Af hverju "geigvænlegar breytingar?"

Strax má sjá harða gagnrýni á orðalagið "geigvænlegar breytingar" sem notað er í sambandi við það að Snæfellsjökull stefnir nú hraðbyri í það að hverfa.

"Hvað er svona geigvænlegt að loftslag sé að hlýna?" "Það hafa alltaf verið hlýindaskeið og kuldaskeið" er sagt. "Það er deilt um hvort þetta sé af mannavöldum" er sagt.

Einkennilegt er að deila um ótvíræðar staðreyndir varðandi það að af mannavöldum vaxa gróðurhúsalofttegundir nú margfalt hraðar í andrúmsloftinu en dæmi eru um, og það má líka nota orðið "margfalt" um það hvert magn þeirra verður á næstu áratugum, miðað við það sem áður var.

Þegar fylgnin milli þessa og hlýnunarinnar blasir æ betur við er viðleitni margra til að þræta fyrir það dæmi um það að fyrir suma er það svo mikils vert að sólunda sem allra hraðast og mest orkulindum og auðlindum jarðar, að allt annað verður að víkja fyrir því.  

Hvað snjólausan hátind Snæfellsjökuls snertir er einfaldlega eftirsjá af því að Þúfurnar hafa verið einhvert magnaðasta náttúrufyrirbæri landsins og það, að Snæfellsjökull hverfi og þúfurnar verði berar mestallt árið, er missir.

En orðið "geigvænlegt" á helst við það að landsvæði, byggð af milljónum manna, muni hverfa undir sjó eða verða óbyggileg ef hlýnunin heldur áfram. Víst er að hlýnunin er besti vinur eyðimarka jarðarinnar sem sífellt verða stærri.

"Er það bara ekki ágætt," segja sumir, "að í staðinn gagnast hlýnunin gróðri og dýralífi í löndum eins og Íslandi?"

Dæmigerð eru þessi viðbrögð um ábyrgðarleysið sem felst í áframhaldandi rányrkju á auðlindum jarðar.

Þar að auki er með svona hraðfara og mikilli hlýnun tekin áhætta á því að á stórum svæðum geti áhrif hennar á hafstrauma, svo sem Golfstrauminn, orði þau að t. d. á Norður-Atlantshafi skelli á ísöld.

Og rannsóknir sýna að bæði geta ísaldir skollið á á fáum árum eða þeim lokið á fáum árum.

En auðlindabruðlararnir eru reiðubúnir að taka þá áhættu fyrir von um skjótfenginn gróða á kostnað komandi kynslóða.

Það er það hugarfar sem er "geigvænlegt."

   


mbl.is Áminning um geigvænlegar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta með ferskvatnið og golfstrauminn er getgáta út í bláinn sem var tekinn heljartökum af vistkvíðasjúklingum og fjölmiðlamönnum sem liggja undir pressu að selja fréttir... og váfréttir seljast best.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.8.2012 kl. 21:58

2 identicon

Eitt alvöru eldgos og við sitjum í kuldanum aftur (og EB líka), elsku kallarnir...þ.e. svipað og Skaftáreldar...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 22:48

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er aðallega tvennt sem sumir virðast eiga erfitt með að skilja eða fræðast um í Hlýnun Jarðar umræðuna.

1. það er vel þekkt og viðurkennt að gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig Jarðar. Gróðurhúsakenningin og Gróðurhúsaeffektinn eru afar vel þekkt og hvert barn ætti að vita allt um. þegar Maðurinn stóreykur losun slíkra lofttegunda þá er ekkert flókið að átta sig á að það hefur þá áhrif á hitastig. En þetta virðist þvælast eitthvað óskaplega fyrir mönnum. það að það hafi verið eins hlýtt eða hlýrra á fyrri tímabilum - það kemur þessu ekkert við. Núna snýst málið um að Maðurinn er að breyta hitakerfi Jarðar með hátterni sínu núna, á næstu áratugum eða árhudruðum.

2. Við erum hérna að tala um Heildardæmi. Jörðina. Globalt. það hvernig hitastig er undir rassinum á einhverjum og einhverjum - það kemur þessu máli ekkert við. Við erum að tala um Globalt dæmi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2012 kl. 00:07

4 identicon

Svo má nú fara skoða hvað flugvélar menga mikið og það í háloftunum , held að það sé mikið verra og meira en af bílum. Oft sér maður ekki til sólar í stórborgum vegna flugumferðar, gott ef ómar gæti frætt okkur um þetta.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 07:48

5 identicon

vid þurfum ad hafa ´hykur

pall palsson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 11:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi.

Hér á Íslandi eru þrír íbúar á hvern ferkílómetra og hingað til Íslands kemur nú um hálf milljón erlendra ferðamanna á ári.

Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku eru hér að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali voru því um
ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum innanlands á degi hverjum árið 2009.

Að meðaltali voru því FLEIRI ÍSLENDINGAR á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009.

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.


Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 30.8.2012 kl. 12:36

7 identicon

Ef ég man það rétt, eru það um 11% af jarðefnaeldsneyti heimsins sem fer til flugferða. Mun minna en til bílista, minna á farþega, og mun minna á kílómeter.

Hægt er að ganga margar þær vegalengdir sem bílistarnir keyra með sjálfan sig, en verra er að ganga til London frá Reykjavík.

Í stórborgum sér maður stundum ekki til sólar vegna bílaútblásturs, og fari maður nógu langt frá, t.d. 30-50 km N af Frankfurt, þá má á sóldegi sjá hálfkúpulaga hjúp af móðu sem hylur borgina.

Innlegg Steina Briem er varðandi þetta alveg "par excellence"

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 13:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012 (í dag):

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa
og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""

Þorsteinn Briem, 30.8.2012 kl. 13:39

9 identicon

Ef ég man rétt urðu sænskir bændur nokkuð hvumsa fyrir nokkrum árum þegar í ljós kom að sænskar kýr gefa samanlagt frá sér meira af gróðurhúsalofttegundum en allt sænska innanlandsflugið.

Jón (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 15:05

10 identicon

Óskaplega er ég feginn að sjá hér fleiri mengunarvaldar mannskepnunar eru nefndi á nafn aðrir en bílinn.

Menn verða að horfa á þessi mál heilsteypt og án fordóma. Vissulega mengar bíllinn, eins og reyndar allt sem við gerum, framleiðum og notum. Það er hinsvegar sjaldan rætt um annað en einkabílinn og hann talinn orsök alls ills.

Það ræðir enginn um mengun frá flugi, almenningssamgöngum, hjólreiðum, skipaflotanum, landbúnaðinum, tölvuvæðingunni, ferðamennsku o.s.frv. Hvar er t.d. sambanburðurinn á mengun vegna erlendra ferðamanna eða framleiðslu á áli, miðað við hverja miljón í gjaldeyristekjur, svo eithvað sé nefnt.

Enginn vill heldur nefna á nafn mengun af völdum rangra ákvarðana og starfsemi hins opinbera. Nægir þar að nefna t.d. malbikið í Reykjavík, sem er með þeim eindemum, að það slitnar og breytist í ryk mun hraðar en annarsstaðar og þar sem götur eru ekki þrifnar, breytist þetta allt í svifryk. Eina sem menn orga, er að þetta sé sök bílsins og þeirra sem þann samgöngumáta nota. Maður sér þetta ryk þyrlast upp, sér í lagi undan stærri bílum eins og strætisvögnum.

Menn horfa alltof oft á þessi mál með sérhagsmuna einglyrnunum í staðin fyrir að taka þessi mál föstum tökum með hagsmuni heildarinnar og skynsemi að leiðarljósi.

Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 17:25

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Guðmundsson,

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi í þúsundum tonna) og hlutfallsleg breyting frá árinu 1990:

Iðnaður og efnanotkun
1.845 +64%,

samgöngur
1.017 +67%,

sjávarútvegur
650 -18%,

landbúnaður
534 -7%,

úrgangur
254 +41%,

rafmagn og hiti
182 +48%,

samtals
4.482 +32%.

Ál:


"Útstreymi vegna álframleiðslu jókst úr 569 þúsund tonnum árið 1990 í 978 þúsund tonn árið 2007, eða um 72%."

Járnblendi:


Útstreymi vegna framleiðslu járnblendis jókst
úr 205 þúsund tonnum árið 1990 í 393 þúsund tonn árið 2007, eða um 91%."

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Í heildina jókst útstreymi frá samgöngum úr 608 þúsund tonnum árið 1990 í 1.017 þúsund tonn árið 2007, eða um 67%.

Útstreymi frá innanlandsflugi minnkaði
lítillega á tímabilinu en útstreymi vegna strandsiglinga jókst um 1%.

Útstreymi frá vegasamgöngum jókst
hins vegar um 81% frá 1990 til 2007 eða úr 517 þúsund tonnum í 934 þúsund tonn."

Sjávarútvegur:


"Útstreymi frá sjávarútvegi skiptist árið 2007 í útstreymi frá fiskiskipum (87%) og fiskimjölsverksmiðjum (12%).

Í heildina jókst útstreymi frá sjávarútvegi frá 1990 til 1996 en hefur farið minnkandi síðan. Útstreymið var mest árin 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjarlæg mið."

Landbúnaður:


"Útstreymi frá landbúnaði minnkaði um 6,7% á milli 1990 og 2007. Rekja má þessa minnkun til fækkunar búfjár. Nokkur aukning varð árin 2006 og 2007 miðað við árin á undan og má rekja þá aukningu til aukinnar notkunar tilbúins áburðar."

Úrgangur:


"Útstreymi vegna meðferðar úrgangs skiptist í útstreymi vegna frárennslis og útstreymi vegna urðunar, brennslu og jarðgerðar úrgangs. Útstreymi jókst um 41% frá 1990 til 2007.

Sem hlutfall af heild innan geirans árið 2007 var útstreymi vegna urðunar um 80%, frárennslis um 9%, brennslu um 11% og jarðgerðar 1%."

Orkuframleiðsla:


"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 30.8.2012 kl. 20:30

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

V. Jóhannsson,

Þó menn flengi þig hér stöðugt svo undan svíður er ekki þar með sagt að þeir séu "miljöaktivistar" sem vilji ættleiða þig sem hval, elsku kallinn minn.

"Koltvíildi er EKKI mengun."

Leiðum þá koltvíildið sem kemur úr púströrinu á þínum bíl, sem ekkert mengar, ofan í kokið á þér, sem greinilega er ýmsu vant, og athugum hvað skeður.

Vísindavefurinn:

"Í raun er bruni dísilolíu í bílvél og öðrum brunavélum aldrei algerlega fullkominn og því myndast auk CO2 einnig ýmsar kolvetnisafleiður (aðallega "sót") og koleinildi (CO, kolmónoxíð) í litlu magni við brunann.

Í útblæstrinum er einnig að finna köfnunarefnisildi (NOx) sem myndast úr köfnunarefni og súrefni andrúmsloftsins vegna hás hita í brunahólfinu, ásamt til dæmis svifryki."

Sem sagt, engin umferðarmengun við Hringbrautina í Reykjavík. Tóm ímyndun í öllum "miljöaktivistunum" sem þar búa.

Þorsteinn Briem, 2.9.2012 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband