Samræming að hálfu, - skaðlegt að hálfu.

Að samræma aldurstakmörk varðandi sjálfræði fólks sýnist vera eðlilegt.

Hitt er staðreynd, byggð á víðtækum alþjóðlgum rannsóknum, að því betra aðgengi sem er að fíkniefnum (áfengi er algengasta fíkniefnið og veldur í heildina mestum skaða), því meiri er neysla þeirra og þar með tjónið af völdum þeirra.


mbl.is 18 ára megi kaupa áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta með að leyfa áfengisneyslu með lögum við 18 ára aldur er bara formsatriði og í reynd heiðarlegra heldur en að stinga hausnum í sandinn. Þessi 20 ára aldurstakmörkun í stað 18 ára er álíka tímaskekkja og segja að konur megi ekki kjósa. Ef einhverjir segja að þá færist áfengisneysla unglinga niður um tvö ár en er það staðreynd? Eru kannski einhverjir aðrir þættir sem spila inn?

Hins vegar þarf hver og einn að gera sér grein fyrir að allir vímugjafar eru hættulegir. Alveg eins og bílar, flugvélar og byssur er hættulegt í höndum óvita.

Sumarliði Einar Daðason, 24.2.2013 kl. 09:34

3 identicon

Það er þá kannski að þeir yfir 18 muni sækja meira í bjór enn í sterkt áfengi ef þeir geta keypt létt áfengi í matvörubúðum. Eitt dæmi er Noregur sem selur bjor í matvörubúðum og unglingar drekka einnig mikið meiri léttvín þar í staðinn fyrir sterkt vín samanborið við Ísland.

Dagur (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 16:12

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samband manna og fíkniefna er fullt af mótsögnum.  

Áfengisbann var óframkvæmanlegt á sínum tíma.

Nixon fékk Elvis Presley í heimsókn í Hvíta húsið og þeir báðir töluðu hátt um stríðið gegn fíkniefnunum þegar því var hrundið af stokkunum.

Nixon var svo drukkinn, þegar Yom Kippur stríðið braust út, að samstarfsmenn hans urðu að taka ákvarðanir, sem vörðuðu heimsfriðinn og tilveru mannkynsins, fyrir hann.

Presley dópaði sig í hel og gat alls ekki séð að hann væri dópisti, af því að hann notaði læknadóp.

Ómar Ragnarsson, 24.2.2013 kl. 16:21

5 identicon

Ég labba dag hvern í matvöruverslun sem selur áfengi og ekki langar mig í sopa. Hef verið edrú í tæp tvö ár.

Heiða Björk (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband