Stórbrotinn þjóðgarður með mikla sögu.

Þegar ég var fyrst á ferð í Kaliforníu 1968 og leitaði ráða þar um það hvað ég ætti helst að skoða þar, var Yosemite þjóðgarðurinn oftast nefndur fyrst. Það liðu hins vegar meira en 30 ár þangað til draumurinn um að koma þangað gat ræst.

Á okkar tímum þykir sjálfsagt að þetta stórbrotna svæði í Sierra Nevada fjöllunum sé friðað með fádæma háum lóðréttum graníthömrum og fossum sínum, sem og aðrir þjóðgarðar vestra, svo sem Seqoia þjóðgarðurinn.  

En þannig var það ekki í upphafi seint á síðustu öld þegar skógum svæðisins og gróðri var ógnað af skógarhöggi og beit.

Þar munaði mikið um frumkvöðla og baráttumenn á borð við John Muir sem notaði þeirra tíma miðla, bækur og blaðagreinar, til þess að berjast fyrir náttúruvernd.

Þegar við kveðjum nú hinn mikla baráttumann Guðmund Pál Ólafsson, sem fórnaði sér fyrir upplýsingagjöf um íslenska náttúru og baráttu fyrir vernd hennar,  er hollt að huga að baráttu John Muirs og annarra slíkra í Bandaríkjunum.

Enn lærdómsríkara er að huga að baráttu Davids Browers fyrir næstum hálfri öld, því að þá sést að umræðan og átökin vestra á þeim tíma voru á svipuðu stigi og þau hafa verið hér síðasta árartug.

Nú bætist við sögu Yousemite mögnuð drepsótt af völdum sérkennilegrar staðbundirnnar veiru.

Þjóðgarðinum verður þó ekki lokað enda hægt með upplýsingagjöf og markvissum aðgerðum að koma í veg fyrir smit.

  


mbl.is Yosemite-garðurinn opinn þrátt fyrir dauðsföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband