Brot á ákvæði stjórnarskrár um sannfæringu þingmanna.

Ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn skuli eingöngu fara eftir eigin sannfæringu og samvisku og engu öðru, hvorki fyrirmælum flokks, kjósenda eða þrýstihópa, er eitthvert mikilvægasta ákvæði hennar. 

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eini flokkurinn þar sem sú hugmynd kemur upp að skuldbinda þingmenn sína til að fara eftir fyrirmælum, annað hvort varðandi stefnu flokksins og hollustu við forystu hans, eða ákveðin "gildi" sem eigi að standa ofar sannfæringu og samvisku þingmanna.

Svipuð hugmynd kom upp í undirbúningi fyrir stofnun Borgarahreyfingarinnar á sínum tíma og þessi hugmynd skýtur alltaf við og við upp kollinum.

Komið hafa upp hugmyndir um að frambjóðendur sverji hollustueið við flokkinn, sem þeir bjóði sig fram fyrir.

Þetta er fráleitt, því að þegar þingmenn setjast á þing, sverja þeir eið að stjórnarskránni, og geta þá ekki staðið við hinn fyrri eið um skilyrðislausa hollustu við flokk sinn, stefnu hans og starf.

Það hefur áður verið prófað að þingmenn, embættismenn og hermenn sverji hollustueið við ákveðna stjórnmálastefnu og flokksforystuna. Sú regla var tekin upp í Þýskalandi árið 1935 og hollustueiðurinn við Foringjann lagði grunninn að því Adolf Hitler náði því kverkataki á her og þjóð sem kostaði meira en 50 milljónir manna lífið.  

Sem betur fór var tillaga felld brott á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um að ákveðin gildi einna trúarbragða umfram önnur við lagasetningu væru látin binda hendur þingmanna flokksins.

Enda hefði þá líka þurft að leggja fram tillögu um að flokkurinn beitti sér fyrir stjórnarskrárbreytingu til þess að þetta gengi upp.  


mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ókristilegur er sá flokkur,
útskitinn er drullusokkur,
ærlegur finnst þar ekki nokkur,
eins og ljótur Sjallasmokkur.

Þorsteinn Briem, 24.2.2013 kl. 17:10

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sú grein um að þingmenn skuli eingöngu fara eftir eigin sannfæringu og samvisku og engu öðru er þá átt við að þeir mega hunsa stjórnarskránna eins og þeir gera oft. Þarf ekki að setja inn skýrt ''að þingmenn skuli eingöngu fara eftir eigin sannfæringu og samvisku og stjórnarskrá lýðveldisins og engu öðru'', Ómar þú sem fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður hversvegna var þetta ekki gert til þess að skýra betur skyldur þingmanna.

Valdimar Samúelsson, 24.2.2013 kl. 17:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn og ráðherrar mega að sjálfsögðu ekki brjóta stjórnarskrána.

Geir H. Haarde
, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var dæmdur af Landsdómi, til að mynda Hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Þorsteinn Briem, 24.2.2013 kl. 18:10

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hugsanavilla birtist hér, Ómar Ragnarsson, í 1. lagi í því, að þú virðist ekki gera þér grein fyrir því, að með því áliti þínu, að það séu "eiðrof" gagnvart stjórnarskránni (ákvæðinu um að þingmenn séu aðeins bundnir við sannfæringu sína) að samþykkja eða öllu heldur framfylgja umræddri stefnu, þá væru samkvæmt þessu allar aðrar stefnuyfirlýsingar landsfunda og flokksþinga sömuleiðis brot gegn stjórnarskránni, af því að verið væri að þvinga samvizku þingmanna. Þú getur sem sé ekki tekið þessa stefnuyfirlýsingu frá í gærkvöldi sem eina tilfellið, sem ekki megi samþykkja á landsfundi.

Í 2. lagi veljast þingmenn á þing meðfram út frá sameiginlegum gildum þeirra með eigin flokksmönnum. Ef eitthvað í þeim (innmúruðum í flokkssamþykktir) fer um of fyrir brjóstið á einhverju þingmannsefni, ætti hann að láta vita af því í tæka tíð og jafnvel ekki gefa kost á sér -- velja jafnvel annan flokk.

"Ef þingmenn flokksins byndu sig fyrirfram til þess að láta ávallt gildi ákveðinna trúarbragða umfram önnur ráða við lagasetningu, væri það stjórnarskrárbrot," skrifarðu, en raunar er það ekki svo, að þingmenn séu látnir sverja eiðstaf að því að fylgja flokkssamþykktum út í æsar. Þeir leita hins vegar umboðs kjósenda meðal annars í krafti sinna flokkssamþykkta (sbr. VG-þingmenn, sem sviku þær reyndar í hrönnum).

Samanburður þinn við atburði í Þýzkalandi er svo öldungis út í hött. Eitt er líka hundtrygg hlýðni við blóðuga alræðisstefnu, allt annar handleggur er stuðningur við kristin gildi.

Þér ætti ekki að klígja við því, Ómar, að styðja kristna stefnu. Styður þú til dæmis lífsrétt ófæddra barna -- varla leggurðu óvinum þeirra þitt lið?

"Margir breyta - ég hef oft sagt ykkur það og nú segi ég það jafnvel grátandi - eins og óvinir kross Krists. Afdrif þeirra eru glötun." (Filippíbréfið, 3.18-19a, einn messutexti dagsins.)

PS. Steini Briem, hún Jóhanna þín Sigurðpardóttir hefur margbrotið stjórnarskrána og sumir kollgar hennar gert það með henni.

Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 22:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Enn mylur þú skítinn úr nábrókum þínum.

"... hún Jóhanna þín Sigurðardóttir ...."

Ertu að gefa í skyn að ég sé lesbía?!

Þú hefur ekki hugmynd um hvaða flokk ég kaus í síðustu alþingiskosningum.

Er Sjálfstæðisflokkurinn andvígur fóstureyðingum?!

Þorsteinn Briem, 24.2.2013 kl. 23:04

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

'Valdimar, það er innifalið í því að sverja eið að stjórnarskránni og hlíta öllum ákvæðum hennar, og meðal þeirra er ákvæðið um sannfæringu þingmanna.

Ég nefndi dæmið um Hitler aðeins til að minna á, hve langt skilyrðislaus og ófrávikjanleg fylgispekt við ákveðna stefnu getur leitt menn og heilar þjóðir þegar henni er fylgt út í ystu æsar.

Ómar Ragnarsson, 24.2.2013 kl. 23:17

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hélt, Steini, að þú værir svo hrifinn af öllum ESB-dindlum.

Nei, því miður er Sjálfstæðisflokkurinn EKKI andvígur fósturdeyðingum.

Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 23:22

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann þarf að gera iðrun og yfirbót.

Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 23:23

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Í BNA þá þurfa allir embættismen, Forseti og þingmenn og aðrir að sverja eyð, to defend and to protect the Consitution of the United States of America.

Hvernig væri að koma þessu inn í kerfið á Íslandi, en hvernig Forseti og þingmenn stjórna fer eftir því sem að þeim finnst rét, en hvað sem þeir gera að þá hafa þeir svarið eyða að gera ekkert sem kæmi til með að skaða Stjórnarskránna.

En þegar Ríkisstjórn fer ekki eftir lögum og dómsorðum frá Hæstaretti Íslands, við hverju er öðru að búast en anarkí.

Ekki það að ég hafi þessa reglugerð fyrir framan mig en segir ákvæði Stjórnarskrárinar EINGÖNGU, eða er það eitthvað sem þú bættir við?

Þurfa þingmenn semsagt ekki að fara eftir lögum og Stjórnarskrá þegar þeir standa undir skrift og greiða atkvæði um lög og reglugerð, ef þeirra brenglaða samvizka og sanfæring telur að þeir eigi að gera eitthvað sem brýtur í bága við lög og Stjórnarskrá?

Kveðja frá London Gatwick

Jóhann Kristinsson, 24.2.2013 kl. 23:31

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Jóhanna Sigurðardóttir væri með dindil en þú veist greinilega ýmislegt sem flestir vita ekki.

Og sjálfsagt ertu hrifinn af þínum eigin dindli, Jón Valur Jensson.

Þorsteinn Briem, 24.2.2013 kl. 23:32

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 24.2.2013 kl. 23:40

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Landsfundur Vinstri grænna [í mars 2009] tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald.

Þess vegna kemur ekki á óvart að þingmenn VG greiði sumir atkvæði með tvöföldu leiðinni en aðrir með tillögu ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli fyrirliggjandi samnings, þegar þar að kemur."

Virðum ólíkar skoðanir gagnvart ESB

Þorsteinn Briem, 25.2.2013 kl. 00:00

13 identicon

Blessaður Ómar!

Ég bauð mig fram til stjórnlagaþings á sínum tíma og geri mér fulla grein fyrir að samþykktir landsfundar stjórnmálaflokks eru ekki landslög hendur stefnuyfirlýsing meiri hluta mættra landsfundarmanna. Hvernig getur þú stjórnlagaráðsmaðurinn komist að ofangreindri niðurtöðu og hvers vegna er þér svona uppsigað við þessa einu samþykkt? Það virðist vera í tísku að ráðast gegn kristnum gildum í tíma og ótíma eins og enginn væri morgundagurinn. Nú legg ég til að þú grandskoðir hug þinn og ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að þú hafir hlaupið á þig þá ertu maður að meiru ef þú leiðréttir það og ekki á minna áberandi hátt en þú gerð er þú lagðir að jöfnu kristin kærleiksgildi og  illskuhelför Hitlers.

Áslaug Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband