Verða krananir jafn margir og í gróðærinu ?

Ekki man ég lengur hvað hann hét, útlendingurinn, sem farið hafði víða um lönd, og varð að athlægi hér á landi í hámarki gróðærisins þegar hann spáði hruni vegna þess hvað byggingarkranarnir væru orðnir margir á landinu.

Hann kastaði á þá tölu og með samanburði við önnur lönd, þar sem efnahagslífið hafði hrunið, taldi hann þessi tákn blóma atvinnulífsins vera orðin of mörg til þess að okkar hagkerfi gæti þolað það.

Eins og áður sagði var hlegið að barnaskap mannsins sem og að öðrum sem leyfðu sér að efast um "íslenska efnahagsundrið", og talið að þeir þeirra, sem mestu þekkinguna hefðu, þyrftu að fara í endurhæfingu.

Gaman væri að rifja upp hver sú tala byggingarkrana var sem erlendi efasemdamaðurinn taldi vera hámark þess sem íslenskt efnahagslíf þyldi.

Ljóst er þó að tala þeirra fáu krana, sem nú hafa risið, er langt frá þeirri tölu enn sem komið er.

En umræðan í þjóðfélaginu er hjá mörgum bundin við það að fá 2007 aftur með því að miða allar hagtölu og kjör við það sem þá var. Og þá er rökrétt að byrja að telja byggingarkranana og stefna að því að þeir verði aftur eins margir og þeir voru 2007.


mbl.is Kranarnir lifna við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Robert Aliber, prófessor í hagfræði við Chicago-háskóla, hélt fyrirlestur í Háskólabíói 7. maí í fyrra[2008]. Þar varaði hann við því að efnahagur landsins væri kominn út á bjargbrún, og „laumu-áhlaup“ á bankakerfið væri þegar hafið. Hann fékk lítil viðbrögð frá fundargestum, sem meðal annarra voru stjórnmálamenn og bankastjórar, þrátt fyrir stóð orð."

"Ári fyrr [2007] var Aliber á Íslandi og gerði sér það að leik að keyra um höfuðborgarsvæðið og telja byggingarkrana. „Það er ár þangað til þið lendið í verulegum vandræðum,“ sagði hann við kollega sína úr hagfræðistétt eftir bíltúrinn, bæði hér á landi og erlendis."

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1274197/?item_num=6&dags=2009-03-16

Ari Egilsson (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 13:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands fjölgar þeim sem búa hér á Íslandi um 16 þúsund, eða 5%, á 5 árum frá síðustu áramótum en þá bjuggu hér um 322 þúsund manns.

Um 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, og 64% af 16 þúsund eru 10.240 manns.

Og 10.240 manns á höfuðborgarsvæðinu búa í 3.400 íbúðum, miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð, eins og í Hafnarfirði árið 2006.

Um 205.700 manns bjuggu á höfuðborgarsvæðinu um síðustu áramót og þar af 120 þúsund í Reykjavík, eða 58% af þeim sem þar búa.

Og 58% af 3.400 eru um tvö þúsund íbúðir í Reykjavík.

Lítið hefur
hins vegar verið byggt af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá haustinu 2008 en íbúum þar fjölgaði um 4.500 á árunum 2009-2012.

Þeir íbúar þurfa um 1.500 íbúðir, sem bætast við ofangreindar 3.400 íbúðir á árunum 2013-2017, eða samtals 4.900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Og 58% af 4.900 íbúðum eru um 2.840 íbúðir í Reykjavík, jafn margar öllum íbúðum í 107 Reykjavík, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.

"Samtök iðnaðarins hafa bent á skort á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Hins vegar eru vísbendingar um að sveitarfélög séu farin að breyta deiliskipulagi til að koma til móts við þörf markaðarins á minni íbúðum."

Þorsteinn Briem, 20.7.2013 kl. 14:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni hefur fjöldinn allur af hótelum og gistiheimilum risið undanfarin ár og verða einnig byggð á næstu árum.

Og reisa þarf þúsundir nýrra íbúðarhúsa á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, þar sem lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði síðastliðin ár og Íslendingum mun fjölga um 5%, eða 16 þúsund, á næstu fimm árum, samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands.

Eldri hús, íbúðarhús jafnt sem atvinnuhúsnæði á öllu landinu, þurfa einnig gríðarlega mikið viðhald, við það starfa þúsundir iðnaðarmanna og þeim mun einnig fjölga, þar sem öll hús í landinu eldast að sjálfsögðu og þurfa því meira viðhald en áður.

Starfsfólki í ferðaþjónustunni fjölgar mikið á hverju ári
, bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu, og erlendur gjaldeyrir streymir til allra byggðarlaga.

Í öllum bæjum
, þorpum og sveitum landsins er ferðaþjónusta en stóriðja einungis á örfáum stöðum og þannig verður það einnig í framtíðinni.

Og laun í ferðaþjónustunni hérlendis eru ekki lægri en í stóriðjunni, eins og ég hef margoft sýnt hér fram á.

Miðbærinn í Reykjavík iðar af lífi,
jafn vetur sem sumar, nýjum veitingastöðum fjölgar, þeir moka inn virðisaukaskatti frá erlendum ferðamönnum og þjónustan eykst einnig á öðrum sviðum.

Og starfsfólkið greiðir tekjuskatt til ríkisins og útsvar til síns sveitarfélags.

Í 101 Reykjavík
eru einnig til að mynda hið gríðarstóra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki Grandi, svo og og fleiri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki.

Einnig CCP sem strax fyrir nokkrum árum seldi útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði, sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni í Reykjavík, sem skapa nú þegar um eins milljarðs króna gjaldeyristekjur á ári.

Þar er einnig langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru því skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101 Reykjavík.

Ekkert af þessu hefur hins vegar með árið 2007 að gera, eða rugl Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á öllum sviðum.

Þorsteinn Briem, 20.7.2013 kl. 15:24

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru auðvitað jákvæðar fréttir að byggingakrönum fjölgar... er það ekki?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2013 kl. 15:25

5 identicon

  Svona Er lífið.

Gh (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 15:39

6 identicon

Lánafíkn lætur ekki að sér hæða!

Skuggi (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 20:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég um marga sem ekki þurfa að taka lán til að kaupa íbúðarhúsnæði.

Þorsteinn Briem, 20.7.2013 kl. 20:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem taka lán til að kaupa íbúðarhúsnæði fá lánin í gegnum bankana frá meðal annars þeim sem leggja fyrir hluta af launum sínum, oftast í nokkur ár, til að geta keypt íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti.

Þorsteinn Briem, 20.7.2013 kl. 21:15

9 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hér eru meiri fréttir af 101 Reykjavík en maður fær á RÚV á einni viku.

Á Útvarpi Sögu er meira upplýsingastreymi úr þjóðfélaginu og um það en á mörgu stóru fjölmiðlunum. RÚV er ekki sá risi sem það var í fréttamennsku. Viðskiptafréttir eru mun meiri á öðrum miðlum. "Sherlock Holms fréttaskýringar" RÚV frá Bretlandi eru nánast hlægilegar og koma fjöldanum lítið við.

Nú koma erlendar fréttir frá ótal sjónvarpsstöðum og netmiðlum en áfram heldur einokun Ríkisútvarpsins. Fréttablaðið er ekki með mikið magn frétta.

Kranatalningar ættu að vera á borði Hagstofu þar sem þær segja mikið.

Sigurður Antonsson, 20.7.2013 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband