Sagan endurtekur sig.

Fyrir um 60 árum var svipað ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar og nú. Kreppan, sem kom eftir "gróðæri" stríðsins var það djúp, að núverandi gjaldeyrishöft blikna í samanburðinum. Fólk fékk skömmtunarmiða fyrir ýmsum nauðsynjum og svonefnt Fjárhagsráð réði öllu um innflutning í smáu og stóru.

Langar biðraðir mynduðust við búðir þegar þær fengu takmarkaðar sendingar af jafn einföldum hlutum eins og sokkum.

Sem dæmi má nefna að KR fékk að flytja inn eitt par af nýjum stökkskóm rétt fyrir EM í frjálsum íþróttum, og sagði Torfi Bryngeirsson mér það, að ef hann hefði ekki unnið hlutkesti um skóna hefði það kostað hann gullið í langstökkinu, svo lélegir voru stökkskór hans þá orðnir.

Um 1950 var andinn þannig í þjóðfélaginu og í stjórnmálunum að ekki var talið hægt að komast hjá því að setja á nýjan stóreignaskatt, svipaðan auðlegðarskattinum nú, og með svipuðum deilum og skoðanaskiptum um hann og nú.

Núverandi ríkisstjórn setti strax í forgang ráðstafanir sem gagnast mest þeim sem einna mest hafa umleikis í þjóðfélaginu og þar gilti loforðið "efndir, - engar nefndir" svo sannarlega.

Því þarf engum að koma á óvart að við allra fyrsta tækifæri verði auðlegðarskatturinn lagður af, rétt eins og stóreignaskatturinn á sínum tíma.  


mbl.is Auðlegðarskattur ekki framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

það er verið að tala um auðlegðarskatt, ekki auðlindaskatt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2013 kl. 21:50

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Ómar það er þannig að alltaf þegar settir hafa verið á svona eignarskattar hefur það hækkað raunvextina í þjóðfélaginu og hverjir eru það sem borga þá?

Einar Þór Strand, 24.8.2013 kl. 21:50

3 identicon

Eru vaxtabætur ekki niðurgreiðsla á vöxtum bankanna til almennings?

Eru vaxtabætur ekki brot á EES samningum því niðurgreiddir vextir í einu EES landi dregur úr samkeppnismöguleikum banka á EES svæðinu?

Hvað segðu eftirlitsaðilarnir hjá ESA  yfir því að fjármagnseigendur á Íslandi fái hluta tekna sinna í gegnum ríkisstyrki frá Íslenska ríkinu í gegnum vaxtabótakerfið?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 22:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvilluna "auðlindaskattur", - á auðvitað að vera "auðlegðarskattur" eins og tengd frétt á mbl. ber vitni um.

Ómar Ragnarsson, 24.8.2013 kl. 22:34

5 identicon

En vorum við einhvern tímann búinn að skuldsetja íslenska ríkið svo mikið í erlendum myntum þar sem auðlindir voru veðin á bakvið lánin?

Flowell (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 23:22

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, núna kenna þeir bara Íslandssögu 103.

Þorsteinn Briem, 24.8.2013 kl. 23:57

7 identicon

Sá sem ætlar að skattleggja sig upp úr kreppu er eins og dárinn sem stendur í fötu og ætlar að hífa sig upp á handfanginu.

Þeir sem áttu upphaflega að greiða skattinn eru löngu búnir að flytja lögheimili sitt erlendis og búa þar um 180 daga á ári eða lengur eftir eru þeir sem eru orðnir of gamlir eða sjúkir eða tekjulausir en voru svo óheppnir að eiga stóra húseign eða fastir með óseljanlega eign númer tvö í upphafi kreppu. En það er auðvelt að stela af gamlingjum þó það sé hæpin lausn. Hollande í Frakklandi með sinn fávitalega 70% skatt hafði þó vit á því að skattleggja tekjur en ekki eignir og samt fluttu þeir úr landi sem gátu eða vildu. Greiðasta leiðin til að fæla burt skattgreiðendur er óhóf og hreinn þjófnaður í skattlagningu. Skattur á eignir er þjófnaður, skattur á tekjur er eina heiðarlega skattheimtan. Og svo enginn misskilji neitt þá er útsvar ekki skilgreint sem skattur heldur er það skilgreint sem gjöld til sveitarfélaga fyrir ýmsa grunnþjónustu þó svo að sum sveitafélö svindli á því líka og rukki aukalega fyrir ýmsa þjónustu.

NN (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 00:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, forsætisráðherrahjónin búa í einhverri kompu austur á Héraði og greiða þar sitt útsvar.

25.7.2013:

Forsætisráðherrahjónin eiga yfir milljarð króna


Presidentinn
er hins vegar meira erlendis en hérlendis og því skráður óstaðsettur í hús.

Og þar af leiðandi greiðir gyðingurinn ekki skatta hérlendis.

9.8.2012:

Allar tekjur og eignir forsetafrúarinnar skattlagðar erlendis

Þorsteinn Briem, 25.8.2013 kl. 00:51

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er svolítið ruglaður í þessum sköttum.Getiði sagt mér hvað þessi auðlegðarskattur er ef þetta er ekki það sama og fjármagnstekjuskatturinn?Ég var sjálfur óvart að rugla þessu saman við auðlindarskattinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 09:52

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

NN.Skattur er líka í raun gjald fyrir þjónustu við þegnana.En það vill nú því miður oft gleymast.Ríkissjóður er sameiginlegur sjóður fyrir sameiginlega þjónustu fyrir alla landsmenn.Þessvegna er það í raun ekki leyfilegt að nota skattheimtuna til að borga fyrir sérþjónustu sumra.RÚV,Kirkjuna,Þjóðleikhúsið.svo dæmi séu tekin.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 09:59

11 identicon

Nei skattur er ekki gjald fyrir þjónustu við borgarana skattur fer í það sem ríkinu og misvitrum pólitíkusunum sýnist, skattur er skattur. Þess vegna er meðal annars gerður samningur milli ríkis og sveitarfélaga þegar ríkið færir verkefni yfir til þeirra því sveitarfélög hafa ekki vald til að ákveða nýja skatta, einungis ríkið í gegn um þingið hefur vald til þess. Auðlegðarskattur er skattur á eignir yfir ákveðinni upphæð mig minnir að hann byrji við eignir upp á 90 millur og þá er allt talið til. Semsagt hvort sem þú hefur tekjur til að greiða skattinn eður ei þá er lagður 1,5% til 2% skattur á eignir þínar. hvort sem Þú átt einhvern pening eður ei þá borgar þú 1350000 í skatt af þessum 90 millum. Það er náttúrulega eðli þessa skatts að um leið og búið er að ræna þig eignum þínum þannig að þú átt ekki lengur meira en 89.99 millur þá borgar þú ekki meiri auðlegðarskatt.

NN (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 10:26

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hefur ekki alveg lesið NN."Nei skattur er ekki gjald fyrir þjónustu við borgarana skattur fer í það sem ríkinu og misvitrum pólitíkusunum sýnist,".Þetta er nú einmitt það sem skatturinn er ekki ætlaður til og ég var að gagnrýna.Menn gleyma þessu,viljandi eða óviljandi.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 10:59

13 identicon

Jósef Smári:

Auðlegðarskattur manna reiknast þannig við álagningu 2013 og 2014:

Af auðlegðarskattsstofni einstaklings að 75.000.000 kr. og samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna að 100.000.000 kr. greiðist enginn skattur.

Af auðlegðarskattsstofni yfir 75.000.000 kr. að 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og yfir 100.000.000 kr. að 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 1,5%.

Af því sem umfram er 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 2%.

Hér getur þú lesið meira um skattinn:http://www.rsk.is/einstaklingar/skattar-og-gjold/audlegdarskattur/

Kveðja.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 11:09

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Varðandi þennan auðlegðarskatt(sem ég misskildi sem fjármagnstekjuskatt) þá hreinlega fór hann algjörlega fram hjá mér.Hefur sennilega verið lagður á eftir að ég fór af landi brott með vorskipinu.En það var einhver að blogga um þetta og vildi meina að þessi skattur væri réttlætanlegur þar sem þeir sem borguðu þetta hefðu hagnast á ástandinu áður en verðbæturnar komu til.En þá er það spurning hvort kynslóð Torfa Bryngeirssonar sem Ómar minntist á hefðu ekki átt að fá neikvæðan auðlegðarskatt (endurgreiðslu frá ríkinu) svo þeir gætu lappað upp á braggana?

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 11:11

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þakka fyrir uplýsingarnar Helga Dögg.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 11:13

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mjög eðlilegt fyrir samfélagið í heild að hafa auðlegðarskatt.

En þetta er í samræmi við allar athafnir þessarar andskotans skítapakks-elítustjórnar.

Stela frá almúganum og færa góssið í hendur útvalinna Framsjalla.

Fra,sjallar eru pólitískur armur elítunnar og vinnur fyrir hana sem vonlegt er gegn almenningi og almannahagsmunum.

Það er engu likara en umtalsverður hluti innbyggja sé hreinlega svo hlvíti heimskur að hann viti bókstaflega barasta ekki neitt. Skilur ekki pólitík. Það er eins og þeir haldi að þeir séu að tala um eitthvað lið í ensku þegar þeir ræða íslenska pólitík.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2013 kl. 11:34

17 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ómar minn.Ég er alltaf svolítið heimskur þegar kemur að pólitík.Felst þetta aðallega í "andskotans skítapakks-elítustjórnar"orðfæri.Þetta hljómar nú bara eins eitthvert blótsyrði í eyrum mér sem hefur nákvæmlega enga merkingu aðra en lýsa ákveðnu hugarástandi.Þú ert greinilega reiður ungur maður.Væri ekki ágætt að þú færir að tala aðeins um vinstri samfylkingu Elítuna(skil ekki heldur þetta orð"Elíta") og þér væri þá kannski tamara að viðhafa ögn af blessunarorðunum sem óneitanlega hljóma þægilegar í eyrum?

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 11:58

18 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er að sjálfsögðu að tala til Ómars Bjarka, ekki nafna hans Ragnarssonar.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 12:02

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eitt skal eg láta ykkur elítu-afturenda-undirhaldara vita, ÞIÐ SETJIÐ MÉR ENGIN FYRIRMÆI Í ORÐAVALI OG FRAMSETNINGU ALLRI! Skilið?

Eg mundi hugsanlega og kannski considera að hlífa ykkur EF ÞIÐ MUNDUÐ LÍTA Í EIGIN ANDSKOTANDS FRAMSJALLAELÍTUBARM OG HUGLEIÐA HVERNIG FRAMSETNING YKKAR ER ÞEGAR ÞIÐ RÁÐIST Á ALMENNING OG ALMANNAHAGSMUNI TIL AÐ HYGLA ELÍTURASSINUM. Þið þessir bölar elítunnar og grunnfaktor á balvið rústalagningu hennar á landinu og lýðnum reglulega. Skammist ykkar bara í sjallahausinn á ykkur.

Og ef þið farið að grenja núna - dúndrið þið ykkur þá niður í valhöll og látið elítuhyskið hugga ykkar þar. Eg ætla eigi að hugga ykkur því vorkenni ykkur ekki beitt. Vorkenni ykkur zero.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2013 kl. 15:36

20 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég ætla nú ekki að gráta Ómar.Veltist reyndar um úr hlátri áður en áttaði mig á að eitthvað er að.Ætturðu ekki að leita þér hjálpar.Held þetta sé ekki eðlilegt með þig.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 16:36

21 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rétt að ég skammi þig líka Steini minn elsku vinurinn.Ekki svo að ég sé ósammála færslunni hjá þér en  þú hefðir nú kannski mátt sleppa þessu með "gyðinginn"Held þetta hafi nú verið óvart þar sem ég geri ráð fyrir að þú sért laus við alla kynþáttafordóma.En varðandi lögheimilisskráningu,er það ekki rétt hjá mér að þú sért skráður á bloggsíðuna hjá honum Ómari(Ragnars).Sé þig allavega alltaf þar þegar ég kem í heimsókn.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 17:21

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki betur en að gyðingar séu gyðingar og margir þeirra eru vinir mínir, svo og til að mynda múslímar og kristnir menn af mörgum sortum.

Þá má finna á
heimasíðu minni á Facebook og þar á meðal forsetafrúna.

En ekki á ég þar lögheimili.

Þorsteinn Briem, 25.8.2013 kl. 18:55

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jósef, það er nú það að, að ég er að lýsa staðreyndum um freferði ykkar framsjalla. það sjá allir undireins þegar þeir líta á þessa atvika og stareynda lýsingu hjá mér af háttalagi ykkar framsjalla - að auðvitað er eitthvað að í framferði ykkar. það er bóktaflega allt að hjá ykkur. Allt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2013 kl. 18:58

24 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

það er nú nokkuð langt frá því að ég sé Frammsjalli Ómar Bjarki(er það ekki eitthvert sambland af framsóknarmanni og sjálfstæðismanni) ekkert frekar en þú.Það áttu auðveldlega að geta séð ef þú skoðar bloggið hjá mér.En mér finnst algjör óþarfi að vera svona ofstækisfullur út í menn annarra skoðana en þú sjálfur.Mér er illa við flokkspólitíkina í og með vegna þessarar óvildar milli manna.Ég hef að sjálfsögðu mínar skoðanir en þær eru ekkert bundar við ákveðinn flokk.Ætli ég sé ekki Frammsjallahægrivinstrisamfylkingarsjóræningi ef þig langar að setja einhvern stimpil á mig.En þið eruð ágætir inn við beinið bæði þú og Steini.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 19:29

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er í lagi að skattleggja tekjur en auðlegðarskatturinn snýst um að refsa fólki fyrir að eiga eitthvað, án þess að það hafi tekjur af því. Það er verulega ósanngjarnt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.8.2013 kl. 20:30

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jósef, sjáðu til, eg hef lesið nógu mikið frá þér til að átta mig á að þú ert framsjalli og styður elítustjórnina. Það er bara þannig. Jafnframt leggstu gegn jafnaðarprinsippum og að ríkisvaldi sé beitt til hagsmuna almennings. Svoleiðis eru bara viðhorf þín í breiða perspektífinu. Grunnafstaða þín í pólitík.

Annaðhvort vilja menn að ríkisvaldi sé beitt í þágu almannahagsmuna eða þeir vilja að ríkisvaldi sé beitt í þágu sérhagsmuna, 5-10% þjóðarinnar, á kostnað almennings, 90-95% þjóðarinnar.

Það er hreinlega eins og íslendingar margir eigi erfitt með að skilja þetta.

Framsóknarmannaflokkurinn og Sjallamannaflokkurinn eru pólitísk framlenging á Elítunni.

Heldur fólk að það sé tilviljun að formenn þessara flokka séu þeir sem það eru? Annar af Elítunni kominn langt aftur í helvítis miðaldir! Hinn er af Ný-elítu kominn. Ný-elítu sem má ekki einu sinni fjalla um afhverju varð svo rík. Þá er maður ákærður og dreginn fyrir dómsstóla. Og þetta styður þú og þið framsjallar og líkt og skammist ykkar ekkert fyrir það! Þið séuð bara alveg þvílíka roggnir með að styðja þetta elítuhyski.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2013 kl. 22:39

27 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jæja karlinn.Ég held að ég láti þig bara eiga þig með þetta.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.8.2013 kl. 14:41

28 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Gunnar Th, ég vil aðeins benda þér á að tíund var alltaf reiknuð út frá eignum, ekki tekjum, hér á Íslandi. Í stað 10% tekjuskatts var lagður á 1% eignarskattur, allt frá 1096 og þar til tíundin var aflögð við siðaskipti.

Ég efast stórlega um að til séu arðlausar eignir. Hitt virðist nokkuð ljóst að þeir Sigmundur og Bjarni og fjölskyldur þeirra sleppa persónulega við tugi milljóna króna skatt á ári við þessa breytingu! Eru milljarðarnir þeirra "arðlaus eign"?

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.8.2013 kl. 09:16

29 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Aftur til Gunnars: Eignir á borð við bíla og húsnæði eru skattlagðar út frá verðmæti þeirra, ekki hugsanlegum arðgreiðslum. Þú vilt kannski leggja niður alla eignarskatta?

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.8.2013 kl. 09:18

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, en þetta er aukaskattur á eignir. Ef þú átt 200 milj. króna eign sem þú hefur engar tekjur af, þá er helmingurinn hirtur af þér, (að 100 milj. s.s. eignaupptaka) með sérstökum aukaskatti. Þess utan borgar þú líka eignaskatt.

Ýmsir vilja meina að þetta sé brot á stjórnarskrá.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2013 kl. 10:08

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að auki er fólk sem ekki hefur tekjur, neytt til að selja frá sér fasteignir og það e.t.v. á tímum þegar erfitt er að selja nema með verulegum afföllum. Fáránlegt!

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2013 kl. 10:11

32 identicon

góður bistill hja ómari.ragnarssini: en

gunar.Th.: hvernig færðu út að af 200.millj. eign er helmíngurinn tekinn af þér skilst að þetað sé um 1%. af hreitni eign svo 2% eftir að áhveðini eign er náð eiga, hvernig þú nærð 100%. milj.útúr því veit ég ekki. ef þetað er ólöglegt á þá ekki að borga fasteignagjöld af eign hugmindin er svipuðð. finst gunnari að þeir sem eru undir framfærslugrunni eigi að borga tekjuskatt ef geta ekki haft ofaní sig eða á. veit svo sem ekki hverrar trúar þú ert en ég gétt ekki skilið rökk sjálfstæðismanna gegn þressum auðlegðarskatti hitt er annað að lögheymili á að vera undanskilið að mínu mati

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 10:37

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú tekur 1% nógu oft af 200 milj. þá endar það með að dettur niður í 100 milj. ekki satt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2013 kl. 14:40

34 identicon

gunnar.th.: "athiglisvert" á endanum endaraðu skattleisismörkum sem væri um 125.millj. ef ég reikna þettað rétt þá áttu eftir 75.millj.eða ef þú ert giftur þá er það 100 milljónir af hreitni eign einsog þú seigir. en tæki það ekki alla þína lífstíð og nokkuð betur eflaust ert þú einsog aðrir íslendíngar vilt borga sem mesta skatta en eisog brinjar nielsini skrifar að það sé af heildareignum sem að mínu mati er miskilníngur hjá honum því menn géta skuldað alla upphæðina það er þá ekki hrein eign en það er gott að gunnar þykkir vænt um ríkið en það er atiglisvert hvað íslendínga eru ríkir fyrst þeir géti borgað um 8.ma.kr í þennan skatt af hreitni eign

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband