Bara græða, engu kosta til !

Nú eru liðin tæp 15 ár síðan ég sýndi í þáttum í sjónvarpi hvernig Bandaríkjamenn standa að nýtingu þjóðgarða sinna svo að vernd náttúrunnar sé tryggð þrátt fyrir mikla umferð ferðamanna. 

Vitneskjan um þetta hefur legið fyrir í öll þessi ár, til dæmis um það hvernig hægt sé að standa þannig að málum í Yellowstone þjóðgarðinum, sem er með svipuðu viðkvæmu landslagi og er að finna á jarðvarmasvæðum á Íslandi, að þessi frægasti þjóðgarður heims þoli umferð 3ja milljóna ferðamanna á hverju sumri.

Það er talað um áunna sykursýki, þ. e. sykursýki, sem sjúklingarnari hafa sjálfir átt þátt í að skapa með líferni sínu, en hér á landi má kannski tala um áunna fáfræði og sinnuleysi um eðli og gildi náttúru landsins.

Það hefur ekki örlað á því í umræðu um þessi mál og meðferð þeirra hér á landi að vitneskja um margra áratuga reynslu annarra þjóða sé á vitorði Íslendinga. 

Þvert á móti er fimbulfambað um þau af fáfræði og sinnuleysi um allt nema að raka saman sem mestum skyndigróða án þess að kostan neinu til, því miður.

Ég þekki útlendinga sem hafa komið árlega til landsins með hópa námsmanna en segjast helst vilja sneyða hjá Geysissvæðinu í Haukadal og öðrum viðkvæmum svæðum, sem þeir segja að sé þjóðarskömm fyrir okkur Íslendinga.

Þegar svo er komið er skammt í það að græðgin fari að éta upp skyndigróðafíknina sem heltekur okkur allt of oft. Við höfum ekkert lært af Hruninu heldur miðast allt við það að aftur verði hér svipað ástand og ríkti 2007 á öllum sviðum.  


mbl.is Göngustígar láta á sjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferðaþjónustan greiðir uþb 1/10 af brúttótekjum sínum í erlendri mynt til Rikissjóðs í formi Virðisaukaskatts sem slagar í ár hátt í 30 milljarða.

Utflutningur á fiski og áli, -sem og þær veiðar, vinnsla og raforkuframleiðsla sem að baki liggur skilar EKKI EINNI KRÓNU í vsk. 

Ríkissjóður er því sá aðili sem mestar tekjur hefur af erlendum ferðamönnum og á mestra hagsmuna að gæta að hámarka arðsemi ferðaþjónustunnar.  Hagsmunir Ríkissjóðs felast  í því að byggja upp þá innviði sem gera greininni kleyft að vaxa í sátt við land og þjóð og skapa með því Ríkissjóði sem mestar tekjur á komandi tíð.  

Ríkið er hinsvegar vant því að fá allt fyrir ekkert og þrást við að skila þeirri þjónustu sem þó hefur verið rukkað fyrir í áratugi.  Flestir hlekkir í ferðaþjónustukeðjunni standa sig vel. Ríkið er undantekning og það er alltaf til skammar, sama hver á í hlut, -að rukka fullt verð en veita því sem næst enga þjónustu.

Hér vantar alla framtíðarsýn.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 14:05

2 identicon

Allir slóðar sem ná dýpt þar sem vatn nær að ferðast frá a-b eru fljótir til dýpkunar vegna vatnrofs, sem er margfalt öflugra en milljónir af fótsporum.
Ég grandaði einu sinni upp í kílómeters traktorsslóða sem var orðinn að 1-1.5 metra djúpum grafningi á fáum áratugum, líkast til um 40 árum. Annar var hjá, sem var orðinn svona 40 cm á innan við 20 árum.
Slóðar, svona mjóir eins og myndir hafa sýnt af Laugaveginum væru best fylltir með steypumöl alveg upp í topp.
En hver borgar? Því er auðsvarað, það er hér í niðurlaginu hjá Sigurði Sunnanvindi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 15:42

3 identicon

Sigurður Sunnanvindur, þetta er bull og þú veist það. Þóknun ferðaskrifstofa er undanþeginn VSK, eins er með fólksflutninga (t.d. hópferðabifreiðar, flug, leigubílar osfrv), skipulagðar hópferðir undir leiðsögn fararstjóra= enginn VSK  Hótelgisting ber 7% VSK en VSK af aðföngum fæst frádreginn að fullu. Það er ekki nema von að Ríkisskattstjóri sjái aldrei aukningu í kassanum hjá sér af allri þessari ferðaþjónustu. Hingað koma fleiri og fleiri ferðamenn en ferðaþjónustan er undanþeginn VSK að mestu og borgar því ekki til samfélagsins. Allt varð vitlaust yfir áformum um gistináttagjald, það mátti ekki. Að einkaaðilar rukki inn á sín einkalönd er þvílíkur þyrnir í augum ferðaþjónustunnar enda eru þeir þá ekki einir að græða á því að selja ferðir inn á annara manna lönd, sem að ferðaþjónustan gerir grimmt og kvartar svo ógurlega þegar eigendur setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Sömu aðilar garga svo manna hæðst yfir því að útgerðin verði að borga fyrir afnotin af þjóðareigninni en vilja sjálfir ekki borga fyrir afnotin af þjóðareigninni sem landið okkar og náttúran er. Fyrst þegar ferðaþjónustan er raunverulega farin að borga í samfélagið getur hún tjáð sig um hluti, þangað til er hún "person non grata"

Þorkell (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 15:54

4 identicon

Þorkell, -þú ættir að kynna þér löggjöf um Virðisaukaskatt áður en þú lætur vaða á súðum.

Virðisaukaskattur snertir ferðaþjónustuna með fernum hætti.

1.  Fyrirtæki sem innheimta vsk og skila mismuni á innksatt og útskatt (bílaleigur, gisting veitingar, hluti afþreyingar ofl.)

2. Fyrirtæki sem ekki innheimta vsk og fá að auki endurgreiddan útlagðan vsk. Í þessum geira er aðeins farþegaflutningar á sjó og landi og allur útflutningur á fiski, áli, iðnvarning osfrv.

3. Fyrirtæki sem ekki innheimta vsk en geta ekki nýtt sér útlagðan vsk af aðföngum. Í þessum hóp eru farþegaflutningar á landi, ferðaskrifstofurekstur hluti afþreyingar ofl.

Í þessum þriðja lið er það svo, að vsk nemur rúmlega 10% í rekstri hópferðabíla, álíka hlutfalli í rekstri ferðaskrifstofa og misþungt í afþreyingunni eftir því hve frek hún er til búnaðar. Er t.a.m. yfir 15% í rekstri vélsleðaferða. Allan þennan álagða vsk selur ferðaþjónustan inn á alþjóðlegan markað og erlendir ferðamenn greiða sam a vsk og heimamenn. Rikissjóður ber hinsvegar óverlulegan kostnað af þessum erlendu greiðendum vsk. því ekki þarf að sjá þeim fyrir menntun, skólavist né almannatryggingum

Stærstur hluti vsk útgjalda ferðaþjónustunnar er því innheimtur af fyrirtækjum sem ekki eru skráð undir bókhaldslykli "ferðaþjónustu" hjá Ríkisskattsstjóra. Fyrirtækin sem skila vaskinum af ferðaþjónustunni eru skráð sem olíufélög, bílaumboð, fjarskiptafélög, byggingarfélög, auglýsingastofur, verkstæði, varahlutasalar, verktakar, verslanir, listmunasalar. ofl ofl.

Þessar upplýsingar og upphæðir má finna í nýlegri skýrslu frá Fjársýslu Ríkisins.

Það má því segja að Ferðaþjónjustan sé eina útflutningsgreinin sem áratugum saman hefur greitt Auðlindagjald. Því miður hefur gjaldið ekki nýst til viðhalds auðlindarinnar sem skilar Sameiginlegum sjóðum þessum gríðarlegu gjaldeyristekjum.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 17:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna í fyrra, árið 2012, og verða töluvert meiri nú í ár.

Þessi fyrirtæki greiða
að sjálfsögðu skatta til íslenska ríkisins, rétt eins og starfsmenn þessara fyrirtækja, sem greiða tekjuskatt og virðisaukaskatt til íslenska ríkisins af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Og endurgreiðsla á virðisaukaskatti sem erlendir ferðamanna greiða gildir ekki um til að mynda mat og drykki sem þeir kaupa hér í verslunum og á veitingahúsum.

Reglugerð um endurgreiðslu á virðisaukaskatti nr. 294/1997 með síðari breytingum

Þorsteinn Briem, 26.11.2013 kl. 17:03

6 identicon

Hér að ofan kemur fyrir frasinn, "menntun, skólavist né almannatryggingum " en auðvitað átti að standa "menntun, heilsugæslu né almannatryggingum"

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 17:05

7 identicon

Sú þekking sem byggt er á í USA er líka til hér heima og studd reynslu m.a. úr samstarfi við erlenda aðila með langa reynslu í framkvæmdum á ferðamanna- og náttúruverndarsvæðum.Þessi þekking er stórlega vannýtt vegna þess hvað litlir peningar eru settir í stígagerð, merkingar, fræðslu og snyrtingar. Vannýtt þekking eyðilegst eins og allt sem vannýtt er. Aðalatriðið er að tapa ekki þekkingu okkar á möguleikum fjölbreyttra lausna í íslensku umhverfi. Þekking á lausnum er fáanleg hvaðan sem er en þekking á íslenskum forsendum verður bara til hér og ekki ástæða til að vera alltaf að finna upp hjólið.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 18:11

8 identicon

Sá VSK sem endurgreiddur er (duty-free) er tala sem er til, og ekki sérlega há í samhenginu.
"Bottom line" er það, að útlendingar sem hingað ferðast skila kynstrunum öllum af fjármagni inn í okkar eyland, og MJÖG drjúgur hluti þess endar í ríkiskassanum.
Það er ótrúlegt að sjá fólk hreinlega reyna að þræta fyrir það.
Og það sem ríkið þyrfti til að kosta til að halda vissum málum í lagi er bara brotabrot af þessu.
Bara spurning um útfærslu.
Aulaháttur á þessu getur endað með fjárhagstjóni,- það þarf að hlúa að útsæði, ekki bara éta það.
Þar sem ég hef unnið í ferðaþjónustu og ranglað víða með ferðamenn, þá fæ ég oft vinsamlegar ábendingar. Ein algeng er, að það mætti lappa upp á margt smátt, en að passa sig á því að ganga ekki of langt.
Það þarf að lappa aðeins upp á Laugaveginn og nokkrar slóðir aðrar. Stórmál eða hvað?

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband