Minnisstæð athöfn og minningarorð í sérflokki.

Útför Hermanns Gunnarssonar frá Hallgrímskirkju í dag var afar minnisstæð, fögur og smekkleg athöfn sem snart hjörtu allra, sem þekktu hann. 

Ég hef til dæmis aldrei fyrr heyrt vin okkar beggja, Ragnar Bjarnason, syngja lagið "My way" eins vel, og hefur hann þó oft flutt það af snilld.

Þegar ég innti hann eftir skýringu því hvers vegna þessi flutningur hefði verið svona sérstakur,   sagðist hafa horft á mynd af Hemma fyrir framan sig á meðan hann söng lagið og lauk laginu með breytingu á endurtekningunni með því að syngja til Hemma: "...Oh, no, it was´nt me, he did it his way."

En einna minnisstæðust voru minningarorð séra Pálma Matthíassonar sem að mínu mati voru einhver þau bestu sem ég hef heyrt, - með sjaldgæft jafnvægi á milli gleði og sorgar, og blöndu af trú, von og raunveruleika, - sannarlega innihaldsrík og gefandi ræða, - mjög í anda Hemma sjálfs. 

Ég er ekki í vafa um að honum hefði líkað við hana.

"Less is more" átti svo við það þegar Sigríður Thorlacius söng "Í bljúgri bæn" án undirleiks áður en moldað var.   

 


mbl.is Útför Hemma: Ekkert stress, bless bless
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Blessuð sé minning Hemma

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.6.2013 kl. 20:25

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Minningarþáttur Þórhalls Gunnarsonar og Egils Edvaldssonar í sjónvarpinu með helstu listamönnum landsins sýndi mikinn yfirburðarmann. Útdráttur úr glæsilegum og vel skipulögðum þáttum Hemma, þar sem allir toppuð af innri gleði og frumleika. Þætti sem má endursýna á sama hátt og Chaplinsmyndir.

Á bak við greindina og gleðigjafann leyndist mikil þjáning. Hugljúft var að heyra um einmannaleika meistarans sem hvarf í dölum vestfirska fjalla, þar sem frið og ró er að finna. Í trúðnum og leiknum er að finna barnið í okkur öllum. Að koma því til skila er ekki öllum gefið.

Sigurður Antonsson, 28.6.2013 kl. 23:05

3 identicon

Já hann Hemmi Gunn var því lík perla af manni, að þeir eru ekki margir sem myndu geta farið í sporin hans hvað þá skóna! Ég vissi að það myndi verða erfitt að horfa á upptökuna af útför þessa dáða drengs, en að það yrði svona?? Það var svo sannarlega rétt sem Helgi Björnsson söngvari með meiru sagði, að þegar að þættirnir voru í sýningu á miðvikudagskvöldum á sínum tíma þá voru að minnsta kosti í hverri fjölskyldu sem á horfði einhverjir tveir sem fannst þeir hafa þekkt Hemma Gunn alla ævi (held ég hafi rétt eftir Helga!?) og er ég ekkert þar undan skilinn!! Í raun var það ekki fyrr enn í kvöld að maður gerði sér almennilega grein fyrir því hvað hann hafði skemmt þjóðinni mikið á þessum tíma með öllu þessu glensi og glaum, en því miður barðist þessi sami dáða drengur við mikin ynnri sársauka sem enginn eða fáir vissu um nema hans allra nánustu!! Ég segi eins og fleirri hafa sagt, VERIÐ HRESS-EKKERT STRESS-BLESS BLESS!!

Megi góður guð blessa minningu þessa dáða drengs!!!!

Pálmar Smári Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 00:15

4 identicon

Blessuð sé minning Hemma

í hvaða kirkjugarðið er hann hemmi gunn jarðasetur fra Hallgrímskirkju í dag svar á moti kv Nonni.

Jón Hrafnkell Árnaason (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband