Morðin fórnarlömbunum að kenna?

Nokkrir helstu glæpir síðustu vikna hafa varpað ljósi á sérkennileg viðhorf furðu margra gagnvart fórnarlömbunum ef þau eru konur. 

Vinsæll trúarleiðtogi telur myrtu konuna á Indlandi eiga sök á glæpnum til jafns við þá sem frömdu hann af því að hún ákallaði ekki guð sinn og fór með réttan vægðartexkta, og stór hluti íbúa 18. þúsund manna borgar í Bandaríkjunum segja stúlku, sem ungir íþróttamenn byrluðu óminnislyfi og réðust síðan á, hafa átt sök á þeim verknaði.

Prófum að yfirfæra þetta hugarfar og málsvörn yfir á glæpi Anders Behring Breivik og mannsins sem skaut 26 til bana í barnaskóla í Bandaríkjunum.

Þá væri hægt að álykta sem svo þau 77 sem Breivik drap hafi átt sök á verknaðinum og getað sjálfum sér um kennt, af því að þau höfðu ekki rétta stjórnmálaskoðun. 

Og börnin í bandaríska skólanum og kennararnir fóru þá líkast til ekki með rétta bæn áður en morðinginn sallaði þau niður.

Ekkert er nýtt undir sólinni og Fóstbræðra saga greinir frá atviki þar sem hinn myrti bar sök, smalamaðurinn sem hallaði sér fram á staf sinn í Norðurárdal og Þorgeir Hávarsson hjó til bana "af því að hann lá svo vel við högginu" þegar Þorgeir kom að honum, eins og hann orðaði það, þegar hann var spurður um ástæðuna fyrir drápinu.

Stúlkan indverska á það sameiginlegt með smalamanninum borgfirska að hafa "legið vel við".  


mbl.is Segir nauðgunina konunni að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er almennt viðhorf í trúarbrögðum Ómar, þar með talið í biblíunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 11:57

2 identicon

Nú hef ég búið lengi erlendis, og alltaf haft einhverja "gloríu" um hvað indverjar séu gáfaðir. Tölvufróðir og selji þessar gáfur út um allan heim. Svo getur vel verið, ég er ekki að rengja þeirra IQ, en ég mæli með því að þjóðir heims taki sig saman í andlitinu og afþakki þeirra þjónustu í einu og öllu þar til að þessir hlutir gerist ekki í framtíðinni gagnvart konum. Stéttaskifting á Indlandi er hrikaleg sennilega hvergi verri í veröldinni. Ef pabbi þinn er kamarhreinsari, þá verður þú það líka og börnin þín líka.... Hef séð heimildarkvikmynd um þetta hrjáða fólk. Síðan var sýnt frá brúðkaupi ráðherradóttur á Indlandi sem fékk demantshálsband í morgungjöf fyrir 73 milljónir sænskra króna. Það eru a.m.k. 15-16 ár síðan. Hætta að versla við Indland Þeir verða að breyta sínum lífsviðhorfum, ekki bara gagnvart konum. Við getum það vestræn ríki bara ef viljinn er fyrir hendi. Jú, en það er allt svo ódýrt frá Indlandi..... Trúmál koma þessu ekkert við. Þetta er bara hrein mannvonska..

jóhanna (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband