Hvað er skyggnið og hvernig er sjólagið ?

Mikil fjölgun sjálfvirkra veðurstöðva hefur leitt af sér miklar framfarir á undanförnum árum. Það er til dæmis ekki ónýtt fyrir mig að sjá tölurnar frá veðurstöðinni "Brúaröræfi" sem er aðeins um þrjá kílómetra frá Sauðárflugvelli, en þar er hitinn að meðaltali einu stigi lægri en á flugvellinum.

Og 15 kílómetrum frá í hina áttina er enn betri veðurstöð við Kárahnjúka.

Sumt í upplýsingum þessara veðurstöðva tekur fram þvi sem gefið er upp í lesnum veðurfregnum í útvarpi svo sem úrkoman á síðustu klukkustundum og mestu vindhviður.

En nokkur atriði skortir á varðandi upplýsinganar frá sjálfvirku stöðvunum. Ekki eru gefin upp sjónrænar upplýsingar eins og skyggni, sjólag og atriði varðandi úrkomu eða ástand lofts og úrkomu eins og haglél, él, skúrir,þoka, þokuruðningur, lágarenningur, mistur, sandfok o. s. frv.

Ég tala ekki um þegar farið er nánar út í þetta eins og með orðunum "á síðustu klukkustund" eða "í grennd".

Sjálfvirkar myndavélar á nokkrum fjallvegum eru til bóta en það getur sest krap á þær en ekki á mannsaugun.

Ég tel að ekki megi fækka mönnuðum veðurstöðvum meira en orðið er.

Af uppgefnu rakastigi og hita má fá vísbendingar um skyggni en þar geta örfá prósentustig, jafnvel allt niður í eitt prósent, ráðið miklu og mín reynsla er sú að ekki er hægt að treysta þessum upplýsingum nema þegar rakinn er 100%.   


mbl.is Tæknin tekur yfir á Stórhöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Johnsen alsjálfvirkur,
er hann fer af þingi,
í Eyjum verður ætíð myrkur,
og él í landsynningi.

Þorsteinn Briem, 1.2.2013 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband