Veðuröfgar magnast.

Fyrsti áratugur 21. aldarinnar sá hlýjasti síðan reglubundnar mælingar hófust fyrir meira en einni og hálfri öld. Hvernig má það þá vera að það stefni í nýtt kuldamet hér á landi?

Raunar er ekki gefið að spáin rætist. Ekki er víst að í henni sé það tekið með í reikninginn að hafís er með allra minnsta móti norður af landinu, en sjávarhitinn getur haft áhrif á hita loftsins í neðstu loftlögum þegar það fer yfir sjó.

En það er ekki nýtt að veðuröfgar, allt frá metkulda til methlýinda, séu á ferðinni á sama tíma.

1918 var hér mesti frostavetur aldarinnar og þá var kuldametið sett á Grímsstöðum á Fjöllum.

En í kjölfarið fór mesta hlýindaskeið í margar aldir, þótt nú virðist stefna í enn hlýrra skeið.

Hvert einasta ár síðan um aldamót hefur verið hlýrra en í meðalári og kuldakast núna mun engu breyta um það að árið 2012 verði með hlýjustu árum.

Þó kom feikna stórhríð í byrjun september.

Á hlýindaskeiðinu á 3-6 áratugnum komu mörg öfgafull veður, Halaveðrið 1925, mannskaðaveðrið 16. september 1936 þegar Pourquis pas? fórst, ofviðrið sem sökkti öllum sjóflugvélaflota hernámsliðsins á Skerjafirði í miðju stríðinu, og stundum metsnjókoma, til dæmis í febrúar 1952 og snjóafárið mikla á útmánuðum á Austurlandi þegar "snjóbíll Gvendar var til taks" eins og segir í textanum.

Meðan enn er hið mikla íshvel Grænlandsjökuls við bæjardyr okkar og enn ís á norðurskauti, auk myrkvaðrar víðáttu að vetrarlagi nyrst í Kanada og Síberíu, geta myndast stórir "kuldapollar", sem ekki aðeins sækja suður á bóginn við vissar aðstæður, heldur búa til meiri óveður en áður hafa þekkst þegar kalda loftið lendir í árekstri við hlýja loftið, sem kemur úr suðri, og lægsti meðalloftþrýsingur á jörðinni fyrir suðvestan Íslands tekst á við næsthæsta þrýstinginn yfir Grænlandi.


mbl.is Verður 45 stiga frost?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Sem betur fer höfum við lifað á jörðinni þann tíma þar sem veðuröfgarnar hafa verið hvað minnstar í samfelldan tíma.  Vonandi verður hlýnunin viðvarandi lengur, en margt bendir samt til að nú fari kólnandi. Nema menn trúi að hlýnunin sé af mannavöldum.

Jón Magnússon, 22.12.2012 kl. 17:01

2 identicon

Mikið er ég orðinn þreyttur á ignóröntum eins og Jóni Magnússyni, sem dregur í efa að breytingar á loftslagi séu af mannavöldum.

Enda lærði hann fátt um það í lögfræðinni hjá Sigurði Líndal.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 17:35

3 Smámynd: Hvumpinn

Í flughæðum (36-38.000) SA af Íslandi í fyrrakvöld voru -72°c, sem er óvenjukalt í sterkum SV vindi.  Kaldasta sem þessi flugmaður hefur séð er -77°c fyrir nokkrum árum á sömu slóðum, en þá í 120 hnúta norðanvindi.

Hvumpinn, 22.12.2012 kl. 17:37

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Haukur hvað Sagði Jón svona vitlaust,. Hann sagði bara það  benti margt til að það færi kólnandi, kannski það fari kólnandi af mannavöldum? Þá þarf að breyta nafninu á Kolefnisgjaldinu. Ég hef ekki heyrt að það sé nein algild sönnun fyrir því að það eigi sér stað hlýnun af mannavöldum!!

Eyjólfur G Svavarsson, 22.12.2012 kl. 17:51

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Veðurfar á okkar slóðum og víðar er einfaldlega mjög breytilegt. Sveiflur eru eðlilegur fasi veðurfarsins. En nú má ekki breyta skarplega um veðurlag án þess að sé talað um öfgar og þeir fari vaxandi sem er vafasamt mál. Það hefur hins vegar hlýnað á jörðinni almennt. Jörðin er ansi stór en kuldasvæði eru lítil um sig miðað við hana. Þess vegna geta liðið mörg ár milli þess að aftaka kuldar hitti á landið.  það er svo hreinasta tilviljun þegar það gerist.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.12.2012 kl. 17:51

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hnatthlýnun er rangnefni á þetta fyrirbæri.

Breytingar á veðurfari þýðir að það geti orðið helvíti kalt líka..

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.12.2012 kl. 19:23

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hnattræn hlýnun* átti þetta að vera, afsakið.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.12.2012 kl. 19:34

8 Smámynd: Óskar

Hvað er það sem fram fer í höfðinu á hægri mönnum eins og Jóni Magnússyni sem hreinlega neita að viðurkenna augljósar og margsannaðar staðreyndir ?  Er Jón Magnússon kanski einn af þeim sem trúir því að jörðin sé bara rúmlega 4000 ára eins og sumir trúarnöttarar gera ?  Og hvar eru heimildir fyrir því að margt bendi til að nú fari kólnandi á jörðinni ?  Allar mælingar sýna allt annað! 

Óskar, 22.12.2012 kl. 19:41

9 identicon

Hnatthlýnun eða hnattræn hlýnun, skiptir ekki máli Ingibjörg Axelma.

Breytir því ekki að þú ert jafn fáfróð um þessa hluti og Jón nokkur Magnússon lögfræðingur. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 19:49

10 identicon

Haukur.  Ef Jón hefði lært eitthvað um framtíðarhorfur veðurfars á sínum tíma þá hefði það verið eitthvað allt annað en er í dag. 

Hér í eina tíð spáðu menn að jörðin ætti eftir að kólna og það er ekki svo langt síðan.

Það er eðlilegt að taka kenningum um hnattræna hlýnun með smá salti og hefur sáralítið að gera með vinstri og hægri.

ilbo (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 20:00

11 identicon

ilbo@. “Ef Jón hefði lært eitthvað um .........”

En Nonni lærði ekki eitt eða neitt, zero.

Fór að vísu í lögfræði og síðan í Valhöll. That is all. 

Result: ignorance.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 21:06

12 identicon

Haukur K.

Afhverju ert þú svona afundin út í Jón Magnússon

Öfundsýki á ekki að vera til svona á jólaföstunni.

Því það hlýtur að vera öfundssýki af hans menntun

sem þú ert svona viðskotaillur út í hann.

Það les ég á milli línanna. Læt þig vita jafnframt

að ég er ekki lögfræðimenntuð, svo þú þarft ekki að agnúast út í mig.

Gleðileg jól Haukur! Farðu nú að hvíla þig.. allt of mikið stress.

jóhanna (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 21:16

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

´Fyrsti áratugur aldarinnar er vissulega sá hlýjasti frá því mælingar hófust en þó hefur lítil sem engin hlýnun orðið sl. 12-14 ár.

Haukur þykist allt vita um þessi mál og talar digurbarkalega. Samt virðist hann koma af fjöllum þegar minnst er á að að hugsanlega muni kólna á næstu árum. Vísindaleg rök benda þó til þess þó ekki séu þau óumdeild og allt er gert til að þagga slíkar raddir niður. Hver gæti ástæðan verið fyrir því?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2012 kl. 21:30

14 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hehehe..........þetta -45°C er villa í sjálfvirka tölvuspánni. Er komið núna í -25°C til -27°C þegar Veðurfræðingur er kominn í puttana.

Pálmi Freyr Óskarsson, 22.12.2012 kl. 21:32

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jón og Eyjólfur - hnatthlýnun af mannavöldum er ekki spurning um trú, þó sumir telji svo vera, sjá m.a. fróðlega nálgun á þessa trúar nálgun þeirra sem ekki vilja skoða vísindin Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum. Hnatthlýnun síðustu áratuga er vel skjalfest af vísindalegum gögnum og það er nánast öruggt að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum er lang líklegasta skýringin - sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna.

Gunnar: það eru bara liðin 12 ár af þessari öld - samt eru öll árin í hópi þeirra hlýjustu frá upphafi mælinga - ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með því að ekki hafi hlýnað frá því sem áður var. Það virðist heldur engin kólnun á heimsvísu vera innan sjónmáls - sjá t.a.m. Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa tölu á kortinu væri að nú væri sjálfvirka spáin eitthvað að klikka - Pálmi virðist staðfesta það :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2012 kl. 21:43

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú virðist ekki skilja eitt né neitt Svatli og ég nenni hvorki að útskýra fyrir þér hlutina eins og um smákrakka sé að ræða eða hafa við þig skoðanaskipti yfir höfðuð. Fáir virðast nenna því sýnist mér, því þér tekst að hrekja alla í burt með leiðindum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2012 kl. 21:59

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir "málefnalega" athugasemd Gunnar - þú breytist seint...reyndar hefur þú aldrei útskýrt fyrir mér (eða öðrum) hvernig þú ályktar í þessum efnum eða út frá hvaða gögnum - þannig að það er svo sem ekkert nýtt í því að þú svarir ekki.

En ef maður getur ekki svarað fyrir sér - þá er náttúrulega best að ráðast á manninn að venju, eins og Gunnar velur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2012 kl. 22:14

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sýndist þú nú vera fyrstur með leiðindin Gunnar. :)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.12.2012 kl. 22:14

19 identicon

Thad er raunar alveg med olikindum hvad haegt er ad rifast yfir  thessum svokolludu loftlagsbreytingum. Thad hafa alla tid verid breytingar a vedurfari, hverju er um ad kenna eru misjafnar skodanir a en tad hefur ekkert med vinstri eda haegri ad gera.

julius (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 22:19

20 identicon

Thad er rett hja Joni ad allt thetta tal um ahrif mannsins a vedurfar ber keim af truarbrogdum sem hafa alltaf snuist um thad ad ef vid ekki hogum okkur a akvedin mata tha muni allt fara til helvitis. Thad sem er ad gerast nu er ad rikjandi truarbrogd eru a visindin en eg er sannfaerdur um ad vid hofum ekki hondlad hinn endanlega sannleika.

julius (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 22:32

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er rétt hjá þér Ingibjörg. Ég biðst afsökunar á þessu

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2012 kl. 22:54

22 identicon

Ég er sammála Jóni M. að hlýnunin má haldast. Hvað með raps (repja eða slepja á íslensku)? Hvað með lín á Íslandi t,d.? Hvað með sólblómaolíu sem er jafn holl og lýsi, nema margfallt betra? Þessi hlýnun er EKKI af mannavöldum. Þetta kallast MIKILMENNSKUBRJÁLÆÐI.

Við stýrum og sjórnum öllu á þessari jörð og veðurfarið er engin undantekning. Golfstraumurinn, við stjórnum honum. Ninja, ninjo. norðurskautið hreyfist, í vesturátt? Við stjórnum því og möndulhalla jarðar, sem er væntanlega orsökin fyrir breytilegu veðurfari, þegar upp er staðið. Ég spyr, eru það ekki við sem stýrum þessu öllu, eða hvað?

Einn möguleiki NASA! Það er ekki hægt að treysta þessum hel..... ameríkönum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 23:03

23 identicon

Þessi spá rætist ekki. Kalman síunar í sjálfvirku spánni leiðrétta ekki rétt fyrir áhrif temprunar hafs þegar stillt og kalt veður er um há vetur.

MÍN SPÁ
Það verður ca. 20-25 C° á hálendinu norðanmeginn, eitthvað minna á láglendi norðanlands. Í Reykjavík verður kaldast 11-12 C°.

Gleðileg jól!

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 23:26

24 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Eru öfgaskoðanir tengdar veðurfari kannski að magnast?

Emil Hannes Valgeirsson, 22.12.2012 kl. 23:30

25 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Emil - Það eru allavega ýmsar persónulegar veðurskoðanir sem ekki þola grandskoðun...stundum eru þær kryddaðar skemmtilegum samsæriskenningum um mikilmennskubrjálæði NASA og fleiri stofnana, alveg magnað!

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.12.2012 kl. 00:05

26 identicon

Gleðileg jól öllsömul, árið og friðinn!

Ég kýs að vitna í mentor minn í veðurvísindum, Trausta Jónsson:

w-blogg221212c

"Þetta virðist heldur ískyggilegt, en munum þó að lítill hafís er á leiðinni til Íslands og ekki er heldur spáð miklum vindi - við getum því vonað það besta."

Loftsiglingafrömuðurinn Ómar Ragnarsson gerist nokkuð stóryrtur um veðuröfgar í kjölfar misskilnings í tölvubúnaði Veðurstofunnar sem hefur nú verið leiðréttur. Að hætti Al Gore kýs hann einnig að fimbulfamba um meinta hnatthlýnun.

Hver verður að sjálfsögðu að fá svigrúm til að berjast við sinn Glám, en Ómari til hugarhægðar er rétt að benda honum á að árið sem er að líða, 2012, mun væntanlega verða níunda heitasta árið síðan mælingar hófust og nokkru kaldara en meðaltal síðustu ára. 

Það er sumsé byrjað að kólna á jörðinni og víst er um það að meint hnatthlýnun hefur staðið í stað síðustu 16 ár. Í þessu sambandi er líka rétt að geta þess að mannkynið dregur enn andann á þriðja degi frá síðustu boðuðu tortímingu heimsendaspámanna.

Stóra spurningin er hins vegar hvort góðvinur minn, Sveinn Atli, hafi rétt fyrir sér þegar hann fullyrðir að hnatthlýnun af mannavöldum sé ekki spurning um trú.

Það ætti að vekja margan Íslendinginn til umhugsunar að lesa bréf Harold Lewis, Emeritus prófessors í eðlisfræði við háskólann í Kaliforníu, Santa Barbara, þar sem hann segir upp aðild sinni að félagi eðlisfræðinga í Bandaríkjunum.

"Hnatthlýnun er stærsta og áhrifaríkasta gervivísindasamsæri sem ég hef upplifað á langri ævi minni". 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 00:11

28 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hilmar. Það má líka orða þetta þannig: Árið 2012 er enn eitt heita árið sem komið hefur á síðustu 16 árum og engin merki eru um að kólnun sé hafin. Þetta á bæði við um Ísland og jörðina í heild.

Kuldakastið hér næstu daga virðist síðan ætla að verða mun mildara en óttast var í fyrstu.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.12.2012 kl. 00:55

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Miljarðar dollara úr vösum skattgreiðenda sem útdeilt er af stjórnmálamönnum í vinsældaleit eru í pottinum fyrir nokkra tugi þúsunda vísindamanna sem fá að ferðast um heiminn í rannsóknarskyni.

 Bókin Watermellon:

"Publication Date: 16 Feb 2012
The shocking story of how an unholy mix of junk science, green hype, corporate greed and political opportunism led to the biggest and most expensive outbreak of mass hysteria in history. Watermelons explains the Climategate scandal, the cast of characters involved, their motives and methods. He delves into the background of the organisations and individuals who have sought to push global warming to the top of the political agenda, showing that beneath their cloak of green lurks a heart of red. Watermelons shows how the scientific method has been sacrificed on the altar of climate alarmism. Delingpole mocks the green movement s record of apocalyptic predictions, reveals the fundamental misanthropy of green ideology, and gives a refreshing voice to widespread public skepticism over global warming, emphasising that the crisis has been engineered by people seeking to control our lives by imposing new taxes and regulations. Your taxes will be raised, your liberties curtailed and your money squandered to deal with this crisis, he writes. Delingpole argues that climate change is an ideological battle, not a scientific one. Green on the outside, red on the inside, the libertyloathing, humanity-hating watermelons of the modern environmental movement do not want to save the world. They want to rule it."

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2012 kl. 00:59

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Financial Post
Václav Klaus is President of the Czech Republic. His comments, excerpted here, were made on Tuesday at the Global Warming Policy Foundation annual ­lecture in London. The full text of his speech is available at
http://thegwpf.org

"How is it possible that so many politicians, their huge bureaucracies, important groups in the scientific establishment, an important segment of business people and almost all journalists see it differently? The only reasonable explanation is that — without having paid sufficient attention to the arguments — they have already invested too much into global warming alarmism. Some of them are afraid that by losing this doctrine their political and professional pride would suffer. Others are earning a lot of money on it and are afraid of losing that source of income. Business people hope they will make a fortune out of it and are not ready to write it off. They all have a very tangible vested interest in it. We should say loudly: This coalition of powerful special interests is endangering us."

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2012 kl. 01:21

31 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar:

Það eru nokkur stór vandamál við samsæriskenningar þær sem þú vísar til (ekki eru þetta allavega vísindi). Fyrst og fremst, þá virðist of lítið vera gert til að takast á við manngerða hlýnun - þannig að ekki er verið að taka á henni að nokkru ráði og ekki er verið að veita miklum upphæðum í þau mál, þó að sjálfsögðu sé búið að taka nokkur smá skref - en til að mynda lítið sem lítið ef miðað er við til að mynda styrki sem olíuframleiðendur fá á ári hverju, m.a. skattaívilnanir og aðrar ívilnanir sem þeim hlotnast árlega (en það eru náttúrulega eðlilegir styrkir í þínum huga Gunnar og hafa ekkert með hagsmuni og pólitík að gera!).

Annað er náttúrulega að jöklar, hafís, sjávarborð og aðrir mælanlegir þættir sem benda til hlýnunar virðast taka þátt í samsærinu...kannski það séu peningar, stjórnmál, hræðsluáróður og valdagræðgi sem valdi því líka!

PS. Samsæriskenningar um valdagræðgi koma ekki í stað gagna sem aflað er með vísindalegum aðferðum. Hnattræn hlýnun af mannavöldum er vel skjalfest - hvað sem líður persónulegum skoðunum einhverra einstaklinga sem virðast telja að peningar, stjórnmálahugmyndir, hræðsluáróður og valdagræðgi vísindamanna sé málið...kannski er það bara spurning um hvað er þeim ofarlega í huga - og alls ekki svo mikið um vísindin í sjálfu sér. En allavega takk fyrir að leyfa okkur einföldum lesendum að fá hugmynd um hvaða "vísindi" eru á bak við persónulegar skoðanir þínar Gunnar...fróðlegt.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.12.2012 kl. 01:54

33 identicon

Hvað sem öllum rökræðum líður, þá nota bændur og búalið sér í stórum stíl sér hlýnunaráhrif. Í mínum hreppi er nú ræktuð repja til fræþroska. Kornrækt á landsvísu hefur margfaldfast á margföldun ofan s.l. 20 ár. Uppskera á ha. hefur aukist gífurlega.  Aðrar tegundir, s.s. hveiti (sem EKKI var ræktað á hlýskeiði landnámsaldar) ryðja sér til rúms. Lín (Hör) þurfti hins vegar ekki markverða hlýnun.
Flökkufiskar sem áður voru, s.s. makríll og túnfiskur eru nú í veiðanlegu magni, - þeir leita norður um. Sumar tegundir fara nú norður um frekar en sunnan við.
Þetta eru ekki kenningar eða samsæri, heldur veruleiki þeirra sem við það vinna. Og að horfa á kuldakenningu lögmannsins minnir helst á gallharða afstöðu þeirra er hýsast í biblíubelti Bandaríkjanna.
Um það má svo deila hverju er um að kenna. En það er svo, að mannskepnan hefur breytt ásýnd og yfirborði jarðar verulega, svo og efnainnihaldi lofthjúpsins. Ekkert af þeim gjörningi getur valdið afli í átt kólnunar utan tvennt, - ryk og brennisteinn í lofti. Annað kallast "dimming", og hitt er annar meiður af sömu grein, - í raun andhverfan við CO2 áhrif, - nú eða Metan áhrif, sem eru margfalt öflugri.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 13:21

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Koltvísýringur (koldíoxíð, koltvíoxíð eða koltvíildi) er sameind samsett úr einni kolefnisfrumeind og tveimur súrefnisfrumeindum, efnaformúla þess er CO2.

Í föstu formi kallast það þurrís (eða kolsýruís). Myndast við bruna í súrefnisríku lofti. Koltvísýringur uppleystur í vatni myndar kolsýru.

Við bruna jarðefnaeldsneytis myndast koltvísýringur, sem fer út í andrúmsloftið. Er sú gróðurhúsalofttegund sem talin er eiga mestan þátt í heimshlýnun."

"Í Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurn veginn á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%)."

"Plöntur geta umbreytt koltvísýringi í kolvetni og súrefni með hjálp sólarorkunnar.

Kolefnið geymist í plöntunum og það er kallað kolefnisbinding."

"Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er nú þegar allt of hátt og því er ekki nóg að draga úr losun þeirra til að koma í veg fyrir hugsanlegar loftslagsbreytingar.

Binding kolefnis í lífræn efni með landgræðslu og skógrækt
er því mikilvirk leið, ef ekki óhjákvæmileg, til að mæta hluta af þessum markmiðum loftslagssáttmálans.
"

Kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt - Landbunadur.is

Þorsteinn Briem, 23.12.2012 kl. 13:48

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hugsanlega erum við á leið í svokallað  /Maunder_Minimum 

Ýmislegt bendir til að því fylgir kólnun. Ágúst H. Bjarnason fjallar um það hér

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2012 kl. 15:06

36 identicon

Sem sagt, - það er allt í lagi þó það kokki soldið, þar sem við erum hugsanlega á leið í kólnun. En það þarf ekki að hugsa mikið um það að það kokki, því það hefur verið að kólna undanfarin ár.

Stagl sem ég hef lesið þúsund sinnum frá blogghöfundum sem næstum allir koma frá Suðurríkjum USA.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 17:34

37 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ekkert sem bendir til kólnunar - ekki einu sinni þó við fáum nýtt Maunder Minimum - sjá t.d. Við minni virkni sólar - þar sem eftirfarandi kemur fram:

Niðurstaðan er því sú að sólvirkni sambærileg við Maunder lágmarkið myndi að öllum líkindum aðeins minnka hlýnunina lítillega og að auki að sú minnkun myndi líklega aðeins vara í nokkra áratugi.

Skammgóður vermir ("kæling") það. Það er nefnilega svo að hin ráðandi þáttur í dag eru aukin gróðurhúsaáhrif af manna völdum - ekki einu sinni Maunder Minimum mun ná að kæla Jörðina að ráði ef marka má rannsóknir...og ekkert hefur bólað á þessari meintu kólnun, sem m.a. Ágúst hefur fjallað um og varað við frá því allavega árið 1998...

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.12.2012 kl. 18:03

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa
og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""

Þorsteinn Briem, 23.12.2012 kl. 18:24

39 identicon

Heilagur Þorlákur sé með ykkur landsmenn góðir, svo og heimsendapostular.

Það er í anda friðar og kærleika jólanna sem ég nálgast villuráfandi sauði af Gore-kynstofninum. Það stoðar nefnilega lítt að slá um sig með frösum og fúllyndi í garð vísindalega sinnaðra efahyggjumanna. "Hún snýst nú samt", sagði Galíleó forðum - og hafði rétt fyrir sér.

Við skulum hafa nokkrar staðreyndir á hreinu, kæru íslensku meðbræður og systur.

Í fyrsta lagi hefur meint hnatthlýnun staðið í stað síðustu sextán (16) ár, þvert gegn boðorðum bandaríska spámannsins (og spákaupmannsins) Al Gore.

Í öðru lagi hefur magn CO2 í andrúmslofti aukist markvert á þessu tímabili, án þess að hitastig hafi aukist, þvert gegn kennisetningum Kanans.

Í þríðja lagi er ljóst að bábiljan um "gróðurhúsaáhrif af mannavöldum" stenst ekki vísindalega skoðun, enda er Al Gore ekki vísindamaður heldur aumur stjórnmálamaður og loddari.

Í fjórða lagi er ljóst að 2012 kemur til með að verða níunda heitasta árið síðan mælingar hófust og kaldara en meðaltal síðustu 15 ára, þannig að ljóst er að jörðin er að kólna.

Í fimmta lagi sýna nýjar vísindarannsóknir fram á að langtímaleitni hitastigs á jörðu er í átt til kólnunar, þannig að spilltir stjórnmálamenn og keyptir vísindamenn geta básúnað sig hása í gervivísindatrúboðinu, án þess að það hafi nein áhrif á hið óhjákvæmilega - jörðin er að kólna.

Kórdrengir kolefnistrúboðsins hafa farið mikinn á Íslandi síðustu ár. Þeir hafa m.a. klappað upp kolefnisskatt á bensín og olíu og tekið fagnandi á móti losunarkvótum sem hafa gert Ísland að kjarnorkuveldi og heimkynnum óendurkræfrar orku - á pappírunum.

Svik við sönn vísindi eru grafalvarlegur gjörningur. Hér er kallað eftir einni hugsun, einni stefnu, einni niðurstöðu, þvert á boðskap sannrar vísindahyggju. Ekki er lengur leyfilegt að efast, ekki er leyfilegt að kalla eftir sannprófunum né sjálfstæðri hugsun.

Þetta ofurveldi andskotans (les: spilltra stjórnmálamanna) er dæmt til að mistakast.

Þið getið ekki glímt við náttúruöflin, angarnir mínir. Sú glíma er fyrirfram töpuð.

Megi komandi ár færa ykkur birtu og frið - og umfram allt, virðingu fyrir sannri vísindahyggju.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 20:33

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Síðan 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og er mynd af niðurstöðunum aðgengileg á vefnum.

Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins."

"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu."

Þorsteinn Briem, 23.12.2012 kl. 21:02

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlýnað hefur hérlendis um 0,35°C á áratug frá árinu 1975, um 1,1 gráðu, sem er nokkru meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.

Veðurstofa Íslands - Loftslagsbreytingar


Meðalhiti eftir mánuðum
í Reykjavík á árunum 1961-1990 var á bilinu 0-10°C.

Og búast má við áframhaldandi hlýnun í Reykjavík næstu áratugina.

Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra á Íslandi - Sjá bls. 17

Þorsteinn Briem, 23.12.2012 kl. 21:21

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen reiknar með að sjávarstaðan við Reykjavík hafi hækkað um 80 sentímetra árið 2100 og 205 sentímetra árið 2200 vegna landsigs og gróðurhúsaáhrifa.

Sjávarstaðan hækkar því mikið við Löngusker á næstu áratugum og færir þau í kaf. Og væntanlega þarf að hækka sjóvarnargarða í Reykjavík.

Austurhöfnin - Minnisblað VST um sjávarstöðu í Reykjavík - Sjá bls. 19

Þorsteinn Briem, 23.12.2012 kl. 21:29

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.11.2012:

"Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur sent frá sér fréttatilkynningu ásamt 14 blaðsíðna yfirliti yfir veðurfar á heimsvísu það sem af er þessu ári (2012).":

"The years 2001-2011 were all among the  warmest on record, and, according to the World Meteorological Organization, the first ten months indicate that 2012 will most likely be no exception despite the cooling influence of La Niña early in the year."

Þorsteinn Briem, 23.12.2012 kl. 22:04

44 identicon

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 22:49

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í hlýindum undangenginna ára hefur útbreiðsla og stofnstærð nokkurra nytjastofna í hafinu í kringum landið breyst.

Kaldsjávarfiskur virðist hafa hopað en ýmsar tegundir hlýsjávarfiska finnast nú norðar en áður
."

Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra á Íslandi - Sjá bls. 17


"Síðustu ár hefur makríll gengið í sívaxandi mæli inn á Íslandsmið á sumrin og fram á haust.

Auknar göngur á Íslandsmið eru taldar tengjast hlýnun sjávar.
"

Hafrannsóknastofnun - Ástand nytjastofna á Íslandsmiðum 2011/2012 - Makríll

Þorsteinn Briem, 23.12.2012 kl. 23:38

46 identicon

"Hitastig Jarðar hefur sveiflast verulega á sínu 4.56 Gá tímabili og því er hnattræn hlýnun ekki nýtt fyrirbæri í jarðsögunni. Á Krít er talið að meðalhiti jarðar hafi verið um 25°C, en það er um 10°C meir en í dag. Þá var talið að Jörðin hafi verið laus við jökla og hæð sjávarborðs um 100 metrum hærra."

tugi þúsundir ára hafa lotuvirkar breytingar á afstöðu sólar og Jarðar valdið hnattrænun hitastigsbreytingum upp að 4°C."

"Virkni sólar getur verið breytileg og rannsóknir hafa sýnt að það er fylgni milli hitastigs jarðar og tíðni sólbletta."

"Þrátt fyrir miklar tækniframfarir, reynist mönnum ógjörningur að gera langtíma veðurspár. Edward Lorenz var merkur stærð- og veðurfræðingur sem áttaði sig á því að veðurfar fylgdi lögmáli Chaos."

"Heildaráhrif mannsins eru áætluð um 0,28 % af heildar gróður-húsaáhrifum, sem þýðir að 99,72% verða vegna náttúrulegra orsaka."

(https://notendur.hi.is/oi/Nemendaritgerdi/2008v%20-%20Hnattraen%20Hlynun.pdf)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 00:33

47 identicon

"Ivar Giaever prófessor og Nóbelsverðlaunahafi hefur sagt sig úr alþjóðlegu vísindaráði (American Physical Society)  til að mótmæla staðhæfingum þess um hnattræna hlýnun. Prófessorinn sem vann Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1973 segir að hnattræn hlýnun hafi orðið að nýjum trúarbrögðum í heiminum.

Prófessorinn sem á sínum tíma studdi Obama til að verða forseti hefur síðan gagnrýnt stefnu hans varðandi hnattræna hlýnun og segir að allt of mikið sé gert úr málinu og loftslag hafi verið einstaklega stöðugt í síðustu 150 ár.

Vísindaráðið sem prófessorinn sagði sig úr harmar úrsögn hans og segir hana byggða á misskilningi.

En er það ekki þannig að vísindasamfélagið hefur fengið billjónir á billjónir ofan frá stjórnmálamönnum sem trúa á hnattræna hlýnun af mannavöldum og dansa eftir þeim pípum og búa til vísindalegar niðurstöður í samræmi við það.

Því miður er háskóla- og vísindasamfélaginu í dag lítt treystandi og mætti minna á það hvernig viðskipta- og hagfræðideildir háskólanna íslensku dönsuðu eftir bumbum banka og útrásarvíkinga fram að bankahruni.

En sem betur fer eru enn til heiðarlegir vísindamenn sem neita að fórna heiðri sínum sem vísindamenn."

(http://www.climatedepot.com/a/12797/Exclusive-Nobel-PrizeWinning-Physicist-Who-Endorsed-Obama-Dissents-Resigns-from-American-Physical-Society-Over-Groups-Promotion-of-ManMade-Global-Warming)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 00:48

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi í þúsundum tonna) og hlutfallsleg breyting frá árinu 1990:

Iðnaður og efnanotkun
1.845 +64%,

samgöngur
1.017 +67%,

sjávarútvegur
650 -18%,

landbúnaður
534 -7%,

úrgangur
254 +41%,

rafmagn og hiti
182 +48%,

samtals
4.482 +32%.

Ál:


"Útstreymi vegna álframleiðslu jókst úr 569 þúsund tonnum árið 1990 í 978 þúsund tonn árið 2007, eða um 72%."

Járnblendi:


Útstreymi vegna framleiðslu járnblendis jókst
úr 205 þúsund tonnum árið 1990 í 393 þúsund tonn árið 2007, eða um 91%."

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Í heildina jókst útstreymi frá samgöngum úr 608 þúsund tonnum árið 1990 í 1.017 þúsund tonn árið 2007, eða um 67%.

Útstreymi frá innanlandsflugi minnkaði
lítillega á tímabilinu en útstreymi vegna strandsiglinga jókst um 1%.

Útstreymi frá vegasamgöngum jókst
hins vegar um 81% frá 1990 til 2007 eða úr 517 þúsund tonnum í 934 þúsund tonn."

Sjávarútvegur:


"Útstreymi frá sjávarútvegi skiptist árið 2007 í útstreymi frá fiskiskipum (87%) og fiskimjölsverksmiðjum (12%).

Í heildina jókst útstreymi frá sjávarútvegi frá 1990 til 1996 en hefur farið minnkandi síðan. Útstreymið var mest árin 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjarlæg mið."

Landbúnaður:


"Útstreymi frá landbúnaði minnkaði um 6,7% á milli 1990 og 2007. Rekja má þessa minnkun til fækkunar búfjár. Nokkur aukning varð árin 2006 og 2007 miðað við árin á undan og má rekja þá aukningu til aukinnar notkunar tilbúins áburðar."

Úrgangur:


"Útstreymi vegna meðferðar úrgangs skiptist í útstreymi vegna frárennslis og útstreymi vegna urðunar, brennslu og jarðgerðar úrgangs. Útstreymi jókst um 41% frá 1990 til 2007.

Sem hlutfall af heild innan geirans árið 2007 var útstreymi vegna urðunar um 80%, frárennslis um 9%, brennslu um 11% og jarðgerðar 1%."

Orkuframleiðsla:


"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 24.12.2012 kl. 00:49

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér er verið að ræða um mjög örar loftslagsbreytingar af mannavöldum en ekki náttúrulegar breytingar.

Þorsteinn Briem, 24.12.2012 kl. 00:52

50 identicon

"Mjög örar loftslagsbreytingar af mannavöldum" eru ekki til Steini minn, einungis náttúrulegar breytingar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 01:09

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.11.2012:

"Út er komin á vegum norræns rannsóknarverkefnis (SVALI, Stability and variations of Arctic Land Ice) skýrsla um breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf og mælingar sem stundaðar eru á jöklunum til þess að fylgjast með þessum breytingum.

Samkvæmt skýrslunni
hafa jöklar við Norður-Atlantshaf hopað og þynnst hratt síðustu árin, eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni."

"Við Norður-Atlantshaf og á Norðurskautssvæðinu er umtalsverður hluti jökla á jörðinni og frá þeim falla mörg vatnsföll til Norður-Atlantshafsins og Norðuríshafsins."

Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 24.12.2012 kl. 01:38

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þá vitum við það!

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leysir vind í Valhöll breytir hann ekki loftslaginu þar, að eigin mati.


"Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi.

Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump.

Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum en öðrum ekki."

Vísindavefurinn - Af hverju er lykt af prumpi?


"Í Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurn veginn á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%)."

Þorsteinn Briem, 24.12.2012 kl. 02:03

53 identicon

Sérdeilis ómerkilegur aftansöngur Steina Briem á aðfangadag jóla skýrir ágætlega rökleysi aðdáenda Al Gore.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 09:40

54 identicon

Sæll Hilmar,

Er ekki möguleiki á að þú og Gunnar Gunnarson  og Jón Magnússon, birti þessar rannsóknir sem þið hafið verið að vinna að sem sanna að kólnun sé hafin?

Fyrst NOAA sem hefur gert flestar rannsóknir á þessu sviði og Jim Hansen yfirmaður þar, eru að segja vitleysu, væri gaman að þið birtuð rannsóknir ykkar sem sýna annað.

Albert (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 10:22

55 identicon

Sæll Albert og gleðileg jól. Er ekki möguleiki að þú kynnir þér nýjustu upplýsingar frá NASA, Veðurfræðistofnuninni og East Anglia Háskólanum?

Það er í sönnum anda jólanna, árs og friðar, sem ég frábið mér allan sandkassaleik og pólitískar meiningar um þau bullvísindi sem Al Gore og fylgismenn hans eru sannarlega að básúna um heimsbyggðina.

Þegar byrjað er að blanda pólitík saman við vísindi myndast baneitrað hugarfar. Þá fyrst er hægt að tala um fyrirsjáanlegar "manngerðar hörmungar".

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 10:43

56 identicon

Sæll Hilmar, jú ég var t.d. að lesa þetta í morgun. 

http://www.nytimes.com/2012/12/24/science/earth/west-antarctica-warming-faster-than-thought-study-finds.html.

hvar var ég að minnast á al gore og pólitík?

albert (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 11:37

57 identicon

Eru ekki gleðileg jól hjá þér Albert minn? Það er nákvæmlega þetta sem ég á við með sandkassaleik. Getur þú ekki haldið þig við þau málefni sem þú vaktir máls á?

Þú spurðir mig: "Er ekki möguleiki á að þú og Gunnar Gunnarson  og Jón Magnússon, birti þessar rannsóknir sem þið hafið verið að vinna að sem sanna að kólnun sé hafin?"

Ég tel mig hafa svarað þér skilmerkilega, án þess reyndar að fá þakkir fyrir.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 11:47

58 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gleðileg Jól til bæði þeirra sem afneita vísindarannsóknum sem ekki passar í þeirra persónulegu sýn á heiminn (með til að mynda tilvísunum í stjórnmálakvabb og samsæriskenningar) svo og þeir sem viðurkenna vísindarannsóknir og þá staðreynd að aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum hafa áhrif á hitastig

Góða lesningu yfir hátíðarnar má finna á loftslag.is er leiðarvísir um hinar algengu "efasemdir" - það má prenta leiðarvísinn út og hafa hann með sér í háttinn í staðinn fyrir Kulda eða aðra topplistaslagara sem leynast í pökkum kvöldsins, Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir - Góð lesning fyrir bæði "efasemdamenn" og þá sem vilja geta svarað fyrir fræðin með tilvísun í fræðin!

En, allavega, enn og aftur Gleðileg Jól!

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.12.2012 kl. 12:13

59 identicon

Kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur Sveinn Atli og sömuleiðis gleðileg jól, ár og friður.

Nú skiptast menn á jólalesningu praktuglega, að góðum og gömlum íslenskum sið. Þakkir fyrir gátlistann Sveinn Atli og ég vænti þess líka að Höskuldur Búi guði á glugga.

Að sama skapi vil ég nesta ykkur vel, andlega, fyrir komandi hátíðardaga. Hér er ágæt, nýleg, vísindagrein - ritrýnd að sjálfsögðu - "Falsi cation Of The Atmospheric CO2 Greenhouse Eects Within The Frame Of Physics", sem ég vænti þess að allir náttúruelskandi Íslendingar kynni sér.

Ekki væri verra að mentor minn í veðurvísindum, Trausti Jónsson, legðist yfir fræðin, en hann virðist því miður vera illa haldinn af slæmum vísindahalla þegar kemur að skoðun á þessu lífsnauðsynlega efnasambandi.

Til að ýta undir áhugaverða lesningu er rétt að benda á helstu niðurstöður þessarar gagnmerku vísindagreinar:

"1. There are no common physical laws between the warming phenomenon in glass houses and the fictitious atmospheric greenhouse effect, which explains the relevant physical phenomena. The terms "greenhouse effect" and "greenhouse gases" are deliberate misnomers.


2. There are no calculations to determinate an average surface temperature of a planet

with or without an atmosphere,

with or without rotation,

with or without infrared light absorbing gases.

The frequently mentioned difference of 33 °C for the fi ctitious greenhouse effect of the atmosphere is therefore a meaningless number...

In other words: Already the natural greenhouse effect is a myth beyond physical reality. The CO2-greenhouse effect, however is a "mirage" [205].

The horror visions of a risen sea level, melting pole caps and developing deserts in North America and in Europe are fi ctitious consequences of fictitious physical mechanisms as they cannot be seen even in the climate model computations.

The emergence of hurricanes and tornados cannot be predicted by climate models, because all of these deviations are ruled out.

The main strategy of modern CO2-greenhouse gas defenders seems to hide themselves behind more and more pseudo-explanations, which are not part of the academic education or even of the physics training."

Svona tækla tær vísindi bullvísindi Al Gore og félaga. Hátíðarkveðjur!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 13:11

60 identicon

Það er kannski ekki mjög merkilegt að menn skuli deila um svona mikilvægan hlut eins og áhrif mannskepnunar á loftslag á jörðinni er.

Hvernig stendur á því að menn(og konur) eru ekki á eitt sátt í þessum málum? Er það vegna meiri hagsmuna(til dæmis iðnaðarþjóðir sem sjá fram á stóraukin framlög til mengunarvarna ef allir væru á eitt sáttir um að þær væru nauðsynlegar fyrir afkomu jarðarinnar) eða er það vegna vantrausts þ.e. að menn treysta ekki  að vísindamennirnir séu algerlega óháðir.

Eitt er víst að það veldur mér persónulega áhyggjum að tvær af fjölmennustu þjóðum heimssins Indland og Kína segjast ekki hafa burði til að leggja mikið í mengunarvarnir sem hefur þegar valdið mörgum dauðsföllum sérstaklega í Kína.

Í Bandaríkjunum skiptist þessi umræða í tvennt og mér sýnist að menn hafi ekki beint áhuga á umræðunni sem slíkri heldur hvernig umræðan snertir þá og hvað þeir þurfa hugsanlega að gera til að leggja sitt að mörgum til að minnka áhrifin á umhverfið.

Þá er mjög þægilegt bara að segja að ekkert sé örugg í þessum málum og segja að ekkert sé hægt að sanna eitt eða neitt. Sem sagt mennirnir(auðmennirnir) eru lánir njóta vafans í stað náttúrunnar.

Ég las grein fyrir um ári síðan í Scientific American sem ég er búinn að vera áskrifandi á síðan 1978. Þar segir að 3/4 hlutar af veðurfarsbreytingum á jörðinni í dag séu af mannavöldum: http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=three-quarters-of-climate&page=2

Vissulega er hægt að sýna fram á að áður fyrr hafa komið tímabil þar sem mikil hlýindi hafa verið og þannig segja að þetta séu allt náttúrulegar sveiflur en ég sá einhvers staðar að hlýnunin núna sé allt að því 50 sinnum hraðari en áður þegar hlýindatímabil hafa verið að koma.

Eitt gott dæmi um vantraust á upplýsingar er frá Bandaríkjunum. Þar var einn loftlagsvísindamaður(man því miður ekki nafn hans) sem hefur í gengum tíðina gagnrýnt allar skýrslur sem sýndu að loftlagsbreytingar séu að mannavöldum. Hann gagrýndi aðallega framkvæmd rannsóknana(meðal annars mælistöðvar sem voru einu sinni á víðavangi en eru núna komnar inn í miðjar borgir). Hann sagði að það væri ekki tekið tillit til þeirra breytinga sem byggðin í kringum mælistöðvarnar hafi haft.  Fyrir nokkrum árum átti að gera eina mjög stóra rannsókn á áhrifum mannsins á loftlagsbreytingar í Bandaríkjunum og þá vildu iðnfyrirtækin fá þennan virta vísindamann í hópinn og hann var skipaður yfirmaður yfir rannsókninni. Eftir langan tíma kom svo út skýrsla þar sem þessi efasemdarmaður kynnti niðurstöðurnar.

Í stórum dráttum sagði þessi vísindamaður að það væri ekki hægt að líta framhjá áhrifum mannsins á loftlagsbreytingar. Hann var sem sagt búinn að skipta um skoðun af grundvelli betri upplýsinga.  Þegar allt væri tekið inn í jöfnuna og þar með varð ákveðin stefnubreyting hjá alríkinu í Bandaríkjunum sem fram til þess dags hafði haldið því fram að mennirnir hefðu engin áhrif á loftlagsbreytingar.  Það er best að treysta vísindamönnum til að gera svona rannsóknir og vinna úr þeim.  Ég treysti ósjálfrátt stjórnmálamönnum frekar illa í svona málum þar sem þeir tala oftast eða alltaf út frá eigin hagsmunum.

Það sem ég sé hér í blogginu að ofan er að menn spyrja sig af hverju er svona kalt núna þegar hitinn á jörðinni á að vera að aukast. Menn slysast alltaf til að taka stutt tímabil(sem eru micro sveiflur) og reyna að alhæfa hlutina út frá því. Alhæfing er mjög stór óvinur rökhyggju.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 14:36

61 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleðileg jól

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2012 kl. 17:18

62 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott hjá þér, Gunnar, kæri bloggvinur ! Nú, get ég með "góðri" samvisku snúið mér að tvíreykta hangiketinum og meinholla laufabrauðinu og étið á mig gat !

Gleðileg Jól ! KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 26.12.2012 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband