Nýr minnisvarði um efnahagsóstjórn.

Ef ekki hefðu verið tekin tvö núll af krónunni 1981 væri 10 þúsundkallinn nú milljónkall. Þessi nýi seðill er enn einn minnisvarðinn frá 1920 um nær samfellda efnahagsóstjórn á Íslandi sem hefur rýrt íslensku krónuna nokkur þúsundfalt miðað við dönsku krónuna, sem var jafnstór þeirri íslensku í upphafi.

Eina markverða undantekningin á þessum 93 árum er Þjóðarsáttin 1990, sem var stjórnmálalegt kraftaverk í samanburði við alla aðra atburði á hörmgarferli íslensku krónunnar og hrakför efnahagsóstjórnar.

Þegar óðaverðbólga skall á 1942 sagði Ólafur Thors að enginn vandi yrði að fást við hana, - það mætti gera með einu pennastriki. Fyrir þessi orð var hann hæddur af mörgum og lifði það ekki sjá undirritun Þjóðarsáttarsamninganna, tæpri hálfri öld siðar.

Nú er óvíst hvort önnur hálf öld líði þar til "pennastrikið" verði aftur að veruleika, þ. e. í kringum 2040.

Ekki er svo að sjá að það geti orðið, heldur mun líklegra að hér verði annað Hrun eða jafnvel tvö fyrir 2040.


mbl.is Tíuþúsundkallinn kemur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Það er ljótt að segja það en satt engu að síður. Til margra ára var ég alfarið á móti ESB, en undanfarin ár hefur mér eiginlega snúist hugur. Það er ekki minnsti möguleiki á því að Íslendingar geti stjórnað sér sjálfir, til þess hafa hagsmunapot og leynileikir síðustu áratuga komið til. Ég segi, annaðhvort ESB - eða ganga Dönsku krúnunni aftur á hönd.

Gallinn er sá að þeir vilja ekkert með okkur hafa. Skiljanlega.

Heimir Tómasson, 24.10.2013 kl. 10:44

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Sammála fyrri og fyrsta ræðumanni!

Ellert Júlíusson, 24.10.2013 kl. 10:52

3 identicon

stjórnmálamenn hafa híngað til farið auðveldu leiðina. það breitist varla það er svosem eingin vandi að hafa stöðugleika. um þjóðarsátina um 1990 það er altaf eihver sem borgar svona lagað þá voru það bændur og ymsir vörusalar en nú eiga það að vera fjármálastofnanir því þeir bjuggu þessa bólu til úr eingu það sem er gert úr eingu verður að eingu þegar loftið er tekið úr því sníst um bókhald.sá er fan upp peníngaprentuninna gerði ráð fyrir eilífum vexti sem endaði með óðaverðbólgu í frakklandi. gétum við aldrei lært kosturinn við betra peníngakerfi er að ríkið gétur skamtað peníngana en freistíngin er altaf til staðar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 13:38

4 identicon

Brátt 100 ára saga Íslands sem fullvalda ríki bendir til þess að við getum ekki stjórnað okkur sjálf. Einhver verður að halda í hendina á óvitanum.

En hvað veldur. Margt. Smærð samfélagsins, ójafnvægi í byggð landsins, samþjöppun valds og fjármagns á smá skika á suðvesturhorninu, sem orsakar nepotism, klíku-kapitalisma og kleptocracy. Léleg stjórnarskrá, útblásið ríkisapparat, lélegt dómskerfi, einnig ónýtir fjölmiðlar. Þá bendir margt til þess að mörlandinn sé klíku-týpa og leiðinlegur materialisti.  

Tveir sætabrauðsdrengir, skilgetin afkvæmi peningar mafíunnar á mölinni fyrir sunnan, gaurar sem hafa aldrei sýnt "qualification" í námi né starfi fá völdin.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 14:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland ekki lítið land, Ísland vera stórasta land í heimi!"

Mjög fámennt ríki
á stórri eyju er bæði kostur og galli fyrir íslensku þjóðina, sem greiðir kostnaðinn við til að mynda gríðarlanga þjóðvegi og fjölmargar hafnir.

Önnur
mjög fámenn ríki, Mónakó, Andorra, Vatíkanið og San Marínó, eru hins vegar á mun minna landi en Ísland og evran er gjaldmiðill þeirra allra.

Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð búa milljónir manna í hverju landi fyrir sig og þessi ríki eru með sterka gjaldmiðla. Danska krónan er bundin gengi evrunnar og Finnland er á evrusvæðinu, þar sem um 330 milljónir manna búa, fleiri en í Bandaríkjunum.

Íslenska ríkið er hins vegar með mjög veikan gjaldmiðil.


Stýrivextir
eru nú 1% í Svíþjóð, 1,5% í Noregi en 6% hér á Íslandi.

Og nú í september mældist tólf mánaða verðbólga 0,1% í Svíþjóð og 1,7% í Noregi en 3,9% hér á Íslandi.

Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 0,5% og verðbólga 1,1%.

Við Íslendingar flytjum mest af okkar vörum til evrusvæðisins og kaupum einnig mest þaðan.


Við eigum því að fá greidd laun okkar hér á Íslandi í evrum og greiða hér fyrir vörur og þjónustu í evrum, rétt eins og erlendir ferðamenn hér á Íslandi, sem búa á evrusvæðinu.

Við Íslendingar höfum enga góða ástæðu til að skipta hér evrum í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.

Euro coins - National sides

Þorsteinn Briem, 24.10.2013 kl. 17:00

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ómar lætur ekki deigan síga. Jafn vel þótt hann sé borinn út af vellinum. Rís upp aftur og hugar að stóru málunum.

Vel getur verið að verðbólga sé sætabrauð. Beint í æð hækkun á launum, vöru og þjónustu. Veiðimannaþjóðfélagið í hnotskurn. Taka fuglinn eða fiskinn meðan færi gefst. Þar á eftir veljum við stjórnendur sem eru reiðubúnir að leysa úr málum ofneyslu sjúklingsins. Oft eru fyrri stjórnendur búnir að búa svo um hlutina að nærri ógerningur er leysa kjósandann úr böndum.

Óstjórn í efnahagsmálum er hægt að rekja til skipulagsins. Núverandi lýðræðisskipan sem lofar kjósandanum að X a við loforðalista flokkana á fjögra ára fresti. Lausnin á tölvuöld er að gefa kjósandanum meira vald og láta hann ákveða, kjósa oft á ári í með tölvu.

Upplýsingastreymi er það mikið á miðlunum að útkoman getur aldrei orðið verri en hún er í dag. Hinn venjulegi kjósandi er skynsamur og er fullfær um að ákveða sjálfur hvað hann vill. Margir lýðræðissinnar hafa bent á þessa lausn og sumir eru tilbúnir að berjast fyrir málefninu.

Sigurður Antonsson, 24.10.2013 kl. 17:15

7 identicon

steini briem: öll þessi smáríki vor í samstafi við ríki sem geingu í e.s.b. svolítill munur á þeim og íslandi.

efnahagur danmörku er betri vegna þess vikmörk miðað við evru .

hversvegna þarf að vera 6%. stýrivexti á islandi skil ég ekki með gjaldeyrishöftin.

eru sýrivextir alstaðar 0.5% og verðbólga 1.1%.

vegna reglugerða tekur því ekki að flitja vörur frá öðrum löndum cið erum í ees það hefur bæði kosti og galla

flitjum mikið bretlands sem er ekki í evruni selum álið í dollurum orkuna líka í dollurumþónokkuð er bar skipt um skip í evrópu og flutt annað.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 20:23

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöruviðskiptum árið 2009, var 60% og hlutfall allra Evrópusambandsríkjanna er að sjálfsögðu hærra.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Þar að auki eru dráttarvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 24.10.2013 kl. 22:12

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Frá því að fyrsti íslenski peningaseðillinn var prentaður 1886. hefur íslenska krónan verið nánast einskis virði. Merkur Íslendingur, Eiríkur Magnússon bókavörður í Cambridge, gagnrýndi þá þessa peningaútgáfu og Landsbankann. Brátt leið að því að hann varð „persona non grata“ meðal landshöfðingjaklíkunnar. Eg hefi verið að skoða þessi mál og það er höfðingavaldið og braskaranir sem hafa viljað halda dauðahaldi í íslensku krónuna því fátt hefur verið henni jafndrjúgur tekjustofn og braskið með lélegan gjaldmiðil.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.10.2013 kl. 22:57

10 identicon

steini briem:þzð eru til þrenskonar lýgi. það er lýgi. haugalýgi og tölfræði og þettað er tölfræði. mann eftir ví þegar davíð sagði að við tækjum upp 20% af regluverki e.b.e en evru sinnar sögðu 80% hugsa að báðir höfðu rétt fyrir sér

skil ekki þessi skrif um landbúnað hef eingar áhiggjur af íslenskan honum það mun lítið breitast vegna þess að við eru með stofna í útrímíngarhættu því ef þeir leifa þennan innflutníng munu íslenskir bændur þurfa að flitja in ný búfjárkin þá kverfur sá gamli og þá verður meiri ensleitni í dyrahaldi í evrópu það stryðir gegn stefnu e.b.e svo ég hugsa að lanbúnaðarvörur muni lítið lækka hér á landi.

um vexti við gétum lækkað vexti í dag. vextir eru breitilegirí í e.b.e. er reindareingin snillíngur í lántökkum skulda ekkert en

tökum dæmi: þú leggur inn 100.kr færð .x. vexti bankin leggur vexti +verð.b.7%. það gera 7.kr. síðan margfaldaði bankin 100.kr.með 3 það gera það gerir 21% vexti í stað þess að dela 7%. þrent sem gera 2,3% vexti af 100.kr. ef þeir margfalda með 7. þá eiga þeir ekki að taka neina vexti svo islenskir bankar stunda okurstarfsemi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 08:43

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 25.10.2013 kl. 12:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi var einnig mikil verðbólga þegar vextir hér voru mun lægri en verðbólgan, til að mynda á áttunda áratugnum.

Verðbólga hér á Íslandi á árunum 1940-2008

Þorsteinn Briem, 25.10.2013 kl. 13:11

13 identicon

steini briem: jú mesta verðbólga í evrópu en minna atvinuleisi.

hræddur er ég um að þú sért ekki með nýustu tölur um matvælaverð.

skildi ekki þessa stývexti þeir hefðu gétað gert þettað öðruvísi hvað gerðu þessir heiðursmenn lækuðu bindiskildu úr 12%. niður í 8%. á sama tíma þettað voru misvísandi skilaboð og almeníngur borgaði.

það var einginn furða 2009. brentuðu bankarnir óbeint penínga einsog óðir væru til að forðast gjaldþot

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 13:24

14 identicon

fróðlegar greinar sem þú bendir á steini sérlega vísindavefurinn

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 13:30

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 25.10.2013 kl. 14:54

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er örsmár vinnumarkaður en þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð síðastliðna áratugi.

Pólland
er einnig Evrópusambandsríki, þúsundir Pólverja hafa haldið íslenskri fiskvinnslu gangandi og Evrópska efnahagssvæðið er sameiginlegur vinnumarkaður.

Olíuríkið Noregur á eins og Ísland aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og hefur engan áhuga á að segja upp þeirri aðild.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Hér á Íslandi
var 5,2% atvinnuleysi nú í september, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, sem er sama atvinnuleysi og í evruríkinu Þýskalandi, þar sem 80 milljónir manna búa.

Atvinnuleysi 5,2% hér á Íslandi - Hagstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 25.10.2013 kl. 14:55

17 identicon

fróðlegar greinar sem þú bendir á steini sérlega vísindavefurinn

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 16:09

18 identicon

sé þú ert með sama ávana og stefán ólafsson að miða við timakaup 2010 er varla samgajrnt ári eftir hrun þú gætir alveg eins miðað við 200þá væru tölurnar aðra okkur í vil.

er eithvað að því að víkíngar skrepi út það gerðu forfeður okkar líka og þá var e.b.e ekki til.

heirt hef ég aðrar sögur um noreg þó verkamanagflokkurin vilji það ekki

engin er stórt orð en sumir stjórnmálaflokkar seigja að sá samníngur sé brot á stjórnarskrá er því í raun ekki í gildi

nú eru til tvær aðferðir að mæla atvinnuleisið þeim ber ekki saman munar um prósenti ef ég man.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 16:23

19 identicon

átti að vera 2006.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 16:24

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það skiptir nú ekki miklu máli fyrir Evrópusambandsríkin hvaða dýr fá að vera hér á Íslandi og því harla ólíklegt að þau sæki það fast að fá að flytja hingað lifandi dýr fyrir íslenskan landbúnað.

Hins vegar hefur verið töluverður útflutningur á hrossum héðan frá Íslandi og árið 2009 voru flutt hér út 1.589 lifandi hross, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Þorsteinn Briem, 25.10.2013 kl. 16:27

21 identicon

ethbað hefur steini miskilið mig. hlítur að vera stafsetníngin.

þegar ég skrifa um influtning á lifandi dýrum er ég að skrifa um íslenska bændur en ekki evrópusambandsríkinn ef verður óheft samkepni verða bændur að flitja afurðameira kyn inn þá deir það gamla útt

voðalega hefurðu gaman af prósentureikníngi eru efta ríkin í þessari tölu árið 2009 hrundi geingið og menn gátu feingið hross á spottprís frá íslandi ef þú skoðar nýjustu tölur þá hrundio salan þegar kreppan kom til evrópu. það er litil sala í dag er inní þessari tölu hross sem seld voru til slátrunar finst þettað nokkuð há tala bara fyrir reiðhrosss

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband