Auðveldar enduruppstillingu Bjarna.

Sjálfstæðismenn hafa alla tíð verið hallir undir sterka foringja og átt nokkra slíka, svo sem Jón Þorláksson, Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson og Davíð Oddsson.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson setti fram skemmtilega útskýringu á þessu þegar hann sagði, að sjálfstæðismenn væru lítið fyrir að vasast í stjórnmálum sjálfir, - betra væri að velja sterka forystu sem sæi um þetta verk svo að hinn almenni flokksmaður hefði næði til að "græða á daginn og grilla á kvöldin."

Ef Bjarni Benediktsson ætlar að falla inn í þessa mynd er eðlilegt að hann vinni að því síðasta árið fyrir kosningar til að stilla upp þeirri  liðsskipan sem honum hugnast best sjálfum með mynd hins sterka foringja í huga.

Í þessu ljósi má skoða hrókeringu hans varðandi þingflokksformanninns, sem líklega er ætlað að auðvelda að byggja tengsl og brýr inn í aðra flokka með næstu stjórnarmyndun í huga. Varla er hægt að hugsa sér heppilegri mann til þess en geðþekka og diplómatiska Illuga Gunnarsson.

Væntanlegt  brotthvarf Ólafar Nordal úr varaformannsstóli getur auðveldað Bjarna áframhaldandi endurgerð á uppstilingu flokksins.

Þótt Hanna Birna Kristjánsdóttir byði sig fram gegn honum á síðasta landsfundi og stuðningur Ragnheiðar Elínar við hana hafi átt þátt í því að hún var sett út í kuldann í þingflokknum, þarf það ekki að útliloka það taktíska bragð til að leiða arma saman í flokknum til samstarfs með því að setja Hönnu Birnu í stól varaformanns.

Þetta hefur gerst margoft áður í stjórnmálum og eitt frægasta dæmið var þegar John F. Kennedy gerði Lyndon B. Johnson að varaforsetaefni sínu.

Johnson var þekktur fyrir aburða lagni sína og slóttugheit á bandaríska þinginu og Hanna Birna kom á sínum tíma á óvart sem borgarstjóri í Reykjavík með því að sýna mikla lagni við að lægja öldur í borgarstjórninni og fá fólk til að vinna saman.

Hún er öllum hnútum kunnug í Valhöll eftir að hafa starfað þar um árabil og með hliðsjón af vali Illuga í hlutverk þingflokksformanns er aldrei að vita nema hún eigi afturkvæmt í Valhöll og setjist á þing.


mbl.is Kveður þingið í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sjálfstæðismenn hafa alla tíð verið hallir undir sterka foringja og átt nokkra slíka, svo sem Jón Þorláksson, Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson og Davíð Oddsson."

DO kann að hafa virst vera "sterkur leiðtogi". Sagan hefur nú þegar sýnt annað. Efnahagsstefna hans olli Hruninu. Það segir allt sem segja þarf um hans "styrkleika".

Ímyndun er eitt. Veruleikinn er oft annar. En það segir meira en mörg orð að gamalreyndur fréttamaður sem þú kunnir ekki að greina þar á milli.

O tempora o mores!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 14:33

2 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

O tempora o mores!

Mikil skelfing DO fék hóstakast og heimurinn hrundi. Meira að segja Evrulönd líka.

það er gaman að eiga slíkan foringja að heimurinn skelfur þegar hann reskjir sig.

Leifur Þorsteinsson, 8.9.2012 kl. 15:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 15:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 15:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jöklabréf eða krónubréf (e. Glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.

Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.

Forsendur viðskipta sem þessara er mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."

Jöklabréf

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 15:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið hærri og mælist fjórðungur af landsframleiðslu og verðbólga nálgast 8%, að undanskilinni skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 15:28

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 16:24

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stundum eru óttalegir sótraftar á sjó dregnir. Stundum kemur í ljós hvaða eiginleika þeir bera.

Mín vegna mætti Sjálfstæðisflokkurinn hverfa út í sólarlagið. Farið hefur far betra. Sömu leið mætti Framsóknarflokkurinn fara. Flokkar þessir hafa verið tengdir spillingu langtímum saman og betur væri að þeir heyrðu sögunni til.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.9.2012 kl. 17:17

9 identicon

Þú ert flottastur Guðjón Sigþór.
Sendum Sjálfstæðisflokkinn út í eða inní sólarlagið og setjum Framsóknarflokkinn undir græna torfu. Þá höfum við Samfó og Vinstri Græna eftir og getum þá loksins stofnað sæluríkið í friði. Kommúnistasæluríki að hætti gamla Sovét. Það verður meiri sælan.
Nema ESB draumurinn komi í veg fyrir það? Öll völd flutt til Brussel.
Vonandi verður maður kominn undir græna torfu þegar þetta sæluríki fæðist.

Viðar Friðgeirsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 18:25

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hér er alveg stórkost leg skrautelda sjón. 

Fyrst kemur Baldur sem heldur því fram að Davíð hin mesti ódámur, hafi framleit hrunnið.

En ykkur að segja þá er Davíð  eini forsætisráðherrann sem á minni ævi leyfði góðærinu að koma og bjargað því lífi fjölskyldu minnar.   

Svo kemur Leifur Þorsteinsson og segir gaman að hafa átt slíkan foringja sem getur lagt heiminn í rúst, bara með því að hnerra og mikið er ég stoltur af að vera honum sammála. 

En þar kemur svo sjálfur Guðjón á bakvið tjöldin með sína brunnu sótrafta sem fljóta ekki og vill sjá bestu stefnu Íslands sögunnar hverfa inní roðann í austri.     

Já ástar bríminn er hatur á hvolfi.  

Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2012 kl. 19:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrólfur Þ Hraundal,

Jamm, þú ert greinilega ennþá með bjórdósina sem Hádegismóri tróð í afturendann á þér með sleggju í "góðærinu", elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:07

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Viðar Friðgeirsson,

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

HVAÐA
íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa engan áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.

Þeir vilja eingöngu taka við meirihlutanum af lögum Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkur áhrif á lagasetninguna.

Í Evrópusambandinu eru mörg smá ríki og þau hefðu að sjálfsögðu ekki viljað fá aðild að sambandinu ef þau hefðu þar engin áhrif.

Og íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:08

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:17

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:23

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.

25.5.2009:


"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.

Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.

Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.

The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent
- "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."

EU source of less than 30% of Irish laws

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:25

16 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já, hver sem hann er þessi hádegismóri þinn þá er hann klárlega snjallari að veifa sleggju en þú herra Briem. 

En þar sem vökvar renna að jöfnu niður á við þá tek ég þá að jöfnu inn  að ofanverðu og það fer svo eftir gæðum hvort þeir leita þar út aftur eða annarstaðar. 

Ég vænti svo að þér auðnist að ná aftur andlegri heilsu, hafir þú á annað borð einhvertíma haft hanna.     

Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2012 kl. 21:51

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrólfur Þ Hraundal,

Enda þótt þú sért enn með bjórdós í rassinum eftir "góðærið" er ekki þar með sagt að aðrir séu klikkaðir, elsku kallinn minn.

Og ég gæti best trúað að "Evrópuherinn" taki þig í bólinu á jólunum.

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 22:11

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð Hraundal á sig skítur,
orðu Davíðs bráðum hlýtur,
eins og gamall hrútur hrýtur,
heilinn í hans rassi flýtur.

Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 22:34

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Baldur Ragnarsson, ég er að lýsa DO sem "sterkum foringja" í augum þeirra Sjálfstæðismanna sem dýrkuðu hann sem guð. Enginn einn stjórnmálamaður hefur náð eins miklum völdum á Íslandi, að ekki sé talað um flokkinn hans þar sem hann réði öllu sem hann vildi.

Ómar Ragnarsson, 9.9.2012 kl. 23:32

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Strákar, hemjið þið ykkur! Það reynir á þanþolið í umburðarlyndi mínu að lesa athugasemdirnar frá nr. 16 til 20, og ef haldið er áfram á þessu plani, verð ég að grípa til aðgerða.

Hingað til hef ég ekki þurft að þurrka út athugasemdir eða banna mönnum aðgang og í guðs bænum, þröngvið þið mér ekki til þess eftir meira en fimm ára gang þessarar bloggsíðu með samtals meira en 3,2 milljónum flettinga.  

Ómar Ragnarsson, 9.9.2012 kl. 23:45

21 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka góðan og vel skrifaðann pistil Ómar.

Ég þekkti lítið til sögu Jóns Þorlákssonar en Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson voru sterkir og góðir foringjar fyrir þjóð sína. Sennilega hefði DO getað orðið enn "betri" foringi fyrir þjóð sína miðað við þann styrk sem þú lýsir réttilega Ómar en því miður stóð hugur hans og kraftur ekki með þjóðinni heldur fáeinum aðilum sem vildu vera jafnari en aðrir þegar kom að auðævum landsins.

Hvers vegna ég var aðeins einn af fáum sem snéru baki við Sjálfstæðisflokknum og Davíð þegar verkin fóru að tala hef ég aldrei skilið en hrunið og Seðlabanka ævintýrið sýndu mér að ótti minn hafði verið á rökum reistur.

Við upphaf stjórnmálaferils Davíðs heyrði ég hann flytja snilldar ræðu þar sem hann spurði: Hvenær kemur að okkur? Ég heillaðist mikið af þessari ræðu en vissi ekki þá að "okkur" átti aðeins við einn bekk úr MR.

Ólafur Örn Jónsson, 10.9.2012 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband