslanir eða til að komast í Kvosina.

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 03:19

2 identicon

Halló ´

Ómar fyrrverandi íbúi  hér á ásvallagötu 51,, hérna,,nú þarf þú Ómar að fara gera heilstætt yfirlit  hvernig þú vilt sjá ísland þegar það koma rúmlega milljón túristar  og hvar ísland verður ísland með sína náttúru Í ÞEIRRI STÖÐU---td hvernig viltu sjá reykjanesið og norðausturland og allt þar á milli, hvar göngustígar ,,hvernig göngustígar og hvernig framkvæmdir .  Annað hvort einhverskonar stórstikluþáttur eða bara viðtal   á segulbandi um heilstæða útekt á ísandi til allrar framtíðar ----Allt þitt starf hefur verið EINLÆG ÁST OG ELDMÓÐUR TiL ÞESSA LANDS,,,,,,,,,,,,,,,,,,life is short and soon it past ongly whats done whith love will last. P.Þ.

DROPLAUGUR (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 09:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum í fyrra en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki til annars en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 12:00

5 Smámynd: Einar Karl

Þurfti að skjótast í búð í Kringlunni fyrir helgi. Ekki gat ég lagt beint fyrir utan búðardyrnar. Ætli hafi ekki tekið mig svona 3-4 mínútur að labba frá bílnum inn í Kringlu, eftir ganginum, upp rúllustiga og að réttu búðinni. Svona eins og að labba frá Hverfisgötu og upp í einhverja tiltekna búð á Laugavegi.

Einar Karl, 20.8.2012 kl. 12:48

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að tala um að allir þurfi alltaf að aka niður allan Laugaveginn og ekki það að sjálfsagt sé að hafa göngugötur. En einhvers staðar liggja mörkin og vitnisburður þeirra sem vinna við götuna hlýtur að vera marktækur.

Ómar Ragnarsson, 20.8.2012 kl. 16:59

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Innsláttarvillur gera það að verkum að best er að skrifa þessa athugasemd aftur:

Ég er ekki að tala um að allir þurfi alltaf að aka niður allan Laugaveginn og ég hef ekki andmælt því að það sé gott að hafa göngugötur.

Ég er heldur ekki að mæla þeirri leti bót að krefjast þess að allir geti alltaf lagt við hverjar búðardyr. Hreyfihömluðum er hins vegar gert erfitt fyrir þegar langt er gengið í því að afnema aðgengi þeirra og einhvers staðar liggja mörkin í þessu efni.

Vitnisburður þeirra, sem vinna við götuna hlýtur að vera marktækur og benda til þess að farið hafi verið yfir mörkin.

Ómar Ragnarsson, 20.8.2012 kl. 17:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á gangstéttum Laugavegarins getur fólk notað hjólastóla, hvort sem umferð bifreiða er á götunni eða ekki.

Hins vegar er ekki hægt að komast þar inn í allar verslanir í hjólastólum
, enda voru langflest hús við Laugaveginn ekki reist með þá í huga, eins og til að mynda Kringlan.

Við Laugaveginn eru víða tröppur, sem liggja ýmist upp eða niður í verslanirnar.

Göngugatan á Laugaveginum var einungis lítill hluti götunnar nú í sumar, frá Vatnsstíg að Ingólfsstræti, tvö hundruð metra langur kafli, sem er fjórum sinnum breidd Hallgrímskirkju.

Og langt frá því öruggt að hreyfihamlaðir hefðu getað fengið þar bílastæði, enda eru þau örfá við þennan hluta götunnar.

Og hér eru skoðanir fólks sem starfar við Laugaveginn á göngugötunni:


3.8.2012:


Sjónvarp: Alsæl með göngugötuna á Laugaveginum - mbl.is

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband