"Við erum öll orðin tíu árum eldri."

Tvennt skiptir mestu máli varðandi ástandið eins og það er á Raufarhöfn. Aldur fólksins almennt og það, hve margar konur á barneignaaldri eru á svæðinu.

Þetta minnir mig á símtal, sem ég átti við Sigrúnu Magnúsdóttur, þáverandi kaupfélagsstjóra á Óspakseyri í Strandasýslu. Það var minnsta kaupfélag landsins og var rekið hallalaust á sama tíma sem SÍS og kaupfélögin hrundu niður vegna hallareksturs.

Ég gerði frétt um þetta 1991 og hringdi síðan í Sigrúnu tíu árum síðar til að vita hvernig gengi.

*Hefur fólki fækkað í hreppnum?" spurði ég.

"Nei, enginn hefur flust í burtu" svaraði hún.

"Það er gott að heyra", sagði ég.

"Nei, það er slæmt, því enginn hefur flutt hingað", svaraði hún.

"Já, en þið eruð jafnmörg og fyrir tíu árum og það hlýtur að vera gott" sagði ég.

"Nei, það er slæmt", svaraði hún. "Við erum öll orðin tíu árum eldri." 

Engu máli skiptir hve margir búa í byggðarlagi ef þar vantar konur á barneignaaldri.

Ef þær vantar er byggðarlagið dauðanum merkt. Konurnar eru hryggjarstykki allra byggða.  


mbl.is 13 börn í skóla á Raufarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin hér ég nefni nöfn,
en næstum dauð er Raufarhöfn,
þar býr Sjöfn og þar býr Dröfn,
og Þórir sem nú býr með Sjöfn.

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 15:52

2 Smámynd: Gylfi Gylfason

Ég var fyrir austan fyrir skemmstu og þar sé ég ekkert nema vannýtta möguleika og ódýrt húsnæði í úrvali. Synd að sjá þetta drabbast svona og það er óþarfi að bærinn fari úr byggð eins og í stefnir. En þetta er sterkur punktur með konurnar og umhugsunarefni fyrir allar byggðir hvernig lokka megi þær að á réttum aldri. Það hefur aldrei talist slæmt að ala upp börn á landsbyggðinni, þvert á móti.

Gylfi Gylfason, 22.8.2012 kl. 22:35

3 identicon

Móðir mín hún heitir Sjöfn
Sjálfur er ég Logi
Stutt er henni frá í höfn
Býr í Kópavogi

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband