Vonandi endast þessi ummæli lengur en þau síðustu.

Fyrir þremur dögum sagði Bjarni Benediktsson að vel mætti segja sem svo að stjórnarflokkarnir væru ekki á einu máli um þjóðaratkvæðismálið og að það væri óútkljáð og óútrætt.

Siðan hafa að minnsta kosti tveir þingmenn Sjallanna lýst sig algerlega ósammála túlkun utanríkisráðherra á stefnunni í málinu.

Nú er svo að sjá að Bjarni segi annað en fyrir þremur dögum.

Vonandi endast þessi nýju ummæli betur en hin fyrri.

En hvort bíta á þau Ragnheiður Ríkarðsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og fleiri Sjálfstæðismenn skal ósagt látið.   


mbl.is Stefna flokkanna alltaf verið skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki reikna með Vilhjálmi Bjarnasyni.

Ekki beysinn bógur sá!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 21:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2013 (í dag):

stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar nú í vor kemur eftirfarandi fram:

"Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan -

Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."


Þann 24. apríl síðastliðinn, þegar Bjarni Benediktsson stendur í kosningabaráttu, kemur svo fram í fréttum eftirfarandi haft eftir Bjarna um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB:

"Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn.

En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu
til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Í dag, 20. ágúst, vill Bjarni skyndilega ekki kannast við neina slíka stefnu:

"Það er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram."
"

Bjarni Benediktsson þá og nú um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Þorsteinn Briem, 20.8.2013 kl. 23:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem




Þorsteinn Briem, 21.8.2013 kl. 00:08

4 identicon

Úr Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins 2013: "Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan -  þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu. "   http://www.xd.is/media/kosningar-2013/XD-stefnuskra.pdf

Undrandi (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 00:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hófst 20. ágúst og stendur til 15. mars, samkvæmt Umhverfisstofnun.

Veiðitímabil ýmissa fugla


Veiði á grágæs og heiðagæs 1995-2010


Þorsteinn Briem, 29.8.2013 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband