Létt verk að breyta stjórnarskránni allri rétt si svona ?

Ég lét segja mér það tvisvar í útvarpinu á leið til Reykjavíkur í kvöld að ríkissstjórnin öll eins og hún leggur sig ætlaði að breyta lögum og leggja niður landsdóm. 

Ákvæðin um landsdóm eru í núverandi stjórnarskrá og skrýtið að heyra ríkisstjórnina tala um að "breyta lögum".

Orðalagið "að breyta lögum" er almennt notað um það að breyta almennum lögum en ef ætlunin er að breyta stjórnarskrá er það sagt berum orðum að ætlunin sé að breyta stjórnarskrá.

Og það er ekki hægt að breyta lagaákvæðum um Landsdóm og "leggja hann niður" nema breyta stjórnarskrá.  

Fyrirgefið þið, ég botna ekkert í þessari framsetningu. Gerir ríkisstjórnin það sjálf?  

Ef það er svona einfalt að "breyta lögum" á þann hátt að breyta ákvæðum um einstök atriði í stjórnarskrá ætti ríkisstjórninni ekki að verða skotaskuld úr því að breyta stjórnarskránni allri að sinni vild með því að breyta nógu mörgum lögum og vera snögg að því.

Það er ekki lengra síðan en í fyrradag sem ég minntist á að aftur og aftur kæmu upp mál, sem talið væri að þyrfti að laga, en hefðu hlotið lagfæringar í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár.

Nú gerist þetta á tveggja daga fresti.

Stjórnlagaráð taldi að hugsanlegar refsingar vegna stjórnvaldsákvarðana ættu heima innan ákvæða stjórnarskrárinnar um almenna dómstóla og að Landsdómi væri ofaukið.

Þetta væri nú á góðum skriði ef núverandi stjórnarflokkar hefðu ekki hamast gegn nýrri stjórnarskrá og því að breyta henni og gera á henni endurbætur, - fundu slíku verki allt flest til foráttu. 

Nú segir ríkisstjórnin að hún mun fara létt með að taka einstök ákvæði núverandi stjórnarskrár og breyta þeim með því að "breyta lögum" - ekki með því að breyta stjórnarskrá. Eða hvað? 

Sagt er að á visir.is sé Jón Steinar Gunnlaugsson jafnhissa og ég. Ég er ekki hissa á því. 

 


mbl.is Ætla að leggja niður landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, þarf að sjálfsögðu ekki að segja lögfræðingnum Bjarna Benediktssyni að breyta þurfi stjórnarskránni til að hægt sé að leggja niður Landsdóm.

"Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur rétt að "setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.""

"14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."

Stjórnarskrá Íslands


Lög um Landsdóm nr. 3/1963


Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963

Þorsteinn Briem, 30.6.2013 kl. 11:16

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Meðan meirihluti þjóðar ætlast til þess að hlutirnir séu „gerðir fyrir hana“ og þorir ekki að endurreisa þjóðveldið þ.e. raunverulegt lýðræði (frelsisvilji.is), munu stjórnmálamenn lýðveldisins fara sínu fram að eigin geðþótta eins og hingað til.

Sorglegt en satt.

Guðjón E. Hreinberg, 30.6.2013 kl. 14:22

3 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

það er ekkert að landsdómi og það var ekki landsdómur sem ákvað að sækja Geir Haarde einan til saka .......það voru alþingismenn og konur sem kusu fyrst hvern skyldi senda í landsdóm og dæma þar.

landsdómur sem dómsvald réð því ekki hver skyldi settur fyrir dóminn.

og nú eru alþingismenn hræddir við landsdóm af því að þegar búið er að senda einhvern fyrir landsdóm geta þeir sjálfir ekkert stjórnað landsdómi sjálfir ....eða svo lýtur þetta út fyrir mér..

mikið réttlæti

Guðleifur R Kristinsson, 1.7.2013 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband