Leiðin liggur í bili um endurbætta bíla. .

Leiðin í áttina að því að mengunarlausir bilar líði um vegi og götur er greinilega áfangaskipt.

 Ástæðan er fyrst og fremst sú, að ennþá skilar ný og betri tækni því sæmilega áfram að minnka mengun frá bensín- og dísilknúnum bílum minnki jafnt og þétt. 

Þannig er sú ívilnun að bílar sem skili minna en 120 grömmum af koltvísýringi út í andrúmsloftið fái frítt í bílastæði þegar orðin hressilega úrelt, því að nær allur floti hinna minni bíla er kominn undir það mark og margir langt niður fyrir.

Þeir eru líka komnir niður fyrir 5 lítra meðaleyðslu á hundraðið eftir staðli Evrópusambandsins, sem er þó óraunhæf viðmiðun í okkar svala loftslagi.

En minnkun á eyðslu og mengun er þó ótvíræð og það seinkar tilkomu rafbíla, sem menga ekkert sjálfir þótt orkuverin sem gefi þeim raforku mengi flest. 

Því að það er rétt að geta þess að erlendis menga rafbílar þó óbeint, því að orkugjafarnir, sem skapa rafmagnið, koma aðallega frá orkuverkum, sem menga, en þó að sjálfsögðu ekki nema hluta af því sem bílarnir myndu menga samanlagt ef þeir væru hver og einn knúnir beint af jarðefnaeldsneyti. 


mbl.is Rafmagnsbílar heillum horfnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Þetta er algjör synd að heyra með rafmagnsbílinn.  En ég velti fyrir mér einu varðandi rafmagnsbílinn, hefur verið útreiknað, gróflega vissulega, hve mikla raforku þyrfti t.d. til að keyra bílaflota landsins, ef honum væri skipt út í einni svipan yfir í rafmagnsbíla?  Það er nú kannski brot af því sem við erum nú þegar að framleiða, en erlend lönd þyrftu hins vegar að stækka eða fjölga þeim orkuverum, hlýtur að vera, sem þau notast við... sem er, eins og þú bendir réttilega á, þó örugglega í heidina að menga töluvert minna en bílafloti þess lands. 

Hefði haldið að hybrid af vetni og rafmagni væri sniðug lausn, þegar að geymslulausn á vetni í bílunum er komin í gott horf (var það ekki aðal vandamálið annars?) 

En svo er svolítið "fyndið" að sjá hve margir haldi að þegar faratæki hætta alfarið að notast við eldsneyti unnið út hráolíu, að olíuvinnsla hætti... hún mun að sjálfsögðu minnka, en hættir aldrei... eða seint alla vega.

ViceRoy, 26.3.2013 kl. 10:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki þarf að reisa hér sérstakar virkjanir vegna rafbílanna, því þeir verða að mestu leyti hlaðnir á nóttunni þegar raforkunotkun heimilanna er minnst að öðru leyti.

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 10:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðakostnaður mun skipta hér tiltölulega litlu máli í framtíðinni, því nú kostar innan við 100 krónur að aka rafbíl á milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Rafbílar verða eftir nokkur ár algengir hérlendis, sem mun lækka töluvert kostnað við flutning vara frá Reykjavík út á landsbyggðina og þar með vöruverðið þar.

Hins vegar hefur Bónus verið með sama vöruverð á öllu landinu.

Kostnaður við flutning vara og fólks mun því skipta mun minna máli
hér eftir nokkur ár en nú.

Rafbílar menga heldur ekki andrúmsloftið eins og hefðbundnir bensínbílar
og skapa ekki hávaða, sem skiptir miklu máli í þéttbýli.

Sá tími sem fer í að komast í og úr vinnu skiptir fólk hins vegar miklu máli
og hagkvæmast er að búa sem næst sínum skóla eða vinnustað, auk þess sem mikil umferð kostar mikið og dýrt viðhald gatna og vega.

Það hefur engan tilgang að hugsa eins og veröldin muni ekki breytast mikið, einnig á hverjum áratug fyrir sig.


Hvernig litu farsímar og fartölvur út fyrir 15 árum? Ör þróun á rafhlöðum þeirra hefur vegna síaukinnar eftirspurnar gert rafbíla hagkvæmari og mun gera þá enn hagkvæmari en nú.

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 10:51

4 identicon

Aths til Breimarans:

Algeng verð á KWh til heimilisnota er 12 kr.

Fyrir 100 Kr fást 8KWh.

Ekki reyna að halda því fram að hægt sé að aka rafmagnsbíl tæpa 400 Km á 8 KWh.

Ef aksturinn tekur 4 klst þá jafngildir það að bílinn megi knýja með 2KW afli sem er ígildi 2,5 hestafla!

Uppbygging og rekstur vegakerfisins mun kosta það sama og nú þó svo að bílarnir verði knúnir raforku og að sjálfsögðu verður að greiða ígildi bensíngjalds af rafbílum til að fjármagna vegi og vegþjónustu.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 11:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafbíllinn Tesla Roadster eyðir einni hleðslu, 7,2 kílóvattstundum, frá Reykjavík til Akureyrar á 80 kílómetra hraða á klukkustund fyrir 68 krónur á taxta Orkuveitu Reykjavíkur, 1,51 kílóvattstund á klukkustund 382ja km. vegalengd.

Tesla Roadster fer 388 km. á einni hleðslu


VW Polo BlueMotion
, sem var valinn bíll ársins 2010, eyðir einungis 3,3 lítrum á hundraðið, er sparneytnasti og umhverfisvænsti fimm sæta bensínbíllinn í heiminum. Hann eyðir því 12,6 lítrum af bensíni á milli Reykjavíkur og Akureyrar, sem kosta nú 2.330 krónur, eða 34 sinnum hærri upphæð en rafhleðsla Tesla Roasters á þessari leið.

Einn Tesla Roadster er til hérlendis, skráður á íslensk númer. Sjálfur bíllinn er í rauninni Lotus-sportbíll en Tesla-fyrirtækið í Silicondal í Kaliforníu kaupir bílana án vélar, gírkassa og innréttinga, setur í þá rafmótor og gengur frá þeim að öðru leyti.

Geymarnir eru samstæða yfir þrjú þúsund farsímarafhlaða en nokkrar gerðir geymasamstæða eru fáanlegar hjá Tesla og sú stærsta kemur bílnum um 500 kílómetra vegalengd. Fjöldaframleiðsla er nú að komast á skrið á Tesla-rafbílum, hátt í þúsund Tesla Roadster hafa verið seldir og biðlisti kaupenda er langur.

Sparakstur á Tesla-rafbíl


General Motors
ætla að verða fyrstir með rafbíl með ljósavél sem gengur fyrir lífrænu etanóli og hleður geymana í Chevrolet Volt jafnóðum og honum er ekið. Fjöldaframleiðsla á bílnum á að hefjast í desember á næsta ári og hann á að kosta 21-27 þúsund bandaríkjadali, eða 2,7-3,5 milljónir króna á núvirði.

Chevrolet-rafbíll með ljósavél sem hleður geymana jafnóðum


BMW-rafbílar, jeppar og fólksbílar


Bensín á nýjan 2,2ja milljóna króna bíl kostar hér að meðaltali 172.800 krónur á ári, miðað við 40 km. akstur a dag og 144 krónur fyrir lítrann af bensíni, samkvæmt FÍB.

En nú kostar lítrinn 185 krónur og miðað við þá upphæð og 30 km. akstur á dag að meðaltali þyrfti að kaupa bensín á VW Polo BlueMotion fyrir að minnsta kosti 166.500 krónur á ári.

Og 34 sinnum lægri upphæð í kaup á raforku fyrir Tesla Roadster er fimm þúsund krónur á ári, 14 krónur á dag, eða 10% af raforkukaupum meðalfjölskyldu á ári.

VW Polo Bíll ársins 2010


Meðalfjölskylda notaði hér 4.400 KWh af rafmagni árið 2008 fyrir 52.400 krónur, eða 144 krónur á dag, sem er um 30% lægra verð en árið 1997, en verð á raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur til heimilisnota er nú 9,49 krónur fyrir kílóvattstundina.

Verðskrá Orkuveitu Reykjavíkur


Raforkuverð á Íslandi 1997-2008


Í Reykjavík er einkabílum ekið að meðaltali 30 kílómetra á dag, og hægt er að fullhlaða rafbíla á nóttunum með ódýru húsarafmagni, þegar rafmagnsnotkun fyrirtækja er minnst.

REVA-rafbíllinn
er fyrst og fremst fyrir borgarumferð, þar sem hann dregur 80 kilómetra á einni hleðslu. "Also available now is an off-board charger, one that requires 3-phase power, that can give you a 90 percent charge in an hour. That's substantially less than the 6 hours it takes to fill up from an ordinary socket. The current lead acid batteries take 8 hours to charge completely."

Reva Electric Car Company offering lithium ion option


REVA Electric Car


Tesla Roadster


Að sjálfsögðu mun verð á rafbílum lækka mikið á næstu árum
vegna aukinnar eftirspurnar um allan heim. REVA-rafbílar kosta á Indlandi 7.500 bandaríkjadali, eða 958 þúsund íslenskar krónur, en um eina og hálfa milljón króna í Bretlandi, Costa Rica og Chile.

Það telst nú engan veginn há upphæð fyrir einkabíl, sem þar að auki er hægt að hlaða hér með húsarafmagni, sem er með því hagkvæmasta í heiminum í öllu tilliti.

Og sjálfsagt er að hafa hér lága eða jafnvel enga tolla á rafbílum, þar sem mikill gjaldeyrir sparast vegna minni innflutnings á bensíni og REVA-rafbílar verða jafnvel framleiddir hérlendis.

Bensínvélar eru flóknar, viðgerðarkostnaður rafbíla verður mun lægri en hefðbundinna bensínbíla og innflutningur á varahlutum því mun minni.

Verð á bílavarahlutum hækkaði hér um 40% í fyrra


Og það stenst engan veginn að engar framfarir verði í rafhlöðum fyrir bíla, fartölvur og og farsíma á næstu árum og áratugum, þegar geysilegar framfarir hafa orðið í þeim efnum á undanförnum árum.

Steini Briem
, 18.12.2009 kl. 07:40

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 12:03

6 Smámynd: ViceRoy

Já, nokkrir góðir punktar þarna Steini, en þetta með undir 100 kr. til Akureyrar á ég erfitt með að trúa.

Sigurður kemur með góðan punkt. Það gjald sem ríkið verður af eldsneytisgjaldinu, sem að einhverju leyti er notað til samgöngumála... rest fer nú væntanlega í ríkissjóð. Leggur ríkið einfaldlega ekki enn meiri skatt og og setja álögur á raforku til að ná inn hinum miklu skatttekjum sem það verður af?  Bifreiðagjöld munu væntanlega hækka verulega til að auka þær tekjur sem eiga að fara í vegaframkvæmdir.  Plús: Þau gjöld ættu í raun og veru eftir að hækka verulega í kjölfar þess að mun ódýrara væri að ferðast = meiri umferð um vegi landsins; meira slit á vegum og því meira viðhald. Hvað þá ef þú kæmist til Akureyrar ef það kostaði minna en 100 kr, í staðinn fyrir tjah, 10-15.000 krónur. Það hlýtur að segja sig sjálft að ef svo væri með verðmuninn á milli bensín/dísel og rafmagnsbíla, þá vantar töluverðar upphæðir til að viðhalda vegakerfinu.

Vert er að nefna hið "rétta hugarfar" ríkisins varðandi díselinn, þegar þungaskatturinn var aflagður; dísel vélar menga minna vegna þess að það er fullkomnari bruni í díselvélum, sem og þær eyða minna, þannig að ríkið hefði í raun strax átt að stuðla að kaupum á, og notkun díselbíla, en í staðinn voru lagðar sömu álögur á dísel og bensín, sem þýðir að verðið er svipað.

Rafmagnsbílarnir eru sniðugir en hvernig þessi mál yrðu leyst væri gaman að sjá... því það er ekki eins og þessir peningar verða til í ríkissjóð nema eitthvað muni hækka verulega. Sennilegast yrði leyst með vegatollum, tollhlið hér og þar, gíðarlega há gjöld yrðu þau örugglega að vera, sem myndi í raun bara á endanum hefta för fólks um landið. 

ViceRoy, 26.3.2013 kl. 12:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alls var flutt hér inn bensín á bíla fyrir um 11,5 milljarða króna (CIF-verð) árið 2008.

Cif-verð (Cost, Insurance, Freight) = fob-verð að viðbættum kostnaði sem fellur á vöruna þar til henni er skipað upp í innflutningslandi.


Loftmengun og hávaðamengun
vegna hefðbundinna bensínbíla kostar einnig mikið fé.

Loftmengun í Reykjavík er aðallega vegna bílaumferðar, hljóðmanir hafa verið reistar og Reykjavíkurborg hefur styrkt eigendur húsnæðis við Hringbrautina til að kaupa þykkra rúðugler vegna hávaða frá umferðinni.

Og loftmengunarkvótar vegna bílaumferðar geta kostað íslenska ríkið háar fjárhæðir
.

Árið 2008: Rafbílar á Íslandi eru fýsilegur kostur, bls. 16


Iðnaðarráðuneytið 2008: Innlend orka í stað innflutts eldsneytis


Steini Briem
, 16.12.2009 kl. 19:19

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 12:32

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Það gjald sem ríkið verður af eldsneytisgjaldinu"

Ekki syrgja það. Ríkið sóar því öllu í vitleysu sem hjálpar engum.

Annars - ef evrópubúar væru til í að setja upp kjarnorkuver - sem verða sífellt þróaðri og betri - í stað allra þessara kola-orkuvera, þá myndu þeir vel geta rafbílavætt allt gatnakerfið.

Annars er eitt í öllu þessu tali sem mig undrar mjög: hvað þeir finna alltaf að koltvísýringi. Það er ekki eitraði parturinn af útblæstri. Nema síður sé.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2013 kl. 13:01

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ending rafhlaðanna [í rafbílum] samsvarar 270 þúsund kílómetra akstri og sé miðað við 13.500 km. árlegan meðalakstur [37 km. á dag] þýðir það tuttugu ára endingu hverrar rafhlöðu."

En meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund km. á ári, eða 30 km. á dag.

Árið 2008: Rafbílar á Íslandi eru fýsilegur kostur, bls. 16

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 13:18

10 identicon

Hleðsla Tesl Roadster rafgeymanna er ekki 7,2 KWh heldur ub 10X sú tala. Raforkunotkun og raforkukostnaður á leiðinni Ak-Rvk er því 10X hærri en Breimarinn gefur upp.

Talan hans gæti hinsvegar átt við rafmagnsreiðhjól sem hlaðið væri reglulega á leiðinni .

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 13:31

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Sunnanvindur,

Eyðsla rafbílsins Tesla Roadster er ekki gefin upp af mér sjálfum.

Reyndu svo að skammast til að nota þitt eigið nafn, fyrst þú finnur þig knúinn til að uppnefna fólk, ræfillinn þinn.

Tesla Roadster fer 388 km. á einni hleðslu

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 13:53

12 identicon

Þegar hinn eini og sanni Tesla var að gera tilraunir með að senda rafmagn

þráðlaust frá orkuverinu til bílsinns, og var að ræða við sinn fjármálalega

bakhjarl ,en sá spurði einfaldlega hvar á að setja mælirinn (auðvitað skattmælirinn)

var meistaranum fátt um svör og þar  með endaði einnig fjarmögnun tilraunarinnar.

Þetat verður spurning fjármálráðherrans þegar eldsneytissalan hefur dregist saman að

ráði sökum rafvæðingar bílaflotans.

Í USA eru til þvílík firn af kolum í jörðu að talið er að muni endast í amk.400 ár með

sömu notkun og nú er ,en um helmingur raforkuframleiðslunnar þar er framleidd

með kolum.Tala svo um minkandi bruna jarðefna eldsneytis,ekki þar í landi.

Pall Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 16:42

13 identicon

Skv. wikipedíu, og hún hefur upplýsingarnar frá umhverfisstofnun BNA eða hvað það batterí nú er kallað, eyðir tesla 13.5 kwst á hverja hundrað kílómetra.  Til Akureyrar myndi hún þá eyða ca. 53 kwst sem kosta skv. taxta Orkuveitu Reykjavíkur hub. 700 krónur ef hún kæmist á einni hleðslu.  Þó er það ekki líklegt því auglýst drægi hennar er miðað við mun betri vegaaðstæður en hér eru.  Þá má ekki  gleyma því að skipta þarf um rafgeyma eftir ca. 110 þúsund kílómetra.  Þeir eru boðnir í BNA á 12000 dali og myndu kosta umtalsvert meira hér.  En reiknum bara með að þeir kosti eina og hálfa milljón sem deilt með 110000 gefur 13,6 krónur á kílómetrann eða 5279 krónur til Akureyrar.  Því er aksturskostnaður við rafmagn og geyma samtals um 6000 krónur á bíl eins og tesla.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 16:45

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í febrúar 2012 var innkaupsverð á bensíni hér á Íslandi um 94,50 krónur, flutningur, tryggingar og álagning um 32,40 krónur, fast kolefnisgjald 5 krónur, fast bensíngjald samtals um 64 krónur og virðisaukaskattur um 50 krónur.

Í ágúst 2007 var innkaupsverð á bensíni um 34,40 krónur en í febrúar 2012 um 94,50 krónur, tæplega þrisvar sinnum hærra en í ágúst 2007.

Bandaríkjadollar kostaði um 61 íslenska krónu 1. ágúst 2007 en um 123 krónur 1. febrúar 2012, 102% eða tvisvar sinnum meira en í ágúst 2007.

Bensín kostaði hér um 120,70 krónur í ágúst 2007 en um 245,90 krónur í febrúar 2012, 104% eða tvisvar sinnum meira en í ágúst 2007.

Á sama tímabili hækkaði hins vegar gengi Bandaríkjadollars gagnvart evrunni einungs um 4,4%.


Og heimsmarkaðsverð á olíu er skráð í Bandaríkjadollurum
.

Samsetning bensínverðs - DataMarket

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 17:03

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegalengdin á milli Reykjavíkur og Akureyrar, 382 kílómetrar, á 80 kílómetra hraða á klukkustund er 4,775 klukkustundir sinnum 1,51 kílóvatt á klukkustund er 7,2.

Verð á raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur til heimilisnota var 9,49 krónur fyrir kílóvattstundina árið 2009.

Og 9,49 krónur sinnum 7,2 eru 68,33 krónur.

Tesla Roadster fer 388 km. á einni hleðslu - Auto Motor
& Sport

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 17:32

16 identicon

Að sönnu stendur í greininni sem vitnað er í á heimasíðu FÍB að bíllinn hafi aðeins notað 1,5 kw á klukkustund á leiðinni frá Gautaborg til Eskilstuna.  En í grein sænska tímaritsins stendur líka að  straumnotkunin hafi verið 20-40 amper.  Skilgreining á watti er volt x amper.  Nú er rafgeymir tesla 370 volt skv. sömu grein og ef straumnotkunin var ca. 30 amper gera það ca. 11 kw pr. klst. þannig að eitthvað eru útreikningar þeirra skrítnir.  Nú kostar kwst. til heimilisbrúks hjá Orkuveitunni í Reykjavík 13,22 krónur.  Og svo verður vitaskuld að reikna afskriftir af rafgeymum með í pakkanum.

http://www.automotorsport.se/artiklar/nyheter/20091109/elbilen-tesla-nu-ar-det-stopp

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband