Tveir atburðir hafa gerbreytt stöðunni.

Fyrir rúmri viku vissi enginn nema að Jón Gnarr ætlaði í framboð í næstu borgarstjórnarkosningum.

Þá leit líka út fyrir að flugvallarmálið yrði svo mikið hitamál í næstu kosningum að jafnvel nýtt framboð um hann gæti komið til skjalanna.

Nú hefur hvort tveggja breyst, Jón Gnarr á förum en flugvallarmálið fryst ( þó ekki na-sv-brautin, því miður) og allt önnur staða er komin upp í einu vetfangi í borginni.

Jón Gnarr skilur eftir sig merkan feril og áhrif, þótt ekki sé nema fyrir það, að hann er fyrsti borgarstjórinn í meira en áratug, sem situr heilt kjörtímabil.

Á árunum 2002-til 2010 voru nefnilega hvorki meira né minna en sjö borgarstjórar í embætti í Reykjavík ! 

Meðal fylgismanna Jóns er Óttar Proppé og hann kemur fyrst upp í hugann sem arftaki Jóns, skarpur maður og snjall.

En nú er erfitt að spá um hvað tekur við og spennandi tímar framundan í borgarmálunum.  


mbl.is Jón Gnarr hættir í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknar hér fylgið þvarr,
full er hún af götum,
en svakalega  sveitó Gnarr,
í sexí peysufötum.

Þorsteinn Briem, 30.10.2013 kl. 15:28

2 identicon

Lofaði maðurinn ekki að svíkja ALLT

svo hvað er að marka hann núna? 

Grímur (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 15:48

3 identicon

Þögn reyndi Gnarrinn að rjúfa,
og rak sig - ef fréttum má trúa.
Afsögn er bezt
með athyglisbrest …
Ó – þarna er fiðrildi að fljúga!

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 16:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt að flugvallarmálið hafi breytt einhverju til hins verra fyrir Besta flokkinn í Reykjavík.

Þar að auki eru sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgandi því að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu.

Og Vinstri grænir gætu myndað meirihluta með Samfylkingu og Bjartri framtíð (Besta flokknum) í Reykjavík.

20.10.1013:

Besti flokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa

Þorsteinn Briem, 30.10.2013 kl. 17:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.10.2013 átti þetta nú að vera.

Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir gætu myndað næstu ríkisstjórn, jafnvel með þátttöku eða stuðningi Pírata, samkvæmt skoðanakönnun núna.

30.10.2013 (í dag):

Nær helmingur fylgis Framsóknar farinn

Þorsteinn Briem, 30.10.2013 kl. 17:38

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gnarr er eins og Ronald Regan skemmtikraftur sem vill lífga upp á tilveruna og umgjörðina. Framboð hans í upphafi var eins og að blankur trúður kæmi að borðinu. Regan var orðinn leiður á Hollywood en Gnarr á borginni og stjórnmálum. Regan gerði stjórnmálin að áskorun og kjósendur sína ánægða. Hvar sem hann kom lyftist brúnin á mönnum.

Aukning á gjöldum borgarinnar umfram verðhækkanir hefur líklega fyllt mælirinn. Gnarr var orðinn áhyggjufullur. Borgarsirkusinn varð honum ofjarl þar sem ekki sást til sólar. Stjórnmálamenn eins og trúðar vilja sá árangur, bros á vör eftir erfiðið. Áhyggjuefni að enginn vill leysa málin fyrir okkur. Létta gönguna, minnka byrðar.

Jóns Gnarr verður getið sem borgarbarns sem vildi vel. Reynsla hans á eftir að koma honum að góðu gagni í nýjum verkefnum. Gnarr myndi lífga upp á RÚV sem ekki hefur sýnt góðan skemmtiþátt lengi.

Sigurður Antonsson, 30.10.2013 kl. 17:40

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gnarr var orðinn áhyggjufullur."

Harla einkennileg fullyrðing
í ljósi þessarar nýlegu skoðanakönnunar:

20.10.2013:

Besti flokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa

Þorsteinn Briem, 30.10.2013 kl. 17:53

8 identicon

"Gnarr er eins og Ronald Regan skemmtikraftur sem vill...", skrifar Sigurður Antonsson.

OMG, maður upplifir alltaf of mikið af asnalegum ummælum hér á klaka-blogginu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 18:03

9 Smámynd: Sigurður Antonsson

Haukur

Ekki veit ég hvernig klakinn er í Sviss. Væri ekki nær fyrir þig að lýsa betur hvaða reynslu þú hefur af stjórn borgarinnar. Bera þau saman við Mið-Evrópu borgarrekstur, þar sem þú þekkir best til. Það er ekki verið að tala niðrandi um leikara. Þeir hafa mjög víða komið við í stjórnmálum og oft gert vel.

Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir borgarstjórann að sveitafélagið með mestu tekjurnar af atvinnulífinu skuli vera jafn illa statt. Jón Gnarr segir að borgin hafi í hans tíð þurft að ganga í gegnum mestu erfileika allra tíma. Steini Briem, sérð þú ekki áhyggjusvipinn á borgarstjóranum?

Sigurður Antonsson, 30.10.2013 kl. 20:26

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gríðarleg uppbygging verður hér í Reykjavík næstu árin.

Reist verður stórt hótel og fleiri stórhýsi
við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, fjöldinn allur af íbúðarhúsum verða byggð við Gömlu höfnina og Skerjafjörð, þar sem nú er NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar.

Íbúðir verða einnig reistar í til að mynda Úlfarsárdal og um þrjú þúsund leiguíbúðir hér í Reykjavík næstu fimm árin.

17.10.2013:

Um þrjú þúsund nýjar leiguíbúðir í Reykjavík


14.6.2013:

Lóðir í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási boðnar út


Hótelum hér í Reykjavík fjölgar nú verulega
og Vísindagarðar verða byggðir skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar.

19.9.2013:


Lyfjafyrirtækið Alvogen reisir hátæknisetur í Vísindagörðum fyrir sex milljarða króna


Og Planið varðandi Orkuveitu Reykjavíkur gengur vel.

Þar af leiðandi er engin ástæða til að hafa áhyggjur af Reykjavíkurborg
, hvorki fyrir núverandi borgarstjóra né aðra.

31.7.2013:

Planið hjá Orkuveitu Reykjavíkur gengur betur en áætlað var


Lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur í október 2013

Þorsteinn Briem, 30.10.2013 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband