Aftur fyrir 2007 eða aftur fyrir 1944 ? Vonandi ekki.

1944 gáfu fulltrúar allra stjórnmálaflokka loforð um að vegna þess að lýðveldisstjórnarskráin væri sett til bráðabirgða yrði strax eftir stríð farið í það að semja nýja stjórnarskrá. Forseti Íslands þrýsti á þetta í nýjársávarpi 1949.

En þetta tókst fjölmörgum stjórnárskrárnefndum þingsins á næstu sex áratugum ekki að gera þótt Dönum tækist að gera nýja stjórnarskrá fyrir sig áratug eftir stríð.  

 Í dag, 68 árum síðar, gefst Íslendingum loks tækifæri til þess að koma þessu máli áfram. Gegn því er hatrömm og á köflum ómálefnaleg andstaða þeirra sem hafa það helst fram að færa að núgildandi stjórnarskrá megi ekki hagga. Það var síðast reynt á vegum Alþingis 2005 og mistókst eins og ævinlega áður.

Ný stjórnarskrá var eitt af atriðunum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem nefnt var sem þáttur í því að bæta stjórnarfarið og þjóðfélagsskipanina sem gerði Hrunið mögulegt.

Eftir kosningarnar 2009 var sett af stað ferli sem nú er komið á þann stað að þjóðin fái að hafa um málið að segja. Ef hún notar ekki tækifærið nú til þess að ljúka löngu tímabæru verkefni, er ljóst að stjórnarskrármálið verður aftur komið á sama reit og það var fyrir Hrun og að við gætum þess vegna átt von á því að málið verði um ókomna tíð í sama farinu og það hefur verið síðustu 68 ár.

Það væri afar slæmt og eitt af táknum þess að í raun sé ekki vilji til að breyta neinu eða læra neitt af Hruninu, heldur gera svipað og sést hafa merki um í ýmsum málum undanfarið, að menn vilji, þrátt fyrir Hrunið, fá 2007 aftur, fara aftur fyrir 2007.

Sé svo almennt séð, þarf ekki að spyrja að leikslokum í framhaldinu. Þá verður einfaldlega safnað eldiviði í annað Hrun og stærra en það sem dundi yfir 2008.

Þetta er gott að hafa í huga þegar tekin er ákvörðun um afstöðu til þess, sem þessi bjarti dagur getur fært þjóðinni ef hún þekkir vitjunartíma sinn.  


mbl.is Kosning hafin - talningin tímafrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Þjóðin þarf að velja sér stjórnmálamenn til forustu sem fara eftir stjórnarskránni sem nú er. Velji þjóðin sér stjórnmálamenn í framtíðinni sem færu eftir stjórnarskránni en ekki eftir eins og þröngir sérhagsmunir segðu hverju sinni hefði það sama ígildi að Íslendingar hafi fengið nýja stjórnarskrá því síðan danir gáfu okkur stjórnarskránna höfum við aldrei haft stjórnmálastétt sem hefur lagt sig í líma að fara eftir henni svo vel sé.

 Ég óttast að eftir daginn á morgun sama hvernig fer munu sérhagsmunirnir í landinu snúa umræðunni um kosningarnar með helstu fjölmiðla landins að vopni þannig að margir munu ekki vita hvað snýr upp eða niður í þessu stjórnarskrá máli.

 Lýðræði er vinna án gjalds!

 Lýðræði eru hlekkir þjóðarinar!

 Lýðræði er aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn!

 Lýðræði byggt á sérhagsmunum er ekki lýðræði!


Dæmi brot á stjórnarskrá sem er í dag.

Árið 1944 var íslenska krónan(gamla krónan) ein dönsk króna en í dag 2012 er danska krónan reiknuð í gömlu íslensku krónunni 2200 krónur!!!

Þessi  tæra snilld í fjármálum hér á landi samræmist ekki stjórnarskránni  því þessi aðferðfræði kallar á óviðráðanlegan skuldir við útlönd fyrir ríkið og við missum efnahagslegt sjálfstæði.

Segjum nei á kjördag því það eru skilaboð til stjórnmálanna að fara eftir stjórnarskránni sem nú er í einu og öllu!!

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 11:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér í þessu máli Ómar, ef við klúðrum þessu tækifæri fáum við slíkt ekki aftur upp í hendurnar því miður. Þá gæti farið svo að við sætum uppi með stjórnarskrá frá Sjálfstæðisflokknum, þessa sem þeir eru að móta.  Má ég þá heldur biðja um það lýðræðislega ferli sem þessar tillögur hafa fengið bæði í aðdraganda, stjórnlaganefnd, þjóðfundinn og stjórnarskrárráð og svo núna kosningarnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 13:27

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Ef ég skil Ómar rétt þá verðum við Kúba Norðursins og förum aftur í aldir ef við höldum stjórnarskránni (þessari margbreyttu) en förum ekki í óvissuferðina miklu, nýju stjórnarskrána sem leikmenn og ESB- sinnar fylktu liði um, gegn Hæstarétti og vonda fólkinu í langstærsta stjórnmálaflokki landsins.

Þetta hljómar sem endurómar frá Icesave- hræðsluáróðrinum.

Ívar Pálsson, 20.10.2012 kl. 13:47

4 identicon

Martröð mafíósa,


margir gætu dáið.


Ef þú kýst að kjósa


og krossar við JÁið.

Jón Erlings (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 13:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosningar til Alþingis 25.4.2009:

Samfylkingin fékk 29,8% atkvæða,

Vinstrihreyfingin - grænt framboð 21,7%,

Sjálfstæðisflokkurinn 23,7%,

Framsóknarflokkurinn 14,8%,

Borgarahreyfingin 7,2%

og Frjálslyndi flokkurinn 2,2%.

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 14:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskránni verður ekki breytt fyrr en eftir næstu alþingiskosningar.

"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.

Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.

Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 14:06

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Steini Brím, nú er árið 2012, m.a.s. langt komið. Sem lýsir í raun rót vandans, að Samfylkingin stundar niðurrif sitt í skjóli gamalla talna, en nú er sú Snorrabúð stekkur.

Ívar Pálsson, 20.10.2012 kl. 14:17

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið, Briem. Þetta var óvart. Konan mín er fjarskyld Briem, maður verður að passa upp á að allt sé rétt!

Ívar Pálsson, 20.10.2012 kl. 14:20

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ívar Pálsson,

Ég hef aldrei verið í stjórnmálaflokki og hef kosið fleiri en einn flokk í alþingiskosningum.

Skoðanakannanir eru ekki kosningar og nú gilda síðustu alþingiskosningar en ekki skoðanakannanir.

Í skoðanakönnunum er yfirleitt fjöldi manna óákveðinn og Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu ekki eignað sér þá alla.

Og enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri þingmenn en Samfylkingin í næstu alþingiskosningum er ekki þar með sagt að hann verði í ríkisstjórn eftir kosningarnar.

Þar að auki er mjög ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fái þingmeirihluta í næstu alþingiskosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti
í mesta lagi fengið 33% atkvæða og Framsóknarflokkurinn í mesta lagi 15%, samtals 48% atkvæða.

Því er langlíklegast að Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hún mun að sjálfsögðu gera það að skilyrði fyrir myndun stjórnarinnar að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu, þegar samningur um aðildina liggur fyrir á næsta kjörtímabili.

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 15:30

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012:

"Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal var meðal annars samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.

"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni."

Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili

Þorsteinn Briem, 20.10.2012 kl. 15:35

11 identicon

„Sé svo almennt séð, þarf ekki að spyrja að leikslokum í framhaldinu. Þá verður einfaldlega safnað eldiviði í annað Hrun og stærra en það sem dundi yfir 2008.“

Ertu að spá nýju efnahagshruni, Ómar, ef þjóðin samþykktir ekki tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarská? Ég spyr vegna þess að ég vona að ég hafi misskilið eitthvað í ofangreindum orðum þínum.

Þetta er góður dagur, traustur fyrir lýðræðið, hvort sem þjóðin samþykkir eða hafnar tillögunum.

Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 17:47

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert ekki alveg með heilli há Ómar minn.  Þú ert svo gersamlega búinn að spila rassgatið úr brókinni í þessum sirkús að þú átt sennilega ekki afturkvæmt á pall aftur. Ekki græt ég það svosem. Það er löngu kominn óverdós af þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2012 kl. 20:30

13 identicon

Ég er alls ekki sammála þér Jón Steinar. Og þó ég sé ekki alltaf sammála Ómari þá tel ég hann engu að síður heiðarlegan eldhuga í þjóðfélagsmálum og ekki síst náttúruverndar- og umhverfismálum. Ómar á margt eftir ósagt og ég skora á hann að halda áfram. Við þurfum alltaf góða og málefnalega baráttumenn í umfræðunni.

Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband