Annað "gengistryggingaræði"?

Á árunum fyrir Hrun rann eins konar "gengistryggingaræði" á landsmenn.

 Síhækkandi gengi krónunnar, sem var uppblásin sápukúla þenslu af völdum stóriðju- og virkjanaframkvæmda, húsnæðis- og neyslulánasprengingar og framkvæmdaæðis, olli því að tugþúsundum saman tók fólk gengistryggð lán í trú á "íslenska efnahagsundrið" þar sem 30-40% prósent hærra gengi krónunnar umfram raungengi skapaði möguleika til stórgróða í fjárhættuspili, sem allir máttu sjá að gat ekki endað öðruvísi en að krónan félli á ný. 

Sápukúlan sprakk og síðan hafa ríkt hér gjaldeyrishöft.  

Nú má lesa um að rafræni gjaldmiðillinn bitcoin hafi þrefaldast í verði í tengslum við efnahagshrunið á Kýpur og að þetta sýni að stórfelldir gróðamöguleikar felist í því að veðja á þennan nýja hest nýrrar græðgisvæðingar.

Já, já, burt með gjaldeyrishöftin eins og ekkert sé eða hvað? Þetta hljómar grunsamlega líkt gylliboðunum 2003-2004 og árin þar á eftir og nú aftur 2013 varðandi 300 milljarða, sem bíði þess á næstu mánuðum að byrja að streyma í veskin hjá þeim sem skulda húsnæðislán.  

 


mbl.is Vill að Ísland taki upp bitcoin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bitcoin vilja fólin fá,
fíflin hér við öllu gleypa,
Ómar hann við Sveini sá,
sorgleg er nú Valfells steypa.

Þorsteinn Briem, 7.7.2013 kl. 21:41

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Pistlahöfundur virðist því miður vera að misskilja fyrirbærið.

Bitcoin er gjaldmiðill sem er algjörlega laus við verðbólgu af mannavöldum.

Sveiflur á gengi hans miðað við aðra gjaldmiðla, þá sem stjórnast af mönnum, má að öllu leyti rekja til mannlegrar hegðunar, þ.e.a.s. til hinna gjaldmiðlanna sem eru óstöðugir.

Magnið af bitcoin sem eru til í heiminum er hinsvegar mjög stöðugt þar sem það stjórnast af tölvuformúlu sem allir geta kynnt sér og áttað sig á hvernig hegðar sér.

Það er gagnslaust að bera þetta saman við spákaupmennsku í gjaldmiðlum sem taka illfyrirsjáanlegum sveiflum af mannavöldum, þar sem bitcoin gerir það alls ekki.

Þetta er ekki dollar, þetta er ekki evra, heldur dálítið allt annað (og sennilega betra).

Það er enginn að bjóða nein "gylliboð" með bitcoin, annað en möguleika á því að losna undan oki spákaupmennsku og frekari "gylliboða" í formi illfyrirsjáanlegra gjaldmiðla sem sífellt eru rýrðir að verðgildi með stórfelldri peningaprentun af hálfu ríkisstjórna og seðlabanka heimsins um þessar mundir.

Epli og appelsínur. Stöðugleiki í stað eilífra þensufyllería.

Kannski er það einfaldleikinn í þessu sem vefst fyrir mönnum???

Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2013 kl. 21:53

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er líka misskilningur því "mynsláttuhagnaður" af bitcoin er hverfandi og hann færi auk þess til Landsvirkjunar, fyrir hvert einasta rafeindamynstur framleitt hér á landi.

Svo er það misskilningur að Bitcoin sveiflist. Það eru hinir sem sveiflast.

Ef þú ert um borð í skipi sem er bundið við bryggju ásamt mörgum öðrum skipum sem öll sveiflast í takt við öldurnar. Hvort eru það skipin sem sveiflast eða fastalandið?

Með því að fjarlægja öldurnar, hverfur allur óstöðugleiki.

Á fastalandinu eru engar öldur.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2013 kl. 23:19

5 identicon

"..Segja má að bankakrísan á Kýpur hafi hleypt af stað bitcoin-æði sem varð til þess að gjaldmiðillinn nærri þrefaldaðist í verði á einum mánuði.."

Bitcoin er gjaldmiðill sem eingöngu stjórnast af spákaupmennsku. Er nú í um $73 en var í upphafi árs $13 og fór í $266 í apríl. Stöðugleiki er ekki til í bitcoin viðskiptum og nærri hvað sem er getur hækkað eða lækkað gengið um tugi prósenta á nokkrum mínútum.

Sé einhver gjaldmiðill óstöðugri, illviðráðanlegri og kenjóttari en Íslenska krónan í ham þá er það bitcoin.

i.

Espolin (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 23:35

6 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þegar Óli litli kom heim úr skrúðgöngunni, spurði mamma hans hvernig hefði gengið.

"Jú, það gekk mjög vel", svaraði Óli. "En ég var sá eini sem gekk í takt".

Austmann,félagasamtök, 8.7.2013 kl. 00:48

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef kannski misskilið þetta með fall krónunnar 2008-2009. Auðvitað var það krónan, sem var algerlega stöðug en allir hinir gjaldmiðlarnir sveifluðust !

Ómar Ragnarsson, 8.7.2013 kl. 01:12

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enn eru borin saman epli og appelsínur.

Íslenska krónan féll haustið 2008-2009 gagnvart þeim myntum sem gengisvísitala ISK er reiknuð útfrá. Bitcoin er ekki þar á meðal, og þar af leiðandi hafa vísanir til gengissveifna krónunnar í fortíðinni ekkert að segja um hverjir eiginleikar bitcoin eru.

Hvernig væri nú að kynna sér hlutina áður en tekin er afstaða til þeirra? Ég átti ekki von á því að hér þrifust svona rótgrónir fordómar, byggðir á ranghugmyndum.

Dæmi:

Bitcoin er gjaldmiðill sem eingöngu stjórnast af spákaupmennsku. Er nú í um $73 en var í upphafi árs $13 og fór í $266 í apríl. Stöðugleiki er ekki til í bitcoin viðskiptum og nærri hvað sem er getur hækkað eða lækkað gengið um tugi prósenta á nokkrum mínútum.

Á þeim tíma sem þetta gerðist hélst fjöldi bitcoin eininga í umferð stöðugur og fyrirsjáanlegur. Það sama er ekki hægt að segja um dollarann.

Hvort var þá óstöðugleikinn í dollaranum eða bitcoin?

Þið "sérfræðingarnir" hljótið að vita allt um það, ekki satt?

Og já, ef Óli var sá eini sem gekk takt, þá þýðir það einfaldlega að allir hinir í skrúðgöngunni voru taktlausir. Hefur enginn lent í svoleiðis partíi, þar sem það er kannski bara náunginn með gítarinn sem heldur lagi? Ef þessari samlíkingu væri beitt á bitcoin þá er hún eins og taktmælir, hann slær alltaf jafn mörg slög á mínútu, sama hvort nótur sem spilaðar eru dreifast óreglulega á taktinn eða ekki.

Gerið það nú að kynna ykkur það hvernig gjaldmiðlar virka áður en þið tjáið ykkur um þá, annars er bara pínlegt að verða vitni að svona opinberun vanþekkingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2013 kl. 14:12

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er náttúrulega bara djók.

Elítustjórn heldur áfram að fokking grínast í vesalings innbyggjurum hérna.

Já, bíddu við, valið stendur á milli íslenskrar krónu - og bitkóinn eða?

Það er bara verið að fokking djóka í manni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.7.2013 kl. 14:43

10 identicon

Á þeim tíma sem fjöldi bitcoin eininga í umferð hélst stöðugur og fyrirsjáanlegur hækkaði verðið um nærri 2000% sama hvort miðað er við gjaldmiðla eða vörur sem til eru í föstu magni. Á sama tíma varð lítil breyting á magni olíu og gulls í heiminum og lítil breyting á verðinu sé miðað við hefðbundna gjaldmiðla. Útskýringin á gengisbreytingum bitcoin er ekki sú að prentaðir séu 5000 kallar í akkorði, dollaraseðlar, yen og pund og þeir síðan brenndir jafn óðum, klukkutímum seinna eða daginn eftir. Peningamagn í umferð er bara einn af fjölda þátta sem stýra gengi og ekki sá áhrifamesti.

Kaupi ég bitcoin fyrir kíló af gulli breytist verðið og ég fæ ekki sama magn af bitcoin fyrir næsta kíló. Samt hefur heildarmagn hvorki breyst á bitcoin eða gulli. Sama skeður ef ég kaupi kíló af gulli fyrir bitcoin þá fæ ég ekki kíló fyrir sama magn bitcoin og áður. Markaðslögmálin virka fullkomlega á bitcoin eins og gull eða þorskflak.

Bitcoin er ekki eina varan sem til er í einhverju sem kalla má fast takmarkað magni. Og bitcoin lýtur markaðslögmálum eins og allar aðrar vörur á markaði. Þar að auki er fjöldi bitcoin í umferð ekki stöðugur frekar en annarra gjaldmiðla. Fjöldi bitcoin í umferð eykst þó endanlegur framleiddur fjöldi sé vitaður. Og ekki er vitað hve mikið hefur glatast.

Draumurinn um þennan fasta punkt sem aldrei breytist og aldrei færist er ennþá bara draumur. En margir eru þeir spekingarnir sem yfir sig lásu eða útúr sig drukku og töldu sig loksins hafa fundið hann aðeins til að verða sér að athlægi.

Espolin (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 18:42

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með öðrum orðum.

Verðmæti allra hluta er háð framboði og eftirspurn.

Takk fyrir að staðfesta það fyrir okkur.

Það breytir því ekki að ég get vitað hvað verða margar BTC eftir X langan tíma. Ég get hinsvegar ekki vitað hvað verður búið að prenta mörg stk. af gengisfallandi ISK, EUR eða USD á sama tíma. Sá fjöldi er síbreytilegur og mjög óstöðugur, en ekki bitcoin.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2013 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband