Getur verið tap á "gullgæsinni" ?

Orka er dýrseld í heiminum, jafnvel þótt nýir orkuframleiðslumöguleikar séu komnir fram í Ameríku.

Örkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun voru kallaðar "gullgæsir" á sínum tíma.

Ég minnist þess að á fundi Viðskiptaráðs 2007 stóð "forstjóri utan úr bæ", Hörður Árnason, upp og sýndi fram á það með rekstrartölum Landsvirkjunar frá ákveðnu tímabili, þar sem aðstæður, gengi og annað, voru svipaðar í upphafi og enda tímabils, að rekstur þess væri algerlega óviðunandi og að það væri eitthvað meira en lítið að.

Nú segir 6,3ja milljarða tap á hálfu ári ekki alla söguna og þarf lengra tímabil til að átta sig til fulls á stöðunni. Á síðustu tveimur árum er hagnaðurinn á fyrri hluta hvors árs 2,7 milljarðar króna.

Sá hagnaður, 1,35 milljarðar að meðaltali á hálfu ári, getur samt ekki talist viðunandi miðað við hina miklu veltu fyrirtækisins.

Forstjórinn kýs að nota magn seldrar orku þegar hann setur fram jákvæða tölu, en hefði frekar átt að setja fram heildarsöluverð hennar til að gefa réttari mynd.

Það þýðir nefnilega lítið að selja nógu óskaplega mikið, ef það gefur ekki viðunandi arð.

Ráðstefna Isor fyrr í sumar endaði svona:

Fyrirspyrjandi úr sal:

 "Ég hef fundið út við ítarlega skoðun að við fáum 20 mills fyrir orkueininguna, sem verið er að selja, en það kostar 40 mills að framleiða hana þegar allt er tínt til. Hvað skoðun hefur síðasti ræðumaður á því?"

Síðasti ræðumaður:

"Ég hef enga sérstaka skoðun á því, - en þetta er rétt."

Fundarstjóri sleit þá ráðstefnunni.  Enginn spurði frekar að því hvort þetta gæti verið rétt.

 

 


mbl.is Landsvirkjun tapar 6 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

Mér finnst þetta bera keim af því að á nærstu misserum getum við búist við einhverju af  þessu:  Hækkun á orkuverði til almennings (líklega öruggt), selja verði Landsvirkjun til að fá inn fjármagn og að fara verði i að selja orku til Evrópu svo hægt sé að reka batteríið áfram.   Mér finnst þetta sem forplay á einhverju sem á eftir að koma.  Þetta er svo fyrirséð, búa til svarta mynd og koma svo með lausn sem ekki er hægt að afneita.  Hvert er svo vandamálið hér, við höfum verið með nokkuð stöðugt gengi a.m.k. s.l. 12 mánuði, við notum orku sem fyrr svo hvar er lekinn í þessu fyrirtæki, skyldi það vera vegna orkuverðs undir frmleiðslukostnaði til hráefnisframleiðslu fyrir önnur lönd. 

Jón Grétar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 12:42

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Orkusölusamningar til stóriðju hafa hækkað töluvert við endurskoðun á þeim, en eins og flestir vita er endurskoðunarákvæði í langtímasamningum og nýir samningar gerðir þegar eldri renna út. 20 mills er að ég held kolrangt, væri gaman ef þú rannsakaðir það, Ómar.

En hvaða forsendur gefa menn sér fyrir því að framleiðslukostnaður sé 40 mills?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2013 kl. 13:44

3 identicon

Þá spyr ég: getur þetta verið rétt? Í fullri alvöru. Ef svo er hvers vegna fæ ég, almenningur að vita það nánast fyrir tilviljun? Á hvaða siglingu erum við þá, enn og aftur?

Magnús S. Magnússon (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 13:46

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.7.2013:

"Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor's hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr stöðugum í neikvæðar."

Rafnar Lárusson fjármálastjóri Landsvirkjunar:

"Það er enn vegur að fara áður en staðan verður góð.

Ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins hækkar endanlegt lánshæfismat.

Áhrif ríkissjóðs á Landsvirkjun er því frekar til þess að hífa einkunn fyrirtækisins upp, þó að nú hafi horfur versnað með versnandi horfum ríkissjóðs.“

"Í nýrri skýrslu frá matsfyrirtækinu Standard and Poor's kemur fram að lánshæfismati Íslands breytt úr stöðugum horfum í neikvæðar en lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er einungis einum flokki fyrir ofan svokallaðan ruslflokk.

Helstu rök matsfyrirtækisins á þessum breytingum eru fyrirhugaðar niðurfærslur ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna sem eigi eftir að leiða til verri afkomu ríkissjóðs.
"

Lánshæfi Landsvirkjunar veikist

Þorsteinn Briem, 24.8.2013 kl. 13:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru um síðastliðin áramót 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Rekstrartekjur
Landsvirkjunar voru 6,5% minni árið 2012 en 2011, "sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna
, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.

Þorsteinn Briem, 24.8.2013 kl. 14:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson mærir nú Friðrik Pálsson, fyrrverandi stjórnarformann Landssímans.

24.8.2013 (í dag):


"Dagar eignarhaldsfélagsins Góðráð ehf. eru taldir en félagið komst í hámæli við upphaf aldarinnar.

Þá greindi DV frá því að Friðrik Pálsson, sem á þeim tíma var stjórnarformaður Landssímans, hefði notað félagið til að greiða sjálfum sér milljónir í ráðgjafarlaun umfram stjórnarlaunin úr sjóðum ríkisfyrirtækisins.

Málið vatt upp á sig og Friðrik hrökklaðist úr stóli stjórnarformanns, auk þess sem heimildarmanni DV, sem kallaður var Litli Landssímamaðurinn, var sagt upp störfum."

Dagar eignarhaldsfélagsins Góðráð ehf. taldir


Fjölmargir hægrimenn
, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Þorsteinn Briem, 24.8.2013 kl. 14:56

7 identicon

Það virðist augljóst mál að það eigi að einkavæða Landsvirkjun á þessu kjörtímabili, eða í það minnsta að leggja grunninn að því með einhverjum hætti - það er eitthvað sem allir landsmenn verða að leggjast gegn allir sem einn þegar að kemur. Óheiðarleiki og vanhæfi hefur nú ýtt íslensku þjóðinni út á brún efnahagslegs ósjálfstæðis, það verður að bregðast við en slík viðbrögð munu aldrei gerast innan stjórnkerfisins því stjórnkerfið okkar er lamað. Sofandi að feigðarósi eins og einhverjir hafa nefnt að undanförnu. Failed state segja aðrir. Báðar setningar eiga vel við.

Flowell (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 15:21

8 identicon

Það væri ekkert tap á Landsvirkjun, ef Alcoa og Norðurál

greiddu sama orkuverð og  Alcan í Straumsvík í dag.

Í dag greiðir Alcan í Straumsvík ca. 40-60 % hækka orkuverð,

en hin álverðin.

Andrés (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 16:41

9 identicon

Átti að vera Álverin.

Andrés (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 16:43

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

það er ekkert tap á LV

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2013 kl. 20:14

11 Smámynd: Sigurður Antonsson

Skuldir LV eru 310 milljarða. Tvær Kárahnjúkavirkjanir segir Steini. Ótrúlegt miðað við lága vexti og mikla orkusölu undanfarna áratugi. LV ætti að finna verkfræðingum sínum arðbærari verkefni þar til betra orkuverð fæst. Verkfræðingar eru allstaðar eftirsóttir ef grundvöllur fyrirtækja er góður. Vextir íslenskra fyrirtækja eru of háir í samkeppni við útlönd.

Ef Kínverjar fjárfesta hér er þeir með mjög lága vexti á sínum fjárfestingum. Skil ekki hræðslu okkar við Kínverja. Þeir hafa miklu að miðla og hafa ekki verið ásælnir í lönd eða áhrif. Þekkja af eigin sögu að landvinningar geta verið tvísýnir.

Sigurður Antonsson, 24.8.2013 kl. 20:43

12 identicon

"Nú segir 6,3ja milljarða tap á hálfu ári ekki alla söguna og þarf lengra tímabil til að átta sig til fulls á stöðunni. Á síðustu tveimur árum er hagnaðurinn á fyrri hluta hvors árs 2,7 milljarðar króna.

Sá hagnaður, 1,35 milljarðar að meðaltali á hálfu ári, getur samt ekki talist viðunandi miðað við hina miklu veltu fyrirtækisins."

Landsvirkjun hagnaðist um 3,4 milljarða króna 2011 og 6,9 milljarða króna 2012. Þannig að "Sá hagnaður, 1,35 milljarðar að meðaltali á hálfu ári" þegar meðaltal áranna í heild var yfir 5 milljarðar sýnir bara að "...6,3ja milljarða tap á hálfu ári (segir) ekki alla söguna og þarf lengra tímabil til að átta sig til fulls á stöðunni."

Þessi frétt um tap Landsvirkjunar segir okkur ekkert um arðsemi orkusölu til álvera því margir kostnaðarliðir Landsvirkjunar tengjast ekkert orkusölu til álvera. Tap Landsvirkjunar segir okkur bara að kostnaðarliðir voru hærri en tekjuliðir og þegar tekjuliðurinn "orkusala til álvera" lækkaði fór heildin í tap. Svipað og það að vinna telst ekki óarðbær þó heimilisbókhaldið fari í mínus vegna minni yfirvinnu annarrar fyrirvinnunnar.

 

Ufsi (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 21:39

13 identicon

það þarf bara að hækka launin hjá forstjóranum svo þetta reddist bara....

Gestur (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 22:22

14 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Allir eruð þið eins, þessir kommakratar og aðrir vinstri sósíalistar. Samsæris kenningarar

á fullu með stóryrtum fullyrðingum um svindl og illa fengin gróða ásamt kenningum um

einkavæðigu og nýfrjálshyggju (hugtak sem fundin var upp af vinstri áróðus meisturum).

Á fyrra ári var töluverður hagnaður á reksri LV. Hvað skildi vera skýringin á 6 milja. tapi í

bókum fyrirtækisins. Hvað ættli hafi veri BÓKFÆRT tap hjá LV á árunum þegar þeir tóku

stóra lánið hjá Alþjóðabankanum og hófu byggingu Búrfells virkjunar. Í veislu hjá danska

Sendiráðinu var ég spurður að því af ritara Breska sendiráðsins hvernig íslendingum geti

dottið í hug að takka svona stórt lán, við gætum aldrei greitt það. Svar mitt var á þá leið að

Alþjóðabankanum hlyti að hafa litist vel á fjárfestinguna.

Leifur Þorsteinsson, 25.8.2013 kl. 14:21

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að hægri sósíalistar væru bestir.

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Fasismi

Þorsteinn Briem, 25.8.2013 kl. 15:06

16 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

ÆÆ..Æ Steini Briem. Mikið ósköp ertu úti að synda í fjármálum eins og

flestir aðrir sem vita ekki að pappírs peningar eru ekki virði pappírsins

sem þeir eru pretaðir á Því það er ekki hægt að nota þann pappirsbleðil til

neins þarflegs. Það sem gefur seðlinum gildi er FRAMLEIÐSLA lads og þjóðar

sem sagt sá arður sem skapast þegar laun og kostnaður er greiddur þ.e.

landsframleisla eða réttar arðurinn af greininni. Ferðaþjónusta gefur ekki

mikin arð í aðrahönd, það sjést best af því að löndin 3 sem eru gjaldþrota í

EU eru með ferðaþjónustu að aðal atvinnugrein.

Leifur Þorsteinsson, 25.8.2013 kl. 20:01

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.

Þorsteinn Briem, 25.8.2013 kl. 20:26

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fluttar voru út sjávarafurðir héðan frá Íslandi fyrir tæplega 269 milljarða króna árið 2012.

Og vegna mikils vaxtar skilar ferðaþjónustan hér meiri útflutningstekjum en sjávarafurðir á þessu ári, 2013.

Þorsteinn Briem, 25.8.2013 kl. 20:41

19 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ferðaþjónusta eins og önnur þjónusta tekur einungis gjald (laun) fyrir

veitta þjónustu. Hún Skapar ekki nein verðmæti eins og framleiðsla

á fiskafurðum eða iðnaðarvöru, þar liggur hundurinn grafinn.

Íslendingar halda að ef þeir fá aur í vasan sé allt unnið, en aurinn er

notaðuir til að kaupa innfluttar spjaldtölfur og snjallsíma til dægrar

stittingar.

Leifur Þorsteinsson, 26.8.2013 kl. 10:36

20 identicon

"það þarf bara að hækka launin hjá forstjóranum svo þetta reddist bara...."

Hann er nú þegar með aukavinnu hér og þar út í bæ situr m.a. í stjórn VERITAS

Það væri gæfulegt að leggja raforkustreng til Evrópu, þá gæti LV hækkað raforkuverðið til almennings upp í hæstu hæðir

Grímur (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 15:59

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur á þjónustu er á engan hátt ómerkilegri en útflutningur á vörum.

Til að framleiða vörur hér á Íslandi þarf alls kyns erlend aðföng, til dæmis olíu í landbúnaði og sjávarútvegi, íslenskar dráttarvélar og aðrar búvélar eru smíðaðar erlendis og flest íslensk skip eru einnig smíðuð erlendis.

Og enda þótt þau væru öll smíðuð hérlendis væru aðföngin erlend, rétt eins og til að mynda í iðnaði hér, þar á meðal byggingariðnaði.

Þar að auki er nánast allt í íslenskum híbýlum til sjávar og sveita framleitt erlendis.

Og erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning á vörum er ekkert síður notaður til kaupa á alls kyns innfluttum "óþarfa", til að mynda fatnaði og leikföngum, en erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning á þjónustu.

Þeir sem starfa hér á Íslandi við útflutning á þjónustu greiða tekjuskatt til íslenska ríkisins og útsvar til síns sveitarfélags.

Og þeir sem starfa hér við þjónustu selja til að mynda útlendingum á veitingastöðum þjónustu, drykki og mat, sem í mörgum tilfellum er framleiddur hérlendis, til dæmis landbúnaðarvörur og sjávarafurðir.

Þar að auki greiða útlendingar virðisaukaskatt til íslenska ríkisins af þjónustu, drykkjum og mat sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Og ferðaþjónustan skilar hér meiri erlendum gjaldeyri en sjávarafurðir á þessu ári, 2013.

Þorsteinn Briem, 26.8.2013 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband