Siðgæði er kall þessarar aldar.

Bætt siðgæði er kall 21. aldarinnar, því að án aukins siðgæðis mun mannkynið ekki  komast í gegnum öldina án mikilla ófara. Þess vegna er fagnaðarefni framlag fimm háskólamanna í formi ákalls um þetta.

Mannkynið mun heldur ekki komast í gegnum siðferðilegar áskoranir þessarar aldar rányrkju á auðlindum jarðar, tillitssleysis gagnvart komandi kynslóðum og arðráns, nema að sú siðbót verði hjá fólki, sem aðhyllist margs kyns trúarbrögð og lífskoðanir. 

Þótt hverjum finnist sinn fugl fagur í því efni eru ákveðin gildi sígild í siðferðilegum efnum, sem mynda grunnstoð hverra trúarbragða og hverrar þeirrar lífskoðunar, sem berst fyrir réttlæti, sanngirni, frelsi og jafnrétti.  


mbl.is Stórt skref í mannréttindabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar fullyrðir hér að grunnstoð allra trúarbragða sé sígild siðferði.

Djörf fullyrðing, svo ekki sé meira sagt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband