"Það þurfti aðstöðu, mannskap og peninga."

Varðandi fyrirspurn Ögmundar Jónassonar um það hvort íslenskir stjórnmálamenn hafi verið hleraðir, vísa í fyrri bloggpistla mína um hleranir á símum siðsumars 2005.

Síðasta svarið sem ég fékk frá einum af sérfræðingum, sem ég leitaði til, var þessi: "Hafðu engar áhyggjur af því að sími þinn sé hleraður, því að til þess að það lýsi sér eins og þú hefur lýst, þarf aðstöðu, mannskap og peninga."

Svarið sýndi hins vegar, hverjir gátu komið til greina sem hlerendur.

Eins og þessar hugsanlegu hleranir komu fram var ljóst,  að ef þær voru stundaðar, voru engir Íslendingar undanþegnir, allt frá æðstu ráðamönnum og stjórnmálamönnum og niður úr.


mbl.is Voru íslenskir stjórnmálamenn hleraðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósköp eru menn eitthvað barnalegir varðandi þessar hleranir. Tilgangur þess að hafa leyniþjónustu er að afla upplýsinga um vini jafnt sem óvini með hvaða hætti sem er. En að allir séu hleraðir alltaf er náttúrulega út í hött. Einungis "merkilegar" persónur mega búast við að fylgst sé með þeim. Ætli Ögmundur móðgist ef upp kemst að enginn hafi hlerað hann? Danskur fyrrverandi leyniþjónustumaður (ég bý í DK) var að segja frá því að ef danska utanríkisleyniþjónustan væri ekki að fylgjast með og afla upplýsinga um leyndarmál nágrannana (t.d. Svía, Norðmanna) væri hún einfaldlega að brjóta dönsk lög, því í lögum um þjónustuna er einfaldalega tekið fram að upplýsingasöfnum sé skylda hennar.

Kári Sveinsson (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 10:45

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll Ómar það er allt orðið hlerað meira og minna enda orðið svo auðvelt að hlera ef menn hafa til þess réttu græjurnar og kunnáttu.  Það þarf ekki lengur að vera á Íslandi til að hlera íslenska síma það er næstum hægt hvar sem er.  Snowden sagði frá hvað Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin er að gera, en er hún sú eina?  Hvað með þá sem við vitum ekki um? Hlerar ESB, Þjóðverjar, Frakkar, Bretar, Kínverjar, Rússar, Indverjar og svo framvegis?

En það er eitt sem er víst að eftir 100 ár þá verður bæði gaman og hræðilegt að vara sagnfræðingur, gaman því að það verður allt efni til, hræðilegt því það verður svo mikið af því og hver á ég að finna það sem skiptir máli.

Það verður til dæmis hægt að finna þetta comment og það í 100 eintökum plús ef af líkum lætur.

Einar Þór Strand, 28.10.2013 kl. 11:50

3 identicon

Sæll Ómar.

Á þeim tíma sem þú nefnir og löngu fyrr voru til
lítil, nett, ódýr og áreiðanleg tæki til að kanna þetta, -
en förum ekki nánar út í það ... !

Húsari. (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 15:19

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hleranir eru tækifæri þess hrædda.

Ragnar Stefánsson „skjálfti“ sagði mér einu sinni frá hlerunum lögreglunnar í Reykjavík eða annarra aðila. Það heyrðist alltaf smá „klikk“ þegar hlerunartækið fór af stað. Ragnar kvað alla vita af þessu og stundum var búið að ákveða mótmæli en ákveðið að hringja sig saman til að afvegaleiða lögregluna. Það hafi verið gert þegar einhver bandarískur ráðamaður kom hingað til lands. Í símanum var ákveðin mótmæli við bandaríska sendiráðin. Þangað mætti lögreglan og örfáir mótmælendur. En flestir mættu tímanlega að mótmæla og taka móti bandaríska ráðamanninum á tröppum háskólans!

Þannig geta hleranir afvegaleitt þá sem þeim beita.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2013 kl. 15:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.10.2013 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband