Margt er verra en súkkulaðiþurrð.

Súkkulaði er lymskuleg neysluvara. Ástæðan er sú að yfirgnæfandi hluti neyslu þess helgast af því að hvítasykur er með í neyslunni, en hann er eitt af varasömustu fíkniefnum heims, vegna þess að hann er ekki skilgreindur sem slíkur.

Sjálfur viðurkenni ég að vera haldinn súkkulaðifíkn og ekki minnkaði ástæðan fyrir henni við það að pabbi og afi voru bakarameistarar þannig að maður komst snemma upp á hvítasykurs- og súkkulaðibragðið.

Ég fann út fyrir nokkrum árum að ég hefði innbyrt 50 þúsund Prins póló súkkulaðikex frá árinu 1957, en það gerir heilt tonn af fitu og litlu minna af hvítasykri.

Súkkulaðivörur eru nefnilega með eitthvert hæsta hlutfall fitu, sem hægt er að finna í neysluvöru og þegar henni er bætt við hvítasykurinn er útkoman ekki gæfuleg hvað snertir offituvanda nútímafólks.

Þótt súkkulaði njóti sívaxandi vinsælda held ég því að það sé ekkert slæmt, ef skortur verður á því.

Þvert á móti mun það hjálpa uppvaxandi kynslóð við að varast það að lenda í viðjum fíknar í það.

Það er mun meiri ástæða til að óttast þurrð á öðrum neysluvörum en súkkulaði.


mbl.is Súkkulaðiskortur yfirvofandi í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Súkkulaði er kannski ekki svo óhollt, en hvítur sykur er nýjasta krabbameinið.

Ég vara fólk við að trúa um of á sykuráróðurinn, því við þurfum nauðsynlega sykur. En við þurfum ekki hvíta sykurinn, heldur hollan sykur.

Það er án efa hættulegra að borða aspartam (gerfisykur), heldur en hollan sykur.

Fréttaflutningur getur verið svo gífurlega villandi og pólitíst áróðurs-eitraður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2013 kl. 18:28

2 identicon

Og hvað ætli teljist til holls sykurs?  Og að hvaða leyti ætli óhollur sykur sé frábrugðinn þeim holla?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband