Gæti hækkuð þakið hálfa jörðina.

Höfuðstöðvar OR er eitt af mörgum minnismerkjum, sem ein kynslóð Íslendinga reisti um eigin græðgi og skammsýni á örfáum árum.

Stærst var Kárahnjúkavirkjun, en höfuðstöðvar Orkuveitunnar eru ofarlega á lista.

Það taka kannski ekki margir eftir því, en byggingin er hugsanlega besta tákn veraldar um eðli þess hagvaxtar og sóunar auðlinda með "exponental" eða stigvaxandi hraða, sem er trúaratriði okkar kynslóðar.

Byggingin er nefnilega mjóst neðst en breikkar eftir því sem ofar dregur. Ef byggingin yrði hækkuð og hækkuð með vaxandi hraða myndi hún smám saman þekja, - ekki aðeins allt Ísland og byrgja það undir sér, heldur hálfa jörðina þar sem meirihluti mannkyns myndi horfa lóðrétt beint upp á þetta minnismerki um stórmennskubrjálæði, flottheit, sóun og bruðl.


mbl.is Saga framúrkeyrslu og flottheita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Að þeir skuli ekki taka þetta hús í útibú Landspítalans, betra húsfá þeir ekki með vararafstöð, stækkunarpláss og bestu staðsetningu sem hugsast getur.

Eyjólfur Jónsson, 16.2.2013 kl. 21:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægt væri að leggja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn í Grafarvogi inn á þennan spítala.

Þorsteinn Briem, 16.2.2013 kl. 21:52

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Engin þjóð- utan okkarástkæra daufdumba-meðvirka þjóðfelags mundi hafa samþykktþetta sjálftekna dekur cið örfáa toppa OR. En við erum íllu von- ogboooorgum !

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.2.2013 kl. 22:10

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Þetta hús er aðeins smá sýnishorn af Hringbrautarvitleysunni, en eftir höfðinu dansa limirnir.

Myndir frá 1 -9 sýna hugsanlega þróun við færslu Landspítala og samgöngumiðstöð á Höfðann.

Sturla Snorrason, 16.2.2013 kl. 22:10

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

annars- VAR EINHVER BEÐIN UM SAMÞyKKI FYRIR ÞESSU ELDHÚSI  ? Landspítalinn varð að loka sínu eldhúsi og fekk mat fyrir sjúklinga í plasbökkum utan úr bæ- í lagi fyrir 1 til 3 nætur sjúklinga- ekki fólk sem dvaldi þar í 30 ár !

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.2.2013 kl. 22:13

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Væri nú ekki betra að fá fyrst upp á borðið sanþykkt þessa félags sem virðist ekki hafa nafn eða hvað þá fasta eigendur aðra en hugsanlega...

Ég vil við fáum að vita hverjir eru þarna á bakvið því þetta er ekki venjulegur samningur...

OR virðist vera búinn að ganga frá þessu án þess að það sé til skráð þetta félag, er ekki eitthvað skrítið við það....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.2.2013 kl. 00:36

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

upp á borðið samþykkt... sorry.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.2.2013 kl. 00:37

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er von að flestum íslenskum konum bregði í brún þegar þær sjá eitthvað stórt hérlendis.

Þorsteinn Briem, 17.2.2013 kl. 10:03

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvernig var það? Var þetta hús ekki byggt í tíð Ingibjargar Sólrúnar og hvað hét hann þarna kafbáturinn með skökku sjónpípunna sem hvarf, var það Alfreðin eða Alfredó, ég bara man það ekki?  

Hrólfur Þ Hraundal, 17.2.2013 kl. 11:21

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engar stórar opinberar byggingar hafa verið reistar í Reykjavík síðastliðna áratugi án þess að hnakkrifist hafi verið um þær árum og jafnvel áratugum saman.

Þar má nefna Ráðhúsið í Reykjavík, Perluna, hús Hæstaréttar, Seðlabankans og Orkuveitu Reykjavíkur, svo og Hörpu.

Þorsteinn Briem, 17.2.2013 kl. 12:12

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já en Ráðhúsið er en þá notað sem ráðhús og að ég best veit, hefur það dugað ágætlega, þegar þar innandyra er fólk sem veit og skilur.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.2.2013 kl. 13:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orkuveita Reykjavíkur verður áfram í Orkuveituhúsinu, Bæjarhálsi 1, Reykjavík.

"Salan [á Orkuveituhúsinu] er liður í Planinu svokallaða sem sett var upp til að bjarga Orkuveitu Reykjavíkur frá margvíslegum rekstrarvandræðum."

"Í umsögn Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um söluna segir m.a. að það sé mat hennar að salan bæti lausafjárstöðu fyrirtækisins verulega."

"Þá segir í umsögninni að salan styrki greiðsluhæfi á árinu 2013 en stór lán koma til greiðslu á þessu ári."

"Deilur um sölu og kaup á orkufyrirtækinu Reykjavik Energy Invest (REI) sem stóðu í október 2007 voru nefndar REI-málið og leiddu til þess að borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins féll.

Deilurnar snerust um Orkuveitu Reykjavíkur (OR), dótturfélag þess REI og félagið Geysir Green Energy (GGE), sem fjárfestingarfélagið FL Group og Glitnir banki hf. áttu meirihluta í.

Til stóð að sameina REI og GGE með það að markmiði að sameina krafta þeirra í útrás erlendis."

Deilur um Orkuveitu Reykjavíkur í október 2007 - REI-málið

Þorsteinn Briem, 17.2.2013 kl. 14:17

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í ríkisstjórn árið 2002 og Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra 11. apríl 2002:

"11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður af fulltrúum ríkis og borgar.

Stefnt var að einkaframkvæmdarútboði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004.

Áætlaður heildarkostnaður
var sagður tæpir 6 milljarðar króna.

Ríkið greiddi 54% og borgin 46%."

Þorsteinn Briem, 17.2.2013 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband