Mál þjóðarinnar, - ekki stjórnmálaflokkanna.

Ég hef áður rakið það að sá helmingur fulltrúa í stjórnlagaráði, sem höfðu tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, skiptist nákvæmlega eftir þeim flokkahlutföllum sem verið hafa hjá þjóðinni frá 1999.

Hinn helmingurinn kom úr öllum þjóðfélagshópum og áttum. Stjórnlagaráð lagði helstu línur þjóðfundarins til grundvallar en þar var um að ræða tæplega þúsund Íslendinga, valda með slembiúrtaki úr þjóðskrá.

Þjóðfundurinn var reyndar hugmynd sjálfstæðismanna og allir flokkar töldu rétt að farið yrði í að vinna að nýrri stjórnarskrá.

Einnig nýtti stjórnlagaráð sér ýmsa valkosti og tillögur sem sérstök stjórnlaganefnd setti upp í samræmi við þessar línur.

Eins og sést af ofantöldu er stjórnarskrármálið mál þjóðarinnar en ekki stjórnmálaflokkanna og í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu verða það kjósendurnir sjálfir sem einstaklingar, ekki sem flokksmenn, sem taka ákvörðun um það hvernig þeir verja atkvæði sínu en ekki eftir því hvernig Jóhanna, Steingrímur J, Bjarni eða Sigmundur Davíð segjast ætlla að ráðstafa sínu atkvæði.   


mbl.is Mun hafna tillögu stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Lárusdóttir

Held reyndar að ákveðinn hluti þjóðarinn taki ekki ákvörðun sem einstaklingar....

Sigríður Lárusdóttir, 22.9.2012 kl. 18:17

2 identicon

Þjóðin sýndi í kosningunni fyrir þetta lánlausa ráð að hún hefur lítinn áhuga á þessu.

Margir sem sátu í þessu ráði eru komnir með einhverskonar útgáfu af messíasar komplexum og geta ekki opnað á sér munninn án vandlætingar og yfirlætis.

Það er löngu tímabært að þið komið niður á jörðina, farið að sinna fyrri störfum og reynið að gleyma fíflagangnum sem þið létuð hafa ykkur út í.

Wilfred (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 20:30

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

"Eins og sést af ofantöldu er stjórnarskrármálið mál þjóðarinnar ..."

Um 36% kosningabærra manna tóku þátt í stjórnlagaráðs kosningunum um að velja úr 522 persónum.  Þetta hljómar eins og bara Samfylkingarfólk og VG hafi tekið þátt í þessum kosningum.  Sem síðar var dæmt ógilt af Hæstarétti.

Mál þjóðarinnar ... right.

Jón Á Grétarsson, 22.9.2012 kl. 21:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosningar til Alþingis 25.4.2009:

Samfylkingin fékk 29,8% atkvæða,

Vinstrihreyfingin - grænt framboð 21,7%,

Sjálfstæðisflokkurinn 23,7%,

Framsóknarflokkurinn 14,8%,

Borgarahreyfingin 7,2%

og Frjálslyndi flokkurinn 2,2%.

Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 22:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskránni verður ekki breytt fyrr en eftir næstu alþingiskosningar.

"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.

Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.

Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 22:45

6 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Steini Briem, Kosningar til stjórnlagaþings fóru fram laugardaginn 27. nóvember 2010. Þá strax voru komin fram svik Samfylkingarinnar og VG gagnvart kjósendum sem áttu svo eftir að aukast.

"Við ætlum að slá skjaldborg um heimilin" 

Right.

Jón Á Grétarsson, 22.9.2012 kl. 22:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Á Grétarsson,

Ekki veit ég hvernig þessi "skjaldborg" þín ætti að líta út en þú hlýtur að geta útskýrt það fyrir oss.

Þú ert kannski tilbúinn að samþykkja að lána nágranna þínum eina milljón króna og hann greiði þér einungis 800 þúsund krónur af láninu.

Eða lána honum eina milljón króna án vaxta í eitt ár eða lengur.

Og semja um að nágranni þinn greiði þér 2% vexti af láni til nokkurra ára þegar verðbólgan hérlendis hefur verið mörgum sinnum meiri í marga áratugi.

Ef þú vilt að ég láni þér peninga vil ég að sjálfsögðu fá þá til baka, ásamt raunvöxtum.

Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 23:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 23:47

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.


Og hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 23:56

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur HÆKKAÐ um 8,21% frá 7. ágúst síðastliðnum en breska sterlingspundsins um 7,83%, norsku krónunnar 7,32%, sænsku krónunnar 6,2%, svissneska frankans 7,46%, Bandaríkjadollars 3,68%, Kanadadollars 6,17% og japansks jens 4%.

Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 00:23

11 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Steini Briem, (fyrirgefðu Ómar, þetta hefur ekkert með stjórnlagaráð að gera) Fyrir einu ári var ég að koma frá írlandi og kom við í N-Írlandi og ætlaði að kaupa gos. Þá var mér sagt -"Those are Euros ... those are no good"

Annars lestur til skemtunnar:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/11/26/frostavetur_falli_icesave/

 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/08/24/telur_ad_um_misskilning_se_ad_raeda/

Jón Á Grétarsson, 23.9.2012 kl. 00:31

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 44% og gagnvart breska sterlingspundinu um 28%.

Og verð á olíu er skráð í Bandaríkjadollurum.

Frá ársbyrjun 2006
hefur gengi evrunnar
gagnvart íslensku krónunni hækkað um 114%.

Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 00:34

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 9,49% og gagnvart breska sterlingspundinu um 16,2%.

Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 00:49

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðsla en þingmenn ráða og fara væntanlega eftir eigin þönkum. Þess vegna er niðurstaða atkvæðagreiðslunar marklaus.

Fyrst þarf þingið að afgreiða málið og síðan þurfa aðrar alþingiskosninar að fara fram og nýtt þing að staðfesta. Hver og einn þingmaður fer eftir eigin skoðun og samvisku, en ekki eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Þetta er því ekki mál þjóðarinnar, heldur alþingismanna. Stjórnmálaflokkarnir sem slíkir eiga engu að ráða en það þarf samt ekki að vera óeðlilegt að atkvæði á þingi falli svipað innan flokkanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2012 kl. 04:57

15 identicon

Tek undir athugasemdir G.Th.G. Almenningur er vel meðvitaður um að ráðgefandi þjóðaratkæðagreiðsla um nýja/breytta stjórnarskrá er sýndarleikur, uppdiktaður af fjórFLokknum.

Á meðan fjórFLokkurinn er við völd í landinu fær þjóðin ekki nýja stjórnarskrá - svo einfalt er það.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 14:45

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er út af fyrir sig rétt að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur ný stjórnarskrá ekki tekið gildi nema eftir núgildandi ákvæðum, þ. e. með samþykkt Alþingis á tveimur þingum.

Ef þjóðfundurinn 1851, sem var í raun sérstakt stjórnlagaþing sem fengið var það verkefni að semja stjórnarskrá fyrir Ísland, þótt hér væri starfandi Alþingi, hefði fengið að klára verk sitt, hefði orðið að afgreiða það samkvæmt þágildandi lögum.

Jón Sigurðsson og allir stjórnlagaþingmennirnir mótmæltu því sem lögleysu þegar Trampe greifi sleit þinginu í umboði konungs, en þeim gerningi varð samt ekki hnekkt og konungur taldi sig hafa vald til þess arna.

Síðan þá hefur lifað draumurinn um nýja íslenska stjórnarskrá sem ekki væri samin í grundvallaratriðum af erlendu valdi.

Hann hefur lifað í 161 ár án þess að verða uppfylltur. Kannski mun nú verða sett á drauminn nýtt 161 árs tímabil framlenging þess að koma í veg fyrir að hann rætist.   

Ómar Ragnarsson, 24.9.2012 kl. 02:40

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland hefur verið fullvalda og sjálfstætt ríki frá 1. desember 1918 og fékk nýja stjórnarskrá samkvæmt því árið 1920.

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands


Og hér á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904.

Stjórnarskrá Íslands frá árinu 1944 hefur verið breytt, til dæmis með mannréttindaákvæðum árið 1995.

"Öll mannréttinda- og neytendavernd hefur komið frá Evrópu; [...] allt frá mannvirðingarákvæðum í stjórnarskránni frá 1874 og að þessum nýjustu mannréttindadómum."

En enn eru ákvæði í stjórnarskránni sem ekki eru í samræmi við veruleikann og því ætti ekki að þurfa mikið þras á Alþingi um að breyta þeim.

Alþingismenn ráða því svo sjálfir hversu mikið tillit þeir taka til vinnu Stjórnlagaráðs og Alþingi hefur verið kosið af íslensku þjóðinni.

Frumvarp Stjórnlagaráðs


"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 24.9.2012 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband