Vanmat á erfðafræðilegri færslu vitneskju dýranna?

Vanmat manna á getu dýrategunda til að nýta sér reynslu sína í leit að lífsskilyrðum í náttúrunni hefur lengi verið mikið. Það er algeng hugsun að dýr séu svo heimsk að þau geti ekki lært af því  hvernig umhverfi þeirra og aðstæður breytast. 

Þetta vanmat er furðulegt í ljósi ótal dæma um það hvernig dýr, fuglar og plöntur virðist "læra" af reynslunni ár frá ári, til dæmis vegna hlýnandi loftslags, og farfuglar komi til dæmis til landsins fyrr með hverju árinu, svo "heimskir" sem þeir eiga víst að vera.   

Vísindamenn hafa hins uppgötvað að vitneskja um umhverfisaðstæður geti jafnvel erfst á milli kynslóða, svo ótrúlegt sem það hljómar.

Í ljósi mikilla framfara í rannsóknum á þessu atriði er furðulegt hvernig menn leita nú að öllum mögulegum skýringum á því að hrefnu fækkar í flóanum og þær eru fælnari á Faxaflóa eftir að hvalveiðar hófust þar aftur. 

Gripið er til hins sama og við Mývatn þegar lífríkinu hnignaði þar eftir að Kílisliðjan tók til starfa og hafið var kísilnám í vatninu, - allra mögulegra annarra skýringa er leitað en að um áhrif frá inngripi mannanna sé að ræða, - allt annað en að Kísiliðjan, kísilnámið eða áhrif vaxandi byggðar og umferðar hafi valdið hruninu, sem nú er orðið í vatninu, og þvert á móti ætlunin að fara út í stórfelldar virkjanaframkvæmdir á svæði með afar flóknu og viðkvæmu lífríki. 

Eftir að mikil umferð og umrót hafði verið á Kárahnjúkasvæðinu í nokkur ár, en hreindýrin voru þar á kjörsvæði, sem þau höfðu sjálf valið sér á rúmlega tveimur öldum, sem þau höfðu verið þar, - brá svo við að þau fluttu sig að mestu leyti norður á Fljótsdalsheiði og víðar og hafa ekki komið suður eftir aftur, enda er hagkvæmasta svæðið fyrir þau þar nú komið undir Hálslón.

 

Sem betur fer hefur loftslag farið hlýnandi hér á landi síðustu ár þannig að missir hreindýranna á besta svæðinu fyrir þau hefur ekki komið að sök eins og annars hefði orðið.

Ekkert slíkt happ getur hins vegar komið í veg fyrir það tjón fyrir hvalaskoðun frá Faxaflóahöfnum getur orðið fyrir ef hvalir eru smám saman annað hvort fældir í burtu eða verða fælnari, svo að fótunum verði kuppt undan hvalaskoðuninni.

Á síðasta ári fjölgaði þeim, sem komu til hvalaskoðunarferða til Ísland, um 45 þúsund.  Fjárhagslegir hagsmunir vegna hundruða þúsunda hvalaskoðunarferðamanna ár hvert hljóta að vera orðnir meiri en hagsmunirnir vegna hvalveiðanna og sé einhver vafi um áhrif veiðanna, eigi hvalaskoðunarferðirnar að njóta þess vafa en ekki öfugt.     


mbl.is Hvalveiðar í Faxaflóa verði bannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjartan í Sægreifanum sagði mér einu sinni að þegar útlendingarnir kæmu í land eftir vel heppnaða hvalaskoðunarferð væri toppurinn á tilverunni að setjast inn hjá honum og fá sér grillað hvalspjót. Þá er dagurinn fullkominn hjá þeim.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 19:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auðvitað getur þetta verið toppurinn en hvað, ef hvalir hætta bæði að sjást og veiðast í flóanum? Hvað segir ekki Kaninn: "Það er ekki bæði hægt að eiga tertuna og éta hana."

Ómar Ragnarsson, 8.5.2013 kl. 20:21

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hvalveiðar skemma svo mikið fyrir öðrum atvinnugreinum sem eru margfald arðbærari. Skammsýni.is!

Úrsúla Jünemann, 8.5.2013 kl. 21:39

4 identicon

Gamlir sjómenn á hvalbátum söðu mér af því að vissir gamlir hvalir kæmu alltaf upp fyrir aftan hvalveiðibátinn sama hvernig þeir reyndu að snúa á hann og plata, það gengi bara ekki.                       Þeir náðu þeim ekki.

Haraldur (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 23:14

5 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Sammála þér Ómar...!

Fyrir þónokkrum árum sá ég gott dæmi um svona svipað og þú ert að tala um...

Ég horfði á rollu kenna lambi að komast yfir rimlahlið...

Og það tók ekki nema 3 tilraunir...

Dýrin læra og kenna hvort öðru sem er partur af því ferli sem heitir þróun...

Og ég er einmitt hræddur um að aukin skipaumferð í Skjálfandaflóa muni fæla fánuna í flóanum mun utar... En það er nú þeirra val að vilja hafa það þannig þarna fyrir norðan...

Sævar Óli Helgason, 9.5.2013 kl. 13:22

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Get tekið undir allt.

Sjálfur hefi eg reynslu af hvalaskoðunum á Faxaflóa. Árangurinn er vægast sagt mjög misjafn. Veiðisvæðin eru of nálæg hvalaskoðunarsvæðunum og ef leyfa á veiðar, þá verður að taka meira tillit til hvalaskoðunarfólks.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2013 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband