Sérkennileg ábyrgð gagnvart skattgreiðendum og fjárveitingavaldinu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir á RUV að það væri "ábyrgðarleysi gagnvart skattgreiðendum og fjárveitingavaldinu" að fresta framkvæmdum í Gálgahrauni þar til málarekstri er lokið fyrir dómstólum.

Heyr á endemi!

Þessi glórulausa loftkastalaframkvæmd felur í sér að samkvæmt skipulaginu, sem nú er í gildi í Gálgahrauni, á að sóa minnst tveimur milljörðum króna í hana í stað þess að nota þessa peninga skattgreiðenda í það sem brennur á þeim í heilbrigðiskerfinu eða í miklu nauðsynlegri vegaframkvæmdir á hættulegri og erfiðari vegum en Álftanesvegi.

Eða að nota brot af þessum milljörðum í að lagfæra núverandi Álftanesveg.

Eitt af loforðum ríkisstjórnarinnar var að láta sérstaka nefnd "velta við hverjum steini" í ríkisútgjöldum til að auka aðhald og skapa réttari forgangsröðum.  

Engum steini hefur verið velt við í Gálgahrauni í þessu skyni, heldur velta risavaxnar vinnuvélar þar og bryðja grjót og kletta fyrir peninga allra landsmanna.

Ráðherra taldi um brýnt öryggismál að ræða að fara í þessa framkvæmd, en það er á skjön við þá staðreynd samkvæmt tölum Vegagerðarinnar sjálfrar, að af 44 sambærilegum vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu er Álftanesvegur í 22 sæti og 21 vegur því með hærri slysatíðni en hann.

Auk þess liggur fyrir að hinn nýi vegur verði ekki með minni slysatíðni heldur meiri ef eitthvað er.


mbl.is „Hvar er ráðherra?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bessastaða beinn er vegur,
en bogið margt við president,
innanríkis ærið tregur,
undir steini hún er lent.

Þorsteinn Briem, 22.10.2013 kl. 19:18

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála, ótrúlega illskiljanlegar skýringar hjá Hönnu Birnu.

Fer að detta í hug að eitthvað hangi á spýtunni sem ræður öllu flaustrinu.

hilmar jónsson, 22.10.2013 kl. 19:23

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Eitthvað hangir á spýtunni, Hilmar? Það er nú komið í ljós að það hangir milljarða gróðabrall á spýtunni, sem sjálfur "hæstvirtur" fjármálaráðherra hefur soðið saman fyrir fjölskylduna.

Jón Ragnarsson, 22.10.2013 kl. 19:44

4 identicon

Hér virðist að núverandi formaður Sjálfstæðisflokks hafi beitt sér fyrir þessari veglínu er hann var formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.

Markmiðið var klárlega að hækka verð á byggingarlandi í eigu föður hans og annara ættingja (Engeyinga).

Almenningur er látinn borga þá 2 milljarða sem það kostar að gera lóðirnar seljanlegar.

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er innanríkisráherra og sér til þess að lögreglan tryggi framgang verksins.

Sagði einhver; "Follow The Money" !

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 20:54

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mér er bara óglatt á öllu þessu saman. Hvert stefnum við hér á þessu skeri? Hvað ætlum við lengi að láta spillingaröflunum bjóða okkur einhverja brauðmola á meðan þeir sitja í feitum veislum?

Úrsúla Jünemann, 22.10.2013 kl. 21:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.10.2013 (í dag):

""Það er mjög fróðlegt að heyra ráðherra dómsmála segja að það sé engin réttaróvissa í málum sem eru rekin fyrir dómstólum," segir Skúli Bjarnason lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði í samtali við RÚV í dag að engin lagaleg óvissa væri í málinu vegna lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun.

"Mér er ekki kunnugt um að ráðherra hafi dómsvald sem sé æðra en það sem dómstólar hafa samkvæmt stjórnarskrá," segir Skúli.

Hann segir jafnframt að ráðherra ætti að vera það fullkunnugt að í samningnum sem Vegagerðin gerði við verktakana vegna vegarins hafi verið  fyrirvari um að málaferlin gætu hugsanlega haft áhrif á framgang verksins á síðari stigum.

Skúli segir að samningurinn um verkið hafi auk þess verið gerður tíu dögum eftir að dómsmál um lögmæti framkvæmdanna hafi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur."

Lögmaður gagnrýnir innanríkisráðherra - Segir hana eiga að vita betur

Þorsteinn Briem, 22.10.2013 kl. 21:38

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Viðbót á RÚV kl. 18:23 í dag:

"Skúli Bjarnason, lögmaður fernra samtaka sem hafa beitt sér gegn vegalagningunni í Gálgahrauni, segir í athugasemd til fjölmiðla að ríkissjóður beri ekki skaðabótaskyldu gagnvart verktakanum, því í verksamningi sé fyrirvari af hálfu Vegagerðarinnar um skaðleysi vegna hugsanlegra málaferla."

Þorsteinn Briem, 22.10.2013 kl. 21:52

8 identicon

Ef það sem fram er komið, að Bjarni Ben hafi setið við borðið í stjørn Garðabæjar, og lagt grundvöllinn að því að faðir hans, meintur eigandi þessa hrauns fengi frían veg þarna á kostnað skattgreiðenda til þess að geta fengið að skipuleggja þarna ībúðarbyggð og fokdýrar lóðir i framhaldi þessasrar vegalagningar og þá auðvitað hagnast grīðarlega, er, þá er þetta frekar augljóst.  Mér finnst hinsvegar að benni sveins geti bara borgað þessa vegagerð sjálfur og látið skattpeningana okkar eiga sig. 

Sigurður kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 23:15

9 identicon

Í gær var ég  ( 66 ára) handtekin tvivsar i Hrauninu og í seinna skiptið 'hönkuð' upp af tveimur lögreglumönnum og dregin með handafli eftir hrauninu  þangað til ég loks fékk  handbörur til þess að liggja á eftir kvart, kvein og mikinn sársauka.  Síðan sett inn í lögreglu'rútu' og ekið í einangrun á Hverfisgötunni í ca 3 klst.  Við handtöku var ísl. fáninn rifinn úr höndum mér og hent út í hraun af miðaldra lögregluþjóni sem ekki kunni sitt fag.  Sá sneri annað slagið upp á únliðinn á mér með miklum sársauka (er með liðagigt). Sá á hægari handlegg  mínum kunni sitt fag (enda yngri og prúðari) en þrát fyrir hans 'mjúku' handtök er ég með stóran marblett á ´hans´upphandlegg. Er komin með áverkavottorð frá lækni og kem því áleiðis.

Sesselja Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 23:28

10 identicon

Núna eftir 70 ár Ómar minn þá sérðu loks í hnotskurn hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er..Ekki mikil samúð með göfugum málstað þínum og þinna vina að heyra frá Hönnu Birnu..

Það mun samt verða reist af þér stytta í fyllingu tímans...

Kári Elíson (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 23:40

11 identicon

Eftir síðustu fréttum að dæma er það er að verða ljóst að Hönnu Birnu er hægt að hanka fyrir ýsmislegt:

- Sem innanríkisráðherra; að hundsa Íslenskt réttarkerfi og þykjast vera of merkileg til að bíða eftir að það hafi sinn gang.

- Sem meðlimur samfélagsins; að ljúga til um  forsögu þessa dómsmáls

- Sem innanríkisráðherra að reyna að hafa áhrif á Hæstarétt með því að gefa út yfirlýsingar um hver niðurstaða mála eiga að vera sem enn eru í meðferð.

- Sem æðsti yfirmaður löggæslunnar, að misnota lögregluna til fjárhagslegra hagsbóta fyrir flokksbróðir sinn, formann Sjálfstæðisflokksins.

 Það er svosem hægt að prjóna ýmislegt við þennan lista, atriði sem manni finnast vera alvarleg, en þetta eru algerlega konkret atriði, engin álitamál og ekkert hægt að rífast um.   Og þetta er grafalvarlegt.

 Hanna Birna mundi gera rétt í að segja af sér strax á morgun.  Ekki kannski sem meðlimur samfélagsins, en allavegana sem innanríkisráðherra.

Jón Helgi Þórarinsson (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 00:25

12 identicon

Uppboðin á íbúðum skuldara skulu ekki stöðvuð þrátt fyrir meinta lögleysu og þrátt fyrir að sjálf ríkisstjórnin sé mynduð utan um þá hugmynd að draga úr skuldum þeirra.

Á svipaðan hátt skal haldið áfram vegagerðinni á Gálgahraunssvæði þrátt fyrir lögleysu og heimskulega framkvæmd þar sem fjármunum þjóðarinnar er sóað í vitleysu.

Í báðum tilfellum hefur Hanna Birna aðkomu og möguleika til að "gjöra rétt" en kýs að standa á móti hagsmunum almennings. Hvers vegana, það má fjandinn vita! Kanski eins og bent er á hér að framan, hagsmunagæsla bræðralags innvígðra!  

Kanski inngróin þvermóðska eins og heyrðist í fulltrúa vegagerðarinnar Pétri Mattíasyni í dag. Sami and... þverhausinn og Þórólfur bróðir í Icesave málum.

Illt er þegar fólk velst til forustu sem gengst upp í því að vinna á móti hagsmunum almennings.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 00:40

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

...skil hreint ekki þennann æsing allann að drífa í þessari vegaframkvæmd / það á heldur ekki að þurfa að vera með "útistand" mótmæla ... við eigum að sýna skynsemi öll

hinkrum eftir niðurstöðu dómsvaldsins !

Jón Snæbjörnsson, 23.10.2013 kl. 08:48

14 identicon

Hefur aldrei verið eins "obvious" og í dag að flokkarnir tveir, Íhaldið og Framsókn eru ekki lengur pólitískir flokkar, heldur umbar auðgreifa og þjófa.

Og þeir reyna varla að leyna því, treysta á heimsku kjósenda.

Bravo Íslendingar! Engu að síður, kveðjur frá Hellas.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 11:56

15 identicon

Eitt um orðhengilshátt framkvæmdaraðila þegar þeir halda því statt og stöðugt fram að vegagerðin snerti ekkert á Gálgahrauni heldur fari alfarið fram í Garðahrauni. Í fyrsta lagi skiptir það engu máli um þá landslagsheild sem er verið að eyðileggja hvað hún heitir. Í öðru lagi er skilningur Vegagerðar og Garðabæjar byggður að því er virðist á nýlegri endurskilgreiningu á Gálgahrauni. Þessir aðilar telja að þar sem hluti Gálgahrauns hafi verið friðlýstur fyrir nokkrum árum þá sé allt utan marka friðlandsins Garðahraun. Þetta stenst ekki skoðun. Í eldri skýrslum og umfjöllun um framkvæmdina er iðulega fjallað um bæði nýjan Álftanesveg og Vífilsstaðaveg þannig að þeir liggi um Gálgahraun. Í úrskurði skipulagsstjóra frá árinu 1999 kemur þetta ítrekað fram og þar er Gálgahraun skilgreint svo:

"Gálgahraun sem afmarkast af núverandi Álftanesvegi að sunnan en hraunjöðrum að austan og vestan, Lambhúsatjörn og Skógtjörn eru á náttúruminjaskrá vegna auðugs lífríkis, tilkomumikils nútímahrauns og þar er tilgreint að svæðið sé talið kjörið útivistarsvæði."

Tilraunir Garðabæjar og Vegagerðarinnar til þess að endurskilgreina Gálgahraun þannig að það falli smekklega að fyrirhuguðum veglínum eru einfaldlega vopn í áróðursstríði.

Bjarki (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 12:51

16 identicon

Úrskurðurinn er hér: http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/121/1999040055.PDF

Bjarki (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 12:52

17 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Á að líða slíka valdníðslu af hendi embættismanna? Það var einni ríkisstjórn hent út fyrir nokkrum árum, og væri hægt enn. Ef nokkur hundruð manns mættu í Hraunið, yrði enginn borinn í burtu, og almenningur vill peningana í heilbrigðiskerfið.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 23.10.2013 kl. 14:15

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það má ekki alhæfa um þær þúsundir, sem kjósa Sjálfstæðiflokkinn hvað varðar náttúruverndar- og umhverfismál. Í skoðanakönnun 2002 kom í ljós að hvað höfðatölu snerti var stærsti flokkspólitíski hópurinn, sem var á móti Kárahnjúkavirkjun, fólk, sem kvaðst samt fylgja Sjálfstæðisflokknum.

Sama gerðist í skoðanakönnun varðandi stóran þjóðgarð á miðhálendinu.

En í flokknum sjálfum er viðhaldið valdakerfi sem þaggar niður í þessum tugþúsundum fólks.

Ómar Ragnarsson, 23.10.2013 kl. 14:38

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það má ekki alhæfa um þær þúsundir, sem kjósa Sjálfstæðiflokkinn hvað varðar náttúruverndar- og umhverfismál. Í skoðanakönnun 2002 kom í ljós að hvað höfðatölu snerti var stærsti flokkspólitíski hópurinn, sem var á móti Kárahnjúkavirkjun, fólk, sem kvaðst samt fylgja Sjálfstæðisflokknum.

Sama gerðist í skoðanakönnun varðandi stóran þjóðgarð á miðhálendinu í fyrra.

En í flokknum sjálfum er viðhaldið valdakerfi sem þaggar niður í þessum tugþúsundum fólks.

Ómar Ragnarsson, 23.10.2013 kl. 14:38

20 identicon

Ómar 14:38:

Fólkið er fyrir náttúruverndar- og umhverfismál, en kýs FLokkinn. Er á móti einakavæðingu menntastofnanna, en kýs FLokkinn. Er á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, en kýs FLokkinn. Viðurkennir að auðlindir séu í þjóðareigu, en kýs FLokkinn. Er á móti spillingu, cronyism, vina og ættingjaveldi, en kýs FLokkinn. Vill samfélag sem byggist á jafnrétti og virðingi fyrir öðrum, en kýs FLokkinn. 

Þetta blessaða fólk virðist því ekki kjósa með heilanum, heldur með öðrum líkamshluti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 15:06

21 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Erum við Íslendingar á hraðleið inn í fasisma?

Þegar stjórnmálamaður sem er formlega séð yfirmaður lögreglunnar, tekur af skarið og beitir lögregluvaldi með hörku eins og Hanna Birna gerir gagnvart friðsömum mótmælendum, andstæðingum sínum og einhverra flokkssystkina, þá er litið á slíkt sem fasisma.

Hvað verður næst? Hanna Birna hefur gefið í skyn að hún sé jákvæð gagnvart vopnaburði lögreglunnar, m.a. með rafbyssum. Þegar Ögmundur var innanríkisráðherra, þá vildi hann aldrei ljá máls á því að leyfa rafbyssur. Hann fór mjög hófsamlega með vald sitt og vildi aldrei beita lögreglu eins og Hanna Birna hefur sýnt eftir nokkurra mnánuði sem ráðherra.

Hvað verður næst? Verða mótmæli gegn ríkisstjórninni barin niður af hörku og ofbeldissinnuðum lögreglumönnum gefnar frjálsar hendur að limlesta mótmælendur? Það er mikil list að fara vel með vald það sem viðkomandi er falið. Því miður sjáum við mikinn mun á þeim Ögmundi og Hönnu Birnu. Henni virðist harkan og jafnvel ofbeldið ofar í huga en að finna diplómatískra lausna. Hún gefur sér upp forsendur sem þó dóms´tolar eiga eftir að taka afstöðu til.

Mættum við frásegja okkur ráðherra sem telur sig vita allt betur og allt vera heimilt?

Þessi ráðherranefna er eitt það versta forað sem þessi þjóð hefur upplifað pog situr nú uppi með. Sorrý fyrir orðbragðið, kannski Hanna Birna eigi ekkert betra skilið.

Ef hún er maður að manni ætti hún að eta allar vitleysurnar ofan í sig, biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, bjóða þeim bætur sem voru handteknir ío pólitískum ofsóknum og jafnvel meiddir að þarflausu - og kalla jarðýtur og aðrar vinnuvélar verktakans burt úr Gálgahrauni!

Guðjón Sigþór Jensson, 23.10.2013 kl. 15:46

22 identicon

Kellingin á að segja af sér, og það strax.

Hún er þjóðinni til skammar. "Arrogant Weibsbild". Farin að minna á ræfilinn á Bessastöðum. Þetta fólk þolir ekki völd, verður að fíflum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 16:28

23 identicon

Besti kosturinn fyrir eigendur Selskarðs er að vegurinn sé í núverandi mynd enda þrengir hinn nyji umtalaði vegur að jörðinni. En nei sannleikanum skal hagrætt af vinstri mönnum og hraunavinum í hag til að klekka á Sjálfstæðisflokknum. Hvílík firra. Tek hatt minn ofan fyrir lögreglunni sem gerir sína vinnu vel.

Vegagerðin bendir réttilega á að öll tilskilin leyfi séu fengin. Það á ekki að fresta þessari framkvæmd þartil dómur hefur verið kveðinn.

Annars eru það fæstir sem líta á þetta hraun sem einhverja "náttúruperlu" - það er þögli meirihlutinn annars væru fleiri með ykkur þarna að mótmæla. Reyndar er flest fólk í vinnu á þessum tíma.

Að fjölmiðlar séu undirlagðir af þessari vitleysu er undarlegt en það sem er sorglegt er að lögreglan þurfi að beita kröftum sínum þarna, nóg annað er að gera.

Baldur (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 16:42

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.10.2013:

""Ef ég fengi því ráðið myndi ég bíða eftir dómi í málinu," segir Sigurður Líndal lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni.

Sigurður segir að í þessu máli séu ýmis vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla, þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki."

Sigurður Líndal telur rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms í Gálgahraunsmálinu

Þorsteinn Briem, 23.10.2013 kl. 16:50

25 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Öll tilskilin leyfi eru fengin". Jæja? Framkvæmdaleyfið er löngu útrunnið en þeir segjast vissir um að fá nýtt framkvæmdaleyfi. Hugsaðu þér ef ég hefði flogið flugvélinni minni í allt sumar lofthæfisskírteinislausri af því að nýtt skírteini var á næsta leiti allan tímann?

Nei, í staðinn fékk hún skírteinið ekki fyrr en nú nýlega vegna dýrrar og seinlegrar ársskoðunar af völdum skrifræðis og stærstur hluti fyrirhugaðra verkefna minna á henni fór í vaskinn.

Ómar Ragnarsson, 23.10.2013 kl. 16:51

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Sigurður Líndal væri vinstrisinnaður.

Þorsteinn Briem, 23.10.2013 kl. 16:52

27 identicon

"Mér er bara óglatt á öllu þessu saman. Hvert stefnum við hér á þessu skeri? Hvað ætlum við lengi að láta spillingaröflunum bjóða okkur einhverja brauðmola á meðan þeir sitja í feitum veislum?"

Þetta eru ummæli eftir Ursula Jümenmann, nr. 5 hér fyrir ofan, sem ég vil gera að mínum eigin. Ursula er greinilega af erlendu bergi brotin, en skynsöm og réttvís, og við svo heppin að fá slíka mannesku á skerið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 17:26

28 identicon

Þessi vegur var ákveðinn fyrir 10 - 15 árum í tengslum við nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Núverandi vegur liggur í gegnum íbúðabyggð og flestir sem þarna búa eru lengi búnir að bíða eftir þessu.

Svo er það auðvitað kjarni málsins að þetta er engin náttúruperla, þeim sem það þykir geta fengið nóg hraun á Reykjanesskaganum. Náttúruverndarsamtök á Íslandi og sú barátta er fyrir löngu orðin kjánaleg. Svo sér maður fólk bera uppá lögregluna þungar sakir fyrir það eitt að vinna vinnuna sína.

Sigurður Líndal telur rétt að bíða, það tíðkast ekki í okkar lögum að bíða á meðan málin eru fyrir dómi.

Baldur (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 17:30

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Líndal lagaprófessor telur rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms í Gálgahraunsmálinu væntanlega vegna þess að vegarlagning þar er óafturkræf.

Og harla einkennilegt að Gálgahraun hafi árið 2009 verið friðlýst samkvæmt tillögu Garðabæjar, ef bæjarstjórnin hefur ekki talið hraunið vera náttúruperlu.

Auglýsing um friðlýsingu Gálgahrauns í Garðabæ

Þorsteinn Briem, 23.10.2013 kl. 18:05

30 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lagaákvæði um lögbann eru einmitt í lögum þar sem ekki er hægt að fá fram sanngjarna dómsniðurstöðu nema að málið sé "fryst" svo að annar málsaðilinn geti ekki náð sínu fram á óafturkræfan hátt. Þess vegna er það svo siðlaust að bíða ekki eftir Hæstarétti, heldur vaða fram og eyðileggja sem mest.  

Ómar Ragnarsson, 23.10.2013 kl. 23:10

31 identicon

Eyðileggja hvað Ómar? Hraun?

Það er nefnilega meginkjarni málsins þetta er hraun.

Baldur (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 15:19

32 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi deila um Gálgahraunið er prófsteinn á það hvort hér sé réttarríki. Hagsmunir landeigenda eru taldir ríkari en sjónarmið náttúruverndarfólks sem telur sig hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að koma í veg fyrir róttækar og rangar framkvæmdir.

Svandís Svavarsdóttir staðfesti Árhúsasamninginn sem Ísland gerðist aðili að fyrir mörgum árum en íslenska íhaldið dró lappirnar við að staðfesta. nú telja stjórnarherranir sér heimilt að breyta og afturkalla allt sem þeim hugnast ekki og telja megi ekki mega láta þjóðina fá of mikil völd. Þessi alþjóðlegi samningur viðurkennir rétt náttúruverndarsamtaka að vera hagsmunaaðili í samfélaginu rétt eins og ASÍ og Samtök atvinnulífsins, áður Vinnuveitendasambandið. Það er mjög undarlegur undansláttur að vilja ekki viðurkenna rétt náttúruverndarmanna eins og annarra í samfélaginu.

Eignarrétturinn hefur lengi verið varinn í stjórnarskrá en það er einnig til málfrelsi, skoðanafrelsi, félagafrelsi og fundafrelsi, ákvæði sem eru jafngömul eignarréttarákvæðinu

Þessi deila er tilkomin vegna lélegrar upplýsingaþjónustu nokkurra lögfræðinga sem eru staurblindir á að þessi mál eru miklu flóknari í raun en að unnt sé að láta lögregluna brjóta niður eðlileg mótmæli til að framfylgja gróðahyggju nokkurra auðmanna.

Guðjón Sigþór Jensson, 25.10.2013 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband