Hlýnar í stað þess að kólna.

Í fleiri en einni úttekt vísindamanna á loftslagi veraldar hef ég séð þær spár undanfarna áratugi að framundan væri róleg kólnun á næstu árþúsundum. Slíkt hefði verið slæmt fyrir norrænar þjóðir.

Þess vegna hefur mér sýnst það í lagi ef mannkynið gæti staðið þannig að málum að loftslag kólnaði ekki.

Hins vegar spá vísindamenn nú hlýnun sem er bæði langt umfram það sem nauðsynlegt kynni að vera og miklu hraðari.

Eins og venjulega reka þeir upp ramakvein sem hafa hagsmuni af því að ekkert sé gert til að sporna gegn þeirri alltof miklu áhættu sem tekin er með því að láta reka áfram á reiðanum.

Vonandi fá þeir ekki að ráða ferðinni þegar svo mikið er í húfi.   


mbl.is Hlýnun gæti endað með „hörmungum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér finnst stórmerkilegt að af 5 bloggum við þessa frétt (á núverandi tímapunkti) sé þetta eina bloggið sem ekki snýr útúr eða andmælir vísindunum...enda eru þau nokkuð ljós, sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.9.2013 kl. 20:48

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hafa allir hagsmuni af því að ekki sé gripið til of dramatískra aðgerða vegna hlýnunar, aðgerða sem skaða lífsafkomu fólks meira en hugsanlegur skaði af hlýnun. Ekki má heldur loka augunum fyrir því að hlýnun getur haft jákvæðar afleiðingingar á sumum landssvæðum. Einhvers staðar sá ég líka að fleiri deyja vegna kulda en hita.

Þessi loftslagshystería er þó ekki alslæm því hún hraðar tæknilausnum í mengunarvörnum, sem auðvitað er jákvætt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2013 kl. 20:55

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, hvaða röksemdir hefur þú fyrir því að aðgerðir munu skerða lífsafkomu fólks eitthvað meira en hækkandi sjávarstaða (eitthvað kostar að verja borgir og flytja fólk búferlum), súrnun sjávar (sem ætti að vera okkur Íslendingum hugleikið), breytingar í afkomu m.a. landbúnaðar (færsla landbúnaðar vegna hlýnunar) og svo margir aðrir þættir sem munu hafa áhrif á afkomu okkar með hlýnuninni? Það er voðalega auðvelt að fullyrða með dramatískum orðum, en Gunnar fullyrðingarnar þurfa líka að standast skoðun!

Hitt er annað mál að tæknilausnirnar þurfa að koma hraðar (jafnvel með hvötum). En þó svo að það megi fagna öllum þeim lausnum sem komnar eru fram og þeirri hröðun sem væntanlega mun verða í náinni framtíð - þá verðum við að gera enn betur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.9.2013 kl. 21:13

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fyrir fáeinum árum var allt á öðrum endanum vegna eyðingar á Ósonlaginu. Enginn talar lengur um það. Nú eru menn með ný mælitæki og hrópa ýmist heitt eða kalt framundan. Ísinn í Norðurhöfum er að minnka og stækka. Jöklar á Íslandi hafa farið minnkandi á undanförnum áratugum, en það hefur gerst áður.

1939 var óvenju heitt í veðri en um 1960 kalt tímabil. Hverju á maður að trúa? Er nema von að menn hlusti á prédikarann Franklin Graham. Hann byggir sína frásögn á aldagömlum vísdómi, reynslu af mannlegum breyskleika, speki og trú manna. Vísindatrúin er tiltölulega ný af nálinni og þar til hún hefur sannað gildi sitt. Maður getur og glaðst yfir því að samkynhneigðir komu boðskap sínum á framfæri með því að lita gangstíginn. Allt gott og blessað.

Sigurður Antonsson, 29.9.2013 kl. 21:53

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sigurður, enginn talar um ósonlagið lengur af því að það tókst, með samstilltu átaki, að draga verulega úr þeirri mengun sem var að eyða ósonlaginu.

Ísinn í Norður-Íshafi fer hratt minnkandi, en eykst auðvitað að vetri til. Núna í sumar var útbreiðslan ekki eins lítil og á síðasta ári (sem var mjög sérstakt) en rúmmál íssins hefur aldrei verið minna.

Árið 1939 var vissulega heitt í veðri, langlíklegasta skýringin er gróðurhúsaáhrifin sem þegar voru farin að láta á sér kræla. Uþb. tvo áratugi eftir stríð var veðurfar kaldara, fyrir því eru almennt taldar tvær ástæður: Brennisteinsmengun og svokallað La-Nina ástand á Kyrrahafi, þar sem varminn er dreginn niður á mikið hafsdýpi og hefur því ekki áhrif á lofthita.

Vísindin eru kannski ný ef maður ber saman við aldur alheimsins. Nútíma vísindi hafa núna náð uþb. 1/3 af aldri kristninnar og eru nánast jafngömul og Lúterskan. Vísindin hafa skilað okkur miklu meira en kristnin ef við mælum almenn lífsskilyrði, velmegun og velsæld. Kristnin dugar kannski sem friðland forneskjunnar, skjól þeirra sem ekki vilja viðgangast nútímahugtök á borð við mannréttindi, frelsi og jafnrétti.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.9.2013 kl. 22:36

6 identicon

Heggur nú sá sem hlífa skyldi, Ómar Ragnarsson.

Ef "Cap and Trade" sápuóperan er þitt uppáhald þá verður þú að sjálfsögðu að fá að hokra sæll við sýndarveruleikann.

Vonandi fá staðreyndir málsins að ráða ferðinni en ekki tilfinningaklám sjálfskipaðra Hraunavina.

Minni þig á ágæta grein Borgþórs H. Jónssonar, "Kólnandi veðurfar", í Veðrinu, 1. tbl. 1978, bls. 23:

"... Lítum nú á mynd tvö. Þar sýnir línuritið meðalhita (5 ára meðaltal) í Reykjavík tímabilið 1871 til 1975 eða í 105 ár. Það er greinilegt, að hitastigið fer ekki jafnt vaxandi eins og búast mætti við, ef tengsl væru á milli kolsýringsmagns loftsins og hitafarsins (samanber 1. mynd). Þaðan af síður er hægt að sjá, að hitinn hækki um 0.01 gráðu á ári þetta tímabil.

Árin 1871—1875 er 5 ára meðaltalið 4.6 gráður en 1921-1925 er það 4.2 gráður eða 0.4 gráðum lægra í stað þess að vera rúmlega hálfri gráðu hærra, eins og það ætti að vera samkvæmt kolsýringskenningunni. Með þvi að nota 5 ára meðaltöl jafnast út tilfallandi og skammtíma breytingar hitafarsins, en hneigð línuritsins kemur skýrar frani.

Við athugun á þessu 105 ára tímabili koma í ljós þrjú nokkuð ákveðin og afmörkuð skeið. Meðalhiti áranna 1871-1925, eða í 55 ár, er 4.1° C. Því næst kemur 20 ára hlýindaskeið 1926-1945, en þá er meðalhitinn 5.3° C, en lokaskeiðið 1946-1975 er mun svalara, því að á þessum 30 árum er meðalhitinn 4.7° C.

Einkennilegt er hve línurit hitafarsins stigur bratt á árunum 1921 til 1930, og mætti jafnvel freistast til þess að halda að mælitæki hefðu verið flutt úr stað eða einhverjar aðrar slíkar ástæður væru orsök þessa. Því er samt ekki til að dreifa, þar eð hop skriðjökla og tæring og eyðing smájökla á hlýindaskeiðinu báru glögg vitni þess, að hitaíarið fór ört hlýnandi.

Sú kólnun, sem hefur orðið á síðastliðnum 30 árum er ekki jafn ör en engu að síður mjög greinileg. Við erum augsýnilega komin hálfa leið niður að þeim meðalhita, sem ríkti á árunum 1871-1925.

Af því, sem nú hefur verið ritað, verður að telja, að kolsýringskenningin um hækkandi hitafar samfara vaxandi kolsýringsmagni andrúmsloftsins sé vafasöm, a. m. k. hvað viðvíkur Íslandi." (http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4435197)

Grundvöllur Cap and Trade ósómans, "loftslagshlýnun af manna völdum" (aukið magn CO2 í andrúmslofti) stenst ekki vísindalega skoðun. Þetta er aumt júðatrix stjórnmálamanna sem treysta á að hægt sé að hræða almenning um heim allan til hlýðni við nýju heimsregluna - annars bíða manna jú hræðileg örlög :)

Þetta júðatrix er í anda við annað innlent júðatrix, þegar hagsmunaaðilar hræddu þjóðina til að gefa útgerðaraðlinum fiskkvótann á þeim forsendum að "verndun fiskstofnanna" væri þjóðarnauðsyn - annars mundu fiskstofnarnir þurrkast upp sökum ofveiði! Þá var verið að ræða um veiða 400.000 tonn af þorski á ári, en núna gæla menn við 150.000 tonn . . . :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 23:35

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Brynjólfur: Þú segir að enginn tali um ósonlagið lengur af því að það tókst, með samstilltu átaki, að draga verulega úr þeirri mengun sem var að eyða ósonlaginu.

Ef þetta er rétt hjá þér geturðu þá útskýrt hvers vegna gatið í ósonlaginu árið 2006 var það stærsta frá því mælingar hófust?

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.9.2013 kl. 00:22

8 Smámynd: Kristinn Pétursson

Eins og góður Færeyngur sagði við mig fyrir 25 árum.

"Kristinn. Við ættum að hafa eitt ráðuneyti í viðbót, Vandamálaráðuneyti. Þá gætum við haft öll vandamál þar og önnur ráðyneyti gætu unni verkin á fullu allan daginn"

Kristinn Pétursson, 30.9.2013 kl. 10:40

9 identicon

Þegar menn nota orð eins og "júðartrix" "tilfinningaklám sjálfskipaðra hraunavina" og "loftslagshystería" eins og heyrist í ummælunum á þessum þræði þá eru þeir ekki gjaldgengir í umræðum. Þeir ættu að fara á DV commentakerfið. Varðandi loftslagsumræðuna þá ættu menn að kynna sér málin, lesa skýrslu loftlagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna  og hætta að gera lítið úr niðurstöðum meirihluta vísindamanna í heiminum.

Lárus Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 11:17

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem er sérstakt í þessu stóra máli, hnatrænni hlýnun af mannavöldum, er hve efasemdarmenn vihafa sérstæðan málflutning.

Og þessi sérstæði málflutningur ,,efasemdarmanna" hann er glóbalt fyrirbrigði.

Einhverjum dögum eða vikum áður en þessi skýrsla kom út voru einhverjar vitleysisfrétti í breskum æsifréttablöðum um að skýrslunni hefði verið ,,lekið" og þar átti sönnun að vera um að allt í handaskolum varðandi loftslagsvísindi og ég veit ekki hvað og hvað. Risasamsæri maður oþh.

Ofannefnt var allt tíudað vel hér uppi. Vatnajökull klofinn o.s.frv.

Mér finnst þetta sérstakt. þ.e. hve margir íslendingar virðast ginkeypir fyrir einhverju bara vitleysisbulli. Maður hefi einfaldlega haldið, að þegar menntun er orðin svo almenn og sterk - að þá gæti slík umræða ekki farið á slíkt flug eins og augljóslega er á Íslandi. Það eru ólíklegustu menn að taka undir hinn fráleitasta málflutning.

Ok. Svo þegar skýrslan kemur svo út og er opinber - þá slær að mestu þögn á mannskapinn en nokkrir hafa uppi stóryrði.

Eg mundi segja að þetta væri umhugsunarvert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.9.2013 kl. 11:57

11 identicon

Það má segja, að þegar maður býr á Íslandi (eða Svíþjóð) og talar um hnatthlýnun, þá sé maður svolítið ruglaður.  Enda ekki furða, þegar menn hafa fyrir sið að ganga út með lygasögur sem sannleika ... þetta kallast "mytomania" á lélegri sænsku.

Og hvað varðar menntun, þá eiga menn að efast um sanlnleiksgildi bulls sem segir að þér sé ekkert kallt ... þú sért bara að ímynda þér þetta.  Eða þegar maður hér í suðurhluta Svíþjóð stendu á kafi í snjó, í 9 mánuði.  Eða þegar steppurnar í Rússlandi eru með metár, hvað varðar lengd á vetri.  Eða þegar maður hefur staðhæfar sannanir fyrir því að Svíþjóð var vaxið Eykarskógi, fyrir ekki meir en 5 þúsund árum síðan.  Þá er ekki hægt að segja annað, en að menn séu svolítið klikk að telja þetta vera "hlýnun".

Alveg sérstaklega, þegar maður býr á Íslandi og ætti að vita betur.

Meir að segja í dag, er meðalhiti á Íslandi 4 stigum kaldar, en fyrir þúsund árum síðan.  Hér í Svíþjóð, er mun kaldar í dag en fyrir 5 þúsund árum síðan.  Og kaldar en bara fyrir þúsund árum síðan, en ástæða fyrir hinni miklu víkingaherferðum var ekki fyllerí, heldur ofurgnævð af eyk og bók í suðurhluta skandinavíu.

Og hvað varðar meginhluta vísindamanna ... Meirihlutinn hefur aldrei nokkurntíman haft rétt fyrir sér, hvorki á tímum Hitlers, Stalín eða ykkar.  Þau skref sem tekin hafa verið, og flutt okkur til nútímans eru tekin af örfáum einstaklingum sem um alla sína tíð, fengu að berjast á móti "meirhluta" þessara Vísindamanna þinna, eða pólitíkur og annar tíkna í samfélaginu. Þessara tíkna í samfélaginu, sem frá degi til dags ganga með áróður um að Guð sé að refsa manni, eða að Himininn sé að falla ofan á þig, eða að Þór sé að berja með hamrinum sínum ... eða með nýjustu áróðursmyndir, sem segir að næsti risasteinn muni lenda á jörðinni og eyða mannkyninu.  Eða að djöfullinn sé staddur hérna ... eða að við búum á flekum, sem Móses sigli frá einu heimskautinu til hins, á reglulegu millibili.

Og hnatthlýnun, er sami þvætingur og allur annar áróðurs þvættingur sem gengur meir út á að geta dregið inn koldíoxið skatt, en að það tengist sannleikanum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 12:47

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara dæmi um hve umræðan getur verið ótrúlega vitleysisleg.

Það að það sé kalt og stundum mjög kalt á Íslandi og Svíþjóð - það hefur akkúrat ekkert með efnið hnattræna hlýnun af mannavöldum að gera.

Eins og segi, eg er hugsi yfir þessu. Vegna þess að ef umræða um þetta efni getur orðið svona vitleysisleg - hvað þá um öll önnur mál?

Umræðan er svo vitleysislega að meir að segja fjölmiðlar virðast ekki skilja einföldustu atriði máls. Það er engu líka td. að fáir hafi heyrt minnst á Gróðurhúsaeffektinn. Eða ef þeir hafa heyrt minnst á hann - þá rugla þeir honum saman við umræðuna um hnattrænahlýnun af mannavöldum. Má sjá hér af fyrirsögn þessa fjölmiðils: ,,95 prósent líkur á að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg" http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/09/27/95-prosent-likur-a-ad-grodurhusaahrifin-seu-raunveruleg/

Ég hélt bara að Gróðurhúsaeffektinn væri eitt af því sem væri kennt í skólum og jafnvel barnaskólum. Það var gert þegar ég var í skóla - og það er langt síðan. En svo virðist sem afsakaplega fáir viti það að Gróðurhúsaeffektinn er staðreynd.

Og það er vegna Gróðurhúsaeffektsins sem athafnir manna hafa áhrif til hlýnunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.9.2013 kl. 12:59

13 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Gróðurhúsaáhrifn eru staðreynd. Það eru því ekki 95% líkur á þeim, heldur 100%. Annars væri jörðin ekki byggileg. Áhrif mannanna verka á gróðurhúsaáhrifin, og breytingar á þeim eru hins vegar umdeilanleg, og að mínu mati ofmetin.

Bjarne kemur reyndar með mikilvægan lokapunkt, sem ekki er mikið haldið á lofti, kolefnisskattar. En ennþá mikilvægari punktur að mínu mati, er viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það snýst einungis um að verðmerkja losun á koltvísýringi, til bókhaldsfléttna og loftbóluvirðisaukningar fyrirtækja, óteljandi afleiðuviðskipta og framvirkra samninga fjármálaspekúlanta, sem hafa engin áhrif til minnkunar losunar CO2, heldur maka einungis króki fjármálageirans.

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.9.2013 kl. 15:08

14 identicon

Hér kjósa kolefnisspámenn að ræða ekki niðurstöðu merkilegrar greinar Borgþórs H. Jónssonar "Kólnandi veðurfar", í Veðrinu, 1. tbl. 1978, bls. 23:

"Af því, sem nú hefur verið ritað, verður að telja, að kolsýringskenningin um hækkandi hitafar samfara vaxandi kolsýringsmagni andrúmsloftsins sé vafasöm, a. m. k. hvað viðvíkur Íslandi." (http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4435197)

IPCC er ekki vísindanefnd heldur pólitískt "Cap and Trade" batterí sem mun aldrei, a l d r e i kannast við neitt annað en að "95% vissa sé fyrir því að hnatthlýnun af manna völdum sé staðreynd". Mörgþúsundmilljarðabusiness er í veði fyrir stjórnmálamenn.

Þó hefur þessi skattanefnd verið margsaga í framsetningu í gegnum tíðina og niðurstöður hennar hafa verið marghraktar. Lygavefur IPCC hefur ítrekað verið opinberaður, allt frá því að jöklar Himalayafjalla voru sagðir vera að hverfa í upphafi aldarinnar.

Skattanefndin hefur varið hrakin frá Himalayafjöllum til Grænlands og heimskautanna með ýkjusögur sínar og síðasta vígi vitleysinganna er nú að finna í dýpstu afkimum undirdjúpanna!

Andfætlingar okkar, Ástralir, eru búnir að gefa IPCC og kolefnissköttum hennar puttann. Nú er komið að Íslendingum að rísa upp og krefjast þess að kolefnisgjald á eldsneyti verði aflagt - með öllum þeim álögum sem það kallar yfir íslenskar fjölskyldur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 15:26

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gróðurhúsaáhrifin góðu eru útskýrð hér.

Litlu  viðbótina við gróðurhúsaáhrifin sem gæti stafað af losun manna á CO2 ætti að nefna aukin gróðurhúsaáhrif  (enhanced greenhouse effect)    Ekki bara gróðurhúsaáhrif.      

Ágúst H Bjarnason, 30.9.2013 kl. 15:46

16 Smámynd: Rebekka

Hilmar, þessi merka niðurstaða greinar Borgþórs H. Jónssonar er ekki rædd hér fyrst og fremst vegna þess að hún er ÞRJÁTÍU OG FIMM ÁRA GÖMUL.  Í dag er árið 2013, komdu með einhver nýrri vísindi.

Rebekka, 30.9.2013 kl. 18:22

17 identicon

Rebekka, eða hvað hún/hann/það raunverulega heitir: Árið 1896 setti Svante Arrhenius (1859-1927) fram tilgátuna um meint áhrif CO2 á hnatthlýnun. Þessi tilgáta er því orðin 117 ára gömul og þrátt fyrir að ótöldum þúsundum milljarða dollara hafi verið ausið í rannsóknir á þessu sviði sl. 40 ár hefur enn ekki tekist að sanna tilgátuna - enda er hún kolröng.

Þú skalt því ekki reyna að gera lítið úr merkum íslenskum vísindamanni sem hafði þekkingu og reynslu á íslensku veðurfari og sá í hendi sér að þessi bulltilgáta stæðist ekki vísindalega skoðun.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 19:22

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Á loftslag.is má lesa um íslenska "efasemdamenn" og þeirra fullyrðingar, sjá Íslenskar “efasemdir” um hnatthlýnun af mannavöldum rækilega skjalfestar - þar sem m.a. má lesa eftirfarandi:

"Það er ekki óalgengt að fram séu settar “efasemdir” um loftslagsvísindin á opinberum vettvangi eins og til að mynda á vef- og fjölmiðlum hér á landi. Oft er það einhver misskilningur manna varðandi eitthvað sem sumir velja að kalla meint gróðurhúsaáhrif eða einhverjar aðrar ályktanir sem hafa lítið sem ekkert með raunveruleikann að gera. Það er þarft verk að skjalfesta opinberar yfirlýsingar varðandi þessi mál. Það getur vonandi haft það í för með sér að viðkomandi hugsi sig um varðandi þeirra eigin frjálslegu túlkanir á loftslagsfræðunum í framtíðinni."

Ýmsir þeirra sem hafa sett fram "efasemdaraddir" hér í athugasemdum við færslu Ómars hér að ofan, hafa einnig fengið heiður að því að fá tilvísanir í sig í þessari grein á loftslag.is - t.d. má nefna fremstan meðal jafningja Ágúst H. Bjarnason:

Gott er til þess að hugsa til þess að um þessar mundir er ekkert sem bendir til þess að sjávarborð sé að rísa óvenju hratt, nema síður sé.

Kristinn Pétursson á næstu tilvitnun:

Það er ágætt ef eitthvað af þessum ”vísindahórum“ fara loksins draga í land með eitthvað af platinu og blekkingunum – en betur má ef duga skal.

Og svo að sjálfsögðu þáttur Hilmars Þórs Hafsteinssonar:

Nýjar vísindarannsóknir sýna að trúarsetningar kolefniskirkjunnar um áhrif CO2 á hnatthlýnun eru rangar. CO2 veldur ekki svokölluðum ‘gróðurhúsaáhrifum’ og reyndar eru gróðurhúsaáhrif ekki til.

Nokkrir aðilar fá einnig tilvísanir birtar - t.d. Vilhjálmur Eyþórsson, Geir Ágústsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Magnússon og fleiri þekktir "efasemdamenn" - áhugaverðar tilvísanir sem sýna oft á tíðum á hversu lágu plani og innihaldslítil umræða "efasemdanna" er.

Eins og þessar tilvísanir sýna augljóslega, þá býr lítið að baki þessum "efasemdum". Íslenskar "efasemdir" eru raunverulegar og yfirleitt auð hrekjanlegar með gagnrýnni hugsun og heimildaöflun. Eins og margar aðrar "efasemdir" um þennan málaflokk, þá byggja þessar efasemdir ekki á öðru en óskhyggju og/eða persónulegum skoðunum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.9.2013 kl. 19:55

19 identicon

Örlítil athugasemd við kolefnisbullið í Sveini Atla Gunnarssyni:

Vefurinn loftslag.is er skilgetið afkvæmi soravefsins scepticalscience.com sem ástralski teiknimyndasöguhöfundurinn John Cook rekur.

Innihaldið er taumlaus afbökun á vísindunum, enda hafa þeir sem að þessum óskapnaði standa litla sem enga menntun í loftslagsvísindum.

Segja má að í skrifum scepticalscience.com/loftslag.is kristallist þau kolefnistrúarbrögð sem helríða allri umfjöllun um viðfangsefnið hnatthlýnun/kólnun.

Þessi ofsatrú hefur þegar gengið það langt að prófessor einn í Austurríki lagði það til - í fullri alvöru - að "efasemdarmenn" um meinta hnatthlýnun af manna völdum yrðu dæmdir til dauða fyrir tilræði við komandi kynslóðir!

Svona hyski er aumkvunarvert og hefur ekkert með raunveruleg vísindi að gera.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 20:23

20 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar alltaf að leggja inn í tilvísana banka "efasemdamanna" - hann er iðinn við kolann að venju og innihaldslaust bullið, kryddað með perónsulegu skítkasti er við það sama og svo oft áður hjá honum. En svona er þessi umræða stundum...

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.9.2013 kl. 20:40

21 identicon

The IPCC Exposed   . þetta er agætis myndband dalitið langt en vel þess virði

http://www.youtube.com/watch?v=LOyBfihjQvI

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 21:11

22 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Mér finnst athyglisvert að þeir sem afneita því að loftslag sé að hlýna af mannavöldum færa sig oft yfir í rökræður um kolefnisskatta og þess lags. Mér finnst það svipað og að neita því að það sé hálka á vegum af því að  þeim er illa við nagladekk - enda er "hálkuváin" eingöngu samsæri nagladekkjaframleiðanda

Höskuldur Búi Jónsson, 30.9.2013 kl. 23:24

23 identicon

Allt man-made global warming er út frá stærðfræðilíkönum. Áhrif sólarinnar á hitastig á Jörðu er ekki tekið með í reikninginn.

Það þarf varla að segja neitt meira um þetta bull, en hefur ekkert af spádómunum þá þessu liði ræst. Ekki neitt. 

Og það hefur ekki hlýnað í 15 ár. 

Þessi tveir á loftslag.is eru klassískt dæmi um undirmáls-hugsuði sem hafa einfaldlega ekki vit til að gera nokkuð en að apa bullið eftir útlöndunum, og væla svo eins og stungnir grísir ef einhver dirfist að efast um þvæluna. 

Þetta er sálfræðilegt vandamál hjá þeim, og þeir munu því aldrei hætta, enda geta þeir ekki tekið þátt í rökræðum. Ekki hægt að tala þá til með rökum. Þeir skilja ekki einu sinni hvað rökræður eru. 

En það eru flestir hættir að taka mark á þessum bjánabörnum, hvort sem er. 

Páll (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 23:35

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Höskuldur - merkilegt líka hvernig þeir sem ekki hafa rökin sín megin grípa aftur og aftur til persónulegs skítkasts, a la Páll hér að ofan - ekki mikið að marka svoleiðis málatilbúnað...en svona er þessi umræða stundum...

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.9.2013 kl. 23:42

25 identicon

Það er búið að reyna rökin, það bara gengur ekki gagnvart bókstafstrúarfólki eins og ykkur.

Það var auðvitað best þegar það var vitnað í vísindamenn, og heimildarmyndir með vísindamönnum, en þessir tveir gátu ekki höndlað það, orguðu að ég væri sko enginn vísindamaður, svo hvernig gæti ég vitað hvor vísindamannanna hefði rétt fyrir sér, man-made vísindamennirnir eða hinir.

Þá sagði ég okei, ágæt rök, og eiga þessi rök þá ekki við ykkur sjálfa?

Svar barst aldrei.

Þetta eru einfaldlega hálfvitar.

Páll (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 23:47

26 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Nú þekki ég Pál - hann er við sama heyðgarðshornið - rökleysur, lygar og persónulegt skítkast er hans vettvangur. Finnst einhverjum skrítið að venjulegt fólk veigri sér við að taka þátt í þessari umræðu. Umræðumenning sem fer á svona lágt plan er firra - en svona er þessi umræða stundum...

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.10.2013 kl. 00:49

27 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Í byrjun umræðunnar um hlýnun jarðar af mannavöldum var því haldið fram að breytingar á loftslagi yrðu svo hraðar, miklar og öfgakenndar að lofthitastig myndi aðeins fara hækkandi á hverju ári um fyrirsjáanlega framtíð og rúmlega það, með geigvænlegum afleiðingum fyrir mannkyn, fárviðrum, hækkun sjávarstöðu, aukinni rigningu og meðfylgjandi flóðum. Þetta viðhorf hefur verið viðvarandi allar götur síðan. IPCC heldur þessum áróðri áfram á lofti í nýjustu skýrslu sinni, m.a. annars með því að segja nú að 95% líkur sé á því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Óútskýrt er hvernig þessi tala er fundin, né hvað hún þýðir í raun. Af hverju eru þeir ekki 100% vissir?

Mér var bent á í umræðu á annarri síðu um þetta efni að IPCC framkvæmir engar rannsóknir í sínu nafni heldur skoðar niðurstöður vísindamanna víða um heim og tekur saman yfirlit yfir niðurstöður þeirra, sem margar eru ritrýndar greinar. Þessar niðurstöður mynda svo efnislega loftslagsskýrslu nefndarinnar, þ.e.a.s. þessir um 200 aðilar sem kallast lead authors, og svo hinir 600 sem taka þátt í gerð hennar, velja og hafna efni úr fjölda skýrslna sem nefndinni berast. Hvað skyldi nú verða um efnið sem er í andstöðu við fyrri skýrslur nefndarinnar?

Þeir sem leyfa sér að mótmæla málfutningnum um hlýnun jarðar af mannavöldum eru oft merktir afneitarar, sbr. ummæli Höskuldar Búa #22 hér að ofan vegna ummæla um kolefnisskatta, þó svo að aðeins sé lýst efasemdum. Afneitun og efi er nefnilega ekki sami hluturinn  - en svona er þessi umræða stundum...

Erlingur Alfreð Jónsson, 1.10.2013 kl. 03:03

28 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, Erlingur - svona er þessi umræða stundum...fólk fullyrðir t.d. að vísindamenn hafi sagt að hlýnun myndi verða línuleg um alla eilífð og ýkir allar afleiðingar og telja að þetti hafi átt að gerast helst í gær til að sanna eitthvað í huga sér - með dauða og djöfulgangi... En það er t.d. ekki rétt ályktun, því að bæði vísindamenn og aðrir sem hafa raunverulega sett sig inn í þessi mál vita að hlýnun er ekki línuleg og það getur t.d. tekið langan tíma fyrir sjávarborð að hækka (sem er raunveruleiki sem er í gangi) þó það geti verið sveiflur í þeirri hækkun, að súrnun sjávar er raunveruleiki (þó ekki hafi það enn náð því að valda alvarlegum búsifjum - það er þó raunveruleiki að staðan getur versnað) og svo framvegis. Vandamálið við þessa umræðu eru innantómar fullyrðingar sem hafa ekkert með raunveruleikan að gera - en ekki það að þeir sem afneita vísindum eru kallaðir nafni sem passar við þeirra afneitun (tek það fram að ég er ekki að kalla þig vísinda afneitara Erlingur). Ég held að þú ættir að skoða "röksemdir" sumra þeirra sem hér hafa afneitað loftslagsvísindum - þau eru ekki alltaf falleg og það skín í gegn að þeir eru næstum stoltir af afneitun sinni og sumir velja að kalla þá sem aðhyllast vísindi hálfvita...merkilegur vinkill í þessari umræðu - en svona er þetta stundum...

PS. Erlingur - ef þú veist um eitthvað efni sem þú telur að IPCC hafi gleymt í skýrslu sinni þá gætirðu t.d. valið að ræða eitthvað af því efnislega...þannig mætti umræðan t.d. vera á stundum - það myndi hjálpa verulega í efnistökum og til að vita hvað býr að baki efasemdum fólks...

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.10.2013 kl. 08:12

29 identicon

Hérna eru nokkrir vísindamenn, sem IPCC "gleymdi" í skýrslunum sínum.

http://www.youtube.com/watch?v=Oi6HBGfBOKU

(Allt saman rökleysur og lygar, auðvitað)

Páll (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 10:13

30 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sæll Sveinn Atli, ég hef lesið alllt að ofan og of oft falla slembidómar sem vel væri hægt að orða öðruvísi.

Hins vegar kemur fram athyglisverður punktur í myndbandinu sem hlekkjað er á af Helga í ummælum #21 eftir um 35 mínútna spilun, atriði sem ekki er haldið á lofti í umræðunni. Viðmælandinn þar segir að hlutverk IPCC sé niðurnjörvað, og takmarkist við skoða áhrif manna á loftslagsbreytingar og ekkert annað. IPCC er bundið af þeim skilyrðum sem þeim eru sett. 

Svo ég fór og kannaði þessa fullyrðingu lítillega, og viti menn, á vef IPCC er að finna skjal sem kallast PRINCIPLES GOVERNING IPCC WORK.

Upphafsorð skjalsins eru þessi (skáletrun er mín):

INTRODUCTION
1. The Intergovernmental Panel on Climate Change (hereinafter referred to as the IPCC or,
synonymously, the Panel) shall concentrate its activities on the tasks allotted to it by the relevant WMO Executive Council and UNEP Governing Council resolutions and decisions as well as on actions in support of the UN Framework Convention on Climate Change process.

ROLE
2. The role of the IPCC is to assess on a comprehensive, objective, open and transparent basis the scientific, technical and socio-economic information relevant to understanding the scientific basis of risk of human-induced climate change, its potential impacts and options for adaptation and mitigation.

IPCC reports should be neutral with respect to policy, although they may need to deal objectively with scientific, technical and socio-economic factors relevant to the application of particular policies.

Þar höfum við það. IPCC á einungis að skoða áhættuna á hlýnun jarðar af mannavöldum, möguleg áhrif, og möguleika til aðlögunar og mildunar [áhrifanna]. IPCC á ekkert að skoða hvort aðrir þættir hafi áhrif á hlýnun jarðar, og á meðan svo er verður niðurstaða IPCC alltaf að menn séu valdir að hlýnuninni og með hvaða hætti. Vegna þess hversu nálgunin er takmörkuð verður aldrei sátt um loftslagsskýrslur nefndarinnar.

Erlingur Alfreð Jónsson, 1.10.2013 kl. 10:22

31 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

IPCC skoðar það sem vísindin hafa um málið að segja - og það er nokkuð ljóst að mannskepnan hefur áhrif á loftslag og því nauðsynlegt að skoða hver þau áhrif eru og hversu mikil. Það kemur fram í skýrslum IPCC og þar er einnig reynt að setja töluleg gildi eins og t.d. að það séu 95% líkur á því að helmingur þeirrar hlýnunar sem að við höfum upplifað frá 1951 sé af manna völdum (það útilokar ekki að það geti verið bæði meira og minna). Svo þarf að sjálfsögðu að skoða hvað getur gerst í framtíðinni líka, ef að áframhald verður á losun gróðurhúsalofttegunda, eins og m.a. CO2. Það er í raun ekkert undarlegt við að vilja skoða það nánar. IPCC þarf í hlutarins eðli að skoða alla þætti og það er gert í skýrslum IPCC - ég mæli með lestri á þeim Erlingur - miklu betra en að taka óbeinar heimildir um þessi mál frá YouTube myndbandi á netinu (þó svo það geti að sjálfsögðu verið ágætt líka).

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.10.2013 kl. 10:32

32 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Endurorðum niðurstöðu Erlings, þannig að hún verði í takt við það sem rétt er:

Þar höfum við það. IPCC á [del] að skoða áhættuna á hlýnun jarðar af mannavöldum, möguleg áhrif, og möguleika til aðlögunar og mildunar [áhrifanna]. IPCC [del] gerir það með því að skoða hvort aðrir þættir hafi áhrif á hlýnun jarðar, og á meðan svo er verður niðurstaða IPCC samkvæmt bestu þekkingu hvers tíma þ.e. [del] að menn séu valdir að hlýnuninni og með hvaða hætti. [del]
Þetta geta menn staðfest með því að lesa skýrslurnar - þar sem farið er t.d. í saumana á geislunarálagi ( radiative forcing) frá ýmsum þáttum loftslags. Hver er t.d. þáttur sólarinnar, eldvirkni, El Nino o.sv.frv...

Höskuldur Búi Jónsson, 1.10.2013 kl. 10:57

33 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Feitletrað eru mínar viðbætur - svo því sé nú haldið til haga

Höskuldur Búi Jónsson, 1.10.2013 kl. 10:58

34 identicon

Þetta er bara pínlegt.

Okei, staðreyndir. Man-made global warming er allt byggt á stærðfræðilíkönum. Allar spár hafa klikkað. Allar. Ekkert rætist. Og hitastig hefur ekki hækkað í 15 ár.

Vísindamenn (sjá linkinn í ummælum 29) hafa sýnt fram á að líkanið hjá Michael Mann, einn aðalgúrúrinn í trúfélaginu, er kolrangt. Sýnt fram á það með beinhörðum vísindum. Mann segir að það hafi ekki verið heitara á miðöldum. Það er ekki rétt. Vísindaleg staðreynd. Líkönin eru ekki rétt.

Vísindamenn hafa einnig sýnt fram á að co2 hefur aldrei stýrt hitastigi á Jörðu, heldur er það einmitt öfugt farið. Hitastig stýrir magni co2.

Vísindamenn hafa einnig sýnt fram á að þegar hitamælinar hófust hjá mannkyni, þá var það á kaldasta tímabili síðustu 10.000 ára.

Auk þess er vatnsgufa langsterkasta gróðurhúsalofttegundin, og einnig sú sem er langmest af.. vel yfir 90% af öllum gróðurhúsalofttegundum.

..en samt komið þið tveir, básúnið um hvað vísindin séu öll ykkar megin og syngið lofsöngva um vísindamenn sem hafa ekki eina einustu réttu spá. Ekkert gengur eftir þeirra líkönum. EKKERT. NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT.

En þið þreytist samt aldrei á því að lýsa því yfir aftur og aftur að þið hafið rétt fyrir ykkur, og þ.a.l. höfum við hin vitlaust fyrir okkur. Finnið svo ótrúlegustu og langsóttustu útúrsnúninga sem afsakanir, og haldið svo bara áfram. Hitnunin fór sko bara niður í hafdjúpin!

Það á ekkert að skafa af þessu. Þið tveir eruð hálf-vitar.

Farið í greindarvísitölupróf og birtið niðurstöðurnar. Sýnið að þið eigið eitthvað erindi í rökræður (sem ganga ekki út á að lýsa því yfir að þið hafið rétt fyrir ykkur, aftur og aftur og aftur), því allar líkur benda til þess að þið hafið einfaldlega ekki hæfileikann til þess.

Páll (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 11:49

35 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er náttúrulega alveg magnað.

Að það er ekki hægt annað en velta þessu fyrir sér. Öll þessi menntun, að fólk er í skóla nánast allt árið alveg til 16 ára aldurs og nú er orðið algengt til amk. 20 ára - að það er ekki eðlilegt að svo algengt sé að fólk eigi svo erfitt með að kynna sér mál að gagni og bíti sig svo fast í allskyns samsærismoðsuðu sem þeir finna á youtube og eigi svo erfitt eð að greina kjarnann frá hisminu. Þetta er bara alveg magnað.

En kannski er fólk bara ekki nógu mikið menntað. Framhaldsmenntun er minni hér en í nágrannalöndum, að mig minnir.

En það er alveg sama. Allur þessi tími í barnaskóla á að skila meira, að mínu mati.

Bara sem eitt dæmi um hve fráleitur vitleysismálflutningurinn getur orðið, að algeng trú er að fræðimenn loftslagsvísinda - hafi gleymt að reikna með sólinni!

En málið er þetta: Maður sér þennan tendens í hverju málinu á fætur öðru á Íslandi. Algjörlega stórfurðulegan hugarheim margra innbyggja. Þetta er áhyggjuefni fyrir Ísland, að mínu mati.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2013 kl. 18:04

36 identicon

Gaman að því þegar stórgáfað og einstaklega vel menntað fólk, eins og Ómar Bjarki Kristjánsson frá Selsstöðum í Seyðisfirði, lætur svo lítið að lesa yfir hausamótunum á okkur kjánunum á klakanum.

Ómar Bjarki er einstaklega lítillátur og dagfarsprúður drengur sem gerir ekki mikið af því að kommenta um meintan stórfurðulegan heim margra innbyggja - en það kemur þó fyrir.

Já, hann er sannarlega fráleitur vitleysismálflutningurinn. . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 20:36

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er ekkert beinlínis ,,að lesa yfir hausamótum" á neinum - nema einhverjir kjósi að taka til sín þannig.

Eg er einfaldlega að bendaá eina staðreynd. Hve umræður á Íslandi geta oft orðið vitleysislegar.

Í þessu ákveðna máli, Hnattræn hlýnun af mannavöldum - er þessi vitleysingatendens alveg sérlega áberandi.

Með tengslin við menntun - þá er punkturinn að maður skildi fyrirfram ætla, að menntun minnkaði þennan vitleysingatendens. En svo virðist nefnilega ekki vera.

En almennt um menntun, þá er hún auðvitað afstætt hugtak. Menntun þarf ekkert endilega að eiga sér stað með setu á skólabekk nú til dags sem kunnugt er. Þó vissulega sé nauðsynlegt að öðlast ákveðinn grunn og sá grunnur kemur sennilega sterkast út með hefðbundinni skólagöngu svo sem gegnum barnaskóla - ef allt væri með felldu. Það er bara eins og ekki allt sé með felldu varðandi menntun íslendinga nú til dags.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2013 kl. 21:30

38 identicon

If schooling people is the antidote for stupidity, then I suggest you enrol quickly Ómar Bjarki Kristjánsson. Perhaps they can school some common sense into you.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 23:38

39 identicon

Menntun er það sem stendur eftir þegar þú ert búinn að gleyma öllu sem þú lærðir í skóla.

Og þeir gleymdu ekki sólinni. Hún er bara ekki hluti af útreikningunum hjá þeim. Heitt á daginn, kalt á nóttunni, árstíðir. Svoleiðis aukaatriði.

Go figure.

Páll (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 23:51

40 identicon

Global Cooling is Here

Global Research Editor’s note

The following article represents an alternative view and analysis of global climate change, which challenges the dominant Global Warming Consensus.

Global Research does not necessarily endorse the proposition of “Global Cooling”, nor does it accept at face value the Consensus on Global Warming. Our purpose is to encourage a more balanced debate on the topic of global climate change.

[Article originally published by Global Research in November 2008]

INTRODUCTION

Despite no global warming in 10 years and recording setting cold in 2007-2008, the Intergovernmental Panel on Climatic Change (IPCC) and computer modelers who believe that CO2 is the cause of global warming still predict the Earth is in store for catastrophic warming in this century. IPCC computer models have predicted global warming of 1° F per decade and 5-6° C (10-11° F) by 2100 (Fig. 1), which would cause global catastrophe with ramifications for human life, natural habitat, energy and water resources, and food production. All of this is predicated on the assumption that global warming is caused by increasing atmospheric CO2 and that CO2 will continue to rise rapidly.

Figure 1. A. IPCC prediction of global warming early in the 21st century. B. IPCC prediction of global warming to 2100. (Sources: IPCC website)

However, records of past climate changes suggest an altogether different scenario for the 21st century. Rather than drastic global warming at a rate of 0.5 ° C (1° F) per decade, historic records of past natural cycles suggest global cooling for the first several decades of the 21st century to about 2030, followed by global warming from about 2030 to about 2060, and renewed global cooling from 2060 to 2090 (Easterbrook, D.J., 2005, 2006a, b, 2007, 2008a, b); Easterbrook and Kovanen, 2000, 2001). Climatic fluctuations over the past several hundred years suggest ~30 year climatic cycles of global warming and cooling, on a general rising trend from the Little Ice Age.

PREDICTIONS BASED ON PAST CLIMATE PATTERNS

Global climate changes have been far more intense (12 to 20 times as intense in some cases) than the global warming of the past century, and they took place in as little as 20–100 years. Global warming of the past century (0.8° C) is virtually insignificant when compared to the magnitude of at least 10 global climate changes in the past 15,000 years. None of these sudden global climate changes could possibly have been caused by human CO2 input to the atmosphere because they all took place long before anthropogenic CO2 emissions began. The cause of the ten earlier ‘natural’ climate changes was most likely the same as the cause of global warming from 1977 to 1998.

Figure 2. Climate changes in the past 17,000 years from the GISP2 Greenland ice core. Red = warming, blue = cooling. (Modified from Cuffy and Clow, 1997)

Climatic fluctuations over the past several hundred years suggest ~30 year climatic cycles of global warming and cooling (Figure 3) on a generally rising trend from the Little Ice Age about 500 years ago.


Figure 3. Alternating warm and cool cycles since 1470 AD. Blue = cool, red = warm. Based on oxygen isotope ratios from the GISP2 Greenland ice core.

Relationships between glacial fluctuations, the Pacific Decadal Oscillation, and global climate change.

After several decades of studying alpine glacier fluctuations in the North Cascade Range, my research showed a distinct pattern of glacial advances and retreats (the Glacial Decadal Oscillation, GDO) that correlated well with climate records. In 1992, Mantua published the Pacific Decadal Oscillation curve showing warming and cooling of the Pacific Ocean that correlated remarkably well with glacial fluctuations. Both the GDA and the PDO matched global temperature records and were obviously related (Fig. 4). All but the latest 30 years of changes occurred prior to significant CO2 emissions so they were clearly unrelated to atmospheric CO2.


Figure 4. Correspondence of the GDO, PDO, and global temperature variations.

The significance of the correlation between the GDO, PDO, and global temperature is that once this connection has been made, climatic changes during the past century can be understood, and the pattern of glacial and climatic fluctuations over the past millennia can be reconstructed. These patterns can then be used to project climatic changes in the future. Using the pattern established for the past several hundred years, in 1998 I projected the temperature curve for the past century into the next century and came up with curve ‘A’ in Figure 5 as an approximation of what might be in store for the world if the pattern of past climate changes continued. Ironically, that prediction was made in the warmest year of the past three decades and at the acme of the 1977-1998 warm period. At that time, the projected curved indicated global cooling beginning about 2005 ± 3-5 years until about 2030, then renewed warming from about 2030 to about 2060 (unrelated to CO2—just continuation of the natural cycle), then another cool period from about 2060 to about 2090. This was admittedly an approximation, but it was radically different from the 1° F per decade warming called for by the IPCC. Because the prediction was so different from the IPCC prediction, time would obviously show which projection was ultimately correct.

Now a decade later, the global climate has not warmed 1° F as forecast by the IPCC but has cooled slightly until 2007-08 when global temperatures turned sharply downward. In 2008, NASA satellite imagery (Figure 6) confirmed that the Pacific Ocean had switched from the warm mode it had been in since 1977 to its cool mode, similar to that of the 1945-1977 global cooling period. The shift strongly suggests that the next several decades will be cooler, not warmer as predicted by the IPCC. 

Figure 5.Global temperature projection for the coming century, based on warming/cooling cycles of the past several centuries. ‘A’ projection based on assuming next cool phase will be similar to the 1945-1977 cool phase. ‘B’ projection based on assuming next cool phase will be similar to the 1880-1915 cool phase. The predicted warm cycle from 2030 to 2060 is based on projection of the 1977 to 1998 warm phase and the cooling phase from 2060 to 2090 is based on projection of the 1945 to 1977 cool cycle.

Implications of PDO, NAO, GDO, and sun spot cycles for global climate in coming decades

The IPCC prediction of global temperatures, 1° F warmer by 2011 and 2° F by 2038 (Fig. 1), stand little chance of being correct. NASA’s imagery showing that the Pacific Decadal Oscillation (PDO) has shifted to its cool phase is right on schedule as predicted by past climate and PDO changes (Easterbrook, 2001, 2006, 2007). The PDO typically lasts 25-30 years and assures North America of cool, wetter climates during its cool phases and warmer, drier climates during its warm phases. The establishment of the cool PDO, together with similar cooling of the North Atlantic Oscillation (NAO), virtually assures several decades of global cooling and the end of the past 30-year warm phase. It also means that the IPCC predictions of catastrophic global warming this century were highly inaccurate.

The switch of PDO cool mode to warm mode in 1977 initiated several decades of global warming. The PDO has now switched from its warm mode (where it had been since 1977) into its cool mode. As shown on the graph above, each time this had happened in the past century, global temperature has followed. The upper map shows cool ocean temperatures in blue (note the North American west coast). The lower diagram shows how the PDO has switched back and forth from warm to cool modes in the past century, each time causing global temperature to follow. Comparisons of historic global climate warming and cooling over the past century with PDO and NAO oscillations, glacial fluctuations, and sun spot activity show strong correlations and provide a solid data base for future climate change projections.

The Pacific Ocean has a warm temperature mode and a cool temperature mode, and in the past century, has switched back forth between these two modes every 25-30 years (known as the Pacific Decadal Oscillation or PDO). In 1977 the Pacific abruptly shifted from its cool mode (where it had been since about 1945) into its warm mode, and this initiated global warming from 1977 to 1998. The correlation between the PDO and global climate is well established. The announcement by NASA’s Jet Propulsion Laboratory that the Pacific Decadal Oscillation (PDO) had shifted to its cool phase is right on schedule as predicted by past climate and PDO changes (Easterbrook, 2001, 2006, 2007). The PDO typically lasts 25-30 years and assures North America of cool, wetter climates during its cool phases and warmer, drier climates during its warm phases. The establishment of the cool PDO, together with similar cooling of the North Atlantic Oscillation (NAO), virtually assures several decades of global cooling and the end of the past 30-year warm phase.

Figure 6. Switch of PDO cool mode to warm mode in 1977 initiated several decades of global warming. The PDO has now switched from its warm mode (where it had been since 1977) into its cool mode. As shown on the graph above, each time this has happened in the past century, global temperature has followed. The upper map shows cool ocean temperatures in blue (note the North American west coast). The lower diagram shows how the PDO has switched back and forth from warm to cool modes in the past century, each time causing global temperature to follow. Projection of the past pattern (right end of graph) assures 30 yrs of global cooling

Comparisons of historic global climate warming and cooling over the past century with PDO and NAO oscillations, glacial fluctuations, and sun spot activity show strong correlations and provide a solid data base for future climate change projections. As shown by the historic pattern of GDOs and PDOs over the past century and by corresponding global warming and cooling, the pattern is part of ongoing warm/cool cycles that last 25-30 years. The global cooling phase from 1880 to 1910, characterized by advance of glaciers worldwide, was followed by a shift to the warm-phase PDO for 30 years, global warming and rapid glacier recession. The cool-phase PDO returned in ~1945 accompanied by global cooling and glacial advance for 30 years. Shift to the warm-phase PDO in 1977 initiated global warming and recession of glaciers that persisted until 1998. Recent establishment of the PDO cool phase appeared right on target and assuming that its effect will be similar to past history, global climates can be expected to cool over the next 25-30 years. The global warming of this century is exactly in phase with the normal climatic pattern of cyclic warming and cooling and we have now switched from a warm phase to a cool phase right at the predicted time (Fig. 5)

The ramifications of the global cooling cycle for the next 30 years are far reaching―e.g., failure of crops in critical agricultural areas (it’s already happening this year), increasing energy demands, transportation difficulties, and habitat change. All this during which global population will increase from six billion to about nine billion. The real danger in spending trillions of dollars trying to reduce atmospheric CO2 is that little will be left to deal with the very real problems engendered by global cooling.

CONCLUSIONS

Global warming (i.e, the warming since 1977) is over. The minute increase of anthropogenic CO2 in the atmosphere (0.008%) was not the cause of the warming—it was a continuation of natural cycles that occurred over the past 500 years.

The PDO cool mode has replaced the warm mode in the Pacific Ocean, virtually assuring us of about 30 years of global cooling, perhaps much deeper than the global cooling from about 1945 to 1977. Just how much cooler the global climate will be during this cool cycle is uncertain. Recent solar changes suggest that it could be fairly severe, perhaps more like the 1880 to 1915 cool cycle than the more moderate 1945-1977 cool cycle. A more drastic cooling, similar to that during the Dalton and Maunder minimums, could plunge the Earth into another Little Ice Age, but only time will tell if that is likely.

Don J. Easterbrook is Professor Emeritus of Geology at Western Washington University. Bellingham, WA. He has published extensively on issues pertaining to global climate change. For further details see his list of publications

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 06:23

41 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Helgi Armannsson: Við höfum svarað þessari vitleysu hér - Að fela núverandi hlýnun. Ef þú vilt koma með einhver rök, plís ekki setja kopí peist af einhverri langloku hér inn. Ef þú telur þig sannfærðan um eitthvað og skilur það þá ættirðu að geta orðað það sjálfur í nokkrum línum, ef ekki þá hefur þú einfaldlega ekki skilið það sem þú ert að benda á. 

Páll: Þú átt reyndar ekki skilið svar eftir svona skítkast - en margar af þeim mýtum sem þú nefnir má finna á loftslag.is hér - Mýtur

Ómar: Ég veit ekki hvort að menntunarleysi sé um að kenna - það geta allir menntað sig, líka þeir sem eru samsæriskenningasinnaðir.

Höskuldur Búi Jónsson, 2.10.2013 kl. 10:52

42 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Erlingur spyr mig af hverju "gatið" í ósonlaginu hafi ekki horfið eftir að framleiðsla CFC efna var að mestu hætt. Hann hefði nú sjálfur getað fundið svarið: ósoneyðandi efni hafa mjög langan líftíma en þar sem verulega hefur dregið úr aukningu þeirra hefur tekist að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar - eyðingin hægði verulega á sér og er trúlega núna byrjuð að ganga til baka.

Annars eru þessar umræður ósköp dæmigerðar. Langlokan sem Helgi birtir hér rétt á undan er t.d. með línurit (nr. 2) sem endar í 1970, án þess að geta þess sérstaklega. Hér er línurit frá Wikipedia sem sýnir einnig hitastigið 2004, einhvern veginn finnst mér það áreiðanlegra en heimagerða tússteikningin hjá Helga:

Í tilefni af útgáfu IPCC skýrslunnar vildi BBC finna einhverja vísindamenn sem vildu mótmæla niðurstöðunum í útvarpsþætti í gær (til að gæta "hlutleysis"). Þeir gátu ekki fengið einn einasta loftsslagsvísindamann í Bretlandi eða öðrum enskumælandi löndum sem vildi vera "mótvægisrödd", og enduðu með að taka viðtal við ástralskan jarðfræðing sem vinnur fyrir amerísk and-hlýnunarsamtök sem kostuð eru af einkaframlögum.

Spár IPCC hafa gengið mjög vel eftir eins og þetta línurit sýnir:

Línurnar þrjár sem byrja vinstra megin eru mælingar (blá: NASA, gul: NOAA, græn: UK Hadley Centre).

Spárnar frá IPCC byrja 1990 og eru litamerktar (FAR: 1990, SAR: 1995, TAR: 2001, AR4: 2013.

Línuritið er satt að segja ekki mjög auðlesið en það er samt ljóst að þróunin frá 1990 hefur verið vel innan þess sem IPCC hefur spáð. Auðvitað verður spennandi að sjá hvort núverandi flatneskja haldi áfram næsta áratuginn, þá verðum við örugglega komin út úr spánum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 2.10.2013 kl. 11:46

43 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Úbbs, það er greinilega búið að loka fyrir myndatengla. Línuritin tvö sem ég vísaði til eru:

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/c/ca/Holocene_Temperature_Variations.png

http://skepticalscience.com//pics/ProjvsObs.png

Brynjólfur Þorvarðsson, 2.10.2013 kl. 11:47

44 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Almennt um áreiðanleika ICCP: Sameinuðu Þjóðirnar standa að baki nefndarinnar, en 195 lönd eru meðlimir í IPCC. Hundruðir vísindamanna setja skýrslurnar saman í sjálfboðavinnu og þeir fara yfir allar innsendar greinar sem birtar hafa verið í viðeigandi ritrýndum tímaritum, frá þúsundum vísindamanna.

Við vinnu síðustu skýrslu tóku 850 vísindamenn þátt. Þeir voru ýmist boðnir til þátttöku eða fóru sjálfir fram á það. Þegar vinnu vísindamannanna var lokið tóku fulltrúar landanna 195 við og yfirfóru alla skýrsluna (reyndar er vinnunni ekki lokið, það er aðeins búið að birta samantekt hennar, aðrir hlutar eru enn í vinnslu).

Allt í allt eru IPCC langmest og best ritrýndu vísindaritin sem nokkurn tíma hafa verið gefin út. Birtar niðurstöður fylgja meðalveg vísindalegrar umræðu síðustu 5 árin eða svo og taka útgangspunkt í niðurstöðum sem þykja eins öruggar og hægt er.

Þetta þýðir t.d. að nýjustu rannsóknir eru ekki teknar með þar sem þær hafa ekki enn hlotið nægjanlega umfjöllun annarra vísindamanna.

IPCC má því teljast einhverjar öruggust vísindalegu niðurstöður sem hægt er að fá í okkar breysku veröld. Og niðurstöður nýjustu skýrslunnar eru að ef losun CO2 heldur áfram með núverandi hraða þá gæti hitastig hækkað langt umfram þolmörk mannlegs samfélags fyrir lok þessarar aldar - allar spár IPCC taka nefnilega útgangspunkt í verulegum samdrætti CO2 mengunar, enginn slíkur samdráttur á sér stað né er fyrirsjáanlegur.

Svona spár er auðvitað ekki hægt að sanna nema eftirá. En er það virkilega vilji andmælinga að við eigum bara að taka sénsinn? Sjö milljarðir manna lifa af fæðuframleiðslu landbúnaðar, eigum við bara að grísa á það að IPCC hafi gjörsamlega rangt fyrir sér, nú eða að okkur takist að finna einhverjar galdralausnir á matvælaframleiðslu?

Eigum við að taka sénsinn á að hundruðir milljóna, jafnvel milljarðir manna, svelti og fari á vergang? Einhver kallar þetta eflaust hysteríu eða hræðsluáróður, en ég vil þá gjarnan spyrja á móti: Ef besta vísindalega niðurstaða sem völ er á spáir heimsendahörmungum til handa barna okkar og barnabarna, eigum við þá bara að hrista hausinn og hlæja að vitleysunni?

Brynjólfur Þorvarðsson, 2.10.2013 kl. 12:06

45 identicon

Höskuldur ; æ eg hef bara ekki tima til að rökræða við ofsatrúar menn .eg er nu svo heppin að hafa nóg að gera

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 20:53

46 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Brynjólfur: Ég spurði þig ekki af hverju gatið í ósonlaginu hefði ekki horfið heldur spurði ég af hverju gatið árið 2006 var það stærsta frá því mælingar hófust. Ef þú ætlar að svara spurningu vinsamlegast ekki búa sjálfur til nýja og svara henni. :-)

En af því ég býst við sama svari og þú gafst, þ.e. langur líftími ósoneyðandi efna, spyr ég:

Hvers vegna sveiflast stærð gatsins á milli ára, en helst ekki stöðugt þegar líftími ósoneyðandi efna er svo langur sem haldið er fram?

Hvaðan hefur þú það mat að eyðingin sé líklega að ganga tilbaka? Mér sýnast gögnin sem NASA birtir sýna að stærðin sé nokkuð sveiflukennd svo ekki sé meira sagt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.10.2013 kl. 00:24

47 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Erlingur - ég geri þá ráð fyrir að þú hafir ekkert efnislegt meira fram að færa varðandi þau atriði sem ég o.fl. erum búnir að svara þér með - þar sem þú hefur enga athugasemdir við það.

PS. Ósongatið mun ekki lagast frá degi til dags og það eru margir þættir sem hafa áhrif á hversu stórt það er...heimurinn er ekki í stöðugt fyrirbæri. Fyrir utan, að þrátt fyrir mikinn árangur í að minnka notkun ósoneyðandi efna - þá eru þau ekki algerlega horfin úr notkun - þannig að þau hafa enn áhrif og eins og Brynjólfur nefnir, þau hafa langan líftíma.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.10.2013 kl. 13:59

48 identicon

Kolefnistrúartröllið Sveinn Atli Gunnarsson Pé-Essar hér um hið meinta skelfilega "ósóngat" og kemst að þeirri merku niðurstöðu að heimurinn sé ekki stöðugt fyrirbæri(!)

Eins og venjulega lætur kolefnistrúartröllið það vera að bakka upp óendanlega djúpa visku sína með tilvísunum í fræðimenn/fræðirit. Hver vogar sér líka að efast um meðfædda visku kappans?

Staðreyndin er engu að síður sú að þynning (ekki gat) í ósonlaginu er náttúrulegt fyrirbæri sem kemur og fer daglega vegna snúnings jarðar, árstíðabundið vegna halla jarðmönduls og árlega eftir því sem fjarlægð jarðar frá sólu breytist og að lokum vegna sveiflna í útgeislun sólarinnar. (http://knowledgedrift.wordpress.com/2010/05/22/ozone-the-hole-that-always-was/)

Hér má sjá þynningu ósonlagsins yfir Suður-heimskautinu í september 1995 - 2007: http://wattsupwiththat.com/2011/01/08/new-rate-of-stratospheric-photolysis-questions-ozone-hole/

Vísindamaðurinn James Lovelock (Gaia theory) er ómyrkur í máli um ósongatslygina:

"CFC/óson málið hefði átt að vara okkur við vegna þess að spilling vísindanna var svo umsvifamikil að u.þ.b. 80% af mælingum á þeim tíma voru annað hvort falsaðar eða ónákvæmar.

Gagnafix á hvaða veg sem er er bókstaflega synd gegn heilögum anda vísindanna. Ég er ekki trúaður en ég set þett fram á þennan hátt vegna mikilvægi málsins. Þetta er það eina sem þú framkvæmir aldrei. Þú verður að hafa siðferðisreglur." (http://www.theguardian.com/environment/blog/2010/mar/29/james-lovelock)

Bókin "The holes in the ozone scare: the scientific evidence that the sky isn't falling" fjallar ágætlega um þetta mál. Hún segir m.a. frá því að vísindamaðurinn Gordon Dobson uppgötvaði ósonþynninguna yfir Suður-heimskautinu 1956, áður en notkun á CFC varð útbreidd, og sýndi fram á að þetta er náttúrulegt árlegt fyrirbæri: (http://books.google.is/books/about/The_holes_in_the_ozone_scare.html?id=VbsRAQAAIAAJ&redir_esc=y)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 16:49

49 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

... hver er ástæðan fyrir því að óson er til umræðu hér, eru menn í einhverri keppni um hversu djúpt menn komast í afneituninni?

Höskuldur Búi Jónsson, 3.10.2013 kl. 17:42

50 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Höskuldur - þeir sem afneita tilurð ósongatsins eru mjög líklegir til að afneita loftslagsvísindum og sumir þeirra afneita því líka að maðurinn hafi komist til tunglsins - svo afneitun manna er djúp og tekur á sig margar myndir. Samsæriskenningar þeirra sem afneita þessu og öðru eru líka merkilegar - t.d. tal um gagnafix og annað þess háttar bull, fyrir utan mikla notkun á persónulegu skítkasti frá þessum aðilum (sjá m.a. nokkrar athugasemdir hér að ofan).

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.10.2013 kl. 18:50

51 identicon

Kolamolarnir tveir, Höski og Svatli, kallast hér á í heilagri kolefnisupphafningu :)

"Where did all this nonsense start?

The "CFC Depletion Theory" was first published in 1974 by F. Sherwood Roland and Mario J. Molina, University of California. Their work was treated as a joke by the world's scientific community until the mid-80s, when suddenly there were plenty of funds available for the study of such things.

There are genuine experts concerned at the erosion of truth. In 1986 the prestigious science journal "Geophysical Research Letters" asked forty-six of the world's leading climatologists and meteorologists to submit individual papers on their research and findings on the subject of the "Antarctic Hole" The overview of those findings includes

.."despite the number of public announcements, no clear link between manmade pollutants and ozone depletion over Antarctica has been established; indeed, a number of papers in this issue present serious alternatives to and constraints on the suggested chemical scenarios..The appearance of the South Polar total ozone minimum (the Hole) and higher values at mid-latitudes in the spring has been observed since the late 1950s, well before man-made pollutants could have had important impact on the stratosphere."

The introduction went on to suggest that the hole was apparently a natural phenomenon, affected by climatic shift in the upper atmosphere." (http://www.ourcivilisation.com/ozone/king.htm)

"Why The Banning Of Chlorofluorocarbons Is Paranoia

'Ozone Chicken Littles Are At It Again ' by Robert W. Pease (professor emeritus of physical climatology at the University of California, Riverside (November 22, 2006)) From The Wall Street Journal, 23 March 1989, p. A24:3

The news earlier this month that several European countries and the U.S. have agreed to phase out the use of chlorofluorocarbons (CFCs) by the year 2000 brings before us yet again the questionable theory that CFCs cause depletion of the ozone layer.

Atmospheric chemist F. Sherwood Rowland , of the University of California, Irvine, formulated the theory in the early 1970s. His speculations, quoted widely in reports about this month's international conference hosted by Margaret Thatcher in London, have gained so much momentum over the years that they have now become the basis for decisions that would deprive us of the only inexpensive and effective refrigerants we have for refrigeration and air conditioning. This is not because of scientific proof, but the result of the constant reiteration of disaster scenarios that range from skin cancer to DNA damage.

Pronouncements in the past few weeks give the impression that all atmospheric scientists are believers, which is far from true. Many of us are still skeptical because of incompatibilities between the theory and what we know about the ozone layer:

1. The Rowland theory ignores the equilibrium nature of ozone in the layer. The ozone molecules are constantly being created and destroyed— both quite naturally— by the very short wavelengths of ultraviolet light from the sun. The amount of ozone in the layer depends upon an equilibrium between the two processes. This equilibrium varies markedly both over the globe and throughout the year.

At very high altitudes a disrupted equilibrium is restored in a matter of minutes; at lower levels in the stratosphere, in a matter of weeks or months. In any event, repair takes place rather quickly. Depletion of ozone can occur only by reducing the equilibrium density of ozone molecules. This makes for relatively insignificant depletions. No doubt many CFC molecules have reached the ozone layer, but it is unlikely both that they are depleting the ozone to the extent the activists say, and that such damage, even if it existed, would take centuries to repair.

2. Since the same narrow band of ultraviolet light breaks down both CFCs, releasing their ozone-destroying chlorine, as well as oxygen, creating ozone, there is a 'competition' between the two processes for this necessary solar energy. The probability that an oxygen molecule will be broken apart, rather than a CFC molecule, depends upon the relative abundance of the two gases in the ozone layer. Calculations based on high-altitude CFC samplings and data supplied by the National Oceanic and Atmospheric Administration show 60,000 ozone molecules are created for every chlorine atom released from a CFC molecule.

With this probability, how can the equilibrium density of the ozone layer be materially reduced? In other words, the paucity of measurable proof of depletion may be because depletion is not actually occurring. It is of interest to note that surface measurements by the National Oceanic and Atmospheric Administration indicate that the total amount of ozone above the U.S. is actually increasing.

3. Unable to measure depletion in an unambiguous manner, advocates of the theory have taken the `hole' in the layer over Antarctica as indirect proof of loss of the layer over mid-latitudes. However, papers at last summer's international ozone conference at Snowmass, Colo., cast doubt that this phenomenon is a mirror of global ozone decline. Perhaps the erosion of this ozone during the polar night is due to the same interaction of the solar wind with the Earth magnetic field that causes the auroras. It has been observed that this combination can destroy the ozone. Solar wind is the product of solar flares, which are becoming more frequent as sunspot activity waxes.

Let us not blindly follow those environmental activists who cry, 'The sky is falling', but let's continue to study the sky until we know enough to make a sound decision regarding the phasing out of our best refrigerants. Remember, before CFCs, toxic ammonia and sulfur dioxide were used in our home refrigerators. (http://www.ourcivilisation.com/ozone/index.htm)

Hér má greinilega sjá samhljóm milli "ósongats"- bullsins og meintrar hnatthlýnunar af manna völdum :)

Og hver skyldi nú hafa verið fljótur að stökkva á milljarðaþúsunda tekjurnar af því að ósonhræða jarðarbúa upp úr skónum?

""DEADLY RAY GUN"? Whatever the true story turns out to be eventually, propaganda has prevailed over scientific fact up until now, and a government policy that is going to impose undue hardship on us all has run far in advance of the evidence.

Vice-President Al Gore has portrayed CFCs as fiends that have turned the sun into a deadly ray gun that threatens all life on earth. "We have to tell our children," he shrilled, "that they must redefine their relationship to the sky, and they must begin to think of the sky as a threatening part of their environment."" (http://www.businessweek.com/stories/1994-06-12/whats-flying-out-the-ozone-hole-billions-of-dollars)

Auðvitað voru blaðamenn Bloomberg Businessweek fljótir að koma auga á snákaolíusölumanninn Al Gore, þáverandi varaforseta USA.

Lygavefur Al Gore er gamalkunnur: CFC er skelfilegt spilliefni sem hefur breytt sólinni í deyðandi geislabyssu sem ógnar öllu lífi á jörðinni(!) Prestsonurinn kann heimsendahamfaraspádómana!

Við verðum að segja börnum okkar að þau þurfi að endurskilgreina samskiptin við himinblámann og þau verði að byrja að hugsa um himininn sem ógn við tilveru sína.(sic)

Þetta skoffín fékk síðar Nóbelsverðlaun, ásamt fleirum, fyrir að ljúga að heimsbyggðinni að jöklar Himalaya væru að hverfa!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 19:58

52 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

#47 Sveinn Atli: Ég kýs að segja ekki fleira um ykkar athugasemdir, en það þýðir ekki að ég hafi ekkert fleira efnislegt við þær að athuga. Þá fæ ég ekki séð að mínum spurningum vegna ósongatsins hafi verið svarað, sérstaklega þegar mæld stærð ósonþynningar sveiflast á milli ára svo tugum prósenta skiptir. Hér eru einfaldlega aðrir þættir en ósoneyðandi efni sem eru ráðandi að mínu mati.

#49 Höskuldur: Ósonumræðan hófst í athugasemd 4 frá Sigurði Antonssyni og Brynjólfur kom með fullyrðingu í athugasemd 5 sem ég vildi fá rökstudda. Skoðaðu gögnin í hlekknum í athugasemd 7 og segðu svo að sveiflan á milli 2001 og 2002 sé vegna árangurs af samstilltu átaki gegn ósoneyðandi efnum, þegar sveiflan gengur svo snarlega til baka á milli 2002 og 2003. Svipað er upp á teningnum árin 1987 og 1988 og svo 1988 til 1989 þegar umræðan stóð sem hæst. Staðhæfingin um árangur gengur ekki upp. Fyrirgefðu en ef ástæðan væri ósoneyðandi efni get ég ekki séð sveiflan ætti að vera svona mikil. Þetta er bara froða. Ætli svar ykkar við þessu sé ekki það að rúmmál þynningarinnar sé alltaf það sama, en flatarmálsdreifingin mismunandi. :-)

Ykkur félögum á loftslag.is virðist vera sérstaklega tamt að saka viðmælendur ykkar um afneitun vísinda þegar rökræður og efasemdir um þessi mál fara af stað, en mjög auðveldlega væri hægt að kalla svör ykkar við efasemdum annarra, afneitun.

Það eru líka vísindamenn sem gera athugasemdir.

Meira ætla ég ekki að segja við ykkur um þessi mál.

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.10.2013 kl. 21:46

53 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Erlingur: Ég hef ekki mikinn áhuga á ósonumræðunni - sem er eflaust skemmtileg fyrir þá sem setja sig inn í þá umræðu.

Varðandi hnattræna hlýnun, þá hef ég nú ekki verið að rökræða við þig neitt hingað til - enda aðrir duglegir við það.

Bara forvitni: Hvar stendur þú? Er að hlýna að þínu mati? Er hlýnunin af mannavöldum - ef ekki, hvað er að valda hlýnuninni? Hefurðu kynnt þér súrnun sjávar og sérðu einhverja ástæðu af hverju við ættum ekki að reyna að draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið? 

Höskuldur Búi Jónsson, 3.10.2013 kl. 22:34

54 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þú afsakar, Erling, ef ég hef svarað framhjá. Fullyrðing mín um að eitthvað gengi til baka með ósongatið byggði ég á línuriti sem ég hafði séð en var ekki með fyrir augunum þegar ég skrifaði.

En línuritið er hér, frá Wikipedia:

http://en.wikipedia.org/wiki/File:Min_ozone.jpg

Samkvæmt þessu línurit sýnist mér lágpunkturinn vera haustið 1999 (með 86 Dobson einingar), eftir það stefnir hægt uppávið, að vísu með stórum sveiflum. Árið 2006 var vissulega "djúpt" með 89 Dobson einingar, en það sker sig út úr línuritinu (þó ekki eins mikið og t.d. haustið 2003 með 131 Dobson).

Linuritið nálgast mjög veldiskúrvu með lágmarki kringum aldamótin upp á um 90 Dobson, og hækkar síðan aftur í um 110 Dobson núna, sem er auðvitað ennþá mun minna en þau c.a. 190 Dobson sem línuritið byrjar í.

NASA fylgist með þessu eins og þú bendir á, eins og sjá má t.d. á þessari síðu: http://ozonewatch.gsfc.nasa.gov/

Þar eru tvö lítil línurit neðarlega vinstra megin. Samkvæmt þeim var dýptin mest kringum 1994, annars passar það línuriti mjög vel við línuritið á Wikipedia (sem er með 1995 sem næst-dýpsta). Eftir það fer gatið grynnkandi. Hitt línuritið sýnir útbreiðslu (stærð) gatsins, þar er það vissulega stærst kringum 2005/6 en fer annars minnkandi.

Bæði línuritin falla ágætlega að veldiskúrfu með lágmarki/hámarki, gróflega reiknað, kringum aldamótin.

Eins og Sveinn Atli bendir á þá er náttúran nú einusinni þess eðlis að þar eru gjarnan miklar sveiflur frá ári til árs og jafnvel frá áratug til áratugs. Sveiflur í virkni sólar (sólblettasveiflur) hafa t.d. bein áhrif á ósonlagið. Til að sjá "raunverulegt ástand" taka menn því meðaltöl lengri tíma. Dobson mælingar hafa verið stundaðar frá því í kreppunni miklu milli stríða, þ.a. mælingar yfir byggðu bóli hafa verið stundaðar í yfir 80 ár.

Á bls. 301 í 4. kafla bókar sem Ozone Trends Panel gaf út (http://blaustein.eps.jhu.edu/~rstolar1/other_pubs/Ozone_Trends_Panel_Chapter4.pdf) er línurit sem sýnir heildar ósonmagn jarðar frá 1978 - 1988, og þar fer ósonmagnið minnkandi með um 1,4% á ári, byrjar í um 305 Dobson og endar í um 295, mælingar teknar frá jörðu.

Til samanburðar er svo þetta hérna línurit á Wikipedia (http://en.wikipedia.org/wiki/File:TOMS_Global_Ozone_65N-65S.png) sem sýnir gervihnattamælingar á heildarmagni, þar má enn sjá jafna lækkun ef línuleg nálgun er tekin yfir allt línuritið (1989 - 2002), niður í c.a. 285 Dobson.

Vegna pattstöðu í alríkisstjórn Bandaríkjanna er búið að loka á NASA síður sem sýna nýjustu tölur um heildarmagn óson. Það er jú heildarmagnið sem er aðal atriðið, "gatið" er í sjálfu sér aukaatriði (það hefur ekki bein áhrif á einn eða neinn).

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.10.2013 kl. 06:02

55 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, það má nú vel hlæja að bullinu í þér. T.d. þetta: "... að u.þ.b. 80% af mælingum á þeim tíma voru annað hvort falsaðar eða ónákvæmar ... " sem þú hefur eftir einhverjum spekingi sem greinilega er ekki vísindamaður (þótt hann hafi kannski einhverja slíka menntun).

Ég geri ráð fyrir því að "ónákvæmar" sé þýðing á "imprecise", í því tilfelli vil ég benda á að það á við um allar mælingar (100%) sem gerðar eru í raunheimum. Ef þetta er þýðing á "inaccurate" þá er enginn fær um að slá hlutfallstölu á slíkt, en hún er væntanlega mjög stór.

"Vísindamaður" sem heldur að hann viti að 20% af mælingum vísindamanna sé hvorki/né "imprecise" eða "inaccurate" er auðvitað enginn vísindamaður.

Og einhver sem segir að 80% af mælingum séu annað hvort falsaðar eða "imprecise/inaccurate" er greinilega ekki með öllum mjalla. Ef þú sérð það ekki sjálfur, Hilmar, þá held ég að þú ættir að hætta þessu bulli.

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.10.2013 kl. 06:10

56 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, ein lítil spurning: Hvernig skýrir þú það að þegar BBC ætlaði í vikunni að finna einhvern loftslagsvísindamann til að andmæla IPCC skýrslunni þá tókst þeim það ekki, þrátt fyrir að leita í marga daga í öllum enskumælandi löndum. Sá eini sem þeir fundu var ástralskur jarðfræðingur sem vinnur fyrir ameríska stofnun, kostaða af einkafé, sem hefur það að yfirlýstu markmiði að afsanna IPCC.

Af hverju vildi enginn loftslagsvísindamaður mótmæla niðurstöðum IPCC?

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.10.2013 kl. 06:29

57 identicon

Þú slærð ekki slöku við ritræpuna Brynki minn ;)

Yfirleitt er nú auðvelt að skoða þær heimildir sem ég vitna í - einfaldlega með að nýta sér krækjurnar sem ég læt fylgja með. En þetta skilur þú náttúrulega ekki né kannt, enda alltof upptekinn af eigin meintri speki til að þurfa að afla þér gagna (fyrir utan wikipedíuna þína).

Skýrt dæmi um þessa "rökleiðslu" þína má finna hér að ofan þegar þú býrð þér til söguskýringu ("Vísindamaður" sem heldur að hann viti að 20% af mælingum vísindamanna sé hvorki/né "imprecise" eða "inaccurate" er auðvitað enginn vísindamaður.) og fabúlerar síðan út frá henni (Og einhver sem segir að 80% af mælingum séu annað hvort falsaðar eða "imprecise/inaccurate" er greinilega ekki með öllum mjalla.).

Frumtextinn er: "I have seen this happen before, of course. We should have been warned by the CFC/ozone affair because the corruption of science in that was so bad that something like 80% of the measurements being made during that time were either faked, or incompetently done."

Og "einhver spekingur sem greinilega er ekki vísindamaður (þótt hann hafi kannski einhverja slíka menntun) heitir James Lovelock, höfundur Gaia tilgátunnar.

James Lovelock er óralangt frá því að vera "einhver spekingur sem greinilega er ekki vísindamaður":

"In 2007, Time magazine named him as one 13 leaders and visionaries in an article on Heroes of the Environment.

In 1990, he became a CBE, presented to him by Queen Elizabeth II, and in 2003, she awarded him a Companion of Honour for his achievements in science."

Hins vegar má segja um Al Gore að hann sé skínandi dæmi um gervivísindamann :)

Hvað varðar litlu lokaspurninguna þína þá er hún ekki svaraverð. Reyndu að manna þig uppí að vitna í heimildir maður - ég treyti ekki orði af bullinu í þér.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband