Gott andsvar sem búast mátti við.

Andsvar Páls Einarssonar við bullinu í umfjöllun New York Times um tvo heimildarþætti um íslensk eldfjöll er gott og kærkomið. 

Eins og ég sagði strax í fyrradag í bloggpistli, var sem betur fer viðbúið að íslenskur eldfjallafræðingar tækju skýrt til orða um þessa ömurlegu hasarblaðamennsku og það í einu virtasta blaði heims.

Hinu rétta þarf að koma því á framfæri eftir því sem unnt er. 


mbl.is „Engin tifandi tímasprengja hér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað yfirlit hjá Marinó um áhættu og sögu eldsumbrota.

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1275328/

Jóhann (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 01:42

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað er virkilega rétt Ómar?

Sigurður Haraldsson, 4.1.2013 kl. 02:23

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Á vissan hátt bera jarðvísindamenn sjálfir mikla ábyrgð á þessu rugli. Í mörg ár hafa menn séð alls kyns undur og stórmerki að völdum eldgosa í aukningu sýrustigs sem mælanlegt er í ískjörnum frá Grænlandi. Hef ég séð því kastað fram að Franska Byltingin sé afleiðing Lakagígagosanna sem ollu Móðuharðindunum. Allt er fært upp á Ísland.

Nú hafa hins vegar 9 vísindamenn, sem lengi hafa rannsakað ískjarnana, kallað á meiri varúð við notkun upplýsinga úr ískjörnunum á Grænlandi. Menn hafa dregið of stórar ályktanir en inneign var fyrir. Ekki bara Bandaríkjamenn, sem finnst svo gaman af heimsendum og "apocalyptískum" vangaveltum.

Grein þeirra nímenninganna birtist í Journal of Geophysical Research Vol. 117 (2012) og ber heitið "Holocene tephras highlight complexity of volcanic signals in Greenland ice cores".

FORNLEIFUR, 4.1.2013 kl. 09:35

4 identicon

Gaman af þessu með frönsku byltinguna. Hún átti sér rætur í uppsafnaðri ónægju og svo óáran ofan á það, - og vissulega passar sú tímasetning vel.
Það sem vitað er um veðurfarslegar afleiðingar gossins í lakagígum er í góðu samræmi  við þau köldu ár á norðurhveli sem eftir fylgdu, og hefur tekist að rekja áhrif skaftárelda alla leið til Egyptalands.
Púðurtunnan var til, svo að gaman er að fabúlera með það hvaða neisti það var sem kveikti í henni....

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband