Vissi hann um Sigurð Þórarinsson?

Fyrir næstum 60 árum spurði nemandi í M.R. Sigurð Þórarinsson menntaskólakennara hvort hómósexúalismi væri ættgengur. "Nei, ekki ef hann er praktiseraður eingöngu" svaraði Sigurður að bragði.

Þetta varð fleygt svar og spurningin er hvort Pútín hefur frétt af þessu þótt seint sé þegar hann dregur ályktanir af svipuðum toga.


mbl.is „Berlusconi dæmdur vegna kynhneigðar sinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín er með putta í mörgu,
af píkum hrifinn sá dóni,
og köllunum ítölskum örgu,
ofan á Berlusconi.

Þorsteinn Briem, 21.9.2013 kl. 17:16

2 identicon

"Nei, ekki ef hann er praktiseraður eingöngu".

Og þetta varð fleygt svar!

Svarið var útí hött, ef ekki kjánalegt. Hvað átti maðurinn eiginlega við? Var hann að skírskota til "pedophilia" Forngrikkja?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 20:50

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sniðugt.

Halldór Egill Guðnason, 22.9.2013 kl. 01:38

4 identicon

Það er nú eftir öðru að þetta hommatal Pútíns fær alla athyglina en ekki skelfileg framistaða hans í Sýrlandsófriðnum.   Þar er honum svona í framhjáhlaupi hrósað (í viðbloggaðri frétt).

Kínverjar og Rússar vita sem er að þeir þurfa hvenær sem er þurft á því að halda að sprengja og skjóta fólk sem ekki er þeim alveg sammála um landamæri viðkomandi ríkja eða bara vill fá að ráða sjálft sínum málum með lýðræðislegum hætti, svo að þeir stöðva alla tilburði Sameinuðu þjóðanna  til að virka eins og þær voru stofnaðar til. Annars gæti skapast fordæmi sem beindist að þeim sjálfum.  

Assad er hleypt allt of langt vegan óbeins stuðnings Rússa og Kínverja þar til að ófriðurinn hefur harðnað og magnast svo að í lítt leysanlegan hnút er komið!

Sameinuðu þjóðirnar eru þar með orðnar gagnslaust pappírsbákn m.a. fyrir tilverknað Pútíns.      Svo falla menn kylliflatir fyrir þessu auma P.S. Pútíns um homma. http://en.wikipedia.org/wiki/Publicity_stunt

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband