70 ára tær snilld í kosningaloforðum.

Þegar litið er til baka og skoðað, hverju flokkar lofa fyrir kosningar, sést að Framsóknarflokkurinn er líklega slungnastur allra flokka í þessu efni.

Flokkurinn stóð að vantrausti á minnihlutastjórn Ólafs Thors 1949 vegna áforma hennar um óhjákvæmilega gengislækknu, og fór Framsókn í þær kosningar með loforð um að koma í veg fyrir gengislækkun.

Eftir kosningarnar fór flokkurinn í stjórn með Sjálfstæðismönnum og gengið var auðvitað fellt í boði þessara flokka.

Í sömu kosningum fékk Framsóknarflokkurinn mann á þing í Reykjavík í fyrsta sinn í sögu sinni. Rannveig Þorsteinsdóttir lofaði því að flokkurinn myndi "segja fjárlplógsstarfseminni, sem Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir, stríð á hendur".

Eftir kosningar var farið í eitt innilegasta stjórnarsamstarf í sögu íslenskra stjórnmála með helmingaskiptum við þá sömu fjárlplógsstarfsemi Sjálfstæðisflokksins og Rannveig Þorsteinsdóttir hvarf úr sögu en hafði gert sitt gagn fyrir flokkinn. 

Framsóknarflokkurinn lofaði 1956 að reka herinn úr landi. Hermann Jónason myndaði stjórn með þessu loforði í stjórnarsáttmála, en það var svikið. Í sömu kosningum var því lofað að vinna ekki með "kommúnistum" í stjórn. Mynduð var stjórn með þeim eftir kosningar. 

Framsóknarflokkurinn treysti á gullfiskaminnið og lofaði því aftur 1971 að reka herinn, en það fór á sömu leið hjá Ólafi Jóhannessyn og hjá Hermanni Jónassyni. Eftir kosningar 1974 fór flokkurinn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum til þess að treysta veru hersins. 

Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningarnar 2003 að auka svo mjög húsnæðislán heimilanna að þau yrðu minnst 90%. Hafði áður einkavætt bankanna og skapað þensu með virkjana-og stóriðjuframkvæmdum sem olli með þessu samanlögðu mestu þenslu og græðgisgróðæri sögunnar. 

Kunnáttumenn um þetta vöruðu ráðamenn flokksins eindregið við þessu og spáðu því, sem síðar kom á daginn, að vegna aðstæðna í boði Framsóknar og tilkomu einkaeignar bankanna myndi skapast útlánakapphlaup af áður óþekktri stærð. 

Heimilin fjórfölduðu skuldir sínar á örfáum árum, en afleiðingarnar af þeirri staðreynd eru nú nefndar "forsendubrestur" og Framsókn komin með kosningaloforð, ekki minna en hin fyrri, um að hrifsa nokkur hundruð milljarða af "hrægömmum" og dreifa þeim yfir þá, sem ákafast dönsuðu Hrunadans gróðærisins í boði Framsóknar. 

Þeir, sem ekki eignuðust neitt fá ekki neitt en hinir eru svo margir, sem skulda, og loforðið þar að auki látið ná yfir allar skuldarana, að fylgið sópast til Framsóknar, rétt eins og í kjölfar fyrri loforða í meira en 70 ár en þó i meira mæli en nokkru sinni fyrr. 

Það er pottþétt að ná í fylgi ef hægt er að benda á ytri óvin, sem berjast þurfi við. Í þessu tilfelli eru það eigendur "snjóhengjunnar" sem Framsókn fellir undir heildarheitið "hrægammar" með því að benda á illt eðli erlendra vogunarsjóða. Og vissulega er tilvist þeirra nöturleg en það gleymist að hún er í fullu samræmi við það hugarfar græðginnar sem 12 ára valdaseta Sjalla og Framsóknar fóstraði og nærði.

Vogunarsjóðirnir eiga að vísu aðeins helminginn þessum 1200 milljörðum, en það skiptir engu máli. Það verða teknir af þeim hið snarasta hundruð milljarða og dreift þeim til þeirra, sem forsendubresturinn lék grátt, íslensku heimilin, sem nú geta upplifað væntingarnar frá 2003 á nýjan leik. 

Staðreyndin er hins vegar sú að helmingurinn af eigendum snjóhengjunnar eru ósköp venjuleg fyrirtæki, sjóðir og einstaklingar, sem trúðu á stóru bóluna sem Framsókn blés upp eftir 2003 og horfa nú fram á hliðstæðan "forsendubrest" og íslensku heimilin gera. 

En hrægammar skulu þessir aðilar samt heita þótt þeir létu blekkjast til að fjárfesta á sömu forsendum og íslensku heimilin á meðan Framsókn réði ferðinni.

Og þeir aðilar íslenskir, sem létu blekkjast, eru allir felldir undir heitið "heimilin" þótt stór hluti íslensku skuldaranna geti ekki fallið undir heitið "heimili. 

En kosningaloforð verða að vera einföld og skýr:;

1949: Umbótastefna Framsóknar gegn fjárplógsstarfseminni

1949. Framsókn gegn gengisfellingu!

 1956: Framsókn gegn hernámi landsins! 

1956: Umbóta- og lýðræðisaflið Framsókn gegn kommúnistum!

1971: Framsókn gegn hernámi Íslands !

2003: Framsókn lætur fólkið eignast húsnæði!

2009: Framsókn gefur þjóðinni nýja stjórnarskrá!

2013: Hundruð milljarða til íslenskra heimila í boði Framsóknar!

Þessi einföldu slagorð eru svo áhrifarík vegna þess að með með er stillt upp einföldum andstæðum, sem allt á að snúast um: Erlendir hrægammar gegn íslenskum heimilunum.

Framsókn hefur staðið sig vel á þessu sviði síðustu 70 árin en oft í harðri samkeppni við keppinautana um hylli kjósenda. Sumir þeirra hafa ekki jafn mikið hugmyndaflug, svo sem Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur lofað skattalækkunum og minni eyðslu hins opinbera alla sína tíð ! 

Þegar mesta gróðærið var hér 2003-2008 tókst flokknum að þenja ríkisbáknið út meira en dæmi höfðu verið áður, einmitt þegar menn hefðu haldið að slíkt gerðist ekki. 

Og kratar og allaballar voru stundum samferða Framsókn í því að lofa meiru en þeir gátu efnt, svo sem að reka herinn, og Haraldur Guðmundsson fékk það hlutskipti að lýsa yfir því fyrir hönd Framsóknar og Alþýðuflokksins (Hræðslubandalagsins) að ekki kæmi til greina að vinna með Alþýðubandalaginu eftir kosningar. 

Haraldur var gerður að sendiherra í Osló strax eftir kosningarnar og sögðu sumir, að það hefðu verið laun fyrir það hvernig hann fórnaði sér. 

 

 

 

 


mbl.is Framsókn stærst í könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa samantekt Ómar.

Annað mál, -kærar þakki fyrir boðið í bíó í gær!

Þú veltir upp hvort það yrði skömm eða heiður aðstandenda Kárahnúkavirkjunar sem yrði minnst á meðan land byggist.

Ég ætla ekki lengra en þú í þeim efnum en það er víst að heiður þinn fyrir kvikmyndagerðina, heimildasöfnunia og upplýsingamiðlunina mun standa meðan land byggist.

Vil hvetja þig til að tryggja að myndefnið verði varðveitt hjá kvikmyndasafni eða þjóðmynjasafni, -þetta er ómetanleg heimild um veröld sem var, -og meira í vændum.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 11:40

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mörgum kjósendum Framsóknarflokksins hefur þú skemmt í gegnum árin Ómar og slærð ekkert af í þeim efnum.Og nú þarf Famsóknarflokkurinn ekkert að borga þér fyrir skemmtunina eins og var á arum áður.Takk fyrir.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2013 kl. 17:06

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er merkilegt. Það virðist sterk popúlísk taug í Framsóknarflokknum.

Núverandi loforð er samt einsdæmi, að mínu mati. Þeir eru að lofa fólki, eða þeim sem skulda húsnæðislán, peningum. Og þannig framsett að peningarnir komi bara eftir helgi.

Þetta er, að mínu mati, einsdæmi. Að lofa fólki bara hard cash fyrir að kjósa sig.

Td. loforðið 1999, framsóknarmenn í stríð gegn fíkniefnum, að það er annars eðlis og svona almennt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2013 kl. 18:02

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. að hin popúlísku loforð sem nefnd eru í sögu framsóknarflokks eru dæmigerð almennt lýðskrum sem erfitt er að festa fingur á fyrir utan að höfðaði inná andrúmsloft hvers tíma. Herinn o.s.frv.

Það er þá helst 90% lánin 2003 en samt er það ólíkt loforðinu núna.

Þetta loforð núna - maður spyr sig hvort ekki sé einsdæmi á vesturlöndum allavega á seinni árum. Lofa fólki, og alveg afmarkað og vitað hverjir fá, fólk lítur bara á lánin sín - framsókn lofar fólki fjármunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2013 kl. 18:19

5 identicon

Þessar kosningar gætu orðið "Feuertaufe", eldskírn, íslenska lýðveldisins.

Munu innbyggjarar láta popúlismann stjórna gjörðum sínum, aðeins 5 árum eftir Sjallahrunið? Eða munu þeir sýna pólitískann þroska, sem skipar okkur sess á maðal lýðræðisríkja Evrópu?

Spennandi!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 18:29

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er einhver með álíka dæmi frá vestrænum ríkjum um kosningaloforð? Þ.e. að almenn loforð um skattlækkanir og/eða skattaafslátt eins og td. Sjallaflokkur er með - það er allt annars eðlis. Það er almennt og þannig framsett að augljóslega er það opið fyrir debatt eftir kosningar og/eða samningum við stjórnarmyndun.

Það er framsetning Framsóknar er sem er, það sem eg kalla, viðbjóðsleg.

Loforðið og framsetninguna skilja allir sem 20-25% niðurfellingu húsnæðisskulda sinna. Þetta snýr beint að einstaklingum. Snýr að ÞÉR og MÉR o.s.frv.

Mér finnst þetta hafa fengið furðulega litla umfjöllun. Er þetta ekki bara m....? Er ekki verið að m... fólki til að kjósa sig? Og er það ekki bannað?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2013 kl. 18:40

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,127. gr. Það varðar sektum nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum:

a. ef maður ber fé eða fríðindi á mann eða heitir manni fé eða fríðindum til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði,..."

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000024.html

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2013 kl. 18:46

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta með fíkniefnalaust Ísland var reyndar flóknara en svo að rétt væri að skrifa Framsókna eina fyrir því, svo að fengnum nánari upplýsingum, tók ég þetta loforð út úr pistlinum.

En hitt stendur samt. 

Ómar Ragnarsson, 26.4.2013 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband