Hvað um áhrif aurburðar jökulfljótanna?

Hafró fékk ár til að leggja dóm á áhrif stórminnkaðs framburðar aurs út í Héraðsflóa vegna Kárahnjúkavirkjunar. Viðfangsefnið var stórt og flókið og að sjálfsögðu engin von til þess að bitastæð niðurstaða fengist.

Ljóst að mörg ár þyrfti til að rannsaka þetta mál, og þá ekki aðeins út af Héraðsflóa heldur ekki síður út af suðvesturströndinni eftir að mikið af aurburði Þjórsár hætti að streyma til sjávar, heldur féll til í miðlunarlónum.

Margt bendir til að aurburður jökulfljóta eða aurugra fljóta hafi umtalsverð áhrif á lífríki sjávar og hefur þetta borið á góma bæði hér á landi og erlendis.

En það eru miklir sérhagsmunir í húfi bæði hér og til dæmis í Kína varðandi þetta, því að þeir sem standa að virkjunum aurugra fljóta, vilja að sjálfsögðu ekki að neitt sé verið að skoða þetta.

Fyrir bragðið skortir almennilegar rannsóknir á þessu sviði og er það miður.  


mbl.is Eldgosið hafði líka jákvæð áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband