Skyrið er viss auðlind.

Íslenska skyrið er viss auðlind fyrir okkur rétt eins og fiskurinn og vatnið. Það er því mikilvægt að við missum það ekki út úr höndum okkar.

Skyrið er gott dæmi um það hvað hægt er að gera með því að bjóða upp á fjölbreytni í tegundum, bragði og umbúðum.

Þannig finnst mér jarðaberjaskyrið, sem er á boðstólum, sérlega lystug fæða, líkt jarðaberjajógúrtin er á Spáni. Hef reyndar lengi undrast að okkar jógúrt skuli ekki standast samaburð við það, að minnsta kosti að mínum dómi.

Þess heldur þarf að halda vel á spöðunum með skyrið og sölu þess, meðal annars með landfræðilegum merkingum.


mbl.is „Gætu tekið skyrið af okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Finnar kunna vel að meta skyr frá Íslandi og hefur skyrgámur farið þangað nánast í hverri viku allt þetta ár.

Fleiri sýna skyrinu áhuga og útlit er fyrir að skyr verði flutt út eða framleitt erlendis samkvæmt sérstöku leyfi fyrir hálfan milljarð króna á þessu ári."

"Leikarinn Russell Crowe lýsti skyrfíkn sinni eftir dvöl hér á Íslandi í sumar og lagði Mjólkursamsalan drög að því að koma til hans skyrbirgðum."

Skyrgámur í hverri viku til Finnlands

Þorsteinn Briem, 6.9.2012 kl. 20:46

2 identicon

Það vantar samkeppni á Íslandi og þess vegna er tilbúinn matur lítil gæðavara, samber yogurtin. Í mínu mynni, eftir áraraðir erlendis, þá var gamla kjötfarsið sér íslenska, ágætt, bæði steikt á pönnu eða í kálbögglum og jafnvel sem falskur héri, en svo fékk ég svona kjötfars í matinn, þegar ég var í heisókn síðast og viti menn - þetta er ekki mannamatur, vont varða maður minn, en ég lét mig hafa það.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 21:48

3 identicon

Ef þú ert að tala um Pascual þá er það ekki jógúrt.

Smakkaðu Húsvíkurjógúrt jarðarberja. Best í heimi. :-)


Hannes J. (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 08:59

4 identicon

Skyr er ekki  séríslenskt. Þetta erúr orðabók sænsku akademíunnar. Eitthvað svipað er eflaust að finna í norsku og dönsku orðabókinni.

Úr orðabók sænsku akademíunnar

SKYR ʃy⁴r, äv. (om isländska förh.) skilr l. ski⁴r l. med mer l. mindre genuint isländskt uttal, sbst.¹, äv. (numera nästan bl. i vissa trakter, bygdemålsfärgat) SKÖR ʃö⁴r l. ʃœ⁴r, sbst.¹, n. (HILDEBRAND Isl. 31 (1867) osv.), äv. r. l. m. (BLOMBERG BlVulk. 65 (1924)); best. -et resp. -en. ( skyr 1769 osv. skör (skiör) 1732 (: skiör hinna) osv.)
[ fsv. skyr, ss. förled i ssgn skyrbytta, skyra bytta, bytta för koagulerad mjölk (anträffat bl. ss. tillnamn), sv. dial. skyr, skör,
m. l. n.; jfr fd. skyr, d. skør (best. -en l. -et), fvn., nor. dial. o. nyisl. skyr, n.; i avljudsförh. till SKÄRA v.,]
[SKYR.sbst1 0]
(till föda avsedd l. använd) koagulerad mjölk, surmjölk l. långmjölk (se d. o. 1) l. tätmjölk; utom i bygdemålsfärgat spr. i vissa trakter o. i etnologiskt fackspr. numera bl. (om isländska förh.) om sådan (vanl. gm uppvärmning av skummjölk tillsammans med en mindre kvantitet av den färdiga produkten o. löpe erhållen) koagulerad mjölk från vilken vasslan silats bort (o. som vid förtäring vispas upp med vatten l. mjölk o. dyl. o. serveras med socker o. grädde o. d.). IHRE (1769; från Dalarna). Av skyr . . har förystning skett under uppvärmning. Resultatet har blivit surmjölksost. OLSSON AllmogKosth. 139 (1958). I vår tid är skyr .. en alldaglig rätt i isländskt kosthåll. Rig 1961, s. 113.
Ssgr:
– SKYR-FÖRSÄLJARE. (om isländska förh.) försäljare av skyr. ENGSTRÖM Häckl. 224 (1913).
– SKYR-GRÄS.
[sv. dial. skyrgräs]
(i vissa trakter, bygdemålsfärgat) den vid beredning av tätmjölk använda växten Pinguicula vulgaris Lin., tätört. OLSSON AllmogKosth. 137 (1958).
– SKYR-HINNA. (†) hinna som bildats på koagulerad mjölk. LINNÉ Skr. 5: 36 (1732: skiör hinna).
– SKYR-MJÖLK. (nästan bl. i vissa trakter, bygdemålsfärgat) om koagulerad mjölk. NORLIND AllmogL 370 (1912: skörmjölk).

Jón (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 10:08

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Móðurbróðir minn, víðförull, var eitt sinn á ferð í opinberum erindagjörðum í Bekadalnum í Líbanon. Honum var boðin mjólkurafurð, sem svipaði mjög til skyrs. Í ljós koma að heimamenn kölluðu þetta "skyr". 

Arfurinn liggur víða.

Sigurbjörn Sveinsson, 7.9.2012 kl. 11:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.9.2012 (í dag):

"Nefnir [Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar] í því samhengi að aðeins sé heimilt að flytja um 380 tonn af skyri til landa Evrópusambandsins á ári hverju ÁN TOLLA.

Þessi framleiðslukvóti er allur nýttur til útflutnings til Finnlands og dugar reyndar ekki lengur til.


"Við þurfum að tryggja að við fáum aðgang að markaðinum, þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu, ef við ætlum að hafa raunverulegar tekjur af því að flytja út skyr," segir Einar.

Hann bendir á að erfitt hafi verið að selja mjólkurafurðir á bandarískum markaði og sölutölur þar hafi ekki hækkað síðustu fimm ár.


Markaður í Bandaríkjunum er ekki auðunninn og erfiðleikar með flutning setja íslenskum mjólkurvöruútflytjendum einnig verulegar skorður á þeim markaði.

Aðeins eru ein til tvær ferðir í mánuði með skipi vestur um haf og því sé í raun óvinnandi vegur að nota skipaflutninga, eins og hægt sé í útflutningi til Evrópu.

Því er flogið til Bandaríkjanna með skyr og það er mun óhagkvæmari flutningamáti.

Einar leggur áherslu á að til þess að nýta að fullu þá stöðu sem vöruheitavernd kunni að skapa sé mikilvægt að ná samningi við Evrópusambandið um stærri tollkvóta.

Þegar hefur verið leitað eftir fimm þúsund tonna kvóta en það gæti tekið langan tíma að fá botn í það mál í samningum.
"

Tollmúrar hamla meiri skyrútflutningi

Þorsteinn Briem, 7.9.2012 kl. 15:31

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandslöndunum og þar af leiðandi yrði hægt að STÓRAUKA útflutning héðan á FULLUNNUM landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandslandanna.

Þorsteinn Briem, 7.9.2012 kl. 15:35

8 identicon

Nú skal ég koma með nokkurt innlegg.

- Skyr í því formi sem við framleiðum það er hvergi annars staðar framleitt, þótt til séu svipaðar afurðir. Millistig í hleypingu er reyndar kallað "kvarg". En þurrkunin á skyrinu er íslenskt fyrirbrigði, ættuð frá Noregi síðan í "den", og maskínuvædd með íslensku og dönsku hugviti fyrir margt löngu í MjólkurBúi Flóamanna á Selfossi.

- Skyr er gífurlega hentugt til útflutnings, þar sem geymsluþolið er verulegt. 2 ferðir í mánuði til USA duga, því geymsluþolið er mánuður, og það er varlegt mat.
Auka-afurðin er rjómi eða smjör, þar sem skyr er jú unnið úr undanrennu, og svo verður til skyrmysa, sem ég þekki ekki hvort nýtt er í dag.

- Nýjar fréttir frá USA eru þær, að það er farið að selja sér mjólk, hvar kýrnar eru aldar á grasbeit og heyi. Sú er staðalaðferð hér, og markaður USA gífurlegur. Verðin eru veruleg, mig minnir að mjólkin hafi verið á $ 3.99 á líterinn. Geymsluþol á venjulegri gerilsneyddri mjólk er ekki nægileg fyrir 2 x í mánuði, en rjóminn sleppur, og smjör er frystanlegt án skaða. Það er því verulegt sóknarfæri í USA, en þá án þess að það þurfi að fara í gegn um ESB.

Ég þekki þetta aðeins á eigin skinni, - vann í Mjólkurbúi Flóamanna, m.a. við smjör-og skyrgerð fyrir löngu, - þar komu Bandaríkjamenn gjarnan til að spekúlera í skyri, en alltaf vafðist eitthvað fyrir í hinu íslenska pappírskerfi fyrir að til yrði dúndrandi útflutningur til USA. Síðan þá er búið að uppfæra tækjabúnað, en prinsippið er hið sama. Og svo var maður að væflast við að framleiða mjólk frá 1987, og heimilisiðnaðurinn inniber bæði ostagerð og jógúrtgerð, - skyrgerðin er stutt undan....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband