Eins og Bjarni Fel sagði oft: "Betri en enginn"!

Þegar síbyljan um að ný og ný álver séu það eina sem geti "bjargað þjóðinni" eins og nú er boðað sem forgangsverkefni daglega á fyrstu vinnudögum nýrrar ríkisstjórnar er gott að eiga mann eins og Andra Snæ Magnason, sem hefur sérhæft sig í að afla efnahagslegra upplýsinga og vinna úr þeim.

Allt frá útkomu bókarinnar "Framtíðarlandið" má með sanni segja það sama og Bjarni Fel sagði svo oft þegar hann vildi hæla einhverjum í hástert: "Hann er svo sannarlega betri en enginn!"  

Athugasemdir Andra Snæs um fullyrðingar Samáls ættu að vera skyldulesning þessa dagana og framlag hans til þeirra mála, sem hann hefur látið til sín taka, hefur verið ómetanlegt.

Í kosningabaráttunni 2007 ákvað ég að reyna að einfalda mikilvægasta málefni hennar sem mest með því að nefna aðeins eina tölu og biðja fólk um að muna hana: 2%.

Hún væri lykiltala til skilnings á því að fráleitt væri allt tal um það að álver og aftur álver væri það eina sem gæti "bjargað þjóðinni" og að "eitthvað annað" væri vonlaust og fjallagrasatínsla nefnd í því sambandi.

Ef reist yrðu sex risaálver sem framleiddu 2,5 milljónir tonna árlega og tækju til sín alla fáanlega orku landsins sem rústaði öllum helstu náttúruperlum þess, myndu aðeins 2% vinnuaflsins fá vinnu í þessum álverum.

Eftir stæðu 98% sem féllu undir hugtakið "eitthvað annað."

Augljóst væri að stóriðjustefnan væri ekki aðeins vonlaus sem lausn á atvinnuvandamálum þjóðarinar, heldur líka langsamlega dýrasta og dýrkeyptasta stefnan. 

Og jafnvel þótt menn legðu álframleiðslunni til annað eins í "tengdum störfum" yrði samtala aldrei hærri en 5% og þá stæðu eftir 95% sem yrðu að starfa við "eitthvað annað".

 

P. S.   Í fréttum nú klukkan tíu að kvöldi var sagt frá því að búið væri að fella lánshæfi Alcoa niður í ruslflokk. Ástæðan væri tap fyrirtækisins vegna offramboðs og verðfalls. Á öðrum stað á blogginu er öllum efasemdum um Alcoa hins vegar vísað á bug sem "misskilningi, rangfærslum og staðreyndavillum".  Fréttirnar þessar um ruslflokkinn falla þá sennilega undir það og eru bara bull. Smile  


mbl.is Alvarlegar athugasemdir við Samál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Andri snær vill ekki virkjanir.Hann vill ekki virkja fallvötnin.Hann vill frekar að orku fallvatnanna sé sóað með því að nýta hana ekki, og orkunni sé sturtað á haf út.Hann trúir því að verið sé að skemma "heilaga jörð með því að virkja.Öll hans skrif miða að því einu að koma í veg fyrir virkjanir með öllum tiltækum ráðum.Andvirkjunuarstefna er hans trúarbrögð.Ef fall kommúnismans hefði ekki komið til hefði hann trúað á Lenin og viljað virkja allstaðar.Engum þarf að koma málflutningur hans á óvart.Tilgangur hans helgar meðalið.Öfgaliðið mun ekki gefast upp í fyrstu lotu þótt því hafi verið hafnað í kosningum.Við öðru var ekki að búast og kemur engum á óvart.Virkjum áfram og ekkert stopp.Og upp með grænan lit Framsóknarflokksins.

Sigurgeir Jónsson, 29.5.2013 kl. 20:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Seinni heimsstyrjöldinni lifðu Íslendingar fyrst á breska hernum en því næst á þeim bandaríska fram á þessa öld.

Þáverandi ráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í Móa, grátbað bandaríska herinn um að vera hér áfram
en allt kom fyrir ekki og sá undir iljarnar á hernum þegar hann fór héðan út um allar heimsins koppagrundir sumarið 2006 til að verja mann og annan.

Þá var hins vegar svo mikið "góðæri" í landinu að ráða varð tugi Pólverja, búsetta í Reykjavík, og greiða þeim sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir að pakka niður búslóðum bandaríska hersins á Miðnesheiði eins fljótt og auðið væri.

Lítils voru þá virði mörg og fögur íslensk tár sem féllu í Hvíta húsinu.

Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 21:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 21:30

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sigurgeir, ég vil einungis benda þér á eitt atriði: Allt jökulvatn sem er "Sturtað á haf út á þess að vera virkjað" ber mikið af næringarefnin með sér út í haf. Þess vegna erum við hér í kringum Ísland með rík fiskimið. Hvað verður ef flest þessara næringarefna verða eftir í uppistöðulónunum?

Þetta er semsagt bara eitt af mörgum neikvæðum afleiðingunum af því að stífla jökulfljót  og margt hefur þegar komið fram í sambandi við Kárahnjúkavirkjunin.

Úrsúla Jünemann, 29.5.2013 kl. 21:43

6 Smámynd: Stefán Stefánsson

Þú segir Ómar að athugasemdir Andra Snæs um fullyrðingar Samáls ættu að vera skyldulesning....

Ættu þá athugasemdir Samáls ekki líka að vera skyldulesning? Það er nefnilega fullt af rangfærslum í athugasemdum Andra Snæs og það sjá allir sem lesa.

En þér fynnst kannski er það ekki æskilegt að fólk kynni sér málin frá fleyri en einni hlið? Ja maður spyr sig...

Ef einhverjir eru með álver á heilanum eru það þið sem eruð á móti.

Svo í lokin... þá eru íslendingar allir náttúruverndarsinnar og vita að vernd og nýting auðæfa fer saman ef skynsamlega er haldið á málum. Að segja annað eru bara öfgar.

Stefán Stefánsson, 29.5.2013 kl. 21:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er löng hefð fyrir viðskiptum við glæpamenn, til að mynda stóð íslensk saltsíld út úr eyrunum á sovésku og austur-þýsku nomenklatúrunni áratugum saman.

Fjöldinn allur af íslenskum sjávarbyggðum lifði á þessum viðskiptum og Akureyri var iðnaðarbær sem byggðist á viðskiptum við Sovétríkin, rétt eins og Álafoss í Mosfellssveit.

Íslendingar voru jafn háðir viðskiptum við lönd austan járntjalds og Finnar voru áratugum saman.

En eftir að Sovétríkin hrundu hafa Finnar framleitt farsíma eins og þeim væri borgað fyrir það.

Íslendingar eru hins vegar margir hverjir enn í Nokia-gúmmístígvélunum.

Og Rússar kaupa nú finnska farsíma.

Í staðinn fyrir frystan þorsk og karfa, hundrað þúsund tunnur af saltsíld og hundrað þúsund trefla árlega til Sovétríkjanna fengum við Íslendingar bíla og stál, svo og olíu frá sovésku borginni Batumi.

Keflavík
byggðist á hinn bóginn á ótta Bandaríkjanna við Sovétríkin, sem skapaði mörg störf á Suðurnesjum.

Og ótti Breta við Þýskaland nasismans reif Íslendinga upp úr örbirgðinni, þó ekki gúmmístígvélunum.

Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 21:53

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Úrsúla Jünemann

Fyrst það er svo mikið af næringarefnum í jökulvatni Jökulsár á Dal (Brú), hvers vegna var þá nánast enginn fiskur í þeirri á fyrr en búið var að virkja?

Hvar í veröldinni er fiskirækt rekin með jökulvatni?
Hefur einhver annar uppgötvað næringagildi jökulvatns, fyrir fiskirækt? 
Ef ekki, væri þá ekki tilvalið að upplýsa um þessa uppgötvun?  
Er ekki hægt að selja slíka þekkingu úr landi og ná í gjaldeyri?

Benedikt V. Warén, 29.5.2013 kl. 22:19

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er löngu ákveðið að á Húsavík verða reist stór fyrirtæki en ekki álver.

Álver
í Helguvík þyrfti gríðarlega mikla raforku.

Hversu mikla raforku geta þá önnur fyrirtæki á Suðvesturlandi fengið, þó ekki væri nema eitt kísilver í Helguvík?!


Hér á Íslandi eru þrjú álver, í Hafnarfirði, Hvalfirði og Reyðarfirði.

Þrjú álveranna yrðu því á Suðvesturlandi
og eitt á Austurlandi.

Fleiri álver en þessi fjögur yrðu ekki reist hérlendis.


Og laun í álverunum eru ekki hærri en í öðrum fyrirtækjum hérlendis, eins og ég hef sýnt hér fram á nokkrum sinnum.

Störf í stóriðju eru hins vegar þau dýrustu í heiminum og þar kostar hvert starf að minnsta kosti einn milljarð króna en störf í hátækni 25-30 milljónir króna.

Og taka þyrfti gríðarlega há lán erlendis, greiða af þeim afborganir og vexti, til að reisa fjölmargar virkjanir, einungis fyrir álver í Helguvík.

Þar að auki hafa Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka verið rekin með tapi.

Störf í ferðaþjónustunni hér eru hins vegar nú þegar þrefalt fleiri en í álverunum og tengdum greinum.

Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 22:28

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eitt ruglið er að jökulvötnin hafi eitthvað með fiskimið að gera.Faxaflói,Breiðafjörður og miðin út af norðanverðum Vestfjörðum er ein bestu fiskimið við Ísland.Þar eru engin jökulvatnsföll.Barentshafið er nú fullt af fiski, stórfljót Rússlands sem falla til norðurs eru ekki jökulfljót.Engin veit hvaðan þetta rugl um að jökulvatn hafi góð áhrif á fiskistofna er komið.En öfgafólk í umhverfisvernd hefur haldið þessu fram til að reyna að koma í veg fyrir virkjanir.

Sigurgeir Jónsson, 29.5.2013 kl. 22:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.5.2013:

Skipulagsstofnun: Kísilver í Helguvík þarf 130 MW þegar það er komið í fulla stærð, sjá bls. 4


Norðurál:
"Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."


Álver í Helguvík þarf því um fimm sinnum meiri raforku en kísilver á sama stað.


Og samtals þurfa álverið og kísilverið 755 MW.

Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 22:40

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Háhitasvæði á Reykjanesskaga:

Eldvörp 50 MW,

Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.

Samtals 430 MW.


Og engan veginn víst að hægt verði að fullnýta allar þessar átta virkjanir, enda þótt þær hafi verið samþykktar á Alþingi.

Hvað þá að álver í Helguvík geti fengið raforku frá þeim mjög fljótlega.

Þorsteinn Briem, 29.5.2013 kl. 22:42

13 identicon

Gott er að eiga sérfræðinga eins og hann Sigurgeir! Hann áttar sig samt greinilega ekki á því að ástæðan fyrir því að Guðmundur Andri og margir fleiri eru á móti virkjun margra vatnsfalla er sú, að þær eru langt í frá hagstæðasta nýting ánna. Virkjun jökuláa með stór uppistöðulón er ekki sjálfbær - en það vita margir að þýðir að virkjanirnar endast ekki til framtíðar og eyðileggja því möguleika komandi kynslóða til nýtingar. "Sóun orku" í óvirkjuðum ám, t.d. í Gullfossi færir landi og þjóð gríðarlegar tekjur. Jökulár vinna á sambærilegan hátt og önnur stórfljót og koma með næringarefni sem nýtast til að skapa hagstæð skilyrði á hrygningarsvæðunum. Fiskar synda síðan af þeim svæðum og dvelja í uppvextinum víða annars staðar og þar eru oft frábær veiðisvæði. Ef hrygningarsvæðin fá ekki það sem þau þurfa er hætt við að minnki veiði á öðrum svæðum. Þeir nefnast líffræðingar sem hafa sýnt fram á þetta samhengi og öfgafólk í náttúruspjöllum sem vilja "rökstyðja" ofsatrú sína á virkjunum gæti lært ýmislegt af því að kynna sér slík fræði, skoða rauverulegu hagsældina sem virkjanir og álver skapa og þann þjóðhagslega ábata sem stóriðjan hefur veitt í raun miðað við fjárfestingar sem hún krefst.

Friðrik Dagur Arnarson (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 22:59

14 identicon

Ómar: Þú þarft ekki að skrifa nema nokkur orð eða setningar til að fá óhemju viðbrögð bæði neikvæð og jákvæð. Þú er algjör snillingur. Haltu þessu áfram. Kveðja. eb

Einar Björnsson (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 01:14

15 identicon

Alcoa Inc. (AA), the largest U.S. aluminum producer, had its credit rating cut to one level below investment grade by Moody’s Investors Service after the metal’s price fell amid a global oversupply.

Bergþóra Siguðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 10:16

16 identicon

The long-term rating on Alcoa’s $8.6 billion of debt was lowered by one step to Ba1 from Baa3, Moody’s said in a statement yesterday. The outlook is stable, indicating the rating won’t be reduced again soon.

Af síðu Bloomberg

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 10:18

17 identicon

Eréttin að ofan er ný og beint frá Bloomberg news.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 11:37

18 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ómar mig langar að spyrja þig að einu. Þú ert alltaf að tala um að 2% vinni í álverum en 98% geri eitthvað annað. Hefur þú reiknað út hvað margir njóta góðs af vinnu þessara tveggja prósenta sem þú tönglast alltaf á? getur verið að hver einstaklingur sem vinnur í álveri eigi fjölskyldu sem nýtur góðs af vinnu hanns? Hefur þú reiknað út hvað margir vinna störf sem óbeint tengjast álverum? Fólkið sem vinnur í álverum er t.d í sérstökum fatnaði sem EKKIer búinn til í álverum. Nú þarf þetta fólk líka að borða og ekki borðar það ál. Ómar ég gæti trúað að 6-8% fólks á Íslandi njóti góðs af álverum á einn eða annann hátt.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 30.5.2013 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband