Svæðið er í "gjörgæslu" en verður virkjað sundur og saman.

Í viðtali í fyrra sagði Páll Einarsson jarðfræðingur að Krýsuvíkursvæðið væri í "gjörgæslu" vegna þess hve land rís þar og hagar sér öðruvísi en undanfarin ár.

Allsnarpir skjálftar komu í fyrra á á línu austan Helgafells norður undir vestanvert Sandskeið, en slíkt hefur ekki gerst í manna minnum. 

Þetta er hins vegar svæðið sem á að fórna fyrir hinn siðlausa samning um álver í Helguvík, sem var gerður 2007 um sölu og kaup á orku, sem er ekki til,  þar sem þrír aðilar af minnst 15, sem málið varðar, ákváðu að valta yfir alla aðra, m. a. sveitarfélög allt austur í Skaftafellssýslu, og tryggja það að Reykanesskaginn verði njörvaður niður í rányrkju-virkjanamannvirki, líka inni í eina fólkvangi svæðisins. 

Að svæðið sé í "gjörgæslu" jarðfræðinga hefur að sjálfsögðu ekki minnstu áhrif á virkjanafíklana sem bæta þeim mun meira í skómigustefnu sína sem hún verður fráleitari.  


mbl.is Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ramma inn "grænu endurnýjanlegu",  orku án Hirðirs,  áður en einkavinavæðingin smellur inn....

GB (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 09:18

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Hvers vegna er svæðið í gjörgæslu ? það er ekki vegna virkjanaáforma það er vegna þess að eitthvað er að gerast undir jarðskorpunni þarna ,kvika er á hreifingu og getur allt eins gosið þarna ,þetta hefur ekkert að gera með virkjanaáform.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 25.1.2013 kl. 10:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, Guðmundur Eyjólfur, þetta hefur með virkjanaáformin að gera vegna þess að þetta sýnir vel einbeittan vilja áltrúarmanna að fara þarna inn með milljarða fjárfestingu, þrátt fyrir þá óvissu, sem ástand svæðisins skapar.

Ómar Ragnarsson, 25.1.2013 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband